Alþýðublaðið - 31.03.1957, Page 4

Alþýðublaðið - 31.03.1957, Page 4
i Alþýdu bladið Sunnudagui- 31. marz 1957 Arngrímur Kristjánsson skólastjóri: Launabarátta kennara RITSTJÓRA Menntamála þykir hlýða, að gerð sé nokkur grein fyrir því í málgagni stétt- arinnar, hver var hlutur kenn- arastéttarinnar við afgreiðslu hinna nýju launalaga. Ég hef nú orðið við beiðni hans um að draga fram nokkur atriði, er mestu máli skipta í sambandi við launabaráttu ríkisstarfs- manna og sérstaklega þau at- riði, er varða kennarastéttina og launamál þeirra, er fram- kvæmd skólamála hafa að lífs- starfi. GREIN ÞESSI birtist í nýútkomnu hefti Menntamála, en er endurprentuð hér með góð- fúslegu leyfi höfundar. Rekur hann launabar- áttu íslenzku kennarastéttarinnar síðasta ára- tuginn og gerir grein fyrir ýmsum viðhorfum í því sambandi. Jafnframt kemur við sögu launabarátta ríkisstarfsmanna yfirleitt, þótt sérstök áherzla sé lögð á bennarastéttina og launamál þeirra, er framkvæmd skólamáia hafa að lífsstarfi. I. Með samþykkt launalaga 1945 féltk kennarastéttin veru- legar kjarabætur, frá því sem áður var. — Þá var barnakenn- urum skipað í X. launaflokk, en árslaun í þeim flokki voru ákveðin kr. 7800,00 (hámarks grunnlaun) fyrir 9 mánaða starf, en 1/9 dreginn frá árs- laununum fyrir hvern mánuð, er skemur væri unnið. Fjölda annarra starfsstétta var þá einnig skipað í X. launa- flokk, þ. á m. póstafgreiðslu- mönnum, tollvörðum, símritur- um, bókurúm, fulltrúum og gjaldkerum við minni ríkisstofn anir o. fl. Bæjarstarfsmönnum var með samþykkt launareglugerða einn ig skipað í launafokk með hlið- sjón af launalögum. Ríkis--og bæjarlögregluþjónum, slökkvi- liðsmönnum, iðnlærðum verka- mönnum var þá skipað í launa- fl., er svaraði til X. fl. launa- laga. Biðtími til hámarkslauna var þá almennt ákvarðaður 6 ár, en hjá kennarastéttinni var hann áður 15 ár. Laun í X. launaflokki voru þá ákvörðuð og miðuð við það, að þeir, er þar hlutu sess, bæru ekki minna úr býtum í árslaun en iðnsveinn á frjálsum mark- aði, ef hann hefði stöðuga at- vinnu. Atvinnuöryggi og hlutur rík- issjóðs á móti iðgjaldagreiðsl- um í lífeyrissjóð hefur jafnan verið metinn til sérstaks ávinn- ings opinberum starfsmönnum (sem svarar 3—5%), er borið hefur verið saman við launa- greiðslur á frjálsum markaði. — Við samþykkt löggjafar um atviíinuleysistryggingar var þetta atriði þó ekki talið jafn þungt á metum. II. Ekki alllöngu eftir samþykkt laueialaganna 1945 fór að bera á réttmætri óánægju meðal opinberra starfsmanna með Arngrímur Kristjánsson. launakjör, og urðu afkomu- möguleikar þeirra og kaup- máttur launa óhagstæðari með hverju árinu sem leið. Astæður hinnar réttmætu gagnrýni og óánægju-voru þess- ar helztar: 1. Hinni sívaxandi verðbólg'u fylgdi aukið misrétti, er born- ar voru saman launagreiðslur fastlaunaðra ríkisstarfsmanna og aunagreiðslur á frjálsum markaði við hliðstæð eða sömu störf, og stóðu nú ríkisstarfs- menn höllum fæti í æ ríkari mæli á þessum árum. 2. Þá gætti og vaxandi gagn- rýni í garð gildandi flokkaskip- unar, að nokkru vegna breyttra aðstæðna frá 1945 og eins vegna vafa á réttmætu mati á starfi og skipan starfshópa í launa- flokka við samþykkt launalag- anna 1945. Barnakennarastéttin benti t. d. í þessu sambandi á lengingu námstíma og kostnaðarsamara undirbúningsnám kennara en ýmissa annarra starfshópa, er tækju laun í X. flokki. Launabaráttan var því tví- þætt, og þá ekki hvað sízt bar- átta kennarastéttarinnar. í fyrsta lagi sameiginlegt átak með öllum öðrum laun- (þegum hins opinbera til þess að ná á ný jafnréttisaðstöðu, mið- að við launagreiðslur á frjáls- um vinnumarkaði, og í annan stað, að fá kennslustörf hærra metin, samanborið við önnur störf unnin á opinberum vett- vangi. Hinu fyrra marki mátti raun- ar ná tæknilega án endurskoð- unar launalaga, en nýtt mat á störfum og ný flokkaskipan fékkst ekki nema með endur- skoðun laganna sjálfra. III. Árið 1949 fékkst loforð þá- verandi ríkisstjórnar um end- urskoðun launalaga. Stjórn- skipuð nefnd endurskoðaði lög- in, en þingfylgi virtist ekki fyr- ir hendi við samþykkt. nýrra launalaga í það sinn. Hins vegar var í slíkt óefni komið, að Alþingi sá ekki ann- að fært en að taka nú á fjárlög ákveðna fjárupphæð frá ári til árs til að mæta uppbótargreiðsl um á grunnlaun ríkisstarfs- manna. Þessar uppbætur námu 10—20% á ákvörðuð grunnlaun, samkvæmt launalögum frá 1945. (10% á 3 hæstu flokkana og 15—171/á% á miðflokkana og 20 % á lægstu flokkana.) Barnakennarar (X. fl.) hlutu 171-2%. Þessi skipan var að allra dómi bráðabirgðalausp og um leið vandræðalausn. Óánægjan gróf enn um sig rneðal ríkis- starfsmanna, og loks fékkst nýtt loforð um endurskoðun, og skyldi hún fela í sér varanlega og sanngjarna lausn til fram- búðar, þar sem tryggt yrði, að laun ríkisstarfsmanna yrðu metin til samræmis við launa- greiðslur á hinum frjása mark- aði og samræmd og endurmet- in úrelt flokksskipan frá 1945. í árslok 1954 voru þó teknar ákvarðanir í sambandi við sam- þykkt fjárlaga fyrir árið 1955, að uppbótargreiðslurnar skyldu vera jafnar til allra launaflokka og vera 20%. Ákvörðun þessi gilti fyrir bæði árin 1954 og 1955. Þessar litlu grunnlaunahækk anir, er mið- og lægstu launa- flokkunum féllu í hlut, ollu vantrausti í garð heildarendur- skoðunarinnar, er þá stóð sem hæst, og var það að vonum, því að hér var einungis um 2!4— 5 % grunnkaupshækkun að ræða frá því, sem gilt hafði um nokkur ár. Opinberir starfsmenn voru þá orðnir nokkuð langþreyttir og efuðust um það, að sóma- samleg grunnkaupshækkun fengist viðurkennd til samræm- ingar með hinum nýju launa- lögum, og yfirleitt voru þeir þá tortryggir á, að þau mundu fela í sér nokkra viðunandi lausn. Á öndverðu ári 1955 gætti þessarar óánægju ekki hvað sízt FILTER HREINSARNÍ R komnir Söluíurninn við Ánarhol hjá barnakennarasléttinni, er ekki gat vænzt verulegrar lagfæringar, nema með nokk- urri grunnkaupshækkun, eins og öðrum skyldi hlotnast, en auk þess með nýju mati á starfi þeirra. Sex ára biðtími til fullra launa var einnig mjög óvin- sæll. — Hliðrað hafði verið til í þessu efni hjá ýmsum starfs- hópum og því borið við, að ný- liðar fengjust ekki til starfsins, nema svo yrði gert. Fjármála- ráðuneytið féllst á, að tilhlut- an og í samráði við kennslu- málaráðuneytið, að koma þá einnig til móts við yngstu kenn arana í þessu efni, og gilti sú ákvörðun fyrir árið 1955, og bætti það nokkuð úr skák. IV. Launamálanefnd var þegar við upphaf málsins Ijóst, að sannur og sanngjarn málaflutn ingur forsvarsmanna kennara- stéttarinnar yrði ekki sniðgeng- inn. — Ekki yrði komizt hjá því að rétta hlut. stéttarinnar að nokkru. ■— Nýtt og hagstæðara mat hlyti að sjálfsögðu að koma til greina, (þ.e. hækkun um flokk), en það yrði einkum háð eftirgreindu: í fyrsta lagi, hver yrði niður- staðan um grunnkaupshækkun, þ.e. hver yrðu grunnlaun X. flokks. Hvað yrði grunnkaups- hækkunin mikil í %, miðað við lögfestan launastiga frá 1945. I annan stað, hve almenn til- færsla á milli flokka yrði gerð í hinu nýja frumvarpi. Fulltrúum bandalagsins í launamálanefndinni var það vel Ijóst, að því hærra, sem grunn- kaupinu yrði þokað til samræm (Frh. á 11. síðu.) s SAMTININGUR 17 ÁRA GÖMUL stúlka frá Kjöllefjord í Noregi lagði sig til svefns klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöldið var. Ekki er slíkt í frásögu færandi nema vegna þess að morgun- inn eftir reyndist ógjörning- ur að vekja hana. Öllum ráð- um var beitt til þess en allt kom fyrir ekki. Stúlkan vakn- aði ei. Heimilisfólkið óttaðist að hún hefði tekið inn svefnmeð- ul eða einhverskonar eitur og læknir var sóttur. Hann gat heldur ekki komið lienni til lífsins og hún var síðan send í sjúkraflugvél til Hammer- fest. Á leiðinni svaf liún jafn fast og áður. Eftir rannsókn á sjúkrahús- inu var fullyrt að ekki væri nein hætta á ferðum. Hún hefði aðeins óvenjulega gott svefnhjarta. Slík tilfelli sem þetta eru físt alls ekki svo fá- tíð. o—o Hversvegna byrjarðu ekki að geispa ,þegar Hallur situr hérna svona lengi fram eftir á kvöldín; hann myndi þá taka það sem bendingu um að hann ætti að fara, sagði móð- urin. Eg reyndi það einu sinni, svaraði dóttirin, en þá sa-gði hann bara, að hann liefði aldr- ei séð vsona fallegar tennur. HANNES Á HORNINU VETTVANGUR DAGSINS Allir vilja eignast þak yfir höfuðið nema opinber fyrirtæki — Páskaeggin komu á markaðinn hálf- um öðrum mánuði fyrir páska — Ekkert fargan um fenningar HVERS VEGNA keypti ekki Áfengisverzlun ríkisins stórhýs- ið við Laugaveg, þar sem áður var veitingahúsið Röðull? Hvers vegna vilja stórfyrirtæki ríkis og bæjar heldur leigja húsnæði einstaklinga en eignast sitt eig- ið húsnæði? Leikmönnum finnst sem Röðull hefði verið tilvalin húseign handa áfengisverzlun- inni, en uppboðið fór eins og það fór á fimmtudaginn. NÚ ERU ÞRJÁR VIKUR til páska. Þrjár vikur eru síðan páskaegg úr súkkulaði og kon- fekti komu í búðirnar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hvað á þessi fíflaskapur að þýða? Allt keyrum við um of. Ef við tökum upp einhvern sið, þá þurfum við endilega að þurrka hann út og gera liann hjákát- legan. VIÐ SKULUM SEGJA það, að allt þetta stúss með páskaegg sé hégómi og vitleysa. En hvað sem því líður, þá gerði ekki svo mikið til þó að eggjafarganið setti einhvern svip á þessa hátíð í hugum barna og hégómlegra kvenna. En úr þessii verður það ekki. Krakkarnir koma grenj- andi inn frá skrautlegum búðar- gluggum og segja að páskarnir séu komnir, því að eggin séu komin í verzlanirnar. ÞETTA ER ASNALEGT, og hér eiga framleiðendur alla sök, einnig kaupmennirnir. Þeir hefðu átt að neita að taka egg- in í buðir sínar fyrr en í pása- vikunni. Þá eiga þau að koma í verzlanirnar og fyrr ekki. Al- menningur ætti að svara þessari vitleysu með því að kaupa alls ekki páskaegg fyrr en í páska- vikunni, ef hann gerir það þá á annað borð, sem ég er alls ekki að hvetja hann til. MÓÐIR skrifar: ,,Nú fara fermingarnar að nálgast. Ég minpist þess, að þú réðist einu sinni, fyrir mörgum árum, á móti öllu því fargani, sem þá var látið fylgja fermingunum, smokingum, dragsíðum silkikjól um, stórveizlum og drykkju- skap. Þessi skrif höfðu mikil áhrif, enda sagðir þú frá mörg- um dæmum um áhrifin. ÞAÐ VARÐ TIL ÞESS að mik ið dró úr farganinu, en nú finnst mér ástæða til að á þetta sé minnzt. Enn reyna einstök heim ili að setja upp fargan í sam- bandi við fermingu barna sinna. Þau eru slæmt fordæmi og valda óánægju meðal annarra ferming arbarna. Athöfnin á að vera ein föld og góð og fögur. Þar á ekk ert tildur að eiga sér stað, ekki skrautklæði, ekki stórveizlur og allt vín á að vera fordæmt. SÉRA JÓN GUÐJÓNSSON á Akranesi átti frumkvæðið að hinum fögru og einföldu ferm- ingarkyrtlum. Þeir eru að verða hefð mjög víða og það er ákaf- lega gott. Minnstu á þetta, Hann es minn. Það getur orðið til þess að fermingarnar verði eins og þær eiga að vera hjá siðuðu og grandvöru fólki.“ Hannes á horninu. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.