Alþýðublaðið - 13.03.1957, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 13.03.1957, Qupperneq 6
6 AíþýBublaglg Miðvikudagur 13. marz 1957 S s s s V s s •S s V V V V s S- s s V V s s s s s s V V s s s s s s s s s s s s s ,s s s s •V s s s s s s s s V s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. íslenzk stórborg Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið ábyrgur flokkur, - hvorki í utanríkismálum, efnahagsmáium, framkvæmd- um né þingstörfum. FUL-LTRÚI Alþýðuflokks- ,ins í bæjarstjórn hreyfði mjög athyglisverðu máli, þegar hann gerði tillögu um fjölgun bæjarfulltrúa. — Reykjavík hefur vaxið svo og breytzt á síðustu árum, að stjórn borgarinnar er marg- falt umfangs- og ábyrgðar- meiri. en hún áður var. Eru . bæjarmál yfirleitt þess eðlis, að þau breytast verulega eft- ir stærð viðkomandi byggð- ar, ekki sízt þegar komið er að mörkum stórborgarinnar. Má segja, að Reykjavík sé nú á þeim mörkum, ekki aðeins vegna íbúafjöldans, sem þætti varla mikill í stærri löndum, heldur sökum þéss að hér fer fram öll starfsemi höfuðborgar og hér er menn- ingarlíf, viðskipti og lífskjör meiri og betri en venjulega í jafnstórum bæjum. Gömlu göturnar í Reykja vík duga ekki óbreyttar í Reykjavík nútímans. Ekki heldur gömlu húsin, gamla símstöðin, gamla rafmagns- kerfið, gömlu brunabílarn- ir. Allt þarf að sníða við vöxt. Og hví skyldi ekki höfuðið þurfa að vaxa og þroskazt með búknum? Bæjarstjórriarkerfi Reykja víkur er orðið úrelt. Fimm- tán bæjarfulltrúar koma sam an undir súð í Eimskipafé- lagshúsinu tvisvar í mánuði. Bæjarstjórn hefur yfirleitt starfað þannig, að borgar- stjórinn og þeir, sem með honum ráða bænum, nota hana aðeins sem múmmí- stimpil á gerðir sínar. Kem- ur sjaldan eða aldrei fyrir, að meirihlutamenn sýni sjálf stæða skoðun eða fái að taka afstöðu til mála ópólitískt. Svo mikill fjöldi mála liggur að jafnaði fyrir bæjarstjórn og svo gersamlega skipulags- laust, að ógerningur er að vænta þar skipulagðra eða eðlilegra umræðna. Er þörf á gerbreyttri skipan afgreiðslu mála í bæjarstjórninni, ef vel á að vera. Alþingi vinnur mest af sínum störfum í nefndum. Þar er ýtarlega fjallað um málin og leitað aðstoðar sér- fróðra manna, þegar þess þykir þurfa. En bæjarstjórn hefur ekki þennan hátt á. í henni eru til nokkrar nefnd- ir, en flest mál, stór og smá, eru útkljáð í bæjaráði, sem er hin eiginlega ráðandi sam kunda bæjarins. Sitja þar fimmm menn og koma venju lega saman tvisvar í viku. Fer eins um þá og sjálfa bæj- arstjórnina. Þeir geta varla fjallað nægilega um málin, þar sem mikill fjöldi ó- skyldra atriöa liggur til af- greisðlu á einum og sama fundi. Afleiðing þessa verður sú, að hinir fastráðnu yfir- menn deildar bæjarins, sem pólitískir borgarstjórar hafa ráðið til starfa, ráða yfirleitt algerlega málum bæjarins. Þetta teknókratí hefur að sjálfsögðu ýmsa kosti, en líka mikla galla. Það brýtur í bága við þá grundvallarreglu lýðræðisins, að leikmenn, kjörnir af borgurunum, skui: endanlega ráða. Þeirra ráð — hinna kjörnu bæjarfull- trúa — hafa verið gerð minni og minni, en ráð hins pólitíska borgarstjóra og flokksvélar hans innan Sjálf stæðisflokksins, meiri og meiri. Það þarf ekki aðeins að fjölga nokkuð í bæjarstjórn Reykjavíkur, heldur gera hana VIRKA og láta bæjar- fulltrúa starfa í nefndum, þannig að betur sé fjallað um hvert niál en nú er. Það þarf að tryggja fleiri stéttum áhrif á bæjarmál- in, minnka áróðursræðu- höld á bæjarstjórnarfund- um, en auka málefnalegt starf bæði meirihluta og minnihluta. Reykjavík nú- tímans á geysileg vanda- mál óleyst, og það má ekki láta þunga þeirrar glímu hvíla algerlega á herðum launaðra starfsmanna, sem eru undir járnhæl hús- bónda síns, borgarstjórans, og flokksmaskínu hans (að þeim persónulega ólöstuð- um að öðru leyti). Hin fyrsta íslenzka stór- borg verður að sníða sér stakk eftir vexti og fá borg- arstjórn við sitt hæ'fi — við hæfi menntaðs og þroskaðs bæjarfélags í lýðræðislandi. ÁÐUR EN núverandi ríkis- stjórn kom til valda, hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn meira en hálfan ann- an áratug. Flokkurinn hafði ekki aðeins átt tvo eða fleiri ráðherra í hverri einustu sam- steypustjórn, heldur og farið einn með völd um skeið og jafnvel átt menn í utanþings- stjórn. Allan þennan tíma hefur hin mikla og vaxandi áróðursvél Sjálfstæðismanna hamrað á einu atriði öðrum fremur. ]>að er ábyrgðartilfinning og ramt- sæi Sjálfstæðisflokksins. Reynt hefur vérið með allmiklum áx- angri að fá almenning til að trúa því, að Sjálfstæðismenn taki jafnan ábyrga afstöðu til mála og geri það, sem gera þarf, jafnvel þótt óvinsælt sé. Það mun koma því betur í Ijós, sem stjórnartímabil Sjálf- stæðismanna verður af meiri gaumgæfni athugað, að þeir eru alls ekki og hafa aldrei verið ábyrgur flokkur. Það má færa töluleg rök að þeirri staðreynd, að því meiri sem völd Sjálfstæðismanna liafa verið, því örar hefur dýrtíðin vaxið, og þetta er ekki tilvilj- un. Þeir eru fullkomlega óá- byrgir í meðferð á þeim trún- aðarstörfum, þar sem ráðið er lánsfjánþenslu, fjárfestingu, verðgæzlu og öðrum þeim höf- uðatriðum, er mest áhrif hafa á verðbólguna. Gleggsta dæm- ið um þetta voru loforð þeirra um að allir mundu fá 100.000 kr. íbúðalán, og svik þeirra á þeim loforðum með þeirri af- leiðingu, að 2—3000 f jölskyld- ur eru á barmi gjaldþrots um land allt, en þjóðin tapar millj- ónum í vexti af bundnu fé og hálfgerðu húsnæði. Hvergi má sjá gleggra dæmi um ábyrgð- arlausa atkvæðahöndlun Sjálf stæðisnranna, sem þjóðin hefði getað forðazt með örlitlu af heilbrigðri varkárni og skipu- lagi. Hið raunverulega ábyrgðar- leysi Sjálfstæðismana hefur komið mjög skýrt fram í stjórn- arandstöðu þeirra. Að vísu hafa flestir af yngri leiðtogum þeirra, Bjarni, Jóhann, Gunnar, Magnús og jafnvel Ingólfur (ef nokkur telur hann til leiðtoga) aldrei verið í stjórnarandstöðu fyrr á þmgi, og er þeim því vorkunn, þótt klunnalega og önuglega .sé á haldið. Þetta er þó ekki nægilegt til að skýra hið algera ábyrgðar- j leysi, serp. einkennt hefur stjórn arandstöðu Sjálfstæðismanna. í Skulu hér tilfærð nokkur mál- efnadæmi, sem styðja þessa , fullyrðingu. ÁbyrgðarSeysi í u ta n r í k ismá I u m. Stórkostlegast er ábyrgðar- leysi Sjálfstæðismanna í utan- ríkismálum og skyldi enginn maður trúa því, að þessi flokk- ur sé undir stjórn manna, sem telja sig útvalda til að stjórna þeim málum fyrir þjóðina. Flokkurinn hefur skipulagt rógsherferð á hendur íslenzkri ríkisstjórn um allan heim með fréttasendingum áróðursmanna sinna. Þessi herferð átti að koma því til leiðar, að íslend- ingar væru settir til hliðar í NATO og helzt reknir úr banda- laginu; að þeir fengju engin lán annars staðar en í Sovét- ríkjunum og ekkert væri fyrir þeim greitt í viðskiptum. Þann- ig átti að samfæra umheiminn um það, að íslenzka ríkisstjórn- in væri undir stjórn moskvu- kommúnista. Allir geta séð, hvernig Sjálfstæðismenn nota ' jafnvel heiður og lánstraust þjóðar sinnar til að styðja póli- tíska valdastreitu sína hér heima. Þessi framkoma þeirra stappaði nærri landráðum og það tjón, sem þeir gerðu var mikið og margvíslegt. Er óvíst, að það hefði ekki orðið miklu meira, ef þeir tveir menn, sem farið hafa með. utanríkismálin, hefðu ekki tekið á þeim af festu og tekizt að eyða verulega á- hrifum af rógsherferð Sjálf- stæðismanna. Hitt er augljóst af allri fram- komu stjórnarandstöðunnar, að hún setur flokkshagsmuni.langt yfir þjóðarhag og er lærdóms- ríkt fyrir marga. að. sjá fram- komu Bjarna Benediktssonar nú, þvílíkur landsfaðir sem hann þóttist vera, þegar hann fékk að ráða utanríkismálum. Undanfarin ár hafa Sjálf- stæðismenn jafnan haldið á j lofti þeim söng ,að stjórnarand- ; staðan, sem verið hefur, gagn- | rýndi allt sem gert var, en hefði ' engar aðrar tillögur fram að færa. Nú er sá voldugi Sjálf- stæðisflokkur í andstöðu, hefur 17 ára valdareynslu að baki, aragrúa af embættismönnum og fiæðimönnum í röðum sínum og er fullur ábyrgðár að vanda. En þessi flokkur hefur engar til- lögur fram að færa. Ekkert nema ábyrgðarlausan áróður. Hitt er svo önnur hlið á mál- unum, að Sjálfstæðismenn kalla úrræði stjórnarinnar „í- haldsúrræði“ en eru samt á móti þeim. Þeir eigna sér þau, en reyna þó að fella þau. Ábyrgðarleysi í efnahagsmálum. Það er ekki nema von, að sjálfur flokkur peningavaldsins í landinu hafi ávallt lagt á það mikla áherzlu, hve ábyrgur hann sé í fjármálum ríkisins. Þó var aldrei meira sukk á (Frh. á 11. síðu.) KVENNAÞÁTTUR Ritstjóri Torfhildur Stemgrímsdóttir AlþýðublaðiS vanlar unglinga tll að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: KLEPPSHOLTI TaMð við afgreiðsluna - Sími 4900 MJOLK. EF VIÐ drekkum 3 glös af mjólk daglega, fáum við nægj- anlegt kalk til eins dægurs, eggjahvítuefni og fosfór til hálfs dægurs og nægjanlegt magn af vítamínum, sérstak- iega B vítamínum, segir í nýju hefti danska blaðsins „Doktor“, sem eins og nafnið bendir til, fræðir lesendur sína um alls konar efni varðandi heilsu Og heilbrigðishætti. Af þessu má sjá, að mjólkin er næringarefnarík fæðuteg- und, enda er hún fyrsta fæða allra spendýra, er þau eru í þennan heim borin. Það er þó engan veginn ráð- Iegt að drekka of mikið af mjólk þess vegna. og þá sízt fyrir feitt fólk. Það má nefni- . lega einnig fá þessi efni úr öðr- 'um fæðutegundum. Því verður jþó ekki í móti mælt, að mjólk- in hefur oft verið sú fæðuteg- und, sem haldið hefur lífinu í okkur íslendingum og þótti þá oftast orðið hart í búi, er kýrin var orðin geld. Var þá voðinn vis, sérstaklega ef börn voru á heimilinu. | Nú er sem betur fer svo kom- ið hér á kndi að við höfum um nógar fæðutegundir að velja, það ætti þó á engan hátt að letja okkur á að borða hollan þjóðlegan mat, en því er svo komið að feiri og fleiri bætast í þann hóp, sem ekki vill borða ýmsar þær fæðutegundir, sem áður þóttu hér herra manns- matur. Það sem við höfum upp úr krafsinu eru alls konar siúk- dómar og þá ekki hvað sízt hin-' ir svonefndu meltingarkvillar. j Það dóu að vísu alimargir hér áður fyrr úr „innanmeini“, en hvað er það hjá því, sem í dag j deyr af fólki úr hvers konar. innanmeinum. Þá áttum við fáa, j sem fengu magasár á unga aldri. nú aftur á móti er magasár að . verða allalgengt í fólki niður! að tvítugu. Þarna er þó að vísu ekki alltaf um magasár af völd urn fæðu að ræða, heldur hvers konar áhyggjur orsök þess og þá jafnvel erfiði við störf, en hitt er engu síður víst að holl og rétt fæða mundi auðveldlega hindra þessi magasár og úti- loka þau og þá ekki síður mörg krabbatilfellin. Því skyldi kjör- orði okkar verða að taka upp meira þjóðlegan mat og hollan, grænmetisfæðu ef mögulegt er og allan þann mat, er við eða læknar okkar ráða okkur til að neita til þess að viö megum lengst halda heilsu. „Heilbrigð sál í hraustum íkama“ er vissu lega það, sem keppa ber að, ekki hvað sízt á hrjóstrugu landi eins og Islandi. Því valdi ég þessum þætti fyrirsögnina Mjólk, að hún er enn þá sú fæðutegund, sem við höldum í mestu mheiðri af þeirn æðutegundum, er engst haa verið lífgjafar okkar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.