Alþýðublaðið - 30.07.1957, Side 5
Þriðjudagur 30. júlí 1957
3
AlbýgublaglS
5?]VYIR” ORKUGJAFAR:
Sól, vindar, sjá
ÞAÐ gengur stöðugt meira
og meira á eldsneytisbirgðir
íieimsins — aðallega kol og ol-
íu — og menn reyna því að
finna ný ráð til þess að fram-
'leiða orku. Þetta vandamál hef-
ur verið rætt innan Sameinuðu
þjóðanna, sem hafa látið semja
ýtarlega skýrslu um málið.
Skýrslan, sem nýlega er komin
út, verður til umræðu á síðari
hluta ársþings Efnahags- og fé-
lagsmálaráðs Sameinuðu þjóð-
anna, sem lialdið verður í Genf
í sumar.
Ráðið ræddi þessi mál nokk-
uð í fyrra og var samþykkt, að
láta rannsaka að hvað miklu
lejdi „nýir“ orkugjafar gætu
komið í stað þess eldsneytis,
sem nú er almennt notað.
Nefndi ráðið fimm orkugjafa:
Sólina, vinda loftsins, jarðhit-
ann, sjávarhita og sjávarföllin.
Ráðið lagði áherzlu á, að ef
takast mætti að framleiða orku
og hagnýta hana úr þessum
fimm orkugjöfum, gæti það haft
Skipalögð fagnaöarlæfi
Framhald af 4. síðu.
horne, áður en liann fór frá
Moskva, og fer það hér á eftir:
Osborne sagði ,,Ég kom til
Rússlands vinsamlega skeptísk-
ur og nokkrir vinir mínir, sem
jmeð mér voru, höfðu jafnvel
enn meira álit á kerfinu. En
þar með er draumurinn búinn.
Ég er hræddur um, að allur
ótti minn um hverju það mundi
líkjast hafi reynzt réttur“.
ÁSTFANGIÐ FÓLK
EKKI TIL?
Er Osborne var spurður hvað
honum þætti sérstaklega leiðin-
legt, benti hann út um glugg-
ann og sagði: „Allt þetta. Það
er svo niðurdrepandi. Þessar
hræðilegu byggingar. Maður
sér aldrei ástfangið fólk hald-
ast í hendur“. Þá minntizt hann
á skortinn á ósjálfráðri geðs-
hræringu: „í þrjá daga ókum
við um í langferðabíl, sem á
var letrað Stóra-Ðretland og
hafði uppi brezkan fána, en
enginn sýndi minnsta áhuga,
en svo í gær fóru allir borgar-
foúar að ryðjast út á strætin með
fagnaðarlátum og stráandi blóm
um, hvar sem erlendir menn
hafði verið gefin út tilskipun
sáust. Það var augljóst, að nú
um, að fagna skyldi hinum
hrautsu, erlendu vinum.Þaðmá
ekki taka þetta svo sem ég sé
að gagnrýna rússneskan al-
menning. Þetta virðist vera ein
falt og indælt fólk, sem vill
foara vera vingjarnlegt. Það er
foara verið að plata það. Skipu-
lögð fagnaðarlæti gera mér
foumbult“.
ALLIR „EDRÚ“.
Brezka blaðið Manchester
Guardian skýrir frá því, að
rússneska stjórnin hafi bannað
ölvun, fjárhættuspil, ferðalög í
neðanjarðarbrautinni í óhrein-
um fötum og aðra ókúltívaraða
hegðun að viðlögðum fésektum
á meðan heimsmótið stendur.
Þá skýrir blaðið frá því, að blað
íð ,,Ungkommúnistinn“ hafi
sagt, að gestir mundu taka eft-
ír skorti á neyzluvörum og í-
foúðarhúsnæði, að þeir mundu
taka eftir timburhúsum, sem
enn standa inni í borginni. Seg-
ír blaðið, að gestgjafanna sé, að
skýra af hverj a þetta ■ stafi.
hinamestu þýðingu fyrir bætta
iifnaðarhætti í hinum svo-
nefndu vanyrktu löndum heims
ins.
Fjöldi sérfræðinga hefur
unnið að samningu skýrslunn-
ar. í formála hennar er bent á
að af þeim fimm orkugjöfum,
sem skýrslan ræði um, sé að-
ein einn „nýr“, þ. e. sjávarhit-
inn. Þegar orðið ,,nýr“ er notað
í sambandi við hina fjóra aðrá
aflgjafa er fyrst og fremst átt
við nýjar aðferðir til þess að
notfæra sér orkuna á hag-
kvæman hátt.
SÓLARORKAN
Maðurinn hefur löngum not-
fært sér sólarhitann á margvís-
legan hátt, t. d. til þess að hita
upp gróðurhús og til þess að
láta sjó gufa upp við salt-
vinnslu. Orkuframleiðsla úr sól
arhita er hins vegar enn á til-
raunastigi. Sólarhiti er nú not-
aður til upphitunar eða kæling-
ar íbúðarúsa með góðum ár-
angri. Þá hefur tekizt að fram-
leiða rafmagn með sólarhita og
í notkun er að minnsta kosti
einn málmbræðsluofn, sem fær
orku sína frá sólinni. Þessi
bræðsluofn er í Mont Louis í
Pyreneafjöllum. Til þess að
safna sólargeislunum eru notað-
ir 3500 speglar og er geislasafn
flöturinn 12 metrar að ummáli.
Þessi sólarofn getur framleitt
talsvert meiri hita en venjuleg-
ir bræðsluofnar, sem kyntir eru
t. d. með kolum. Það hefur tek-
izt að láta ofninn borga sig
með 100 stunda vinnu. Ofninn
framleiðir 75 kílówött raf-
magns. Nú hafa Frakkar í
hyggju að byggja annan ofn,
sem á að geta framleitt 1000
kw.
Þá gera menn sér vonir um
almennari not minni sólarofna,
segir x skýrslunni, sem eru svo
ódýrir í framleiðslu (um 250
ísl. kr.), að gera má ráð fyrir
að þeir komi að miklu gagni í
hitabeltislöndunum og annars
staðar þar sem menn nota enn
tað til eldsneytis og þar sem
meira gagn væri að taðinu sem
áburði.
En höfundar skýrslunnar
benda á, að það sé ekki nóg að
framleiða slík verkfæri, það
verði líka að fá fólkið til að
nota þau og að það geti reynzt
erfitt, einkum meðal frum-
stæðra þjóða, þar sem alls kon-
ar hindurvitni eru í algleym-
ingi.
AFL VINDANNA
Vindmyllur eru ekki neitt
nýtt fyrirbæri eins og kunnugt
er. Öldum saman hafa menn
notað afl vindanna til þess að
létta sér erfiði. Straumlínu
vindmyllur vorra daga eru að
mörgu leyti ólíkar hinum gömlu
myllum, sem enn má sjá víða
um lönd. Hinar nýju vindmyll-
ur líkjast stundum gríðarstór-
um flugvélahreyfli. Áður fyrr
voru vindmyllur notaðar til
þess að reka vélar, kvarnir eða
vatnsdælur. Nú eru þær nær
eingöngu notaðar til þess að
framleiðá rafmagn. Er hér um
tiltölulega auðvelda orkufram-
leiðslu að ræða, sem óþarfi er
að fara mörgum orðum um, svo
algeng sem hún er.
í skýrslunni er þess getið, að
vindmyllur til rafmagnsfram-
leiðslu séu algengastar í eftir-
farandi löndum: Danmörku,
Bretlandseyjum, Frakklandi,
Þýzkalandij Sovétríkjunum,
Bandaríkjunum, Ástralíu, Kan-
ada oð Suður-Afríku.
KRAFTUR
SJÁVARFALLANNA
Sums staðar í heiminum er
mismunur vatnshæðarinnar
milli fjöruborðs og flóðs 12—
14 metrar. Á slíkum stöðum má
nota hið óhemju mikla afl sjáv-
arfallanna til þess að framleiða
rafmagn. Aðferðin er mjög svip
uð og tíðkast við fossa og vatns
virkjanir yfirleitt. Á flóðum er
sjó safnað í stíflur og síðan er
hleypt úr þeim á útfallinu.
í Frakklandi er verið að
byggja fyrstu sjávarfallavirkj-
unina í La Rance. Þessi vii'kj-
un verður byggð í áföngum frá
því nú og til 1063 að virkjun-
inni á að verða lokið. Er reikn-
að með að þegar La Rance virkj
unin er fullgerð geti hún fram-
leitt 342 000 kw.
Aðrar þjóðir, sem hafa áhuga
fyrir sjávarfallavirkjunum eru
Bretar, Þjóðverjar, Hollending
ar, Spánverjar, Sovétríkin,
Bandaríkin, Kanadamenn, Nýja
Sjáland, Argentína og Brasilía.
JARÐHITINN
Víða í heiminum er nú farið
að nota jarðhita til framleiðslu
rafmagns. Auk þess bendir
skýrsla Sameinuðu þjóðanna á,
að jarðhiti sé notaður til upp-
hitunar íbúðarhúsa og' til þess
að hita gróðurhús. Segir skýrsl-
an enn fremur, að fjórði hluti
allra íslendinga búi í húsum,
sem séu hituð með hverahita.
í lok 1954 framleiddu ítalir
274 000 kw. rafmagns með jarð-
hita, fyrst og fremst jarðgufu.
Ársframleiðslan nam nærri
2000 mílljónum kw. stundum,
en það svarar til vinnuafkasta
þriggja milljóna múlasna í eitt
ár. Búizt er við, að rafmagns-
framleiðsla úr jarðhita á ítal-
íu muni hafa tvöfaldazt á við
það sem hún er nú árið 1965.
Áætlanir um jarðhitavirkj-
anir eru á prjónunum í Banda-
ríkjunum, Japan, Chile, Belg-
ísku Kongó og á Nýja Sjálandi.
SJÁVARHITINN
Tilraunir til þess að nota
sjávarhita til orkuframleiðslu
hafa aðeins staðið yfir í sl. 30
ár. Hafa þær tilraunir aðallega
farið fram í Frakklandi. Orku-
framleiðsla úr sjávarhita bygg-
ist á því, að hægt er að fram-
leiða orku þegar tvö andstæð
hitastig eru fyrir hendi. í hita-
beltislöndunum má t. d. nota
heita sjóinn á yfirborðinu og
kalda sjóinn á miklu dýpi til
orkuframleiðslu.
Við þessa aðferð fæst auk
þess ferskt vatn sem aukafram-
leisðla og er það mikilsvert í
hitabeltislöndum, þar sem vatn
er víða af skornum skammti.
Fyrsta virkjunin af þessu
tagi verður reist við Abidjan á
Fílabeinsströndinni. Á hún að
framleiðá 7000 kw. rafmagns
og auk þess 15000 rúmmetra
vatns á dag'.
Úngverskur flótfamaður
Framhald af 1. siðu.
svæðakeppni og varð þar í öðru
og þriðja sæti ásamt Gligoric
en Pachman var í fyrsta sæti.
Sá árangur tryggði Benkö étt
til að taka þátt í næstu undir-
búningskeppni fyrir heims-
meistarakeppnina.
Benkö er einn bezti skákmað
ur Ungverjalands, í flokki með
Szabo og Barcsa. Hann er laust
innan við þrítugt.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
<
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
KVIKMYNDAÞATIUR
MARLON BRANDO
í NÝJU GERFI.
Hann er ljóshærður grimm
ur nazistaforingi, en alltaf
sami Brando, þó að í þessu
nýja gerfi sé hann lítið eitt
torkennilegur.
Eins og rnyndin ber með
sér er hann með hárkollu, en
það var ekki svo þægilegt fyr
ir hann að bera hana um dag-
inn þegar hitabylgjan gekk
yfir Evrópu, þá var Brando
ekki lengi að kasta frá sér
hárkollunni og lét lita hár
sitt ijóst.
Mynd sú er hann er að
leika í um þessar mundir, rétt
hjá París, fjallar um stríð og
grimmd nazistaforsprakk-
anna, er ein af þeim, sem
eiga að verða þær beztu á
þessu sviði. Auk þess að bera
hina leiðinlegu hárkollu,
þurfti hann, eða réttara sagt
þarf hann að bera einkenn-
isbúning, sem er jafn þröng-
ur og hertasta lífstykki á
konu. Þetta olli honum slík-
um óþægindum í hitabylgj-
unni að hann hafði nær gef-
ist upp. Þó lét hann þetta
ekki standa sér fyrir þrifum
og hamaðist eins og ljón með-
an á upptökunni stóð. Að
launum hlaut hann viðurnefn
ið „Unga ijónið" hjá frökk-
unum, en myndin er tekin
eftir skáldsögu með sama
nafni, eftir Irwin Shaw. Bran
do er sem sé hreint ekki bú-
inn að leggja upp laupana,
eins og súmir hafa haldið
fram, heldur er hann kannski
að ná upp á nýjari topp, sem
kvikmyndaleikari, ef mynd
þessi tekst vel.
—o—
GÓD MVXD.
NÝJA BÍÓ sýnir um þess-
ar mundir myndina „Dóttir
skilinna hjóna", eða „Teen-
age Rebel", sem leikin er af
Betty Lou Keim, Ginger Rog-
ers og Michael Rennie.
Þetta er mynd sem er fylli-
lega þess virði að allir sjái
hana, ekki síst hér á landi þar
sem hjóanskilnaðir eru frek-
ar tíðir.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja hve óskapleg áhrif
það kann að hafa íyrir börn-
in þegar foreldrar þeirra slíta
samvistum og láta þau ýmist
fara á flæking, eða taka þau
til sín og reka þá Qft og yðu-
lega slíkan áróður gegn fyrr-
verandi maka sínum, að barn-
ið fær stundum þá hugmynd,
að hér sé um hreina glæpa-
menn að ræða. Ekki hvað
síst er það sorglegt að svo
skuli fara þegar þess ei' gætt,
að með skilningi og sam-
vinnu, í stað þess að æsa
sig upp í deilumálum, má
oftast koma í veg fyrir mest-
an hluta þeirra hjónaskiln-
aða sem verða, að ekki sé
taiað um hve mikið þeim
mundi fækka ef ekki væri
flanað í hjónabandið.
Þarna er því um að ræða
mynd, sem á virkilega erindi
til allra þeirra er um þessi
mál hugsa, ekki hvað síst
þeirra er ganga með skilnað-
argrillur og hafa hugsað sér
að framkvæma þær. Myndin
er snilldarlega leikin og má
segja að Betty Lou Keim, sem
enn er ung að áruni skili
þarna svo góðu hlutverki að
af henni megi mikils vænta
í framtíðinni. Það verður
enginn svikinn af því að sjá
þessa mynd.
FRÁ SAMNINðANEFND FARMANNA
UNDANFARNA daga hafa
baðstofukarlar „Tímans“ látið
öllum illum látum í baðstofunni
út af vinnudeilu yfirmanna á ■
farmskipunum. Einn þeirra,
sem segist ættaður að norðan,
virðist hafa nokkrar áhyggjur
af því að „virðingu sjómanna-
stéttarinnar“ sé hætta búin og
spyr um ráð til bjargar.
Baðstofukarl þessi hitti ein-
mitt naglann á höfuðið og kem
ur strax að innsta kjarna deil-
unnar.
Yfirmenn kaupskipanna telja
það ekki virðingu sinni samboð
ið, að vera eigi matvinnungar
heimila sinna og fjölskyldna.
Þeir telja það ekki virðingu
sinni samboðið, að átta stunda
vinnudagur skuli ekki fyrir
löngu viðurkenndur við störf
þeirra, á sama tíma og vinnu-
skylda margra annarra stétta
þjóðfélagsins er orðin mun
styttri.
Þeir telja bað ekki virðingu
sinni samboðið, að hafa lægri
laun en undirmenn þeirra, svo
sem nú er, ef launum beggja
er deilt niður á vinnustundir.
Þeir telja það ekki virðingu
sinni samboðið, að vinna óþrifa
legustu og óvinsælustu verkin
um borð án sömu þóknunar og
undii’menn þeirra, en þeir hafa
komið ár sinni svo fyrir box'ðj
að þeir þurfa eigi að inna af
hendi umrædd stöi’f nema full
yfirvinnugreiðsla komi fýrix,
þó að í reglulegum vinnutíma
sé. Lausnin er augljós. Veiti®
okkur laun í einhverju sam-
ræmi við menntun okkar, starfs
aldur og ábyrgð, og við munujQ
í framtíðinni sem hingað til ein-
beita starfsorku okkar í þága
útgerðarfélaganna og þjóSarinxx
ar. Við viljum ekkert fremrx
en að fá að rækja störf okkai í
kyrrþey, án afskipta óviðkom-
andi, lausir við að vera bitbeia.
óvandaðra manna, er hafa a1,-
vinnu sína af því að níða skó-
inn niður af heilum stéttu'X,
eða einstaklingum.
Baðstofukarl þessi talar ua
„einstætt verkfall“ og kendfit
hér einnig að kjarnanum, þótt
úr annarri átt sé. Það er stað-
reynd að yfirmenn kaupskip-
anna hafa verið manna tregast-
ir til að stofna til vandræða.
Deila þessi er ,,einstæð“ að þv.í
leyti, að þjóðin hefur aldrei
fyrr staðið frammi fyrir þeim
vanda, að allar siglingar að og
frá landinu hafi stöðvazt fyrir
tilverknað yfirmanna. Þeir
hafa aldrei fyrr þurft að beiía
verkfallsvopninu, þessu vopni,
sem almenningur er orðinn
hundleiður á að sjá einhvei'ja
Framliald á 7. síðu.