Alþýðublaðið - 05.04.1957, Síða 6

Alþýðublaðið - 05.04.1957, Síða 6
»tbýgut>la»H Föstudagur 5. apríl 1957. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Biörgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Augiýsxngastjóri: Emilía Samúeisdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðsiusímí: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Freuchen og handritin s í i s s s s s I • V s V s ,s fl ,s :S s 'S ;s ;s S s HEíGAÐ er kominn danski rithöfundurinn og landkönnuðurinn Peter Freuchen, víðkunnur maður, sem nýtur mikilla vinsælda í .ættlandi sínu. Hann túlk- ar löngum skoðanir sínar af- dráttarlaust, enda hreinskil- inn og bersögull. Orð hans vekja því jafnan ærna at- hygli. Og dvölina á íslandi að þessu sinni byrjar hann með því að láta í ljós álit sitt á handritamálinu. Það mun þykja góðum tíðindum sæta. Freuchen ræðir málið um- búðalaust eins og hans var von og vísa. Alþýðublaðið hefur orðrétt eftir honum í frásögn sinni í gær: „Eg veit, að það má allt- af finna einhverja laga- stafi, — en það er sannfær- ing mín, að meira beri að meta það, sem dýpst gildi hefur í samskiptum manna og þjóða; handritin eru ykkar dýrgripir; þið hafið samið sögurnar og skrifað; þær eru snar þáttur í ykk- ur og ykkar menningu, og þess vegna eiga þau að vera hér, en ekki hjá okkur“. Og ennfremur segir svo Freuehen: „Ég hef haft mikið saman við vjsinda- menn að sælda á ævi niinni, og cg kannast við þá. Þeir vilja ná í allt til varðveizlu í söfnum, og halda því svo þar. En ég get sagt ykkur eina sögu. Þjóðverjar höfðu á bmtt úr Danmörku minn- ismerki nokkurt, Istedljón- ið; það fannst síðar ein- hvers staðar í grennd við Berlín og var flutt heim aftur. Þá var þjóðarfögn- uður í Danmörku, og Ðan- ir. mættu því gerst vita hve dýrmætur ykkur er slíkur menningarfjársjóður sem handritin“. Hér er vikið að þeim að- alatriðum, sem mestu máli skipta. Lagasjónarmiðið ræður hér naumast úrslit- um og ekki heldur sérstaða danskra vísindamanna. Sið- ferðislega eiga íslendingar handritin vegna þeirra stað- reynda, sem Peter Freuchen bendir á og skilur svo vel og drengilega. Og á grund- velli þessa er bézt fyrir báða aðila að leysa handritamál- ið. Istedljónið var Dönum kært — það var þeim tákn og endurminning. En vissu- lega eru handritin íslending- um margfalt meira virði. Þau koma í staðinn fyrir eldgamla og merkilega forn- gripi annarra þjóða, dýrar hallir og önnur mannvirki liðinna sögualda. Þau eru heimild og sönnunargögn um þá menningu, sem við eigum þjóðartilveru okkar að þakka. íslendingar hafa varðveitt hana einir nor- rænna þjóða. Þess vegna eiga handritin sögtilega og siðferðislega heima á ís- landi. Og þeir eru margir í Danmörku, sem líta hand- ritamálið sömu auguni og Peter Freuchen. Það sker úr uni menningu og drenglund Dana. Og þess vegna munu handritin flytjast aftur heim til íslands — fyrr eða síðar. Úrslit skákeinvígisins SKÁKEÍNVÍGI Friðriks Ólafssonar og Hermans Pilniks er lokið með sigri hins fyrmefnda, en sá at- hurður hefur vakið mikla at- hygli íiér í bæ og víðs vegar um lands. Þúsundir hafa fylgzt með úrslitum hverrar skákar í eftirvæntingu eins og um stórviðburð væri að ræða. Það sýnir bezt áhuga íslendinga í þessu efni. Úrslit einvígisins eru nýr sigur fyrir Friðrik Ólafsson. Pilnik er viðurkenndur skák maður á heimsmælikvarða. Það þarf því ærið til að vinna slíkan kappa. Þetta hefur Friðrik nú tekizt öðru sinni. Þar með hefur enn fengizt úr því skorið, hver geta hans og kunnátta er orð in. Ungur maður, sem þegar nær þvílíkum árangri, getur horft björtum augum til íramtíðarinnar. Vissulega er ástæða til að óska Friðriki til hamingju og þakka jafnframt Pilnik hans þátt í einvíginu. Hér var þannig barizt, að báðum varð til sóma. Áskriflasímsr blaðsins erti 4^00 og 4901. Einar Bragi: Regn í maí. Ljóð. Hörður Ágústsson gerði teikn ingar og kápu og sá um útlit hókarinnar. Helgafell. Vík- ingsprent. Reykjavík í febr- úar 1957. EINAR BRAGI er hagorður á borð við sum alþýðuskáldin í gamla daga. Þegar hann yrkir að hefðbundnum hætti ríms og stuðla, raðast orðin hvert að öðru eins og barn hlaði upp kubbum, en svo hættir skáldið kannski í miðju verki, og þá kemst niðurstaðan auðvitað aldrei til skila. Nú hefur Einar Bragi gengið til móts við atóm- skáldin og vinnubrögð þeirra, þó að hann sé hálfur í afstöð- unni, því að kvæði upp á gamla móðinn rekast öðru hvoru í rétt ina. Og gildi atómskáldskapar- ins segir hér til sín. Aðferð hans gerir hagyrðinginn Einar Braga að skáldi. Undirrituðum þykir vænt um að geta tilkynnt þjóð- inni þau tíðindi, að þrjú kvæð- in í „Regn í maí“ virðast líf- vænleg, en tvö þeirra eru atóm- Ijóð og hið þriðja laust mál, sem hefur á sér listrænt yfir- bragð. Þetta er kver með þrettán kvæðum, þar af fimm svoköll- uðnm prósaljóðum, sem enginn veit, hvað skulu heita á ís- lenzku. Þau líkjast einna helzt því, sem hugkvæmir og sam- vizkusamir blaðamenn skrifa undir myndir. En hvað um það: Orðin falla skemmtilega hvert að öðru, samlíkingarnar hæfa í mark, og skáldið bregður upp minnisstæðum svipmyndum. Bezt er Dar.skvæði, en öll gleðja þau fremur en hryggja, og ekkert á vanþóknun skilið. Þávíkr sögunniaðkvæðunum. Einar I agi er vandvirkur á smámun'. ra, því að hann reynir löngum ao breyta aukaatriðum Ijóða sinna, cnda þótt sú við- Ieitni lagi aldrei það, sem máli skiptir. Svo fer hér eins og jafn- an áður. Þrjú kvæðin birtust áður í „Ljóðum ungra. skálda“. Breytingarnar eru þessar: Man- söngur kallast nú Con amore, tvípunkti er hætt við, sviga sleppt, tvær ljóðlínur felldar burt og einu orðasambandi hag- j rætt; Vorþula heitir hér Vor ! ljóð, og' tveir tvípunktar eru fjarlægðir: Rauð þula gegnir að þessu sinni nafninu Andante, og ein Ijóðlína kemur ekki í leitirnar. — en víst hefði meira til þurft, þar eð þessar aðgerð- ir ráða engum úrslitum, kvæð- in eru ekki nógu góður skáld- skapur,' þó að Andante muni nærri sanni. Hins vegar kvnn- ir Einar Bragi tvö ný kvæði, sem hljóta að teljast skáldskap- ur og staðfesta þá fornuogspak- legu kenningu, að lengi skal manninn reyna. Þau heita Hægt og Spunakonur og eru ekki að- eins langbezt af því, sem höf- undur þeirra hefur ort, heldur ljóðaunnendum athyglisverður og fagnaðarríkur viðburður. Undirritaður sér ekki betur en hér sé ástæða til að taka ofan í viðurkenningarskyni. Hægt er svona: Hægt herpist snaran að hálsinum mjóa og heiðarfuglinn hefur upp rödd sína í angist þá kyrrist háreysti heimsins um stund mennirnir hlýða undrandi á sönginn og efna í nýjar snörur. Spunakonur eru stærra vandasamara fyrirtæki, heppnast ágætlega: og en TJr Ijósi haustmána, hélu og hvítum kvöldskýjum spinnur tíðin silfraðar hærur henni er situr ein með sauðgráar kembur í skautl og skammdegisvökuna þreyir við suðandi rokk unz söngur ans hljóðnar og systurnar fagnandi nema í næturkyrrðinni boð um höf; berið nú spunann fram. Sá, sem þánnig yrkir, getur orðið hlutgengt skáld, ef atóm- ljóðin eiga framtíð fyrir sér. Undirritaður vonar að svo, verði, því að Einar Bragi er alls góðs maklegur. Maðurinn hef- ur þreytt ærna baráttu og unn- ið fyrstu sigra. „Regn í maí“ telst Helgafelli til mikils sóma. Myndir Harðar Ágústssonar reynast kverinu sérkennilegt og geðþekkt skraut. Svona ætti að gefa út margar bækur á íslandi. Helgi Sæmundsson. FILTER INSÁRÁRNiR komnir Sölufurninn víð Arnarhól

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.