Alþýðublaðið - 31.03.1957, Page 9
Sunnndagur 31. marz 1957
Atþýðublaftið
w
Iþróffír
\
'V-
Þetta er brezki hlauparinn Koger Bannister, sem fyrstur hljóp
enska mílu (1G09 m.) á befri tíma en 4 mín.
A SUNNUDAGSKVOLDIÐ
voru háðir tveir leikir í xneist-
araflokki karla á meistaramóti
íslands í handknattleik.
FEAM — VALUR 26 : 15
Þessa leiks var beðið með
töluverðri eftiivæntingu, því
að fiestir álitu að hann gæti j
orðið jafn og skemmtilegur. Sú j
varð þó ekki raunin, til þess1
voru yfirburðir Fram of mikl-
3r, sérstaklega í síðari hálfleik.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
jafn, en f ram hafði alltaf eitt ,
til þrjú mörk yfir. Hálfleikur-
inn endaði 12:9 fyrir Fram.
Síðaii hálfleikur var ekki
skemmtilegur, óþarflega mikil
Hiarka og Fram tók leikinn al-
gjörlega í sínar hendur. Það
kemur alltof oft fyrir, að liðs-
menn þess liðs, sem er að tapa
leik, láta skapið hlaupa með
sig í gönur. Framkoma sumra
áhorfendanna að Hálogalandi
er líka oft fyrir neðan allar hell
ur, þeir hafi í frammi alls kon-
ar óhljóð og skrílslæti og setja
með því leiðinlegan svip á
keppnína. Þau félög, sem sjá
’am leikkyöidin, eru ekki nógu
vakandi, fjöldinn allur af ung-
lingum er rúllandi fiöskum og
öðru lauslegu í salnum í leik-
hléi, slíkt vexður að koma í veg
fyrir, það er algjör lágmarks-
krafa áhorfenaa og leikmanna.
ÍR — ÞRÓTTUR 32 : 18
Síðari leikur kvöldsins var
milli ÍR og Þróttar. ÍR-ingar
höfðu yfirburði í leiknum frá
byrjun til enda. Fyrri hálfleik-
ur endaði með 13:8 fyrir ÍR.
Þróttarar náðu litlu samspili
og gekk illa að finna hvern
annan, aftur á móti var hraði
og leikni ÍR-inga allgóð á köfl-
um, þó að fyrir kæmi að allt
færi í handaskolum. Leikurinn
endaði 32:18 fyrir ÍR.
LEIKIR LAUGARDAGS-
KVÖLDSINS
3. fl. karla:
Ármann — Víkingur 14:12.
KR — Valur 24:10.
Fram — ÍR 15:14.
Meistarafl. kvenna:
Þróttur •— Ármann 11:8.
1. fl. karla:
FH — Þróttur 19:12.
ÁSTRALÍUMENN eiga mjög
góða millivegahlaupara og má
nefna menn eins og Landy,
Elliott og Mervyn Lincoln. Sá
síðastnefndi vann það afrek á
íþróttamóti í Melbourne laug-
ardaginn 23. marz að hlaupa
enska rnílu á 3:59,0 mín. Hann
er því 11. maðurinn, sem hleyp
ur þessa vegalengd á skemmri
tíma en 4 mín. Lincoln komst
í úrslit í 1500 m. hlaupi á OL,
en var síðastur í úrslitunum.
Þessir menn hafa hlaupið
míluna á betri tíma en 4 mí.n:
J. Landy, Ástralíu 3:58,0 ’54
J. Bailey, Ástralíu 3:58,6 ’56
R. Bannister, Engl. 3:58,8 ’54
L. Tabori, Ungv. 3:59,0’55
I. Rzsavölgyi, Ungv. 3:59,0 ’56
R. Delaney, írlandi 3:59,0 ’56
M. Lincoln, Ástralíu 3:59,0 ’57
G. Nielsen, Danmörku 3:59,1 ’56
D. Ibbotson, Englandi 3:59,4 ’56
C. Chataway, Engl. 3:59,8 ’55
B. Hewson, Englandi 3:59,8 ’55
Erlendar íþrótta-
fréttir
BRASILÍA sigraði Ecuador í
Suður-Ameríku keppninni í
knattspyrnu með 7:1. Léikur-
inn fór fram í Lima og stóðu
leikar 2:1 fyrir Brasilíu í fyrri
hálfleik.
SÆNSKA knattspyrnufélag-
ið Djurgárden, sem keppti hér
um árið, hefur verið á keppnis-
feroalagi í Tékkóslóvakíu. Fyr
ir nokkrum dögum tapaði það
fyrir Dynamo, Prag, með 2:3.
UNGVERSKI langhlaupar-
inn Josef Kovacs slasaðist á í-
þróttamóti í borginni Debrec-
zen, er hann varð fyrir sleggju.
Hann varð að fara á sjúkrahús
og er alvarlega slasaður.
BANDARÍKJAMENN leika
sinn fyrsta leik í HM í knatt-
spyrnu 7. apríl og mæta þá
Mexiko. í liðinu eru 5 leik-
mtenn, sem fæddir eru í Ev-
rópu, en þeir eru: Engedal, Dan
mörku, markvörður,. Becker,
Þýzkalandi, Murphy, Skot-
landi, Snylyk, Rússlandi og
Springthorpe, Eng’landi. Sá
síðastnefndi lék um tíma með
enska atvinnumannaliðinu
Wolverhampton, m. a. 1949,
þegar félagið vann ensku bik-
arakeppnina.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sundmenn og sun.dknattleiks-
mnenn úr Ármanni fari tii keppni til Au.-Þýzkalands síðar á
Jjessu ári. Eru þessar ferðir farnar í boði austur-þýzkra sport-
Sdúbba. — Sundmennirnir sex fara til Rostock í október en
Siiindknattieiksmennirnir keppa í Berlín í apríl.
fþróttamaður
slasast
Á íþróttaæfingu hjá ÍR á
föstudagskvöldið slasaðist
Heiðar Georgsson í ökla. Hann
var að reyna að stökkva ca.
3,50, kom mjög illa niður og er
brákaður, liðpokinn skaddaðist
og einnig tognaði hann mjög
illa.
Heiðar hefur verið í mjög
mikilli framför í stangarstökki
undanfarið. Eftir þrjá mánuði
keppa íslendingar við Dani í
frjálsum íþróttum og er alveg
óvíst, að Heiðar geti orðið með
í þeirri keppni.
Eitt af efíirsóknarverðustu úrum heims.
ROAMER úrin eru ein af hinni nákvæmu 6g
vandvirku framleiðslu Svisslands. í Verk-
smiðju, sem stofnsett var (árið) 1888 eru
1200 fyrsta flokks fagmenn sem framleiða
og setja saman sérhvern hlut sem ROAMER
sigurverkið síendur saman af.
100% vatnsþétt. —
Fást hjá flestum
úrsmiðum.
Höggþétt.
fyrir húsaupphitun fyrirliggjandi
Símar 6570 — 6571