Alþýðublaðið - 24.04.1957, Side 1

Alþýðublaðið - 24.04.1957, Side 1
Nýja stjórnin í Iðju, sjá 5. síðn. ■3 | Utan úi' liei'mi. sjá 4. sí2ím. XXXVIII. árg. Miðvikudagur 24. apríl 1957 91. tbl. • » /• Oefa berOryggisrádinu skýrslu Island veigamikill þáffur í vörnum skipa leiðarinnar tnflli Evrépu og Ámeríku um viðræður við Egypla Sagði Dulles á blaðamannafundi í dag WASHINGTON, þriðjudag, (NTB-AFP). Ameríska ríkis- stjórnin er þeirrar skoðunar, að brátt verði að leggja skýrslu fyrir Öryggisráð SÞ til þess að geta fylgzt með samningunum við Egypta um Súezskurðinn, sagði John Foster Dulles utanrík isráðherra, á hinum vikulega fundi sínum með fréttamönnum í dag. Ráðherrann taldi þó ekki tímahært, að biðja ráðið að grípa til ráðstafana gegn Egyptum. Maður drukknar erbáthvolíir Sandi í gær. — SÍÐASTLIÐINN miðviku- dag vildi það slys til liér fyrir utan, að smábát með tveim mönnum hvolfdi, og dnikknaði annar þeirra. Nánari tildrög slyssins eru sem hér segir: Það var á mið- vikudaginn, milli kl. 2 og 3 e. h., að tveir bræður, Jóhann og Björn Kristjánssynir höfðu ró- ið út á smábát til að draga hrognkeisanet sín. Vestan strekkingur var og dálítill sjór. Netin voru fyrir framan svonefnda Töskuboða, sem er skerjagarður nokkuð fyrir ut- an höfnina í Rifi. Voru þeir bræður komnir fram undir netin og nýbyrjaðir að draga netin, þegar bátnum hvolfdi skyndilega. Komust þeir báðir á kjöl. Vélbáturinn Ver, frá ísafirði, hafði verið þarna á loðnuveiðum, og var á leið út úr höfninni um þetta leyti. Þegar hann kom á slys- staðinn, voru báðir mennirnir viðskila við bát sinn. Tókst skipverjum á Ver að ná þeim, en þá var Björn þegar meðvit- undarlaus, og reyndust lífgun- artilraunir árangurslausar. Jó- íiann bróðir hans var hins veg- ar með meðvitund. Björn heitinn Kristjánsson var 12 barna faðir. Konu sína missti hanp fyrir nokkrum ár- um, en' þau eignuðust 9 börn, sem öll eru uppkomin. Undan- farin ár bjó hann með unnustu sinni og áttu þau 3 börn. Björn var oddviti á Sandi, hafði átt sæti í hreppsnefnd í mörg ár, verið lengi formáður og útgerð- armaður og átti sæti í stjórn Sparisjóðs Hellisands og ná- grennis, auk annarra trúnaðar- starfa. Hann kvaðst ekki hafa neina hugmynd um, að hve miklu leyti Egyptar mundu fallast á eða hafna hinum svokölluðu sex „Súez-meginatriðum“, sem ein- róma voru samþykkt af Örygg- isráðinu í fyrrahaust sem grundvöllur .fyrir framtíðar- rekstur og stjóm Súezskurðar- ins. KJARNORKUTILRAUNIR. Hann kvað Bandaríkjástjórn ekki telja það nauðsynlegt enn sem komið væri að breyta af- stöðu sinni til tilraima með kjarnorkuvopn á meðan vísnd- in hefðu ekki slegið því föstu, að hið geislavirka ryk frá slík- um tilraunum leiddi mikla hættu yfir menn og á meðan atómrannsóknir væru ekki und- Framhald á 3. síðu. j Rússnesk skip á ; S Vesffjörém < ^ FJÖGUR Rússnesk skip ( \komu sl. mánudag inn á \ SHestfjörð á Vestfjörðum og \ Steituðu þar vars. Munu þarna S S hafa verið á ferð þrír rúss- S S neskir hvalveiðibátar ásamt S *Sagði Jerauld Wright, aðmíráll, yfirmað ur varna NATO á Atlantshafssvæðinu, er var á ferð hér um bændadagana UM BÆNADAGANA var staddur í heimsókn hér á landi Jerauld Wright, aðmíráll, yfirmaður herafla Atlantshafsbanda lagsins á Atlantshafssvæðinu. Átti hann hér viðræSur við ráð- lierra og skoðaði Keflavíkurflugvöll. Á laugardag hafði aðmír- állinn viðtal við blaðamenn. b móðurskipi. Munu Skipin. ^hafa Ieitað þarná vars vegná ? '^bilana. Unnið er nú að þyí ^ ( að reisa radarstöð fyrir varn ; \ arliðið á Straumnesfjalli og ( (hafa ýmsir sett „snuðr“ rúss- \ Si nesku skipanna í sambandi S VviS radarstöðina og fratn-S Skvæntdir varnaliðsins þar. S t t Dr, Sígurður Mrarinsson í fyrirlesfraför DR. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur leggur hinn 30. þ. m. upp í fyrirlestaraför til Vestur-Þýzkalands og Austur- r|kis. Fer hann utan í boði Vestur-þýzkra háskóla og land fræðingafélags í Bonn. Kvað hann sér finnast mikil hjálp í því að hitta að máli æðstu menn þjóða þeirra, er aðild ættu að NATO og lægju á svæði þAÚ. sem hann stjórnaði vörnum á. Kvaðst hann mundu fara héðan til höfuðborga ým- issa annarra aðildarríkja NATO s.vo sem Rómar, Lissabon. Lon- don, Haag, Oslo og Kaupmanna- hafnar. RADARSTÖÐVAR, VARNARSTÖÐVAR. Aðmírállinn lagði mikla á- herzlu á, að NATO væri varn- arbandalag, sem með styrk sínum hefði kontið í vcg fyrir stríð. Styrkur allra þjóðanna saman yæri að sjálfsögðu meiri en hverrar fyrir sig, og slíkur máttur fældi auðvitað Halasfjarnan er sjáanleg berum augum. Hún er nú í norður átf. - Verður sjáanleg fram í miðjan mai ÍSLENDINGAR siá nú eitt furðulegasta loftfyrirhæri margra áratuga. Arend-Rowland-halastjarnan, sem Alþýðu- hlaðið ský.rði frá fyrir nokkru, hefur e;kki brugðist vonum stjörnufræðinga því að hún er komin í augsýn og nú geta allir séð halastjörnu. " • Það var prófessor Trausti Einarsson, stjörnufræðingur, sem fyrstur veitti henni at- Enn sljórnarkreppa íiórdaníu! London NTB, þriðjudag. — VINSTRI FLOKKARNIR í Jórdaníu Iögðu í dag fram kröf ur sínar á fundi með Khaladi forsætisráðherra. Að fundi þeirra loknum ók Khaladi í skyndi til hallar Hussejtts kon- ungs til þess að gefa honum skýrslu. Það er haft eftir á- reiðanlegum heimildum, að rík- isstjórn Khaladi muni segja af sér, ef konungur vísar kröfum stjórnarandstöðunnar á bug. Kairo útvarpið skýrði frá Framhald á 7. síðu. Friðrik efsíur á Skákþingi Islands Þráinn Sigurðsson efstur í meistarafi. Akureyri í gær. — SKÁKÞING ÍSLANDS stend- ur yfir hér á Akureyri. Um há- degi í dag var staðan þannig, að Friðrik Olafsson var efstur í landsliðsflokki með 5 vinninga eftir 5 umferðir. Freysteinn Þorbergsson er næstur með 4!4 vinning. Hefur hann engri skák tapað en gert eitt jafntefli. Arinbjörn Guð- mundsson er þriðji með 3lú vinning. MEISTARAFLOKKUR. í meistaraflokki er Þráinn Sigurðsson efstur með 6 vinn- inga, en í 2. og 3. sæti eru Jó- hannes Snorrason Akuréyri og Steingrímur Bernharðsson, Dalvík. hygli í heiðríkjunni á sunnu- dagskvöldið og skýrði útvarp- inu frá fyrirbærinu. Útvarpið flutti síðan þessa nýstárlegu frétt í dagskránni rétt eftir mið- nætti og í Reykjavík og kaup- túninu mátti sjá fjölda manns á götum úti, á tröppunúm og í ; gluggunum til að sjá hala- stjörnuna. Á Arnarhólstúninu söfnuðust saman nokkrir menn og voru margir með kíkja en í þeim sést hún mun betur en með berum augum. SÉZT í MÁNUÐ. Dr. Trausti Einarsson skýrði blaðinu frá því í gær að stjarn- an myndi sjást greinilega um mánaðartíma ef himinninn er bjartur. — Hækkar hún á lofti og færist í vesturátt. í Alþýðublaðinu 12. apríl má finna nákvæmlegar upplýsing- ar um halastjörnuna og þykir því ekki ástæða til að rifja það upp hér en þess má geta að slík halastjarna hefur ekki sézt héðan síðan Hallevs Ko- meta kom í augsýn 1910. Þessa ljósmynd af halastjörn- unni tók Gísli Gestsson. Mynd- in er tekin á hálfum klukku- tíma. frá þau öfl, sem hug hefðu á að ráðast á lýðræðisþjóðirnar. Hann lagði áherzhi á mikil- vægi íslands í vörnum skipa- leiðarinnar milli Evrópu og: Ameríku, og henti á, að radar- stöðvar, eins og þær, sem hér væru byggðar, gætu aldrei tal- izt árásarstöðvar, heidur mið- uðust þær eingöngu við affi gefa viðvörun um aðsteðýandi hættu. Hann benti á, að rad-r arinn drægi nokkur hundruð mílur, en hins vegai* gætw varnarflugvélar af Keflavík- urflugvelli hafið sig til flugs með nokkurra míaútna fyrir- vara. ORRU S TU SKIPIN ÚRELT VOPN. ' Aðspurður um skoðun sína á fyrirhugaðri fækkun í her Breta og niðurrif brezkra her- skipa, kvað hann það vera skoð- un sína, að stór ormstuskip væru orðin úrelt í hernaði nú- tímans, og því fagnaði hann þessari ákvörðun brezku stjórn- arinnar, ef hún byggði í stað- inn skip, sem betur hentuðu til hernaðar í dag. Ennfrenaur kvaðst hann sammáía brezku : stjórninni um, að heiibrigt efnahagslíf væri undirstaða undir varnamætti, og' væri því sammála ákvörðun hennar um að samræma vamirnar getu sinni. Þó að Bretar misstu nokkurs í styrk sínuim í bili, mundu þeir, að lokum koma út sterkari vegna betri notkunar á efnum sínum. , KAFBÁTAR BITT * HELZTA VOPN RÚSSA. ’ Jerauld Wright kvað það skoðun sína, að helzta vopu Sovétríkjanna, ef til átaka kæmi, mundi vera kafbátar. Kvað hann þá eiga um 400 kaf- báta af ýmsum gerðum, en allir Framhald á 2. síðu. | Fékk bíl í happdrœtti, ók út af, bíllinn stórsketnrndist, foreldrarnir slösnðust Veðrið í dag Þykknar upp, hvass S-A, rignir. Á SKIRDAG vildi það ó- hanp til á Grindavíkurvegi að bifreið ók út af og skemmdist svo mikið, að hún er talin ger- eyðilögð. Bílstjórinn var ung- ur Reykvíkingur, er nýlega hafði fengið Borgward Stati- on, í happdrætti DAS. NÝBÚINN AÐ TAKA PRÓF. Sá, er fékk bilinn, hafði ekki bílpróf, er hann lilaut vinninginn. Brá hann við skjótt og lærði á bíl og hafði sem sagt nýlega tekið prófið er hann ók bílnum til Grindavík- ur. Atti bíllinn skammt eftir ófarið til Grindavíkur er slys- is vildi til. Foreldrar piitsins munu hafa slasast allmikið og hann eitthvað sjálfur. Vo.ra þau flutt á sjúkrahús í Kefla- vík. Bíilinn var mjög illa far- inn og talmn ónýtur. j

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.