Alþýðublaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 9
Föstudagui- 29. marz 1957
AlþýSubiagjg
■m
Krisfmann og heims-
bókmenniirnar
(Frh. af 6. síðu.)
ast bókmenntalegar meðal-
manneskjur, og lof Kristmanns
er meira að segja barnalegt.
Hann getur til dæmis ekki smá
sagna Bucks, sem þó eru þess-
ari hagvirku og víðkunnu am-
erísku konu helzt til frægðar.
Út yfir tekur samt, hverjum er
gleymt, því að þar gerist Krist-
mann Guðmundsson hlutdræg-
ur, hvað svo sem veldur. Heims
ibókmenntasaga, sem lætur
hvergi getið skálda á borð við
Ezra Pound og Pablo Neruda,
rís sannarlega ekki undir nafni.
Og smærri mistök þessa efnis
reynast því miður fjöldamörg.
Kristmann Guðmundsson hefur
áreiðanlega frétt af skáldskap
Ediths • Södergrans og Elmers
Diktoniusar í Finnlandi, en
hvorugt þeirra kemur til skila
í bókinni. Aðrir eins tímamóta-
menn og Auden og Bert heitinn
Breeht sleppa litlu skár. Raun-
ar eru báðir nefndir, en aðeins
íyrir siðasakir. Þetta finnst
Kristmanni hæfa-til kynnihgar
á Auden: „Auden hefur lært
af T. S. Eliot, en er ekki eins'
torskilinn; hann á til að bregða
fyrir sig háði og skopi, er hann
kann vel með að fara.“ Og
synd væri að segja, að honum
færis.t stórmannlega við Brecht:
„Gamansamur rithöfundur og
gott áróðursskáld er Bert
Brecht (1898—1956). Kunnast
verka hanser„t>riggjaSkildinga
óperan“ (,,Dreigroschenoper“).
Hann er rímsmiður góður og
kann vel að fara með háð og
skop.“ Sumir halda, að Robert
gamli Frost sé ef til vill list-
rænasta núlifandi ljóðskáld
heimsins. Kristmann mun ann
arrar skoðunar, og við því er
ekkert að segja. En umsögnin
getur varla stjúpmóðurlegri
verið: „Robert Frost (1875—)
er dágott ljóðskáld og mikils
metinn í enska heiminum, þótt
ekki geti hann kallazt neinn
snillingur. Hann ólst upp í Nýja
Englandi og sótti efniviðinn í
kvæði sín aðallega þangað.“
Búið heilagur!
Þetta var ágrip af skömmun-
um. Aftur á móti má eins og
fyrr greinir sitthvað segja bók-
inni til góðs. Stundum leysir
Kristmann vandann vel af
hendi. Hann fjallar prýðilega
um skáldskap Hermans Mel-
villes og Thomasar Wolfes, sem
ekki þykir á allra færi. Slíkri
uipptalningu mætti lengi halda
áfram bókarhöfundi til viður-
kenningar. Og þessi umdeilan-
lega heimsbókmenntasaga er
auðveld og skemmtileg aflestr-
ar, þó að lesandinn skuli naum-
ast leggja hana fyrirvaralaust
til grundvallar áliti sínu og af-
stöðu. Hitt bíður svo síns tíma
að koma með skárri greinar-
gerð um sjónarmið Kristmanns
Og vinnubrögð. Hún gæti raun-
ar oi’ðið efni í nýja bók — en
lítið telst kannski betra en ekk-
ert?
Helgi Ssemuntlsson.
fferðaskrilslofur
Framhald af 12. síðu.
komu hingað sl. laugardags-
kvöld á leiðinni vestur yfir haf.
Þeir eru væntanlegir hingað n.
k. laugardagsmorgun og munu
dvelja hér þangað til á sunnu-
dagsmorgun. Tímann munu
þeir nota til þess að skoða sig
uim í höfuðstaðnum og ná-
grenni hans.
HEKLUGOS
(Frh. af 5. síðu.)
uð,“ sagði hann. Enn virðist
því lifa trúin um samband
milli Heklu og Etnu.
Við jarðfræðingarnir hitt-
umst niðri hjá Pálma og lögð
um upp bráðabirgðaplan. Varð
úr, að Steinþór Sigurðsson og
Jóhannes færu þegar í jeppum
austur að gosstöðvunum, en
við hinir ætluðum að fljúga.“
Litlu síðar segir í dagbók-
inni:
ÆGIFÖGUR SÝN
BLASTI VIÐ
„Yfir Grímsnesi vorum við
um 10—11. Þunn brúnleit
móða lá yfir suðvesturhluta
Suðurlandsláglendisins vestur
um Olfusá. Er kom austur um
Þjórsárdal blasti við ægifög-
ur sýn, sem orð fá ekki lýst.
Svo virtist sem Hekla öll
væði í svælu og reyk. Suður-
hluti fjallsins var allur hul-
inn ógurlegum mökkum, en
úr norðuröxlinni stigu feiki-
legir ösku- og gufumekkir upp
úr einunr þrem gígum upp í
8 km. hæð. Fóru þeir mjög
hratt hið neðra, en ofan til
mynduðu þeir voldug „blóm-
kálshöfuð“ og virtist sem efri
mörkin væru við neðri mörk
heiðloftanna (stratosferunn-
ar). Lagði mökkinn til suð-
urs. Vesturhlíðin norðan
Litlu-Heklu virtist öll rjúka
niður undir rætur og á ein-
um stað glytti í dumbrauðar
glæður.
Niðri undan reyknum, sem
huldi hlíðarnar, sáust breiðar
dekkar rákir niðri á láglendi.
Voru það vatns- og leirstraum
ar niður undan hjarnfönnun-
um og jökulhimnum fjalls-
ins.“
Dagbókin er náma af fróð-
leik, en ekki er hér rúm til að
prenta meira upp úr henni, en
við þökkum Sigurði fyrir þann
góðvilja að leyfa lesendum
blaðsins að skyggnast inn í eig-
in viðbrögð fyrsta gosdaginn.
MARGAR SVAÐILFARIR
EKKI TIL EFTIRBREYTNI
— Eru sérstakar svaðilfarir
minnisstæðar frá fyrsta sumr-
inu?
„Við yngri strákarnir lentum
oft í áhættum, ekki er því að
neita og margt af ferðum okk-
ar væri ekki til eftirbreytni, svo
að tæpast mun rétt að rifja
mikið upp af þeim. Það gerist
svo margt á heilu sumri, ekki
sízt á slíku sumri, og margar
góðar endurminningar á mað-
ur frá Heklusumrinu.
Fyrst dettur manni í hug
gestrisni og hjálpsemi fólksins
á næstu bæjunum við Heklu,
sem vafalaust varð fyrir meiri
skaða af jarðfræðingunum en
sjálfu Heklugosinu.“
— Hvað er nú minnisstæð-
ast frá gosinu þegar frá líður?
„Ég er sammála dönskum
prófessor, kunningja mínum,
Arne Noe Nygaard, sem var
einn þeirra erlendu fræði-
manna, sem komu til íslands
þetta sumar. I tilefni 10 ára af-
mælis Heklugossins spurði ég
hann í bréfi, hvað honum væri
nú minnisstæðast frá gossumr-
inu. Mig langar til að gera orð
hans að mínum. Hann segir:
„Það, sem mér verður
minnisstæðast frá Heklugos-
inu 1947 er vafalaust hið ró-
lega rennsli í hraungígnum,
þar sem hraunið rann án af-
láts mánuð eftir mánuð. Eg
sá þetta rennsli í fyrsta skipti
snemma í apríl og í ágúst sat
ég heila nótt við hraungíginn.
Þetta fyrirbæri var í senn
stórkostlegt og undur eðli-
legt og náttúrlegt. Þetta var
eitthvað svo rólegt og kyrr-
sælt að ég minntist lítillar
lindar, er rann undan brekku
rótinni á æskustöðvum mín-
um úti á Jótlandi. Svona auð-
veld var þá fæðing nýs
hrauns þegar fyrstu fæðingar-
hríðirnar eru um garð gengn-
ar. Ég hef síðar séð gos í
Etnu, það er einnig spenn-
andi, en Hekla er nú einu
sinni Hekla.“
U. S.
MOSKVA, mánudag, (NTB).
Moskvuútvarpið skýrði frá því
í dag, að ákvörðunin á Ber-
mudafundinum um að Banda-
ríkin skuli senda Bretum fjar-
stýrð flugskeyti, skapi hið
mesta vandamál fyrir Breta.
Bréfakassinn:
Tekinn sé upp úfvarpsþáttur, þar sem
áhugamenn ræði saman um stjórnmál.
EINS og öllum er kunnugt,
iþá eru stjórnmálaunvæður
okkar íslendinga mjög hat-
rammar, og vill oft bera á því
að slegið sé meira á tilfinn-
ingar fólks í þeim efnum enn
að skírskotað sé til skynsem-
innar. Það hefur einnig sýnt
sig, að það þarf persónulegan
þroska til þess að ræða stjórn-
mál og önnur mál, án æsinga,
þegar mismunandi sérhagsmun
ir eða mismunandi hugsjónir
eru fyrir hendi hjá þeim sem
ræða málin.
í hinum lýðfrjálsu löndum
Vestur-Evrópu hafa umræður
um stjórnmál verið teknar upp
í útvarpsþáttum og hafa þær
farið fram með kurteisi og
menningarblæ, sem hin lýð-
frjálsu lönd hafa getað boðið
upp á, vegna jpeirrar þjálfun-
ar sem borgarar þessara landa
hafa fengið í því að heyra
skoðanir andstæðinga sinna á
málefnunum.
Þessi samtöl hafa venjulega
Eitt af eftirsóknarverðustu úrum heims.
ROAMER úrin eru ein af hinni nákvæmu og
vandvirku fi'amleiðslu Svisslands. f Verk-
smiðju, sem stofnsett var (árið) 1888 eru
1200 fyrsta flokks fagmenn sem framleiða
og setja saman sérhvern hlut sem ROAMER
sigurverkið stendur saman af.
100% vatnsþétt. — Höggþétt.
Fást hjá flestum
úrsmiðum.
HÖFUM FLUTT
fr: Lækjargötu 2
í Hafnarstrœti 8.
Sigurður Runólfsson. — Runólfur Eiríksson.
Þýzkar pípur
Verð kr. 20,00, kr. 24,00, kr. 30,00,
kr. 30,00, kr. 48.00
ve’rið mjög uppbyggjandi og
þroskandi, þegar fróðir menn
hafa tekið þátt í umræðunum.
Kostir þessara samtala fram
yfir að haldnar séu langar ræð-
ur eru m. a., að engir þeirra
sem taka þátt í umræðunum,
geta farið kringum það, sem
rætt er um öðruvísi enn að
tekið sé eftir því, og umræð-
urnar verða meira lifandi fýr-
ir hlustendur, og léttara að
gera sér grein fyrir málefnun- '
um.
Eg vildi leggja það til, að
svona samtöl færu fram í út-
varpinu um öll hin helztu dæg-
urmál stjórnmálanna. Einnig á
fleiri sviðum enn á stjórnmála-
sviðinu mættu svona umræður
fara fram og þá einkum um
þau mál, sem valda mestu um-
róti í tilfinningum almennings.
Það þurfa að sjálfsögðu að
vera áhugamenn í viðkomandi
málum sem taka þátt í um-
ræðunum.
Ólafur Gíslason.
Verð kr. 15,00» kr. 43,50, kr. 47,00,
kr. 51,00, kr. 57,00
iið vanlar
til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum:
HÖFÐAHVERFI.
Talið við afgreiðsluna - Síml 4900