Alþýðublaðið - 05.04.1957, Side 7
Föstudagur 5. apríl 1957.
AfþýgMbtaing
Warburi
ERIK WARBURG, hinn nýi
re-ktor Kaupmarmahafnarhá-
skóia, er 64 ára. Hann fæddist
á efnaheimili í Kaupmanna-
hofn, en mesta hamingja hans
var að fá í vöggugjöf mannvit |
mikið. Það hefur verið vopn!
hans í lífinu, sífellt eggjað og j
hvesst. Á stúdentsárunum bar'j
hann af félögum sínum að |
þekkingu, og hann aflaði sér!
mikils álits meðai stéttarbræðra 1
sinna þegar ú unga aidri. Bæri
vanda að höndum, var jafnan
spurt: Hvað segir Warburg? Og
Warburg gat ætíð leyst úr
vandanum. Hann gagnhugsaði
ályktanir sínar, og skoðanir
hans voru ávallt vel rökstuddar.
Upphaflega ætlaði Warburg
sér ekki að veroa læknir. Sem
unglingur : hafði hann meiri
mætur á eðlis- og efnafræði, og
ýmsum fannst athugavert, að
hinn ungi læknir skyldi hverfa
af hátindum vísindanna niður
á jafnsléttu .lífsins til rúm-
helgra starfa meðal sjúklinga.
Menn kviðu því, að þetta gáfna-
ljós fengi ekki notið sín í júkra-
hússdeild. En ótti þeirra reynd-
ist ástæðulaus. Hjá því.verður.
ekki komizt, að af manni eins
og Warburg, hlöðnum raf-
magni, gneisti á stundum lit-
fagrar eldingar. Þess vegna
Ikunna hárin stöku. sinnum að
hafa sviðnað af einhverjum í
návist hans, en heimurinn væri
ömurlegur, ef allir menn væru
eins og grár hversdagsleikinn
og hugsuðu um það eitt, að
mæla sér aldrei til óhelgi. War-
burg á það til að ganga fram af
fólki og getur verið hatram-
lega hreinskilinn, en það er ekki
alltaf vinsælt. Þessi spennivídd
persónuleikans hefur gert hann
að þeim manni, sem hann er,
en aðalþættir skapgerðar hans 1
eru án efa tilfinninganæmi, j
varfærni og hjartahlýja. Ef:
hann beitir sínum persónulegu
föfrum, er hann ómótstæðileg-
ur. Hann getur skapað öryggi,
en einnig valdið óvissu. Síðast
mefndum eiginleika beitti hann
Erik Warburg.
með ólíkindum í stríðinu. Þeg-
ar hann hafði tilsjón í Horse-
röd, var ekki ætíð auðvelt að
sjá, hvorir gengu með sigur af
hólmi í orðaskiptum þar á staðn
um: Þjóðverjarnir eða prófess-
orinn. Hann var sniliingur í
þeirri list, sem leikin var á
þessum árum: tvíræðu tali, og
þegar hann einu sinni hélt fyr-
irlestur fyrir stúdentum og tók
dæmi um móðursýki sem sjúk-
dómsfyrirbrigði, kom hann með
nokkrar smáathugasemdir um
móðursýkina miklu. Þegar setu-
liðsyfirvöldin báðu um nánari
skýringu á þessum ummælum,
gat Warburg ekki skilið, hvern-
ig þeim kom til hugar, að hann
talaði um Hitler, athugasemdir
REKTOR Kaupmannahafnarháskóla, hinn
víðkunni danski sérfræðingur í hjartasjúk
dómum, Erik Warburg, er kominn hingað
í heimsókn og mun flytja hér fyrirlestra. Al-
þýðublaðið birtir í tilefni þess meðfylgj-
andi grein um manninn og störf hans, en hún
kom í Politiken í haust, er dr. Warburg var
kjörinn rektor háskólans.
hans hefðu átt við Kristján II.
Eftir banatilræðið við War-
burg 1944 hélt hann áfram í
B I
starfi sínu við Rikisspitalann |
ótiuflaður. Breyting varð eng-j
in önnur en sú. að hann fékk j
marghleypu, en hún er ein af
því fáa, sem hann kann ekki
með að fara. Þegar hann seild-
ist .niður í skikkju.vasa sinn eft-
ir hlustpípu og öðrum læknisá-
höldum, fylgdi marghleypan
alltaf með af gáleysi. Hánn lét
sér fátt um finast hættuna, sem
af henni stafaði. Hann átti jafn-
vel til að gæla við hana. Hefðu
einhverjir verið í efa, gátu þeir
á þeim tímum sannfærzt um,
að Warburg var ofurhugi.
Ruddalegustu staðreyndir rösk-
uðu ekki innra öryggi hans.
Warburg hefur ekki legið á
liði sínu í baráttunni við hjarta-
sjúkdómana. Kennslubók harrs
um truflanir á hringrás blóðs-
ins er notuð hvarvetna á Norð-
urlöndum. Hinn stórkostlegi ár-
angur í handlækningum við
hjartasjúkdómum byggist að
miklu leyti á samvinnu við
deild hans, þar sem gerðar eru
víðtækar og nákvæmar rann-
sóknir á starfsemi hjartans.
Hér við bætist sá vísindalegi
innblástur, sem hann er gædd-
ur. Hann virðist vita, hvað fólk
ætiar að segja, áður en það
hefur komið orðum að því, á
nýjan og undraverðan hátt get-
ur hann bvggt starf sitt á hugs-
unum þess, og ef Nóbelsverð-
launum væri úthlutað fyrir inn-
blásna starfsemi, ætti hann þau
áreiðanlega skilið.
Framhaltl á 8. síffu.
KVENNAÞÁTTUR
Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir
KJÓLLINN, sem myndin hér
með er af, nefnist svarti svan-
nrinn og er frá Capucci, sem
er ítalskt tízkuhús.
Kjóllirin er fremur efnismikiil
en þó ermalaus og fleginn ball-
kjóll, sem teijast verður allt að
því „dramatískur".
o—o
Það eru alls ekki svo fá hjón,
er verða að láta sér nægja eitt
til tvö herbergi og eldhús, þeg-
ar þau hefja búskap.
Þegar svo stendur á, er um
að gera að nota rúmið í þessari
smáu íbúð sem allra bezt, ann-
ars verður hún leiðinleg og nið-
urdrepandi fyrir íbúana.
Ekki er heldur óalgengt, að
þá séu komin eitt eða jafnvel
fleiri börn og þá iðulega spurn-
ing, hvar eigi að láta þau sofa.
Nú er svo víða að dragkistur
eru notaðar af jafnvel nýtízku
húsmæðrum, og því þá c'kki að
I nota þær líka sern barnarúm,
þ. e. a. s. ekki er þar með átt
við að láta börnin sofa í skúfí-
unum þó slíks sé dæmi. Þvert
á móti má auðveldlega búa um
þau ofan á dragkistunni (eða
kommóðunni) með litlum tii-
kostnaði, en miklum rýmis-
sparnaði.
Eru þá útbúnar rimlagrindur,
er fylgja brúnum kistunnar að
ofan, og virkar þetta þá eins og
venjulegt rimlarúm, eins og sjá
má á meðíylgjandi mynd.
o—o
Af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum virðist )>essi þáttur
blaðsins æ verða verr úti, hvað
: snertir meðferð á efni og mynd-
um. Það er altítt, að slíkur ara-
: grúi af hreinum prentvillum sé
í honum, að vart er hægt að í-
mynda sár, að próförk hafi veriö
lesin, að ekki sé talað um live
oft vantar myndir, sem þá er
sagt að týnzt hafi hér eða þar.
Þar sem ég er ekki starfandi á
skrifstofum blaðsins og á ekki
hægt með að fylgjast með hverju
sinni hefir mér ekki re.vnzt
kleift að fylgjast með þessu, en
nú hefir ritstjórn biaðsins lof-
aö að reyna að bæta úr þessu og
um leiö og við vonum að þetta
íslenzk og eriend úrvalsijóö -
1
I
m
rSt’í’..
m
batni allt saman bið ég ykkur,
lesendur góöir, afsökunar á
þessu. — Ritstj.
effir Davíð Sfefánsson
STJÖRNURNAR, sem við sjáum
sindra um himininn,
eru gleðitár guðs,.söm hann felldi,
er hann g’rét í fyrsta sinn.
— Honum fannst ekkert af öllu
yndi sér veita né ró
og allt vera hégórni og heimska
á himni, jörðog sjó —- —
Svo var það á niðdimmri nóttu,
að niðri á jörð hann sá,
hvar fagnandi hin fyrsta móðir
frumburð sinn horfði á.
Og þá fór guð að gráta
af gleði; nú fann hann það"
við. ást hipnar ungu móour,
að allt var íullkomnað.
En gleðitár guðs, sem hann felldi,
er grét hann í fyrsta sinn,
eru stjörnurnar, sem vkýsjáum
sindra um himininn.
Söngur Guðrúnar í Moskvu
SVO SEM að líkum lætur,
befur mikið verið ritað síðustu
vikurnar um Guðrúnu Á. Sí-
monar í blöð í Ráðstjórnarríkj-
unum og myndir birtar ;frá kon
sertum hennar og við önnur
tækifæri, cnda hefur hún hvar-
vctna austur þar getið sér góð-
an orðstír og unuið hvern sigur-
inn á fætur öðrum.
„Moskow News“ segir m. a.
20. f. m. í frétt frá fyrsta kon-
serti Guðrúnar: „Tónlistar-
menn í Moskvu leggja áherzlu
á, að hún hafi góða rödd og ein-
læga og þróttmikla túlkun.“
Hinn 28. f. m. birtist í blað-
inu „Sovétskaja Kultura“ eftir-
farandi grein með fyrirsögninni
„Gestatónleikar íslenzkrar söng
konu“, um fyrstu söngskemmt-
un listakonunnar í Ráðstjórnar
ríkjunum, en hana hélt hún
sunnud. 17. s. m. í Vísindahöll-
inni í Moskvu fyrir fullum sal
vandfýsinna áheyrenda, sem
fögnuðu henni svo mjög, að
hún varð að svngja mörg auka-
lög:
„íslenzka söngkonan Guðrún
Símonar, sem nú er í söngför
um Sovétríkin, hefur haldið
hljómleika í Moskvu. Guðrún!
Símonar hefur fallega. þýða i
söngrödd (lýriska sópranrödd);
og er hámenntuð söngkona. |
Söngur hennar einkennist af j
djúpxi innlifun og skýrri og1
hárfínni túlkun á stíl tónverks- :
ins.
Á hljómleikunum, sem haldn j
ir voru í tónleikasal Vísinda-j
hallarinnar í Moskvu, kom
Guðrún Símonar fram fyrst og
fremst sem konsertsöngkona, er
af jafnmiklu öryggi og leikni
gat túlkað tónverk hinna gömlu
meistara — ítölsku tónskáld-
anna Claudio Monteverdi, An-
tonio Caldara, Pergolesi og Ðu-
S
s
s
;
s
s
s
;
s
s
s
V
s
s
s;
\
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Guðrún Á. Símonar.
rante •— sem verk íslenzkra nú
tímatónskálda.
Söngur Guðrúnar Símonar á
lögum spænska tónskáldsins de
Falla var þýður og innilegur.
þó sérstaklega í ,,Vögguvísu“
og „Jota“. Áhrifamikilli og fág-
aður var söngur Guðrúnar S,-
monar á sönglögum Brahrps
„Dein blaues Auge“,, „Der
Schmied“ og „Von ewiger
Liebe“. Guðiún Símonar hefur
ágætt vald á röddinni. Hrein
tónmeðferð, algjört áreýnslu-
leysi og næm tilfinning fyrir
listrænni hófsemi eru þættir,
sem mjög eru einkennandi fyr-
ir listgáfu söngkonunnar.
Söngkonan flutti textana vi.ð
lögin á frummálinu, og ber það
vott um hina ágætu nienntu'.'i
Guðrúnar Símonar.
Með kynningu sinni á (ón-
verkum íslenzkra nútímatón-
skálda hefur Guðrún Símonar
Framhaíd á 8. síðu.