Alþýðublaðið - 05.05.1957, Síða 7

Alþýðublaðið - 05.05.1957, Síða 7
Sunnutlagur 5. maí 1957 A í þ ýðublaðiö Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmanna. G LÁNDIÐ Rltstjóra'r': t'nnar Stefánsson. Aiiðunn Guðmundsson. HÖRMULEGA hefur til tek ízt nieð hátíðisdag verkalýðs- íns að þessu sinni og er á- byrgð og ávirðing þeirra manna mikil, sem með ein- strengingshætti og óbilgirni hafa splundrað reykvískum verkalýð á hátíðisdegi hans. Mátt hefði ætla, að verka- lýður höfuðstaðarins hefðí sjaldan haft meiri ástæðu til að taka höndum sam- an og fagna fyrsta maí, en að þessu sinni. Viðhorf og að- staða launþega í þjóðfélaginu í dag er óneitanlega allt önn- ur en verið hefur á hátíðis- tlegi verkalýðsins um margra ára skeið, þar sem launþegar standa nú saman um ríkis- stjórn landsins. Frá fyrsta maí í fyrra hafa ©rðið straumhverf í íslenzkum stjórnmálum, straumhvörf, er hófust með bandalagi umbóta- flokkanna, Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins er til var stofnað fyrir ári síðan. Samvinna bænda og verka- manna, launþega til sjávar og sveita mun verða talið heilla- drjúgt spor í sögu alþýðunnar. Hvað er eðlilegra en að framleiðendur í sveitum og neytendur í kaupstöðum og þorpum taki sanian höndum um að leysa vandamál þjóð- félagsins í stað þess að streitast hvor á móti öðrum, stéttir, sem saman eiga að standa og sömu hagsmuna hafa að gæta? Verð landbúnaðarafurða og laun neytenda verða að vera í samræmi og viðurkennd gagnkvæmt af samtökum bænda og launþega. Þessi samvinna umbótaflokkanna mun verða til mikilla farsælda ef vel verður á málum lialdið. Að vísu tókst umbótaflokkun- um hvorki að ná hreinum meirihluta á þingi né meðal þjóðarinnar í fyrstu atlögu, enda hafa kiósendur í sumar varla gert sér þess fulla grein hverja möguleika bandalagið launverulega hafði. Afleið- ingin varð svo það neyðarúr- ræði að láta kommúnista eiga hlut í stjórnarmyndun, en vissulega er það innantómur ó hróður hiá íhaldsmönnum að telia hlut þeirra mestan stjórnarflokkanna. — Ríkis- stjórnin hefur komið mörgu góðu til leiðar og íslenzk al- þýðuæska hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum með henn- ar störf. Aðgerðir hennar í húsnæð- ísmálum, með skyldusparn- aði unga fólksins. togarakaup og aukin framlög til rækt- unarmála munu gera æskunni léttara að leggja út í lífsbar- áttuna. Verkamenn og launþegar um allt land hafa einnig á- stæðu til að fagna breyttum stjórnarháttum, þó að mörg mál eigi enn eftir að komast í framkvæmd. Það hefði því ekki verið óeðlilegt þó að launþegar hefðu getað sam- einazt um kröfur í Reykjavík 1. maí. Helztu ágreiningsmál- in hefði mátt leggja til hlið'ar til þess að full samstaða næð- íst. Efnahagsöngþveitið er það vandamál, sem stjórnin fyrst og fremst tók sér fyrir L Framhald á 8. síðu. Ræft við Evvind Erisndsson, for- mann Félags iðnnsma á Seífossi EÝVINDUR ERLENDSSON, formaður Félags iðnnema á Selfossi, er fæddur 14. febrúar 1937, og er því rúmb'ga tvítug- ur að ahlri. Ilartn lauk landsprófi á Laugarvatri vorið 1952. en gerðist nemi í húsgagnasmíði hiá Kaupfélagi Árnesinga á S~l- fossi há unt haustið. Formaður FÍS hefur hann verið frá því í febrúar 1956. — Tíðindamaður síðunnar liitfi Eyvind að máli fyrir nokkru og ræddi J>á við hann um starfsemi iðnnemásam- takanna og félagslíf iðnnema á Selfossi. — GETUR ÞÚ ekki sagt okk- ur í stuttu máli frá starfsemi iðnnemasamtakanna og hvaða hlutverki þau gegna? — Fljótsagt nei! 1 stuttu svari verður ekki gerð nema ó- fullkomin greih fyrir því starfi, sem unnið er. Ég get aðeins gef- ið smá hugmynd um helztu við- fangsefnin. Iðnnemafélögin eru samtök nema ,til þess að gæta þess, að meistarar gangi ekki á gerða samninga við þá, að lögum og reglugerðum um nám, sé framfylgt og að nemar fái kaup sér til lífsviðurværis. En þó öllu fremur vinna að því, að bæta iðnfræðsluna og auka hæfni væntanlegra iðnað- armanna. Við álítum, að til menntunar þeirra, sem eiga í framtíðinni að halda farar- tækjum landsmanna gangandi, byggja skip þeirra, hús, orku- ver og önnur mannvirki, megi miklu kosta, svo að ekki borgi sig. Sá kostnaður.má vera mik- ill, ef hann á að fara fram úr því tjóni, sem hæfnisskortur iðnnemanna getur valdið og hef ur valdið í íslenzkri mannvirkja gerð. Eyvindur Erlendsson. — Hvert er álit þitt á núgild- andi iðnrfæðslulöggjöf og fram- kvæmd hennar? — Það er nú svo, að þrátt fyr- ir ýmis lög og reglur um iðn- fræðslu, hafa meistarar í flest- um tilfellum nýtt nemendur sína eftir eigin höfði, og þá oft- ast með það eitt fyrir augum, að vinna þeirri gefi ssm mest í aðra hönd, án þess að yfirstjó n iðnfr'æðslunnar hafi fengið við ráðið eða gsrt ráðstafanir, sem fyrirbvggðu slíkt. Nú eru reynd ar komnar út reglur náms, sem segja til um, hvað nemar skuli læra og gera auk þess ráð fvrir eftirliti með námi. Iðnnemar binda miklar vonir við þetta eft irlit, sé því framfvlvt af eliu og dugnaði, en ég tel að iðnf. æðslu ráð. s'em fer með stiórn þessa-a mála. hafi því miður yfirleilt skort þessa eiginleika. Og ég hygg, að viftunandi iðnfræðsla fáist aldrei. i'yrr en verklega námið verður að | mestu leyti skipulagt otr rekið I á vegum skólanna. Meistárar j geta alla tíð skotizt á bak við reglur og eftirlit og notað nem endur eftir sem áður fyrir •gróðramyllur, í stað þess að kenna þeim, sem vilja læra, og þeir eru margir. Auk þess hafa þeir flestir enga hæfileika eða menntun til þess, því að það er annað að vera fær iðnaðarmaður eða góð- ur leiðbeinandi. Þetta er ein þeirra röksemda, sem styðja hugmyndina um fjölmenna verknámsskóla með sérmennt- aða kennara, en þær eru marg- ar, en skal þó sleppt hér, enda margraktar í Iðnnemanum og víðar. Verknámsskólar eru okk- ar aðalmál í dag. — Styðja iðnaðarmenn ykk- ur í þessu máli? — Já og nei! Satt að segja hygg ég, að þeir hafi margir hverjir ekki gert sér fullkomna grein fýrir þessu máli. Þeir eldri vilja fara varlega í sakirn- ar og einblína ginrnan a þann árangur, sem náðst hefur frá ararganga kommúnista 1. maí 1. maí 1957 mun er tímar líða verða minnzt sem þátta- skila í sögu verkalýðshreyfing- arinnar á íslandi. Hlutverki kommúnista innan þeirra er hér með lokið, þeir hafa sungið sitt síðasta vers. Engum manni, er leit göngu þeirra um miðbæ höfuðstaðarins 1. maí gat dul- izt, að þar voru feigir menn á ferð. Það voru ekki vinnulúnir verkamenn, iðnaðarmenn né verksmiðjufólk, sem þar fór um stræti undir rauðum fánum. Öldruðum verkamönnum, er staðið hafa í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttunnar og í eld- inum síðustu áratugi, en stóðu nú á gangstéttunum, var það ekki sársaukalaust að horfa upp á slíka niðurlægingu og sví- virðu, sem samtökum þeirra var gerð með göngunni þeirri. Þau voru ef til vill ekki mörg orðin, sem þykkjuþungir verka rnenn sögðu, er þeir sneru heim á þessum ,,hátíðisdegi sínum“, en vera má að margir hafi hugs að líkt og' sá er sagði, að þessi útfararganga skyldi ekki gleymd við næstu Dagsbiúnar- kosningar. í fararbroddi líkfylgdarinnar var einmitt fyrrverandi formað ur Iðju, Björn Bjarnason. Má það heita táknrænt fyrir göng- una, hann hefur þegar fengið nábjargirnar hjá félagi verk- smiðjufólks og var það einkar smekklegt að hann og hans færu þar í fararbroddi. Við hliðina á fyrrverandi for manni Iðju fór Eðvarð nokkur Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar. Var það einnig vel til fundið að hann fylgdi á eftir Birni. Þeir hafa lengi átt samleið og verka- menn munu sjá um að þeir geti áður en næsti hátíðisdagur verkamanna rennur upp átt enn nánari samleið í ferli sín- um innan verkalýðssamtak- anna. Fylking Dagsbrúnar- verkamanna í göngunni benti til að sú tilgáta sé ekki ósenni- leg, því að undir fána félagsins skipuðu sér sex menn, nákvæm- lega sex karlmenn þegar kom- ið var niður Bankastrætið, eins og sjá má á myndum. Aðeins þrír félagsfánar voru bornir í útfarargöngu kommún- ista. Auk Dagsbrúnar urðu tvö félög til að stimpla sig komm- únistum, það voru Félag járn- íðnaðarmanna og Þvottakvenna félagið Freyja. Óbreytt félags- fólk innan þessara samtaka mun ef að líkum lætur ekki láta hjá líða að minna stjórnir félaga sinna á daginn þann arna þegar næst verður gengið . að kjörborðinu. Undir merkjum j Freyju voru ekki fleiri en sem j svarar stjórninni, en nokkuð fleiri járniðnaðarmenn létu hafa sig í gönguna undir for- ustu Snorra Jónssonar. Þar með er talinn sá verka- lýður, sem þátt tók í líkfylgd kommúnismans. Eftir þennan dag þarf ekki frekar vitnanna við um algert fylgishrun kom- múnista innan verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Meginþorri félaganna neitaði að taka þátt í hátíðahöldunum með kommún- istum og félagsfólkið vildi ekki stíga skref í þeirra samfylgd, ekki einu sinni verkafólkið inn an félaga, sem kommúnistar hafa enn á valdi sínu, eins og gleggst má sjá af viðbrögðum Dagsbrúnarmanna. Hverjir báru þá skrautleg'a borða og rauða fána í göng- unni? Það má sjá af myndum. Þar voru á ferð forustumenn Framhald á 9. síðu. því að ekkert raunverulegt iðn- nám var til, og láta sér nægja að gleðjast yfir honum, eins og mönnum er títt, er þeir gaml- ast og þverr framfarahugur. En ég segi, að enda þótt mikilsverð um áfanga sé náð, er tindurinn enn þá óklifinn. Þróunin heldur áfram á öllum sviðum, og iðn- menntunin, sem er undirstaða allra verklegra framkvæmda, má sízt dragast aftur úr. Ann- a:s lizt iðnaðarmönnum yfir- lsit vel á verknámsskólahug- myndina, og enginn ber á móti því, að þeir séu eitt af því, sem koma skal. Diður í eðlilegri þróun. — Á hvern hátt vinnið þið að þessum baráttumálum ykkar? —-Við gerum okkar úrbóta- tillögur og komum þeim á fram færi, einkum í málgagni sam- takanna, Iðnnemanum. Þá reyn um við að gera okkur grein fyr- ir undittektunum og þeirri gagnrýni, sem þær verða fyrir og vinna þeim fylgi samkvæmt því. Yfirstjórn þessara mála er í höndum stjórnar I. N. S. í., en auk þess hafa sambandsfélögin mismunandi verkefni eftir heimkynnum sínum. Einkum eru þau tengiliður nemanna á staðnum, en I. N. S. í. aftur tengiliður félaganna. — í hverju hafa félagsstörf iðnnema á Selfossi helzt verið fólgin? — Fyrst má telja, að gæta þeirra launa, sem nemar eiga að fá, og fylgjast með því að nemar vinni ekki störf, sem standa o.tan þeirra iðngreina, taka við kærumálum og jafna þau. M. a. reis deila í sumar út af kaupi nema fyrir vinnu við brunarústir, en stjórn félagsins tók að sér að leysa deiluna með aðstoð lögfræðings iðnnema- sambandsins. Einnig er ætíð kvartað yfir ófullnægjandi kennslu, og höfum við þá geng- izt í að iðnfræðsluráð sendi full- trúa sinn austur til eftirlits, og vonumst við eftir honum sem bráðast. Þá hefur félagið stuðlað að gagnkvæmri kynningu nem- enda úr öllum landshlutum, og. í þeim tilgangi heimsóttu nemar af Akranesi Selfoss fyrir skemmstu, og tókum við á móti þeim hér. Félagið hefur haldið spila- kvöld með stuttu millibili í vetur, og þess er skemmzt að minnast, að iðnnemar gerðus't aðilar að uppfærslu sjónleiks- ins „Nirfillinn", eftir Moliére. í vetur og standa sýningar á. honum enn. — Þið bindið ykkur sem sagt ekki algjörlega við kaup- og kjaramál, eftir þessu að dæms? — Nei, en heilbrigt skemmt- analíf og fagrar listir eru tæki til að stytta fólki stundir og aúðga andann. Slíkt er einn vegurinn til hamingjusams lífs, ekki síður fyrir iðnnema en aðra. Með því að styrkja slíkt starf eru sköpuð meiri verð- mæti en J>au, sem talin verða í krónum og aurum. Og þau eru eftirsóknarverðust. A. G.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.