Alþýðublaðið - 31.07.1957, Qupperneq 6
6
Alþýðu blaðiS
Miðvikudagur 31, júlí 1957
Otgefandi: Alþýðuflokkurlnn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902.
Auglýsingasími: 14906.
Afgreiðslusími: 14900.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgótu 8—18.
Benkö kaus frelsið
UM helgina gerðist hér at-
burður, er veldur þvi, að ís-
lendingar sjá flóttann úr
löndunum austan járntjalds-
ins í nýju ljósi nálægðar og
aukins skilnings. Ungverjinn
Pal Benkö varð eftir í
Reykjavík að loknu stúdenta
skákmótinu og baðst hér
landvistar til bráðabirgða,
en hefur hug á að setjast að
vestur í Bandaríkjunum. í
fáum orðum sagt: Han kaus
frelsið.
Þessi viðburður þarf eng-
um að koma á óvart. Síðustu
fréttir frá Ungverjalandi
herma, að enn sé þar hert á
fjötunum. Vesturlandamenn
reyna að mótmæla ofsóknum
og aftökum í ríki Kadars, en
sjálfsagt með litlum árangri,
því að einræðið daufheyrist
löngum við rökum og mann-
rænum tilmælum. Uppreisn
in var kæfð í blóði, en skuggi
hinna geigvænlegu átaka
hvílir yfir Ungverjalandi,
eftirleikurinn er hatrið og
grimmdin eins og á dögum
nazismans, þó að nú sé sví-
virðingin kennd við sósíal-
isma. Og þetta eru orsakir
þess að Pal Benkö vildi ekki
hverfa heim aftur að loknu
stúdentaskákmótinu. Hann
kýs heldur tvísýnu útlegðar-
innar en búrið. Vissulega er
athyglisvert, að hann einn
skyldi verða eftir. Benkö
naut þeirrar sérstöðu meðal
ungversku skákmannanna að
hafa ekki fyrir fjölskyldu að
sjá heima í Ungverjalandi.
Slíkar upplýsingar segja
meira en orðmargar mála-
lengingar.
Trúin á fangelsin ein-
kennir stjórnarfarið í lönd-
unum austan járntjaldsins.
En ofríki hennar nær ekki
aðeins til þess fjölda, sem
byrgður hefur verið inni í
dýflissum og fangabúðum
einræðisins lengri eða
skemmri tíma. Pal Benkö
kynntist þeirri aðbúð „al-
þýðulýðræðisins“ um átján
mánaða skeið. Nú var hann
þó frjáls maður á ung-
verska vísu vegna frábærr
ar íþróttar sinnar. En hann
þoldi ekkii andrúmsloft og
lífskjör kúgunarinnar. —
Landið er eins og búr. Einn
íg þeir, sem hafa nóg að
bíta og brenna, finna fyrir
einræðinu og kveljast a£
vanlíðun mannsins, sem
vill vera frjáls í hugsun og
starfi. Logi byltingarinnar
var kæfður með rússnesk-
urn skriðdrekum og byssu-
stingjum, en andi hennar
lifir enn. Pal Benkö er
tákn hans í dag. Enginn
veit hver við tekur af hon-
um á morgun, en ung-
verska harmsagan heldur
sannarlega áfram.
Og sama daginn sem Pal
Benkö mætir ekki til heim-
ferðar á flugvellinum í
Reykjavík er íslenzkt æsku-
fólk boðið velkomið til há-
tíðar austur í Moskvu. Víst
fer vel á því, að æskan úr
austri og vestri takist í hend-
ur. En ungverska harmsagan
varpar einnig svörtum
skugga á Rússland. íslend-
ingurinn tekur kannski í
höndina, sem vann níðings-
verkið í Búdapest, og það
ættu menn enn að muna, þó
að blóðið hafi verið þvegið
burt. Þess vegna er miður
farið, að íslenzk æska skuli
láta hafa sig til sýning-
arinnar í Moskvu þessa dag-
ana. Unga fólkinu héðan
hefði verið nóg að sitja
heima og leita frétta hjá Pal
Benkö um „dýrðina“ austan
járntjaldsins. Skuggi ung-
versku harmsögunnar hverf-
ur ekki við söng, dans og
hljóðfæraslátt eða drykkju-
veizlur Krústjovs og félaga
hans. Og í Rússlandi eru
tugþúsundir, sem færu að
dæmi Benkös, ef slíku yrði
við komið. En íslenzku gest-
irnir dansa ekki við það fólk
í Moskvu.
Brezka leikritaskáldinu
John Osborne varð bumbult
af að heimsækja Moskvu.
Hann kunni ekki við skipu-
lögð fagnaðarlæti. En skyldu
íslenzku Moskvufararnir
hafa manndóm 1 sér að kasta
upp? ; jí-: :
r
HUSASAUMUR.
Eina nagSaverksmiSJan er á
Lindargötu 46, í portinu hjá
Matborg, sími 19 - 9 - 93.
KVENNAÞÁTIUR
Ritstjóri Torfhildur Stemgrímsdóttir
STARF MÓÐURINNAR
ÞAÐ er allt í lagi fyrir konur
að standa framarlega í íélags-
málum og verða jafnvel leiðtog-
ar í þeim, en aðeins að einu at-
huguðu, börnin eða heimilið
mega ekki neins missa við það.
Það er alltof oft sagt um konur,
sem standa framarlega á ýms-
um sviðum, að þær hafi hellt sér
út í félagsmál vegna þess að
h&imilið sé í rúst og þar sé ekk-
ert við að vera fyrir þær. Þetta
er sem betur fer nær alltaf rangt,
því að hvernig á sú kona, er ekki
getur einu sinni haldið heimili
sínu saman, að geta haldið sam-
an félagsskap og unnið að mál-
um, sem beita þarf skipulags-
hæfni og fúsleika til samstarfs
við. Það er miklu oftar að þegar
þeim hefur vegnað vel á braut
félagsmálanná, fer það að taka
frá þeim svo mikinn tíma, að
heimilið fer að sitja á hakanum.
Því verða mæður, sérstaklega
þær, er eiga dætur, að gæta sín
að svo fari eigi fyrir þeim. Þær
mega alls ekki vera svo upp-
teknar í þessu starfi sínu, hversu
göfugt svo sem það nú kann að
vera, að þær gleymi hinu göfug-
asta hlutverki, er þeim var ætl-
að, móðurhlutverkinu. Þeim
finnst þær kannske með þessu
fá meira út úr lífinu, eins og
það er kallað, að það er aðeins
á mælikvarða yfirborðsskrums-
ins, því að samvizkan nagar þær
og bendir þeim sífellt á, að fyrir
þetta ytra hól hafi þær látið það
bezta og fegursta, er í þeim bjó.
Það væri synd að segja að dæt
ur slíkra mæðra hefðu það gott
og þá ekki hvað sízt á gelgju-
skeiðsaldrinum, þegar þær
einna mest þurfnast handleiðsiu
móðurinnar, reynslu hennar og
hughreystingar til þess beinlínis
oftlega ekki að dragast út í
hvers konar vitleysu, sem svo
hin sama* móðir skilur hreint
ekki, hvernig dóttir hennar,
þetta indælisbarn, hefur lent í.
Þær þarfnast mæðra, ekki að-
eins til að velja sér réttan klæðn
að og rétta hárgreiðslu, heldur
fyrst og fremst til að vera heima
og ræða við sig um vandamál
þau, er sífellt steðja að æskunni
og finna lausn á þeim, til þess að
skemmta vinkonunum þegar
þær koma í heimsókn og sem sé
til að létta af áhyggjum og
hjálpá sér til að gera hlutina á
þann hátt, sem aðeins hin
reynda og hyggna móðir getur
hjálpað dóttur sinni til að gera
þá. Því móðirin þarf raunveru-
lega að hjálpa dótturinni til að
finna hinn rétta stað í heimi
gelgjuskeiðsins, sem oft er erf-
iður æskufálki.
Þær mæður, er ég hef á und-
an rætt um, eiga ekki tíma af-
lögu til slíkra hluta og því fer
sem fer. Þær eru kannske í eig-
in augum að vinna að mikilsverð
um líknarmálum og gera þann-
ig mörgum gott, en þær hafa
aðeins gleymt því að á heimili
þeirra bíður þeirra stærsta líkn-
armálið og það líknarmál, er
þeim hefur sérstaklega verio
falið í lífinu og þær fúslega
játað sig undir að leysa af
hendi. Það er t. d. annað en
skemmtilegt fyrir móðurina, sem
alitaf er upptekin við starf sitt
fyrir afvegaleiddar stúlkur, að
uppgötva svo einn góðan veður-
dag að dóttir hennar er meðal
þeirra sökum þess að hún hafði
ekki tíma til að sinna henni,
hjálpa og leiðbeina sem þurfti.
Tveir íslenzkir flugmenn
í innanlandsflugj
í Noregi.
FRÁ ÞVÍ um síðustu áramót
hafa tveir íslenzkir flugmenn
starfað í Nore-gi, og fljúga þeir
í innanlandsflugi á vegum
Bráthens.
Þetta eru hvorutveggja ung-
ir flugmenn. Annar er Pálmi
Sigurðsson, sem áður hafði
starfað, sem siglingafræðingur
hjá Loftleiðum, en er nú byrj-
aður, sem flugmaður hjá Bráth-
en, og flýgur aðallega milli
Stafangur, Kristjánssunds,
Þrándheims og Oslo. Hinn flug-
maðurinn er Einar Sigurðsson,
sem áður starfaði hjá flugskól-
anum Þyt í Reykjavík, og er
hann einnig í innanlandsflugi
um Noreg.
Þeir Pálmi og Einar eru báð-
ir búsettir í Sandnesi við Staf-
angur, og eru ráðnir hjá Bráth-
en, minnsta kosti til að byrja
með, fram á næsta vor.
iflin og Sambi
NOKKRAR umræður hafa
orðið um fæði yfirmanna kaup
skipaflotans í yfirstandandi
verkfalli og kröfur þeirra í
sambandi við það. Ef kröfur
yfirmanna hefðu ekki þegar
verið birtar, myndu flestir
trúa því, að það, sem sagt hef-
ur verið í því efni, væri ósatt.
1 í isunnudagþþlaði Þjóðvilj-
ans er rætt um egg og viður-
væri skipvlerja á kaupskipa-
flotanum. Segir þar m. a.:
„Almennt mun litið svo á, að
kostur á farskipunum sé með
miklum ágætum, þar skorti
hvorki eitt né neitt til þess að
menn haldi fjöri sínu og
þrótti, og mun þetta hafa við
nokkur rök að styðjast. En
krafan um eggin bendir í aðsa
átt. Hún bendir aftur til lið-
inna alda, til úrkynjaðra tíma.
Vert er því að taka þetta til
alvarlegrar athugunar. Vér
höfum heyrt, að þessar kröfur
komi frá farmönnum á Sam-
bandsskipunum. Er þetta
rétt?“
H<i(r kemur svarið:
M.s. „Hvassafell“:
Morgunverður:
Helgidaga: Bae, tvö egg á
mann, brauð. L.njö#*, ostur,
kaffi, te, n j . ...
Virka ./'Vja: Skyrhræringur,
slátur. brauð, smjör,
ostur. . \g á mann, kaffi,
mjólk - eða Hafragraut-
ur, bra.. . s. 'ör, ostur, rúllu-
pilsa, eitt eyg á mann, kaffi,
te, mjólk.
Skv. bréíi bry’. :.ns, dags.
8/5/57.
M.s. „Arnar1.':ii“:
Morgunvr ður:
Helgidaga: Tvö egg per
mann, bacon og kartöflur eftir
vild, brauð, tvær til þrjár teg-
undir álegg, mjólk, kaffi eða
te eftir þörfum.
Virka daga: Eitt soðið egg
per mann, hafragrautur, skyr,
cornflakes eða hræringur, slát-
ur, hvalur, brauð, fjórar til
fimm tegundir álegg, kaffi, te,
mjólk.
Skv. símtali við Kára Hall-
dórsson, bryta.
M.s. „Jökulfell“:
Morgunverður:
Helgidaga: Tvö steikt egg
per mann, 4 sneiðar reykt ba-
con, brauð, smjör, ostur,
mjólk, kaffi, te.
Virka daga: Eitt soðið egg,
hafragrautur eða skyrhræring
ur, brauð, smjör, rúllupylsa,
kæfa, slátur, súr hvalur, grísa-
sulta, tvenns konar kjöt, soð-
ið eða steikt, ostur, mjólk,
kaffi, te.
, Skv. bréfi brytans, dags.
20/5/57.
M.s. „Litlafell“:
Morgunverður:
Helgidaga: Tvö steikt egg
með flesksneiðum, brauð,
mjólk, kaffi.
Virka daga: Eitt soðið egg,
hafragrautur eða skyrhrær-
ingur, slátur, brauð, smjör,
mjólk og kaffi.
Skv. bréfi brytans, dags.
2/5. 57.
M.s. „Helgafell“:
Morgunverður:
IJelgidagar: Tvö egg og ba-
hon, brauð, smjör, 3—4 teg-
undir álegg, mjólk, kaffi, te.
Virka daga: Eitt soðið egg,
skyr, hafragrautur eða hrær-
ingur, hvalur eða slátur, brauð
og 3—4 tegundir álegg, mjólk,
kaffi, te.
Skv. símtali við brytann
29/7/57.
M.s. „Hamrafell“:
Morgunverður:
Helgidaga: Tvö steikt egg,
bacon, smjör, tvær til þrjár
tegundir álegg, mjólk, kaffi
te.
Miðvikudaga:. Eitt steikt
egg, bacon, steiktar kartöflur,
brauð, smjör, tvær til þrjár
tegundir álegg, mjólk, kaffi og
te.
Aðra virka dag'a: Skyr eða
hafragrautur eða cornflakes,
slátur eða hálfur grapsíjruit,
ef fyrir hendi er, eitt soðið egg,
brauð, smjör og tvær til þrjár
tegundir álegg, mjólk, kaffi
og te.
Skv. bréfi brytans, dags.
29/7/57.
Vera má, að á takmörkum
sé, að yfirmenn „haldi fjöri
sínu og þrótti“ — svo notuð
séu hin tilfærðu orð — með
ofangreindum viðugerningi, en
hvað skal þá um almenning/í
landi, sem áreiðanlega býr við
skarðari kost.
Fréttatilkynning- frá
Skipadeild S. J. S.
Eidflaugaárásir á
!
Sharjah, þariðjudag.
BREZKAR orrustuþotur
gerðu í dag 20 árásir á stöðvar
uppreisnarmanna inni í landi í
Oman. Árásinar sem gerðar
voru frá Sharjah voru flestar
eldflaugaárási. Brezku yfirvöld
in héldu leyndu hvar árásirn-
ar hefðu verið gerðar og ekki
er vitað um árangur. Almennter
álitið meðal Breta í Sharjah, að
árásirnar muni annað hvort
leiða til þess, að uppreisnar-
menn gefist upp eða þær muni
opna leið fyrir hernámi svæðis-
ins af herjum soldánsins.