Alþýðublaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.03.1957, Blaðsíða 4
AlþýðublaSið Föstudagur 29. marz 1957 Pierve Marquette: Fjórða grein urnar í SÚ STAÐREYND að Fravcla skuli tala opinskátt um ókyrrð á sviði mennta- og stjórnmála, sýnir bezt á hve hátt stig hún hlýtur að hafa komizt. Þörfin á því að berjast gegn spillingu þessara nýju hugmynda er aug- sýnilega þyngri á metunum í huga kennimanna flokksins heldur en sú áhætta, sem lagt væri í, ef ekki væri nógu mik- ið að því gert að ræða þetta mál opinberlega. í ritstjórnargrein í Pravda frá 14. desember er lækningin sögð fólgin í því „að sýna meiri umhyggju fyrir hug- sjónalegri uppfræðslu mennta- stéttar hinna mörgu þjóð- brota í Asíu“. En það er varla hægt að búast við, að slík lækn ing beri tilætlaðan árangur, vegna þess að það eru einmitt ágallar þessarar ,,uppfræðslu“, sem nú eru að birtast svo áþreif anlega. Nú bendir margt til þess, að verið sé að herða á eft- irlitinu með athöfnum rithöf- unda og listamanna. í október s.l. fréttist, að Molotov hefði verið gerður „æðsti lávarður" menntamála. Greinilegasta vís- bendingin um, að flokkseftir- lit með bókmenntum og listum verður aftur tekið upp, er sú, að þetta embætti var veitt gall- hörðum ,,StaIínista“. í lok nóv- embermánaðar sótti Molotov fund um myndlist, sem haldinn var á vegum menntamálaráðu- neytisins. Þar lagði hann á- herzlu á nauðsyn þess, að skipu lagt verði „víðtækt og daglegt eftirlit flokksins“ með liststarfi og að „haldið verði fast við kenningar bolsévika“. 1. Það ber að hafa í huga, að fvrstu merki um stjórnmála- lega ókyrrð í Póllandi og Ung- verjalandi komu fram í hópi listamanna. Þetta er staðreynd, sem sovétleiðtogarnir urðu á- þreifanlega varir við. Það er einnig athvglisvert, hve við- brögð opinberra pólskra og ung verskra málgagna fyrir upp- reisnina í bessum löndum eru svipuð viðbrögðum Pravda í fordæmingunum á þessum nýju viðhorfum. Þar eru sömu skír- skotanir til ,,lýðskrumaratals“ og „villuráfandi skoðana“ (Try- buna Ludu, 20. júlí 1956); „ó- fullnægjandi stjórnmálaskoð- ana“ (Nowa Kultura, 19. júní); andspvrnu gegn „nauðsyn og rétti á handleiðslu flokksins í bókmenntum“ (Tarsadalmi Szemle, desember 1955) og þeirrar staðreyndar, að „flokks andinn og kennisetningar í bókmenntum okkar eru ekki nógu háþróaðar" (Szabad Nep, 15. marz 1954). Slíkt tal megnaði ekki að stemma stigu við óánægjunni meðal menntamanna í Póllandi og Ungverjalandi, og það er ekki ósennilegt, að Molotov verði að grípa til ákveðnari ráð-1 Hollusta við marx-leninisma, stafana, ef hann ætlar sér að I við grundvöll flokksandans í kæfa þessa villutrúarneista og j bókmenntum oglistum,hollusta varna því, að úr þeim verði bál. j við ákvæði alþjóðastefnu öreig- Ritstjórar Novy Mir hafa þeg- j anna og við hugmyndir um vin- ar fengið ákúrur fyrir fífldjarfa stefnu. í Pravda frá 15. des- ember 1956 segir, að flokks- fundur bandalags úkraínskra rithöfunda hafi fordæmt þau „alvarlegu mistök“, sem rit- höfundar hefðu gert sig seka um með því að birta „hugsjóna- lega vanþroskuð verk, sem hafa ekkert listrænt gildi og eru stundum blátt áfram spillandi11. Verkið, sem valið var til sér- stakrar gagnrýni, var skáldsaga Dudintsevs „Not By Bread Alone“, en þar „er dregin upp afskræmd mynd af sovétveru- leikanum“. áttu þjóðanna — það er grund- völlurinn, sem verkalýðs- menntafrömuðir Sovét-Úkra- ínu standa ósigrandí'á.“ 2. Þess sjást merkí, að kúlna- hríð Molotovs hefur þegar haft þau áhrif, að bókmenntatímarit eru farin að lækka seglin. Des- emberhefti þessara rita eru furðanlega gjörsneydd öllu um- deilanlegu efni. En kúgunar- stefna getur ekki sefað óánægju menntamanna; hún getur að- eins varnað því um stundarsak- ir, að óánægjuraddirnar láti frá sér heyra, og um síðir verður hún ekki til annars en magna þær og blása í þær hita. Samþykkt frá ráðstefnu menningarfrömuða verka- manna í Úkrínu, sem birt var í Pravda þann 8. janúar, er síð- asta heimild um núgildandi sjónarmið yfirvaldanna. Hún gefur góða hugmynd um það, hve djúpt áhyggjur yfirvald- anna ristu og hve mikilvægar umræðurnar voru: „í einstökum tímaritum (Novy Mir, Questions of Philo- sophy o.fl.) voru fyrir nokkru gerðar tilraunir til þess að end- urskoða ákvæði flokks okkar um viðhorf til bókmennta og lista, kasta rýrð á grundvallar- lögmál sósíal-raunsæisstefnunn ar og leitast við að þurrka út að hætti Níhílista afrek og merka áfanga í þróun sovét- bókmennta og lista. Það hefur jafnvel skotið upp fólki, sem hefur reynt að draga úr per- sónulegum mistökum sínum, með margskonar staðhæfing- um um svokallaða takmörkun tjáningarforms sósíal-raunsæ- isstefnunnar. Tilkoma sósíal-raunsæisstefn unnar í bókmenntum og list- um stóð alltaf í sambandi við stéttabaráttu á vígvelli hug- sjónanna. Þessari baráttu var haldið uppi af sovétrithöfund- um og listafrömuðum undir handleiðslu Kommúnistaflokks- ins gegn ódulbúnum og dul- búnum óvinum sósíalistískrar menningar, gegn blekkingarvef auðvaldsagenta í bókmenntum og listum, gegn afturhaldssemi. 3. Grein eftir K. Simonov, sem nefnist „Litterary Notes“ og birtist í Novy Mir í desember 1956, bendir til þess, að flokk- urinn sé ef til vill líka að reyna að taka fyrir gagnrýni á sósíal- raunsæisstefnunni með slyng- ari ráðum. Simonov lézt finna til sömu smánar og viðbjóðs og margir rithöfundar vegna skammarlegrar meðferðar á þeim bókmenntagagnrýnendum á dögum Stalíns, sem dirfðust að harma skrautbúnað sovét- veruleikans á leiksviðum lands- ins: þeir hefðu hreinlega verið sakaðir um „vísvitandi, skipu- lagða fjöldaárás á sovétbók- menntir“. Þegar hann hafði reynt þannig að vinna samúð lesenda sinna, hóf hann að verja lögmál sósíal-raunsæis- stefnunnar. Hann hélt því fram að blettur hefði fallið á hana í augum sumra rithöfunda vegna Stalínsdýrkunar eftir- stríðsáranna, svo að sumum gagnrýnendum hefði láðst að gera greinarmun á þeim bók- um, sem raunverulega sam- rjnndust sósíal-raunsæisstefn- unni og þeim, er af völdum þessarar persónudýrkunar var ósjálfrátt en ranglega gert ráð fyrir að væru í anda hennar. Það væri engin þörf á að kasta grundvallarlögmáli sósíal-raun- sæisstefnunnar fyrir borð; það þyrfti aðeins að skilgreina á ný tilgang hennar á fullnægjandi hátt. Benti hann á, að nauð- synlegt væri að ræða þetta mál opinberlega. Þegar höfð er í huga tilhneiging Simonovs til að lúta forskriftum, er senni- legasta skýringin á þessari grein sú, að hún sé tilrauna- skot, sem hleypt var af með blessun flokksins. Tilgangur hennar virðist vera að láta líta svo út sem þeir óski eftir frjáls um umræðum, þótt í rauninni sé ekki blakað við gfundvelli þess, sem á að ræða. lenda hugsjónafræði“, hafi að nokkru leyti orðið til fyrir á- hrif frá samskiptunum við frjáls þjóðfélög á Yesturlönd- um. Enda þótt slík samskipti hafi verið mjög takmörkuð, hafa þau eftir eitt ár gengið langt í því að brjóta niður ár- angurinn af hinni vandlega skipulögðu mennta- og listaein angrun Stalínstímabilsins. En stærsti aflvaki ólgunnar meðal menntamanna var þó 20. flokksþingið. Nú er það aug- ljóst, að Krústjov misreiknaði áhrifin af uppljóstunum sín- um, ekki aðeins í leppríkjun- um heldur og í sjálfu Rússlandi. Afneitun hans á Stalín og arfi hans höfðu tvennskonar áhrif. Annars vegar varð það til þess að varpa rýrð á núverandi for- ystu í augum margra mennta- manna og það hugsjónakerfi, sem hún boðar; hins vegar stuðlaði fullyrðing hans um, að leynilögreglan myndi aldrei aftur njóta ótakmarkaðs valds, að því að örva aukið málfrelsi. 5. Ófrægingarherferðin gegn Stalín hefur orðið til þess að opna augu manna, en auk þess hafa margir meðal mennta- manna fyllzt viðbjóði á þeirri hræsni, sem núverandi leiðtog- ar þeirra hafa sýnt með því að beita dýrslegu valdi til þess að bæla niður sjálfstæðiskröfur Ungverja. Litiö verður á þær ráðsýafanir, sem nú eru gerðar til þess að kæfa ókyrrð meðal menntamanna, sem frekari sönnun þess, að sovétvaldhaf- ar þekki ekkert annað stjórn- arkerfi en Stalínismann, sem þeir hafa tilkynnt opinberlega, að þeir hafi sagt skilið við, enda SAMTININGUR Megraði sig í hel. STÚLKA EIN lézt nýlega í sjúkrahúsi í Stokklióhni eftir að hafa gengið einum of langt í tilraunum tii að megra sig. Hún var 25 ára gömul og vó 55 kíló fyrir þrem árum er hún byrjaði að megra sig vegna þess að maður nokkur hafði sagt við hana að hún væri of feit. Þegar stúlkan var svo flutt á sjúkrahús var lnin orðin 40 kíló og heilsu- farið heldur bágborið. Henni var þar gefið blóð og veitt öll möguleg læknishjálp — en allt kom fyrir ekki. Hún dó litlu síðar. Læknarnir segja að hún hafi komið of seint á sjúkra- húsið. Skömmu fyrir dauða sinn varð stúlkan fyrir því andstreymi, að ónærgætni maðurinn, sem hafði áður sagt að hún væri of feit, hafði nú misst allan áliuga fvrir henni, þrátt fyrir megrunina, og ekki varð það til að bæta heilsuna. þótt þeir sverji sig enn í ætt við hann í augum rússnesku þjóðarinnar. Stalínsformúlan er nú orðið ekki nothæf né vænleg til árangurs, en þó hef- ur engin önnur komið fram, og í heimi menntamanna er það harla vafasamt, hvort til muni vera nokkur hálfvolgur bás milli sósíal-raunsæisstefnu og hugsana- og málfrelsis. HANNES ÁHORNINU VETTVANGUR DAGSINS Menn, sem Frjáls menning — Hugtakabrengl skilja ekki mælt mál — Ráðizt á Gunnar Gunnars Gætum að framkvæmdinni S.G.T. Félagsvisfin í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9. S þátttakendur fá kvöldverðlaun. DANSINN hefst kl. 10,30. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 3355. 4. Ókyrrðin meðal menntamanna í Ráðstjórnarríkjunum stafar af margvíslegum ástæðum. Ein þeirra er aukið menningarsam- band við Vesturlönd eftir sam- komulagið, sem náðist á fjór- veldaráðstefnunni í Genf 1955, og ætti að varast að gera of lít- ið úr áhrifum þessa. Þetta aukna menningarsamband varð á skömmum tíma mjög til þess að ala á hungri sovétmennta- manna eftir athfana- og hug- sjónafrelsi. Síðast liðið ár hljóta þessi samskipti að hafa þurrk- að burt margan misskilninginn um skilorðsbundið frelsi rúss- neskra og vestrænna mennta- manna og um lífsskilyrði íbúa hinna vestrænu „auðvalds- ríkja“. Verið getur, að skoðanir þær, sem nú koma fram meðal margra innan rússnesku menntastéttarinnar og yfirvöld- in stimpla sem „auvirðilegan auðvaldshugsunarhátt“ og „er- son FRJALS MENNING er fagurt orð. Ekki sízt er vert að kryfja það til mergjar þeg’ar þeir þykj- ast eiga ,,patent“ á menning- unni, sem felia allt í fjötra, kúga heilar þjóðir, ráðast með skriðdrekum gégn vopnlausu fólki, myrða það í tugþúsunda- tali og flytja annað brott úr landi sínu í útlegð og þrældóm. ÉG SÉ að Þjóðviljinn ræðst með ofstópa á Gunnar skáld Gunnarsson fyrir það að hann hefur Beitt sér fyrir stofnun fé- lags til verndar frjálsri menn- ingu eins og við íslendingar skiljum það hugtak. Kommún- istar skilja það ekki og kunna það ekki. Hugtakabrenglin hafa leitt þá afvega svo að þeir skilja ekki mælt mál. Þess vegna ráð- ast þeir á Gunnar Gunnarsson. ÞEIR VILJA EKKI nein sam- tök í þessa átt. Þeir óska eftir því að eiga „frítt spil“: stofnun alls konar sýndarsamtaka: frið- arsamtök kvenna, menningar- tengslasamtök ofbeldismanna við okkur íslendinga. Ef ein- hver rís upp til starfa ráðast þeir að honum með kjafti og klóm. ALMENNINGUR skal varast að taka mark á nokkru orði kommúnista um þessi mál. Allt starf þeirra miðar að því að rugla dómgreind, búa til ný hug j tök, níða alla, sem snúast gegn þeim. Æ fleiri skilja þetta og fara eftir því. í raun og veru eigum við enga samleið með kommúnistum í menningarmál- um, Við hugsum öðru vísi en þeir og störfum öðru vísi. Þeir eru eins blindir og ofstækistrú- armenn. Það er hvorki hægt að ræða við þá né starfa með þeim, að minnsta kosti ekki nema þeir séu hræddir. ÞAÐ ER ÆSKILEGT að sem flestir taki þátt í stofnun hins nýja félags. Það er engum vafa bundið, að menn úr öllum lýð- ræðisflokkum eru einhuga um stefnumálin, að minnsta kosti ættum við jafnaðarmenn að vera það, því að félagið er í raun og veru byggt upp af þeim í öllum löndum. Eln félagið verð ur að stofna á breiðum grund- velli og nauðsynlegt að það hafi það fyrst og fremst í huga, að sameina alla lýðræðissinna í því til starfa. ÉG IIELD að bezt væri að nýir menn veldust til forustu fyrir þessum félagsskap. Ég á við það, að þeir, sem ekki hafa komið við sögu í stjórnmálaá- tökunum, veljist í stjórn félags- ins. Þar eiga hvorki að vera stjórnmálaforingjar eða aðrir framámenn. Hins vegar eigum við marga ágæta menntamenn, skáld og listamenn, sem ekki hafa tekið þátt í átökunum. ÞESSIR MENN geta sameinað okkur hina til starfa fyrir þær göfugu hugsjónir, sem vaka fyr ir þeim, sem vinna að stofnun þessa alþjóðafélagsskapar liér á landi. Veljum þessa menn til for ustu — og fylkjum okkur um þá. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.