Alþýðublaðið - 05.05.1957, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1957, Síða 4
AlþýSu blaðid Sunnudagur maí 1957 Samtai við Sturlaug H. Böðvarsson: Agengni erlendra togara ■ ■ sn en m Þannig fórust Sturlaugi H. Böðvarssyni útgerðarmanni orð í viðtali við Bæjarblaðið fyrir fáum dögum, þegar tíð- indamaður þess var að spyrjast fyrir um aflabrögð og vertíð og ýmislegt fleira um hag útgerð- arinnar. Sturlaugur leysti fús- lega úr öllum spurningum. — Hvað eru margir bátar gerðir út frá Akranesi á þessari vertíð, Sturlaugur? „Þeir eru 23, og raunar 24, þegar Freyja er meðtalin.“ — Hvernig skiptast þeir á fyrirtæki og útgerðarmenn? „Tíu eru gerðir út á vegum Haralds Böðvarssonar & Co„ 6 á vegum Fiskivers h.f., 5 á veg- um Heimaskaga h.f., 1 á vegum Þorkels Halldórssonar, 1 á veg- um ÓL E. Sigurðss., 1 á vegum Þórðar Óskarssonar.“ — Eru þetta fleiri bátar eða færri en að undanförnu? „Þetta munu vera nokkru fleiri en undanförnu árin næstu.“ SAMTAL þetta við Sturlaug H. Böðvars- son útgerðarmann á Akranesi birtist nýlega í Bæjarbiaðinu þar og tekur Alþýðublaðið sér það bessaleyfi að koma því á framfæri við lesendur sína, enda stórmál rætt og athyglis- verðar skoðanir settar fram í því sambandi. svo langt. Þá var algengst að fara ekki lengra en sem svar- aði 2—3 klst. ferð.“ —Hverjar teljið þið helztu orsakir þess, að afli hefur farið svo minnkandi sem samanburð urinn áðan sýnir? „Fiskimagnið í sjónum við strendur landsins er greinilega að minnka. Höfuðorsökin er vafalaust ofveiði. Svo líta reyndir skipstjórar og aðrir reyndir og athugulir sjómenn á. Liggur í augum uppi, að það er meira en lítið áhyggjuefni öll- um þeim, sem eitthvað hugsa um framtíðarhag útvegsins og En hafa einhvern tíma ver raunar allrar bjóðarinnar. ið gerðir út fleiri bátar héðan? „Já, svo mun hafa verið á stríðsárunum. Þá mun bátafjöld inn hérna hafa komizt upp í 28. En á það er að líta í því sambandi, að þá voru bátarnir yfirleitt smærri, 12 til 35 smá- lestir, eða þar um kring. Nú er hins vegar aðallega um að ræða 50 til 100 smál. báta.“ — Er talið að sú stærð fiski- báta sé hentugust, eða eru horf ur á að breyting verði á stærð bátanna í náinni framtíð? „Nei, ekki tel ég líkur fyrir því. 60 til 80 lesta bátar henta okkur bezt.“ — Hvernig hefur vertíðin gengið í vetur? „Því er fljótsvarað. Mjög illa. Þetta er lakasta vertíðin, sem komið hefur í mörg ár. Þetta er fljótsannað með stuttum og einföldum samanburði: I janúar og febrúar 1955 veiddust 4000 smálestir í 738 róðrum; á sama tíma í fyrra, 1956: 3000 smál. í 411 róðrum, en á sama tíma núna, 1957: 2500 iestir í 507 róðrum. Mikil og stöðug norðanátt hefur haldizt undanfarnar vik- ur, eins og kimnugt er, og bát- arnir hafa orðið að sækja geysi- langt, ef til vill 7—9 klukku- stunda siglingu á haf út. Fyrir nokkrutn árum hefði það þótt ganga ævintýri næst að fara Fiskimagnið jókst á stríðsár- unum og var mest á árunum 1945—1946. Síðan hefur verið að draga úr því. Útfærsla landhelginnar virð- ist óneitanlega vera eina'ráðið til að vernda fiskistofninn og varna ofveiði. Þá er að minnast á togarana, sem verða æ aðgangsharðari og fleiri og samkeppnin því harð- ari á miðunum. Þar við bætist, að togarar eru nú stærri en fyrr og búnir fullkomnustu tækjum, sem nú þekkjast til slíkra hluta, tæki þessi eru einnig stærri, fljótvirkari og stórvirkarí en áður, líka heppi- legri til að laga sig eftir stað- •háttum. Má t. d. nefna flot- vörpur, sem nú geta tekið fisk þar sem hraun er undir. Erlendir togarar á íslands- miðum skipta nú hundruðum." — Hvar halda togararnir sig einkum? „Það fer dálítið eftir árstíð- um. Aðalstaður þeirra er að císu Halínn, en um þetta leyti halda þeir sig á svæðinu norð- an frá Hala og suður á SelvogSr banka. Þeir færa sig til eftir aðstæðum og afla og eru oft snarir í snúningum, fljótir að þefa uppi afla eftir fréttum ým is konar. Þess vegna getur ver- ið varhugavert að senda blöð- um og útvarpi mjög nákvæmar Löglak B Eftir kröfu tollstiórans í Reykjavík og að und- angengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir efirgreindum gjöldum: Sölu- skatti ov útflutningssjóðsgjaldi, svo og farmiða- og iðgjaldaskatti samkv. 20. — 22. gr. laga nr. 68 frá 1956, fvrir 1. ársfjórðung 1957, en gjöld þessi féllu í gialddaga 15. apríl s.l., lestagjaldi og vitagjaldi fyr ir árið 1957, svo og vélaeftirlitsgjaldi fyrir árið 1956. Borgarfógetinn í Reykjavík, 3. maí 1957. Kr. Kristjánsson. aflafréttir úr verstöðvum, að sjálfsögðu einkum þegar afli er góður.“ •— Var ekki talið, að nokkuð hefði breytzt til batnaðar eftir friðun Faxaflóa? „Jú, og auðvitað væri ástand ið enn verra en það er, ef frið- unin hefði ekki komið til. Þess er t. d. vert að geta, að miklu meiri ýsa veiðist nú en fyrir hana, t. d. á miðunum undan Jökli. Þar var enga ýsu að fá fyrir friðun. Nú mun láta nærri, að um 20% aflans af þessum slóðum sé ýsa. Það er eingöngu friðuninni að þakka.“ — Kemur ekki að því, að fleiri en íslendingar sjái nauð- syn þess að gera einhverjar umbætur í fiskveiðimálunum? „Jú, sem betur fer er fleir- um og fleirum að verða það ljóst, að eitthvað verður að gera til þess að varðveita fiski- stofninn. Jafnvel Englending- ar eru farnir að tala um það að vernda mið og forðast ofveiði. Enda hljóta þeir að fara að læra af reynslunni. Norðursjávarmið þeirra mega heita eydd og fiski- laus. Þeir eru t. d. farnir að leita alla leið til Nýfundna- lands.“ — Hvað er að segja um verk un afláns? „Það er aðallega frysting. Dá- lítið er saltað, og nokkuð er framleitt af skreið. Aðalskreið- artíminn er ekki kominn enn- þá, enda er ekki hægt að hengja fiskinn upp til herzlu í miklu frosti. Helzti skreiðarmánuður- inn er apríl og haldið áfram verulega fram í maí.“ — Hefur útgerðin á Akra- nesi nægum vinnukrafti á að skipa? „Því verður að svara neit- andi, því miður. Okkur býðst ekki nægur vinnukraftur hér á Akranesi, þótt ættla mætti að svo gæti verið. Við nevðumst því til að leita til aðkomu- manna, jafnvel útlendinga, en því er ekki að leyna, að helzt kjósum við íslendinga ein- göngu til þessara starfa. 'Þéir eru þeim kunnugastir og líka duglegastir. Um 100 aðkomu- menn munu nú vera hér á ver- tíð, þar af um helmingurinn Færeyingar. Ef betri vertíð hefði verið, mundi vinnuafls- skorturinn auðvitað hafa verið enn meiri. En það, sem bjargar okkur oft, þegar mikill afli berst á land, er að við eigum kost manna, sem heima eiga í sveitunum hér í grennd, innan af Nesi ög víðar, sem eru prýði legir til þessara starfa, margir hverjir. í þesu sambandi vil ég gjarn an taka fram, að það veldur okkur noklcrum erfiðleikum, að uppbætur, sem útgerðinni ber að fá, lögum og samningum I samkvæmt, greiðast oft ekki á j tilsettum tíma, af hálfu þess I Framhald á 9. síffu. íslenzk og erlend úrvalsljóð — NLJÓTUR GELLi! effir Grím Thomsen LAUSA mjöll á skógi skefur. Skyggnist tunglið yfir hlíð. Eru á ferli úlfur og refur. Örn í furu toppi sefur. Nístir kuldi um nætur tíð. Fer í gegnum skóg á skíðum skörulegur halur einn skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum. Geislinn hans er gambanteinn. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið. Gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta, ef að hafa á það við. Hefur hann á mörkum marga munntama þeim gefið bráð. Sjálfs hans ævi er álík varga. Einn sér verður hann að bjarga, hefur safnað ei né sáð. Með ráni og vígum rauna hnútinn reið hann sér og auðnu tjón. Á holtum og á heiðum úti hýsa’ hann eikar stofn og skúti. Hvrergi er honum fritt um frón. Ýmsar sögur annarlegar Arnljóts fara lífs um skeið. En — fátækum hann þyrmir þegar, og þeim, sem fara villir vegar, vísar hann á rétta leið. N S s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c Norrœnn byggingadagur í Oslo 1958 Aðalfundur íslandsdeildarinnar haldinn ÍSLANDSDEILD N.B.D. hélt nýlega affalfund sinn. Fé lagssamtök þessi eru starf- andi á Norðurlöndum öllum undir sameiginlegri aðalstjórn en í sjálfstæðum deiliun inn- an hvers ríkis. Samtökin bera nafn sinn, „Norrænn byggingadagur“, af ráðstefnu, sem haldin er að jafnaði þriðja lrvert ár, 'til skiptis í höfuðborgum Norð- urlandanna. Er þar fjallað um byggingamál þessara þjóða, og þróun þeirra mála milli ráðstefna. N. B. D. eru fjölmennustu heildarsamtök hinna fimm Norðurlandaþjóða á þessu sviði. Þeir aðilar, sem að sam tökunum standa í hverju landi, og starfa að bygginga- málum að einhverju eða öllu leyti, eru ráðuneytisdeildir, sem byggingamál heyra und- ir, opinberar stofnanir, sveit arstjónir, vísinda- og rann- sóknarstofnanir, fagfélög, stéttarfélög, byggingarsam- vinnuf^Iög, fjánmáíastofnan- ir og tæknifélög á sviði bygg ingarsamvinnufélög, fjármála stofnanir og tæknifélög á sviði byggingariðnaðar. í hinni íslenzku deild N. B. D. eru nú 14 slíkir aðilar. Næsta ráðstefna „Norræna byggingadags“ verður haldin í Osló haustið 956. Aðalverk- efnið þar verður um samræm ingu á frágangi uppdrátta að byggingum (Totalprojekter- ing), eða nánar til tekið, sam starf milli húsameistara, verk fræðinga og byggingameistara í-öllum undirbúningi, áður en byggingarframkvæmdir hefj- ast. Ennfremur verður annað aðalverkefni ráðstefnunnar um smáíbúðarbyggingar, og gefið út sérstakt rit með sam anburði slíkra húsa, frá hverju landinu um sig. Undirbúningur af hálfu Is- landsdeildar til þáttöku í þess ari næstu ráðstefnu, og verk- efnum hennar, er þegar haf- in. I stjórn hinnar íslenzku deildar N.B.D. eiga sæti: Hörð ur Bjamason liúsameistari ríkisins, formaður, Gunnlaug ur Pálsson arkitekt, ritari, Axel Kristjánsson fram- kvæmdastj., gjaldkeri og húsa smíðameistararnir Tómas Vig fússon og Guðmundur Hall- dórsson meðstjórnendur. Ijladtas

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.