Alþýðublaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 6
-VuSÍWÍ*.
A I Js ý S u b 8 a H i «S
Sunnudasur
1957
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Iíjálmarsson.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu &—10.
Fögnuður Morgunblaðsins
MGRGUNBLAÐIÐ fagnar
ákaft þessa dagana. Vinnu-
stéttir Reykjavíkur gátu
ekki orðið sammála um há-
' tíðahöLdin 1. maí, úlfúð kom
up-p í röðum þeirra, þær
gengu tvístraðar til leiks.
Það er í eðli sínu sorgleg
saga, sundraður verkalýður
er máttvana og manndóms-
taus, en Morgunblaðið fagn-
ar. Milli línanna í fagurgala.
þess og fádæma loddaraskap
út af kjarabaráttu launastétt
anna má lesa auðsæjan fögn
uð. Nú verður ríkisstjórninni
vandi á höndum, í verkalýðs
samtökunum er hver höndin
upp á móti annarri, yfirstétt-
in fleytir af því rjómann,
sérhagsmunastefnan fær enn
byr undir vængi. Svona
hugsa þeir Morgunblaðs-
menn. Annað kemst þar ekki
að. Deildu og drottnaðu, var
kjörorð Rómverja.
Illu heilli voru Morgun-
blaðinu lögð vopn í hendur
að þessu sinni. Kommúnistar
gerðu ágreining um mál, sem
ekki er þannig vaxið, að það
réttlæti sundraðan verkalýð
og fámenn fundahöld á al-
þjóða baráttu- og hátíðisdegi
verkamanna. Mikill meiri-
hluti þjóðarinnar, vinnu-
stéttir ekki síður en aðrir,
eru þar á öndverðum meiði
við þann fámenna kommún-
istakjarna, sem stefnunni
ræður. Enginn græddi á
þessu gönuskeiði nema Morg
unblaðsmenn. Þeir lifa á
sundrung, eins og púkar á
bölvi.
Hitt er svo auðsætt mál, að
öli hneykslun Morgunblaðs-
ins út af hliðarstökki komm
únista er loddaraskapurinn
einn. Það leynir sér ekki á-
nægjan undir niðri, þegar á-
fellisópin stíga sem hæst. Þá
verður ríkisstjórnin og kom-
múnistar alltaf eitt og hið
sama. Kommúnistar eru
blaðinu aðeins verkfæri til
að ráðast á frjálslynda menn
í landinu og ríkisstjórn þá,
sem nú situr að völdum.
Þannig hefur þetta alltaf
Verið. Þrátt fyrir allt upp-
gerðarvæl Morgunblaðsins
út af kommúnistum og sýnd
aPhneykslun þess yfir, að
þeir skuli vera í ríkisstjórn,
hafa Morgunblaðsmenn allt-
af og ævinlega verið reiðu-
búnir að fallast í faðma við
Moskvumenn, ef þeir gátu á
þann hátt komið höggi á
vinstri sinnaða menn í land-
inu. Um það eru dæmin deg-
inum ljósari. Hugsjón var
aldrei að baki bægslagangi
þeirra út í kommúnista, enda
lætur þeim margt betur en
heilög vandlæting. Peningar
samrýmast illa hugsjónabar-
áttu. Ofstopinn er líka sam-
ur á báða bóga, er til innsta
■ kjarnans kemur.
En þótt illa hafi tekizt til
um 1. mai að þessu sinni,
mun Morgunblaðsmönnum
ekki verða kápa úr því
klæði að nota sundrungina
sem áfellisdóm yfir ríkis-
.stjórninni. Þeir geta sparað
sér fögnuðinn þess vegna.
Stefna stjórnarinnar mark-
iðist í upphafi af þeim á-
setningi að freista þess með
öllum ráðum að stemma
stigu við áframhaldandi ó-
heillastefnu gróðabralls-
manna í efnahagsmálum.
Arfurinn var ekki glæsileg-
ur, þjóðhagsfyrirtæki fjár-
vana, framkvæmdir allar að
stöðvast, atvinnuvegírnir á
heljarþröm. Mitt í fagnaðar-
ópi sínu yfir sundrungu
verkalýðsins, segir Morgun-
blaðið, að vinstri stjórnin
hafi ekki átt upptök að ýms-
um þeim framkvæmdum,
sem hæst ber nú. Á þeim
hafi verið byrjað í tíð fyrr-
verandi stjórnar. Sumt af
því má til sanns vegar færa.
Vegna þunga verkalýðssam-
takanna og fyrir skelegga
baráttu vinstri manna varð
íhaldið að láta undan og
hefja ýmsar framkvæmdir,
sem til þjóðarhagsbóta
horfðu. Þannig hefur það
alltaf verið. íhaldið hefur
orðið að láta undan, þótt
aldrei væri það fyrr en í
fulla hnefana. En á undan-
haldinu ól sérhagsmunaflokk
urinn alltaf þá von í brjósti,
að framkvæmdirnar yrðu til
að auka gróðavon einstak-
linga, en ekki hagsæld heild-
arinnar. En hvernig var á-
standið, þegar íhaldið stóð
upp? Hvernig var málum
komið í raforkuframkvæmd-
um, sementsverksmiðju, fisk
iðjuverum? Allt var staðnað
vegna fjárskots.
Þessum arfi varð núver-
andi ríkisstjórn að taka við.
Auk þess þurfti að samræma
mörg ólík sjónarmið, og
sömuleiðis var skrúfa dýr-
tíðar í svo fullum gangi, að
hún varð ekki stöðvuð í
snöggu bragði. Á þessu
hyggst Morgunblaðið græða.
Því blæs það í allar ófriðar-
glæður í þjóðfélaginu og
fagnar sundrungu verkalýðs
ins. En þroski þjóðarinnar og
gifta mun reynast óheil-
indabrauki Morgunblaðsins
meiri. Því mun ríkisstjórn-
inni takast að þoka málum í
rétta átt, þótt hræsporar
þjóðfélagsins fremji sinn ó-
heillagröft.
En fögnuður Morgunblaðs-
ins út af mistökunum 1. maí
ætti að vera verkalýðssam-
tökunum áminning um það,
að sundrung vegna pólitískra
hliðarhoppa leiðir aðeins til
vanmáttar og vandræða. Mis
heppnaður pólitískur sóló-
dans á götum höfuðborgar-
innar 1. maí er verkalýðn-
um aðeins til skaða og sönn-
um verkalýðssinnum til van
sæmdar.
HINN MIKLI danski gagn-
■rýnandi og bókmenntafræðing-
ur, Georg Brandes, sem haft
hefur varanleg áhrif á bók-
menntirnar í Danmörku eftir
1870, víkur öðru hvoru að því
í ritum sínum, hve öfundsverð-
ir þeir rithöfundar séu, sem
geti, á móðurmáli sínu, skrifað
fyrir stærri lesendahóp en
þann, sem er í landi á stærð við
Danmörku — hversu mikil sem
lestrarfýsn þjóðarinnar annars
kann að vera. Og samt á þetta
land, sem í dag hefur ekki
nema liðlega fjórar milljónir í-
búa, því láni að fagna að hafa
fóstrað rithöfunda, sem átt hafa
sin þátt í að færa út landamæri
þess og kynna menningu þess
erlendis. Þegar fyrir andlát sitt,
1875, hlotnaðist II. C. Ander-
sen, hinum frábæra ævintýra-
þul, sú sæmd að verða þýddur
á fjölmargar þjóðtungur, og
hinar frumlegu hugsanir heim-
spekingsins Sorens Kierkegárds
eru í dag þekktar í öllum menn-
ingarlöndum.
Þessi. þrjú stóru nöfn í bók-
menntum nítjándu aldar mega
þó ekki verða til þess, að aðrir
danskir höfundar, sem vegna
þýðingar rita sinna á erlendar
tungur eru kunnir í öðrum
löndum og enn í dag eru mikið
lesnir í landi sínu, falli í
•gleymsku. Einn þessara Evr-
ópu-þekktu rithöfunda er Her-
man Bang, en danska þjóðin
heldur nú í aprílmánuði upp á
100 ára afmæli hans í þakklátri
minningu um hlut hans að því
að auðga danskar bókmenntir.
urðu Daninn Vilhelm Topsöe og
Norðmaðurinn Jónas Lie lif-
andi innblásturslind.
Með skóldsögunni Háblöse
Slægter (1880), sem samin var
í anda náttúruhyggjunnar og
fjallaði um ættgengi með úr-
kynjun sem uppistöðu, ávann
hann sér óvefengjanlegt rithöf-
undarnafn og kannaðist við and
legan skyldleika sinn við hina
Herman Bang fæddist hinn
20. apríl 1857, sonur tauga-
veiklaðs og þunglynds prests,
sem lézt skömmu áður en son-
urinn lauk stúdentsprófi. Á
mjö ungum aldri varð hann
sannfærður um, að hann væri
af einni elztu aðalsætt lands-
ins, og honum fannst sem hann
væri hinn seinasti úrkynjaði
I teinungur á ævafornum stofni,
| fyrir fram dæmdur til að verða
skammlífur. í Kaupmannahöfn,
þar sem Herman Bang átti að
lesa hagfræði, hlaut hann at-
hvarf hjá efnuðum afa sínum,
lækninum Ole Bang. Námið
varð honum ekki sérlega hug-
leikið, en hann einbeitti því
gífurlega viljaþreki, sem var
eitt helzta einkenni hans •—
þýzki rithandarfræðingurinn
Langenbrúch kvaðst ekki hafa
séð meira viljaþrek í annarri
rithönd en Bangs eftir Napó-
leon — að því að búa sig undir
að komast á leiksvið Konung-
lega leikhússins. Tilraunin mis-
heppnaðist reyndar, því að
hæfileikar hans til að breyta
leikskyni sínu í lifandi verur
hrukku ekki til. Árið 1877 dó
afi hans, og Herman Bang
hætti algerlega við háskólanám-
ið til þess að vinna fyrir sér
með blaðamennsku og ritstörf-
um.
Herman Bang, sem átti fyrir
sér að verð i dæmigerður full-
trúi náttúruhyggjunnar í Dan-
mörku, sneri sér á námsárum,
sínum. eins og eðlilegt var. til
Frakklands, þar sem einmitt þá
hafði oroið svo feiknarleg end-
urnýjun í bókmenntunum. í
ritgerðasafninu Realisme og
Realister, sem hann sendi frá
sér 1879, aðeins 22ja ára gam-
all, segir hann í guðmóði frá
Balzac, Flaubert og Zola, sem
ásamt Goncourt-bræðrum og
Guy de Máupassant átti eftir
að hafa svo mikil áhrif á hann.
Af Norðurlanda-höfundum
Hermann Bang.
frönsku lærimeistara sína — á-
hrif, sem ekki voru síður áber-
andi í næstu skáldsögu hans,
Fædra (1883), sem minnir á
Goncourt-bræður.
Árin 1886—’90 eru merkileg-
asta tímabilið í ritferli Hermans
Bangs, ekki sérstaklega vegna
skáldsagnanna Stuk (1887) og
Tine (1889) — hin síðarnefnda
er að vissu marki dönsk hiið-
stæða „La Débácle“ eftir Zola
— heldur öllu fremur margra
smásagna, þar sem listræn sér-
kenni hans virðast koma skýr-
ast og áþreifanlegast fram. Á
mannlýsingum sínum hefur
Herman Bang varla náð traust-
ari tökum en í Ved Vejen (í safn
inu „Stille Existenser“). Aðal-
persónan, Kathinka Bai, er ein
af þeim umkomulausu vesaling-
um, sem eiga hina ríku samúð
Hermans Bangs og Goncourt-
bræður hafa einnig lýst. Þessi
írábæra smásaga minnir líka
að mörgu leyti á Emmu Bovary
P'lauberts og „Un Vie“ Maupass
ants. Sem andstæða hinnar fín-
gerðu Kathinku stendur maður
hennar, hinn síngjarni og rudda
legi stöðvarstjóri, sem Herman
Bang fyrirlítur. Hrífandi rit-
snilld höfundarins, „impres-
sjónískt" folikið og sannfærnis-
leg tæpitungan. sem hann hafði
lært af Jónasi Lie, hefur ef til
vill risið hærra í þessari rauna-
legu smásögu en nokkurri ann-
arri ritsmíð hans. I smásögun-
um En dcjlig Dag og Irene
Holm—; sem kallaðar hafa ver-
ið grátbroslegar sveitalífsíýsing
ar — sýnir Bang nýja hlið á
ritsnilld sinni og áhuga sinn á
óbh’ðum örjögum, þjáhingum og
niðurlægingu.
Þótt Ilerman Bang fengi ekki
að sjá þann æskudraum sinn
rætast að verða leikari, mátti
hann síðar gleðja sig við þann
óúmdeilda orðstír, er hann gat
sér sem leikstjóri og upplesari,
einkanlega eigin verka. Hann
ferðaðist um mörg Evrópulönd
og var langdvölum í Þýzka-
landi, því landi utan hans sjálfs,
þar sem hann var mest og bezt
metinn, já, á hröðum upplestr-
arferðum sínum . komst hann
alla leið til Rússlands og Ame-
ríku. Hann lifði það að sjá
snilldarverk sín, sem -snemma
höfðu verið þýdd á hollenzku,
koma út á Þýzkalandi, Frakk-
landi, Englandi, Rússlandi og
Framhald á 9. síðu.
Sinfóníuhljómleikar á hljóm-
eikahátíð íslenkra tónskálda
Björnsson, athyglisvert verk.
Eftir hlé var fyrst flutt Sin-
fonietta seriosa, eftir Jón Nor-
dal, langdregin og lét ekki rétt
vel í eyrum, en auk þessa áttú
sér stað nokkur mistök hjá
hljómsveitinni, sem auðheyri-
lega reyndi mjög á sjálfstjórn
stjórnandans. Næst vann Krist-
inn Hallsson það þrekvirki að
syngja vel, og án þess að láta
hljómsveitina hrekja sig út af
laginu, tvö sönglög eftir Jón
Leifs. Bezt gæti ég trúað því,
að herra Leifs hafi aldrei sung-
ið nokkra nótu. Síðasta verkið
á efnisskránni var svo Minni
íslands, forleikur op. 9 eftir
Jón Leifs, sem Þjóðleikhússkór-
inn söng lokasönginn í. Maður
er svolítið farinn að venjast
hljómunum hjá herra Leifs, svo
að manni finnst þeir ekki út af
eins hræðilegir og í fyrstu.
Eftir þessa tónleika . finnst
manni sem komið hafi fram,
að margir eru kallaðir en fáir
útvaldir. Satt að segja virðist
enginn þessara tónskálda út-
valinn, ef dæma má eftir þeim
„pródúktum", sem menn
heyrðu í Þjóðleikhúsinu 30.
apríl. Það er að vísu mjög
skemmtilegt að fá að heyra,
hvað þessir menn hafa gert, en
hafandi heyrt það langar mann
lítið í meira. Þetta voru afskap-
lega leiðinlegir tónleikar.
G. G.
FYRSTU hljómleikahátíð ís-
lenzkra tónskálda lauk með
symfóníuhljómleikum í Þjóð-
leikhúsinu þriðjudagskvcldið
30. apríl. Mér gafst ekki kostur
á að heyra stofutónleikana og
því miður komst ég ekki á
kirkjutónleikana. Eftir að hafa
hlustað á þessa síðustu tónleika,
get ég ekki sagt, að ég sakni
hinna tveggja mikið.
Á symfóníuhljómleikunum
voru verk eftir 7 íslenzk tón-
skáld, flutt af Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, undir stjórn Ol-
avs Kjellands, Guðmundi Jóns-
syni og Kristni Hallssyni.
Fyrsta verkið á efnisskránni
var forleikurinn Sogið, eftir
Skúla Halldórsson. Eins og'
mörgum öðrum verkum Skúla
er þarna að finna nokkuð
skemmtilegt stef, en úrvinnsl-
an finnst mér ekki sem bezt.
Verkið minnir meira á sjávar-
gang í einhverjum helli við
Skotlandsstrendur en Sogið.
Næst koma Canzone og vals
eftir Helga Pálsson, fremur
bragðdauft, en ekki óskemmti-
legur vals. Þá kom „Draumur
vetrarrjúpunnar“, sinfónísk
mynd eftir Sigursvein D. Krist-
insson. Hálfgerð martröð. Næst
síðustu verkin fyrir hlé voru
tvö sönglög eftir Pál ísólfsson,
sungin vel af Guðmundi Jóns-
syni. Páli hefur oft tekizt betur.
Loks voru svo hljómsveitartil-
brigði við rímnalag eftir Árna