Alþýðublaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.09.1957, Blaðsíða 4
4 A I þýgublaStS Þriðjuclagur 24. sept. 1957 Jón .eifs ónskáii ðtgefandi: AlþýSuflokkui.'lim. Ritstjori: Heigi Sæmundgscvxs Auglýsingastjóri: Emilía SamúelBdóttii. Fréttastjóri: Sigvaldi HjáLíxarsaíiJa Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og t'Oftur Guðm andsson. Fiitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. érwotemiSi* Alþýðublaðsiní, Hrerflsgöta 8»—1». Allt fyrir Noreg ALLIR íslendingar hugsa i samúö til Norðmanna við andlát Hákons konungs sjö- unda. Með honum er horfinn af sjónarsvið lífsins einn atærsti persónuleiki Norður- landa. Hákon sjöundi varð kon- ungur Norðmanna að vilja fólksins. Og hann gerðist þjóðkonungur í fögrum og sönnum skilningi orðsms. Hann kom í Noreg útlend- ingur, en kynntist landi og þjóð á langri og giftusam- legri ævi eins og hann væri þar borinn og barnfæddur. Þetta sannaðist oft og eftir- minnilega, en. aldrei betur en þegar Norðmenn drógust nauðugir inn í hildarleik síð ustu heimsstyrjaldarinnar. Þá reis Hákon konungur hæst. Hniginn að aldri varð hann aS flýja land til að halda baráttunni við ofríkið áfram af erlendri grund. En vinsæidír hans urðu eftir heima í Noregi, og íhrifa hans gætti þar meira og bet- ur en nokkru sinni á friðar- tímum. Heim'hvarf bann í ófriðarlok sem þjóðhetja. Slíkur varð orðstír hans af að rækja skylduna við Nor- eg> þegar mest á reið. í friði reyndist hann mildur og vit-. ur landsfaðir, áhugasamur, framsýnn og frjálslyndur. Hann sameinaði Norðmenn og varð þeim 1 senn tákn, vinur og faðir. Og þess vegna drúpa allir Norðmenn höfði í sorg og söknuði, er hann kveður og hverfur brott að liðaium starfsdegi sínum. Hákon konungur verður í sögunni talinn einn af beztu höfðingjum Norður- landa. Samskipti Islendinga og NorSmanna hafa verið góð og náin um ár og aldir. Há- kon konungur átti sinn þátt í því, að frændsemin er rík arj. og bróðurhugurinn ein lægari en nokkru sinni fyrr. Hann. kom alltaf fram til góðs gagnvart íslandi og Isleadiiigum, skildi rök samhyggðarinnar o-g nauð- syn samvinnunnar og breytti jafnan samkvæmt því. Þess vegna naut hann mikilla vinsælda á íslandi. íslendingar fögnuou því, hversu Norðmenn reyndust heppnir í vali með konung sinn eftir sambandsslitin við Svía. Og þeir gerðu sér ljóst, að Hákon konungur vildi rækja við okkur frændsemí með vináttu. Þess vegna niæla forseti Islands, forsætisráðherra eg ýmsir aðrir stjórnmála- foringjar okkar fyrir munn allra Islendinga, er þeir votta hinum Iátna norska þjóðkonungi virðingu og Norðmönnum samúð í til- efni af andláti Hákonar konungs. Þau orð eru mælt í umboði heillrar þjóðar, þótt fámenn sé á hehns- vísu. Og þau eru sprottin af einlægum tilfinninguni bróður til bróður. Sonur Hákonar, Ólafur, hefur nú tekið við ríki í Nor egi. Hann er vel undir starf sitt búinn. Einnig hann hófst til vegs og virðingar á þrautadögum Norðmanna. Ólafur nýtur þar vinsælda allra, enda sem einn af lands ins sonum. Og vissulega mun hánn feta í íotspor föð- urs síns í samskiptum við okkur íslendinga. Ólafur hefur sótt okkur heim og gerzt íslendingum hugljúf- ur. Hann mun því ekki að- eins erfa vinsældir föður síns í Noregi heldur einnig úti á íslandi •— meðal frænda og vina. íslendingar árna honum góðs og Noregi gifturíkrar framtíðar. Hákon konungur valdi sér einkunnarorðin Allt fyr- ir Noreg. Ólafur tekur upp merkið að honum föllnum og letrar sömu orð á skjöld sinn. Báðir hafa þeir sýnt í verki, að þeim var alvara með val þessara einkunnar- orða. Og báðir hafa þeir reynzt vandanum vaxnir. Þeir hafa unnið Noregi og norsku þjóðinni vel og lengi í friði og stríði, gleði og sorg. Myndin, sem Nordahl Grieg dregur upp af þeim í fræg- um kvæðum, er sönn og eft- irminnileg. Og þess vegna verða þeir báðir þjóðkon- ungar í norskri sögu. ÞEIR dóu samtímis.konungur Noregs og Finnlands konungur: Jean Sibelius, frægasta tón- skáld í lifenda tölu. Hann vildi verða fiðlusnill- ingur, en varð tónskáld, — þjóð skáld Finna í tónum. Straumur tímans fleytti honum inn í hið eðlilegasta hlutverk, — að: verða forustu- og frelsishetja í sjálfstæðisbaráttu sinnar þjóð- ar — líkt og Jón Sigurðsson með íslendingum. í dag má segja að hann hafi hið sama táknrænt gildi fyrir sína þióð og handritin gömlu fyrir íslend inga. Hershöfðinginn Manner- heim á orustuvellinum og Sibe- lius á vígvelli andans hafa frels að Finnland, -— en sagan sann- ar að áhrif tónskáldsins urðu meiri og varanlegri. Sibelius birti í rauninni ekki nýjan stíl í verkum sínum, — ekki fremur en Bruckner, sem hefur öðlazt svipað gildi í sögu tónlistarinnar. Sibelius virðist í tengslum við Tschaikowsky líkt og Bruckner var í tengsl- um við Wagner. Verk hins finnska tónskálds eru þó talin ,,dýpri“ og „meira unnin“ en verk Tschaikowsky. Það er .sam eiginlegt með þeim báðtim i Bruckner og Sibelius að sá innri persónleiki, sem geislar í gegnum tónverkið, — tónvirkið mætti segja, —- gefur því hið eíginlega gildi. Báðir semja stór brotin verk, — innblásin af landslagi og náttúruöflum og auðmýkt gagnvart þeim. Sibelius sagði eitt sinn við vini sína á yngri árum að sú tónlist, sem þá var nýjust, mundi að vísu frjóvga hina komandi tónsköpun, en varla verða langlíf sjálf, — þannig ■ -í. v/ v “ Jean Sibelius væru sumir gerðir, að þeir gætu ekki skapað varanleg verðmæti með sínni list, en samt verið örvandi fyrir aðra, sem á eft.ir koma. Fyrir og eftir seinustu alda- mót höfðu þeir kynnzt bæði í Finnlandi og Þýzkalandi: Bus- oni, upphafsmaður hinnar ný- tízku tónlistar tuttugustu aldar innar, fæddur 1855 og Sibeiius 11 árum. yngri. Busoni varð fyrstur til að kynna tónverkin eftir Sibelius, hélt þá hljóm- leika í Berlín og réði hljómsveit á eigin kostnað eingöngu til að kynna nýjustu tónverk, en sem píanósnillingur naut hann þeg- ar heimsfrægðar. Þá var hug- sjónamennskan ennþá við iíði, — þetta sem Wagner taldi ,,þýzkt“, að gera eitthvað „hlut- arins vegna“. Það var einnig persónueinkenni hins firmska tónskálds, nátengt heiðarleik og’ einlægni listar hans, að finna ekki til öfundar, að vilja hjálpa öðrum á sornu braut. Sibelius og ísland: — Þess má geta að dóttir tónskáldsins sagði eitt sinn við undirritaðan, ao faðir sinn, er samdi verk sín í anda Kalevala-ljóðanna, heföi látið svo um. mælt við börn sín, að Kalevalakvæðin væru að vísu stórkostlegt listaverk, en hið gnæfandi minnismerki væri nú samt Edda íslands. í fyrra heimsótti undirritað- ur Sibelius ásamt Norræna tónskáldaráðinu. — Viðræður voru fjörugar, og Sibelius fylgdist vel með hinum nýjustu tónverkum í. gegnum útvarps- tæki sitt og hafnaði yfirleitt ekki hinum nýjustu stefnum. Þegar tengdasonur hans.stjórn- aði hinni illræmdu „Sögu-sin- íóníu“ eftir undirritaðan í Hels ingfors 1950 viðurkenndi Sibel- ius verkið sem „sannarlega inn blásið af anda íslendinga- sagna“. I fyrra fór hann —- kominn yfir nírætt — enn að tala um ísland: „'Já, nú er ís'- land komið með í hópinn. Áður tók það ekki þátt í hinum nor- rænu tónlistarhátíðum.“ S-ibelius var fyrir tilverknað fulltrúa íslands kjörinn heiðurs forseti „Norræna tónskálda- ráðsins“ og „Alþjóðaráðs tón- skálda“, sem stofnað var á Þing völlum 17. júní 1954. Undirritaður er nú að pví kominn að stíga upp í flugvél til Finnlands og mun þar lsggja sveig Tónskáldafélags íslands að börum hins látna tónskálds — og biðst því afsökunar á að verða að ljúka mmnmgarorð- um þessum. Reykjavík, 22. 9. 1957. Jón Leifs. Mýjar Xý Hönnubók ^ (Hanna og hótelþjófurinn). AHtaf fjölgar lesendum Hönnu-bókanna, enda er það eðli- legt, því þær eru flestum stúlkubókum skemmtilegri. Kostar 35 krónur. Auöur og Ásgelr, hin vinsæla barnabók eftir Stefán Júliusson kennara, er nú komin í 2. útgáfu með fjölda mynda eftir Halldór Pétursson. Kr. 28.00. Kári litli í sveitinui, eftir Stefán Júlíusson. Börnin um allt land þekkja Kárabækurnar. Þær eru lésnar í skól- um, börnin lesa þær í heimahúsum og mö-rg kunna bækurnar ulanbókar. Gefið börnun- um þessa fallegu nýju útgáfu af Kára í sveit- inni. Kr. 25.00. Xóa, eftir Edgar Jepson. Felicia Grandison hét hún, litia söguhetjan í þessari bók, en hún kallaði sig Nóu, og heimtaði að aðrir gerðu það líka. Hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þó að hún væri aðalsættar, systur- dóttir ráðherrans og alin upp hjá honum. Nóa lenti í ýmsum ævintýrum, sem ungling- um þvkir gaman að kynnast. Kostar aðeins kr. 20.00. Dvérgurinn med rauffu húfuna, ævintýri eftir Ingólf Jónsson frá Prests- bakka. Á hverri blaðsíðu bókarinnar er mynd, og hefur Þórir SigurÖsson teiknað myndirnar. Þetta er fágurt íslenzkt ævin- týri, um litla dverginn, sem átti heima í stóra gráa steininum. Kostar 15 krónur. ÚskubusUa. Ný útgáfa af hinu eldgamla ævintýri, sem alltaf er nýtt. Kr. 10.00. Eiráir E*rali:atrSisrétíir'. eftir tlelgu Sigurðardóttur. 1 bókinni eru leiðbeiningar um það, hvernig hægt er að hafa á borðum alla mánuði og daga ársins hráa rétti úr þeim káltegundum og jarðar- ávöxtum, sem auðvelt er að rækta hér á landi Kr. 30.00. X'í' knn«si!ul»ók í döusku II. 1 fyrrahaust kom út fyrsta hefti af nýrri kennsiubók i dönsku eftir þá Harald Magn- ússon kennara og Erik Sönderholm lektor við háskóia íslands. Bókin fékk mjög góðar viötökur og var tékin til kennslu í fjölda- mörgum skóium óg hjá einkakennurum, enda er hér stuðzt við þrautreynt kerfi, bæði hér og erlendis. Bókin er 223 blaðsíður með allstóru orðasafni. Með útgáfu þessarar bókar verður tekin upp sú nýjung, að með stílaverkefnum, sem koma í október, verður málfræðiágrip, og ætti það að verða til hægðarauka, bæði fyrir kennara og nem- endur. Bókin er, eins og áður er getið, 223 bls. með fjölda mynda, og kostar aðeins 35 krónur. Prentsmiðjan Leiftur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.