Alþýðublaðið - 28.03.1957, Síða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1957, Síða 4
 Fimmtudagur 28. marz 1957 Útgefandi: Alþý'ðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamerin: Björgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. s V s s l s i s s s s s s 1 s s s $ s s s s $ > s s s s s * s s b s s s s s $ s s $ s s s s s s s s ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Sjónhverfingarnar SJÁLFSTÆÐISFLQKK- (JR.INN er alltaf sjálfum sér líkur. Nú segir hann í um- ræðum á alþingi, að skatta- hlunnindi sjómanna séu allt of lítil. Undanfarið hefur hann hins vegar lagzt af al- efli gegn skattahlunnindum sjómanna. En nú er íhaldið í stjórnarandstöðu, og þá telur það ríkisstjórnina ganga allt of skammt í því, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hing að til ekki mátt heyra nefnt! Þetta er ein sönnunin ennum ábyrgðarleysi Sjálf stæðisflokksins og furðuleg viðbrögð hans í stjórnar- andstöðunni. Hann hefur ekkert til málanna að leggja annað en vera á móti ráðstöfunum ríkis- stjómarinnar. Og honum dettur ekki í hug að sam- raema þau viðbrögð fyrri afsíöðu sinni. Þess vegna stendur Sjálfstæðisflokkur- inn uppi eins og illa gerður hlutur og verður að við- undri í augum þjóðarinn- ar. Honum er sannarlega skömm að stærð sinni og reynslu. Foringjar hans haga sér á alþingi íslend- inga eins og sjónhverfinga menn á leiksviði. En til- raunin er vonlaus. Allir kunna þau skil á fortíð Sjálfstæðisflokksins, áð enginn lætur blekkjast af Ieikaraskapnum. Satt að segja er það lág- markskrafa, að stjórnmála- flokkur, sem vill láta taka sig og störf sín alvarlega, fylgi í valdatíð sömu stefnu og hann boðar í stjórnarand- stöðu. Ef Sjálfstæðisflokkur inn er þeirrar skoðunar, að skattanlunnindin, sem sjó- mannastéttin fær úr hendi núverandi ríkisstjórnar, séu allt of lítil, bar honum skylda til að reyna að gera betur í valdatíð sinni. Hver man til slíks? Enginn, alls enginn. Þvert á móti mátti Sjálfstæðisflokkurinn þá ekki heyra minnzt á skatta- hlunnindi sjómanna, þó að hann snúi nú við blaðinu og haldi, að ábyrgðarleysið verði honum til framdráttar. En framkoma hans er móðg- un við sjómennina. Þeir sjá við sjónhverfingunum. Og því mun Sjálfstæðisflokkn- um þykja verr farið en heima setið, þegar hann verð ur reynslunni ríkari og sann færist um, hvernig sjómanna stéttin bregzt við blekking- um hans. Aö senda tóninn UNDANFARH) hefur dvalizt hér danskur rithöf- undur, Hans Jörgen Lem- boum að nafni. Hefur hann átt hlut að félagsstofnun og flutt opinberan fyrirlestur um áhugamál sín. Maðurinn er andvígur einræði og kúg- un og hefur gerzt áhrifamik- ill x baráttunni gegn þeim ósóma. Málflutningur hans einkennist hins vegar af öfgaleysi og rökfestu, og þess vegna er góður viðburð ur að heimsókninni. Þjóðviljinn hefur tekið gestinum illa. Lembourn er andvígur heimskommúnism- anum og varar einarðlega við þeirri hættu. Blað Sós- íalistaflokksins lítur hann þess vegna óhýru auga. Við það er út af fyrir sig ekkert að athuga. Hitt er hneyksli, að Þjóðviljinn skuli snúa út úr orðumLembournsogvera með skæting í garð hans. Blaðinu væri sæmra að deila málefnalega við manninn og reyna að hnekkja orðum hans með rökum. Það reyna Þjóðviljamennirnir ekki. Þeir velja hinn kostinn að senda tóninn eins og götu- strákar. Þetta er blettur á íslenzkri blaðamennsku, og hann kem ur aldrei betur í ljós en þeg ar útlendingar eiga í hlut. Þeir eiga öðru að venjast. Og þess vegna er illa farið, að Þjóðviljinn skuli þurfa að verða þjóð sinni til skamm- ar með fúkyrðum og lodd- araskap. Það er að gera ó- sómann að útflutningsvöru. Utan úr heimi Stf t í í EINA VIKU, um mánaða- mótin febrúar-marz, var mikil hætta á stjórnarkreppu í Finn- landi. Hin formlega orsök þessa var, að Bændaflokkurinn var ! óánægður með þá ákvörðun stjórnarinnar að lækka verð á; mjólk til framleiðenda. Iiinar: dýpri orsakir lágu enn lengra í j fortíðinni og stöfuðu af ósam-; rýmanlegum hagsmunum, sem : jafnaðarmenn annars vegar og Bændaflokkurinn hins vegar eru fulltrúar fyrir. Við erfiðar aðstæður, er leysa þurfti ýmis aðkallandi efnahagsvandamál á svipstundu, komu andstæðurn- ar skyndilega í ljós í deilu, sem ógnaði með hreinni stjórnar- j kreppu. í rauninni gekk þetta svo langt, að þingflokkur Bænda- flokksins ákvað að draga sex ráðherra sína út úr stjórninni. Samkvæmt þessu tilkynnti Fagerholm forsætisráðherra, að stjórn hans nyti ekki lengur nauðsynlegs þingmeirihluta, og hann væri því reiðubúinn að segja af sér. Kekkonen forseti hvatti þó Fagerholm til að fara ekki frá að sinni. Þessi beiðni þýddi ekki annað en það, að forsetinn vildi forðast skyndi- lega afsögn og óskaði þess, að aðilarnir að deilunni reyndu enn einu sinni að finna lausn . hennar. Næstu daga gerðist það m. a., að Fagerholm tilkynnti í ræðu það sjónarmið jafnaðarmanna, | að fyrst yrði að leysa stjórnar- krepp-una, áður en hægt væri j að leggja fram hið boðaða frurn ; varp um ráðstafanir í efna- j hagsmálum. Með öðrum orðurn j mátti ekki nota stjórnarkrepp- j una til þess að hafa áhrif á ráð- j stafanirnar. Bændaflokkurinn j var á annarri skoðun. Hinn 5. marz hvatti Kekkon- en forsti Bændaflokkinn til að hefja samningaviðræður við forsætisráðherrann um áfram- haldandi stjórríársamvinnu og krafðist þess, að niðurstöður viðræðnanna yrðu lagðar fyrir hann í síðasta lagi 7. marz. Ef eining næðist ekki kvaðst for- setinn mundu reyna að leysa vandamálið ,,á annan lxátt“. Það eru engar ýkjur að segja, að hin kröftugu viðbrögð for- setns í þessu máji uppfylltu þær vonir, sem almenningsálitið í landinu gerði til æðsta manns i ríkisins. Þannig skrifaði Hels-1 ingin Sanomat, stærsta blað landsins (óháð, frjálslynt), að j ..forseti lýðveldisins hefði gert; það, sem búízt var við af hon- um. Þetta þýðir, að við lifum upp aftur þá meðferð mála, sem tíðkaðist á dögum Stáhlbergs, Svinhufvuds og Kallios.“ Árangurinn lét heldur ekki bíða eftir sér. Fimmtudaginn 7. marz komu þingflokkar jafnað- armanna og Bændaflokksins sér saman um- áframhaldandi stjórnarsamstarf. í tilkynningu um ákvörðunina sagði, að þrátt fyrir skoðanamun Bændaflokks ins um ráðstafanir vegna mjólkui'verðsins hefðu flokk- arnir orðið ásáttir um að virða ósk íorsetans um, að samvinn- unni skyldi haldið áfram á nú- verandi grundvelli. Auk þess var tilkynnt, að frumvarpið um efnahagsráðstafanirnar yrði fullgert fljótlega og lagt fyrir þingið. í útvarpsræðu um þetta síðasta atriði sagði Fag- erholm forsætisráðherra, að „enginn mundi gleðjast“ yfir ráðstöfununum, en skjótar og ákveðnar aðgerðir væru algjör- lega nauðsynlegar. Það, sem maður finnur fyrst og fremst til eftir þessa erfiðu viku er, að loftið hefur að minnsta kosti að nokkru leyti hreinsazt og grundvöllurinn fyrir öruggri stjórnarstefnu batnað. Askriflasímar blaðsins eru 4300 og 4001. GAGNKVÆM SKIPTI á sendinefndum við Ráðstjórnar- ríkin höfðu farið ört vaxandi, þangað til hinn 4. nóvember 1956, þegar skyndilega tók al- veg fyrir þau. Frá þeim-degi að telja gat enginn heiðvirður maður í frjálsum lýðræðislönd- um verið þekktur fyrir að koma I til móts við fulltrúa frá landi, ' sem beitti vopnavaldi til þess j að kyrkja uppreisn ungverskra • verkamanna og allrar þjóðar- innar í blóði og flytja þeim „vinarkveðjur“ í ræðu, þrýsta hendi þeirra og kjassa þá. Kommúnistum í norskum verkalýðsfélögum fannst það eðlilegt, að allar tæknisendi- nefndir okkar, sem þá voru staddar í Ráðstjórnarríkjunum, kvöddu hið skjótasta og hurfu heim. Sendinefnd rússneskra blaðamanna, sem var í Noregi í kynnisför, hvarf úr landi, áð- ur en nokkur þeirra Norð- manna, sem höfðu samband við blaðamennina, gat náð tali af þeim. Síðan ákváðu stúdentar. að lögð skyldu niður að sinni öll skipti við rússneska stúdenta, en þau höfðu átt sér stað um nokkurt skeið. Ungmennaráð 1 íkisins og skautasambandið (.Statens Ungdomsrád og Sköyteforbund) bafa einnig gert sviraðar ráðstafanir. Allir Norðmenn, sem ekki hafa gleymt eigin frelsisbar- áttu. hafa talið þetta eðlilegt. Lýðræðisríkin í þessum hluta hei xis geta ékki sent vopnaðar : herdeildú- til Ungverjalands til þess að hrekia Rússana burt. j Það eina, sem við getum gert, j er að gefa Halvard Lange orðið j og láta hann suvla forystu- mönnum Ráðstjúrnarríkjanna siðferðilega ási run. En að hvaða gagni k.mur slík sið- ferðileg áskorun, ef við höldum áfrarn þessum svonefndu menntaskiptúm og látum sem ekkert hafi skeð? Allir rússn- eskir stúdentar, skautamenn og verkalýðsmenn munu halda, að við afsökum yfirgang Rússa og tökum góða og gilda þá stað- hæfingu rúsSneskra valdhafa, að uppreisnin væri fasistahreyf ing, sem verði að bæla niður í nafni frelsis og sósíalisma! Þess hefur ekki verið van- þörf undanfarið, að við gæfum þessu vandamáli meiri gaum. S GREIN ÞESSI er þýdd úr' Smálgagni norska Alþýðu-^ ^sambandsins, Fri fagbeveg-s •else, og eftir ritstjóra þess,S ^Alfred Skog, sem komiðS ^héfur hingað til lands ogS ^margir í íslenzku verkalýðs-S ^hreyfingunni o-g Alþýðuö S flokknum kannast við. Þegar í byrjun þessa árs fóru að heyrast raddir um það, að við mættum ekki rjúfa „menn- j ingartengsl við rússnesku þjóð-: ina“. í þeim hópi eru formaður íþróttaráðs Noregs, Arthur Ruud, og ritstjóri vikublaðsins ,,Aktuell“, Asmund Rörslett. „Við verðum að styðja málstað friðarins með því að halda á- fram þessum samskiptum" við hinn rússneska heim, ságði Rörslett m. a. í grein, sem hann birti i blaði sínu. Þessu er því til að svara, að við höfum ekki önnur ráð til þess að hjálpa óbreyttu alþýðu- fólki í Ráðstjórnarríkjunum en að láta það vita, hvað raunveru- lega skeði í Ungverjalandi og gera því skiljanlegt, hver af- staða okkar er til þessara mála; þetta er fyrsta skrefið, sem við verðum að taka til þess að koma í veg fyrir, að við verðum nokkurn tíma óvinveittir gagn- kvæmum menntaskiptum við rúsnesku þjóðina. Rússar hafa sömu hæfileika til að hugsa og aðrir menn. Við þessi skyndi- legu umskipti og algjöru slit á öllum tengslum við hinn vest- ræna heim, að ekki sé talað um diplómatasamband og viðskipti milli landanna, munu Rússar án efa íhuga og furða sig á, hvaða ástæða sé fyrir þessari breytingu. Enn sem komið er getum við ekki gert annað en beðið átekta og séð hvað skeð- ur. Öll önnur viðbrögð af okk- ar hálfu yrðu ekki nefnd ann- að en „óskhyggja.“ Það er von okkar, að allir þeir, sem hafa ekki enn sann- færst um, að Ráðstjórnarríkin eru einveldi af nokkuð sérstakri gerð, geti að minnsta kosti gert sér grein fyrir því nú, að enn er ekki kominn tími til þess að taka upp aftur þessi svonefndu menntaskipti við Rússa. Menn verða fyrst að gera sér þetta ljóst, áður en hægt er að fara að ræða um endurnýjun slxkra samskipta. Varla hefur enn skafið yfir blóðug spor eftir að- farir rúsneskra skriðdreka- sveita í Ungverjalandi. áfhugasemd Sigríður Erlendsdóttir, for- maður dagheimilisnefndar Verkakvennafélagsins Framtíð- arinnar í Ilafnarfirði, óskar eft- ir að taka það fram, að stækk- un dagheimilis félagsins á Hörðuvöllum sé meiri en skýrt var frá í frétt blaðsins um það elni sl. sunnudag. Verður heim- ilið stækkað um % eða nánar til tekið stækkað um helming á lengd og 4 metra á breidd. Þá sagði Sigríður einnig að slcrif- stofuherbergið yrði tekið’ af göngunum og myndi því engin áhrif hafa á rýmið fyrir börnín. Verður því unnt að fjölga börn- um um helming þess vegna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.