Alþýðublaðið - 12.04.1957, Síða 4
AlþýðublaSið
Föstudagur 12. apríl 1957
Wolfgang Harich:
Játni
EF við getum hrundið þess-
um breytingum í framkvsemd
og bætt lífskjör manna (jafn-
vel þótt þau jafnist ekki á við
iífskjör fólks í Vestur-Þýzka-
landi), teljum við okkur hafa
rétt til þess að setja fram skil-
yrði fyrir sameiningu lands-
ins, einnig fyrir Vestur-Þýzka-
land. Mikilvægasta atriði á
stefnuskrá okkar er, að samein
ing Þýzkalands þurfi ekki að
hafa í för með sér endurreisn
auðvaldsskipulagsins.
Áður en við getum sameinazt
Vestur-iÞýzkalandi, yrði Jafn-
aðarmannaflokkurinn, sem gert
er ráð fyrir að fái meirihluta á
þingi, að framkvæma eftirfar-
andi ráðstafanir í Sambands-
lýðveldi Þýzkalands:
Að horfið verði frá endurher
væðingu. Þýzkaland segi sig úr
Atlantshafsbandalaginu. Fasist
um og hernaðarsinnum, sem
nú 'gegna ábyrgðarmiklum
stöðum í Sambandslýðveldinu,
verði vikið úr embætti. Iðnað-
ur verði þjóðnýttur. Breyting-
ar vérði gerðar á skipúlagn-
ingu Íandbúnaðarmála: stórum
landareignum verði skipt, þar
sem það er hentugt frá efna-
hagslegu og stjórnmálalegu
sjónarmiði. Breytingar á
menntamálum: háskólanám má
ekki halda áfram að vera for-
réttindi hinna ríku.
Ef jafnaðarmenn fylgdu
þessari stefnu, myndum við
samþykkja að haldnar verði
frjálsar kosningar í öllu Þýzka
landi. í þessum kosningum
myndi það vafalaust koma
skýrt í ljós, að afturhaldsöflin
í Sambandslýðveldinu og Stal-
ínistar í Alþýðulýðveldinu yrðu
aðeins einangraðir minnihlut-
ar.
2.
Okkur er ljóst, að við slíkar
aðstæður myndi Jafnaðar-
mannaflokkurinn vafalaust fá
meirihluta í öllu Þýzkalandi.
Endurskipulagður Sameining-
arflokkur sósíalista yrði þá skil
yrðislaust að lúta og virða
slíka ákvörðun þýzku þjóðar-
innar.
Það er umfram allt skilyrði
fyrir sameiningu þýzku verka-
lýðshreyfingarinnar í framtíð-
inni, að Sameiningarflokkur
sósíalista verði algerlega hreins
aður af Stalínisma og gerður ó-
háður erlendum flokkum hvað
hugsjónir og stefnu snertir. Eft
ir að endurskipulagning flokks
ins hefði verið framkvæmd
samkvæmt áformi okkar,
myndi slíkur Sameiningarflokk
ur sósíalista geta orðið eins kon
ar vinstrisinnaður Marxista-
flokkur, sem hefði ekkert átt
sameiginlegt með kommúnista-
flokki gamla skólans eins og
Mimiingarorð
Jéhanna Jónsdóllir
í DAG verður jarðsungin frá
Eyrarbakka kirkju ein af merk-
ustu konum Eyrarbakka um |§t.
langan aldur, Jóhanna Jóns-
dóttir á Litlu-Háeyri.
Jóhanna Jónsdóttir fæddist
að Minna-Núpi í Gaulverjabæj
arhreppi 1. nóvember árið 1879,
dóttir Jóns bónda Jónssonar
þar og konu hans Margrétar
Jónsdóttur. Stóðu að henni
miklar og góðar ættir, sem ein-
kennast af sterkri skapgerð,
gáfum og hagleik til munns og
handa. Brynjólfur Jónsson,
fræðimaðúr frá Minna-Núpi,
var föðurbróðir Jóhönnu, enda
var hann daglegur gestur á
hehnili hennar, þegar hann
dvaldi á Eyrarbakka og sérstak-
lega hin síðustu ár sín, er hann
var þar að staðaldri.
Jóhanna giftist árið 1901 Guð
jóni Jónssyni á Litlu-Háeyri og
hafði hún komið til Eyrarbakka
og ráðizt sem vertíðarkona hjá
honum og Þórdísi móður hans,
sem þá var orðin ekkja. Guð-
jón var bóndi á Litlu-Háeyri
og sjósóknari mikill, einn af
virtustu og beztu formönnum
austur þar um langan aldur.
Þau hjónin eignuðust átta
börn: Sigurð togaraskipstjóra,
Halldóru starfsstúlku við
Þvottahús Landspítalans, Mar-
grét, gifta Ragnari Jónssyni,
Jón, foónda að Litla-Háeyri,
Þórdísi, gifta Ögmundi Kristó-
ferssyni, Helgu, sem hefur ver-
ið heima og staðið fyrir búi
bræðra sinna og móður, Bryn-
jólf, er fórst af slysförum um
borð í Skallagrími árið 1946,
kvæntur Fanneyju Hannesdótt-
ur, ■' og Sigríði, gifta Sigurði
Haráldssyni.
Jóhanna Jónsclóttir.
Guðjón var 14 árum eldri en
Jóhanna og lézt hann árið 1945.
Jóhanna lézt í sjúkrahúsi hér í
borginni að morgni 4. þ. m. eft-
ir stutta legu.
Jóhanna Jónsdóttir var tígu-
leg kona, hávaxin, ljóshærð og
bláeyg, stórleit nokkuð og björt.
Hún var mjög gáfuð kona, sjó-
fróð á gamla vísu, kunni ó-
grynni af sögum og ljóðum, gat
sjálf ort, þó að hún færi dult
með, skildi fólk í mildi sinni,
en gat snúizt hart við, ef á hana
var leitað.
Ómegð hlóðst á þau hjón á
tiltölulega skömmum tíma og
oft var þröngt í búi, en það sást
aldrei á Jóhönnu. Hún var kyrr-
lát kona, stjórnsöm með þögn-
inni við börn sín og samferða-
menn, innileg og hlý við alla
lítilmagna, tók ástfóstri við hús-
dýr sín og vakti yfir velferð
þeirra, talaði við kýrnar sínar
Framhald á 8. síðu.
hann hefur þróazt á hnignunar-
árum Stalínistatímabilsins. —
Með slíkum flokki yrði aðal-
hindrunum gegn sameiningu
verkalýðshreyfingarinnar þar
með rutt úr vegi.
Þar eð verkalýðsstétt Yestur-
Þýzkalands hefur þegar sam-
einazt innan Jafnaðarmanna-
flokksins, myndi sameinuð
verkalýðshreyfing, er stofnað
yrði til í framtíðinni, óhjá-
kvæmilega bera meiri keim af
Jafnaðarmannaflokknum en
hinum endurskipulagða Samein
ingraflokki sósíalista, vegna
þess að Jafnaðarmannaflokkur-
inn er áhrifameiri. En slík
verkalýðshreyfing myndi vafa
laust verða vinstrisinnaðri en
Jafnaðarmannaflokkurinn er
nú. En áður en við getum haf-
ið viðræður við Jafnaðarmanna
flokkinn og sett honum skil-
yrði, verðum við að líta í eigin
barm.
3.
Eins og stendur er það
margt, sem við finnum jafnað-
armönnum til foráttu og aðskil
ur okkur frá þeim (blekkingar
auðvaldlýðræðis, tilhneigingar
þeirra að aðhyllast tækifæris-
stefnur o. f 1.), en það, sem aðal-
lega skilur okkur frá þeim, er
okkar eigin Stalínismi. Þar af
leiðandi verður það að vera
fyrsta verk Sameiningarflokks
sósíalista að segja sjálfir skilið
við Stalínisma, áður en hægt
verður að taka upp samvinnu
við Jafnaðarmannaflokkinn á
heiðvirðum grundvelli.
Það er ekki fyrr en við höf-
um lagfært okkar eigin galla,
að við getum farið að bera fram
aðfinnslur á hendur jafnaðar-
mönnum, og jafnvel þá ætti að
óanna í eitt skipti fyrir öll ó-
frægingarorð eins og þau, að
jafnaðarmenn séu fulltrúar
auðvaldsins.
Eitt er það þó, sem ætti að
vera mögulegt nú þegar og
gæti orðið fyrsta skrefið að
framtíðarsamvinnu milli þess-
ara tveggja flokka: Það er
leynileg samvinna milli and-
stöðufélaga úr Sameiningar-
flokki sósíalista og jafnaðar-
manna í baráttunni gegn Stal-
ínisma í þýzka alþýðulýðveld-
inu. Þegar and-Stalínistar hafa
svo loks náð stjórn innan Sam-
einingarflokks sósíalista í sín-
ar hendur, ætti að lýsa yfir op-
inberlega samvinnu milli Jafn-
aðarmannaflokksins og endur-
skipulagðs Sameiningarflokks
sósíalista. Þessa tvo flokka
mætti svo sameina í einn flokk
síðar meir, enda þótt hvorugum
flokknum skuli leyfast að út-
rýma hinum. Engum stalínista,
sem hefur fram til síðustu
stundar tekið þátt í glæpsam-
legu athæfi Ulbrichtshringsins,
ætti að veita inngöngu í hinn
nýja verkalýðsflokk, heldur
skulu meðlimir hans eingöngu
vera fólk, sem unnið hefur að
því öllum árum að berjast gegn
hinum niðurlægjandi áhrifum
stalínista innan Sameiningar-
flokks sósíalista.
4.
Gegn okkur standa stalínist-
ar og ríkisvaldið. Við verðum
að berjast gegn þessum aftur-
haldsöflum með öllum þeim
ráðum, sem okkur hugkvæmist.
Grundvöllurinn, sem við
byggjum andstöðu okkar á, er
flokkslög Sameiningarflokks
sósíalista, 20. flokksþing rúss-
neskra kommúnista og sam-
þykktir 28. þings miðstjórnar
Sameiningarflokks sósíalista. Á
þessum grundvelli ætlum við,
okkur að halda uppi opinberri
og löglegri andstöðu. En við
erum einnig reiðubúnir að berj
ast á laun eða með flokkadrátt-
um, ef við verðum tilneyddir.
Við erum nú að taka upp
samvinnu við andstöðuöflin í
alþýðulýðveldunum og skipt-
umst á skoðunum við þau.
Þeir, sem eru fylgjandi slíkri
andstöðu, verða að komast í
náið samband við fólkið, gagn-
rýna stefnu flokksleiðtoganna
með fólkinu, dýpka bilið milli
íbúanna og núverandi forustu,
en koma jafnframt í veg fyrir,
að almenn upreisn brjótist út.
5.
Hættan á, að slík uppreisn
brjótist út í þýzka alþýðulýð-
veldinu er alltaf fyrir hendi, er
hinn Stalínsinnaði Ulbricht-
hringur fer áfram með völd og
andstöðuöflunum tekst ekki að
bola stalínistum frá völdum.
En ef okkur skyldi takast að
endurskipuleggja flokkinn inn-
an vébanda hans á grundvelli
núverandi stefnuskrár flokks-
ins, þá mun ekki koma til ann-
arrar uppreisnar í þýzka al-
þýðulýðveldinu.
Það er því skylda okkar að
gera allt, sem í okkar valdi
stendur, til þess að losa flokk-
inn við stalínistana og vinna á
ný traust verkalýðsstéttarinn-
ar og allrar þjóðarinnar með
því að gerbreyta stefnu flokks-
ins.
SÁMTININGUR
LEITUÐU KOLA —
FUNDU „GEYSI“.
Geysir í Haukadal er svo
víðfrægur að gosliverir uni
víða veröld draga nafn a£
honum, og nú hefur Tékkósló-
vakía einnig eignazt sinn
„geysi“. Það bar þannig til,
að starfsmenn Kolaleitar-
stofnunarinnar í Prag voru
að kanna jarðlög í héraðinu
Horné Strahle í Slóvakíu.
Þegar þeir voru búnir að bora
niður ó 400 metra dýpi, gaus
heitt vatnssúla upp úr iðrum
jarðar. Þetta gerðist í febrúar
í vetur. Síðan hefur 133 mm.
gilcl buna staðið 40—60 metra
í loft upp. Sérfræðingar eru
nú að efnagreina vatnið. Þetta
þykja tíðindi í Tékkóslóvakíu,
þótt goshverinn nýi jafnist
ekki við nafna sinn í Biskups-
tungum, þegar hann var upp
á sitt bezta.
—o—
í aldarfjórðung hefur sjö-
tugur garðyrkjumaður í
Tékkóslóvakíu unnið að því
að kynblanda tómata. Hann
ræktar nú 200 afbrigði. í garði
hans vaxa tómatar með aprí-
kósubragði, jarðarberjabragði
og appelsínubragði. Þeir
stærstu vega 750 grömm.
Markmið bóndans er að fram-
leiða tómat, sem inniheldur
10% sykur.
HANNES Á HORNINU
VETTVAmUR DAGSIJSS
Daglega teknir menn ölvaðir við akstur — Sið-
leysi og ábyrgðarskortur — Þjóðfélagið hefur gert
allt, sem í þess valdi stendur — Hvað getur það
nú gert til úrbóta þessu vandamáli?
SVO AÐ SEGJA á hverjum
einasta elegi tekur lögreglan ölv
aða menn við akstur bifreiða.
Hve margir eru þeir þá, sem
sleppa alveg og lögreglan nær
ekki í? Menn geta gert sér í
hugarlund hve alvarlegt ástand
ið er með því að gera sér grein
fyrir þessum staðreyndum. Á-
rekstrarnir og slysin af völdum
ölvunar við akstur eru óteljandi.
Nú síðast eru sagðar fréttir af
einum, sem skemmdi fjóra bíla í
árekstrí. Vagnstjórinn var ölv-
aður.
EIN NÖTTINA um klukkan
þrjú vaknaði fólk við mikinn
hávaða. Húsbændurnir, sinn á
hvorri hæð, en báðir áttu bíla,
sem stóðu fyrir utan húsið, litu
út og sáu þá ófagra sjón. Bifreið
stóð á götunni rammskökk, en
önnur bifreið íbúanna var kom
in þveráum á götuna, öll úr Iagi
gengin, rifin og tætt.
ÞEGAR ÚT VAR KOMIÐ stóð
dauðadrukkinn maður við dyr
bifreiðar sinnar og annar eins
drukkinn hjá honum. Þeir
höfðu valdið árekstrinum. Kall-
að var á lögregluna, en svo vit-
laus var sá, sem árekstrinum
hafði valdið, að honum fannst
það hið versta hneyksli, að lög-
reglan skyldi taka lyklana að
bifreið hans af honum. Óskamm
feilnin ríður ekki við einteym-
ing hjá þessu fólki.
LÖGGJAFINN HEFUR SETT
sín ákvæði og viðurlög fyrir
ölvun við akstur, mörg útvarps-
erindi hafa verið flutt um þetta,
þúsundir blaðagreina hafa rætt
málið og daglega birtast dæmi,
sem sýna og sanna svo að ekki
verður betur gert hve glæpsam-
legt það er að setjast undir stýri
á bifreið eftir að maður hefur
neytt áfengis.
SAMT SEM ÁÐUR láta menn
sér ekki segjast. Samt sem áður
tekur lögreglan svo að segja
daglega menn, sem aka ölvaðir.
Hvað er hægt að gera? Úr því
sem komið er er ekki hægt að
gera neitt annað en að svipta
menn ævilangt ökuleyfi þegar
þeir eru teknir í fyrsta sinn ölv
aðir undir stýri. Þó má ef til vill
hafa þetta öðruvísi: Dæma menn
til dæmis í fyrsta sinn í a. m. k.
tíu þúsund króna sekt og svipt-
ingu ökuleyfis í ársfjórðung, í
annað sinn í tuttugu og fimm
þúsund króna sekt og sviptingu
ökuleyfis í heilt ár, og í þriðja
sinn að bifreiðin sé gerð upp-
tæk endurgjaldslaust og svipt-
ingu ökuleyfis ævilangt.
ÞJÓÐFÉLAGIÐ á engin önn-
ur vopn gagnvart þeim mönm
um, sem haga sér eins og þeir,
sem aka ölvaðir. Það hefur gert
allt, sem í þess valdi stendur til
þess að leiðbeina þeim, vara þá
við og forða þeim frá vandræð-
unum. En þegar varnarráðstaf-
anir þess duga ekki betur en
raun ber vitni, þá er ekkert fyr-
ir hendi annað en að beita refs-
ingum svo að um munar.
Hannes á horninu. .