Alþýðublaðið - 26.09.1957, Síða 1
Símar blaðsint:
Kitstjórn:
14901, 10277.
Preatsmiðjan 14905
XXXVIII. árg. Fimmtudagur 26. sept. 1957 217. tbl.
Sírnar biað-iins:
Augiysmgar i49o«.
Auglýslngar og aí-
greiðsla: 14900.
Segir einn af ritstjórym Borba, aðaímál-
gagns Titó í Júgóslavíu í við-
tali við Alþýðublaðið
SKKIFFINNSKAN ræður ríkjum í Sovétríkjunum, allir
þræðir liggja þar til miðstjórnarinnár, sem hleður upp skrif-
stofubákni en fólkið sjálft, starfsmenn hinna einstöku fyrir-
tækja ráða í Júgóslavíu, sagði einn af ritstjórum, Borba, aðal-
málgagns Tito í Júgóslavíu í viðtali við Alþýðublaðið í gær.
Er hann hcr á ferð ti þess að safna efni í greinar um ísland.
Friðrik að tafli. Ilann leikur í þessa mund gegn Gunnari Huseby.
Ingvar að tafli.
Alþýðublaðið átti í gær við-
tal við Zivko Milic, einn af rit-
stjórum Borba stærsta blaðs
Júgóslavíu og aðalmálgagns
Tito forseta. Er Milic hér á
ferðalagi til þess að safna
efni' í greinar um ísland, er
hann hyggst rita í blað sitt.
KOM FRA NOREGI —
FER TIL GRÆNLANDS.
Milic kom hingað frá Oslo og
hafði þá ferðast nokkuð um Nor
eg í þeim sama tilgangi að safna
efni fyrir blaði sitt. Hér hvggst
hann dvelja í viku til 10 daga,
en heldur síðan til GræhTands,
ef hann fær landvistarleyfi þar
í landi.
HEFUR ÁIIUGA Á ÖLLU.
Er fréttamaður Alþýðublaðs-
ins innti Milic eftir því, hvað
hann mundi helzt kynna sér
hér, svaraði hann, að hér mundi
hann kynna sér stjórnmál, efna
hagsmál og hið daglega líf. „Ég
hef áhuga á öllu í svona litlu
landi“, sagði Milic.
ÆTLAR TIL KEFLA-
VÍKURFLUGVALLAR.
Milic hafði þegar rætt við
nokkra ritstjóra í Reykjavík
og hafði pantað viðtal við
menntamálaráðherra. Mikinn
hug hafði hann á 'því að
skreppa upp í Hvalfjörð, og sjá
hvalvinnsluna þar svo og að
kynnast öðru varðandi útveg-
inn. Þá gerði Milic sér vonir
um að fá að fara inn á Kefla-
víkurflugvöll til þess að skoða
flugstöðina.
100 BL AÐAMENN VIÐ
BORBA.
Fréttamaður Alþýðublaðsins
spurði Milic nokkra spurninga
varðandi Borba. Kvað Milic
blaðið korna út í 250 þús. ein-
tökum og vera stærsta blað
Júgóslavíu. Yfir 100 blaðamenn
starfa fyrir blaðið, þar af eru
50 staðsettir í Belgrad.
EINN FLOKKUR í
JÚGÓSLAVÍU.
Er Borba gefið út af júgó-
slávneska kommúnistaflokkn-
um? spurði blaðamaður Al-
þýðublaðsins. Nei, Sósialista-
hreyfingin (The Socialist Move-
ment), sem stendur að rikis-
stjórn Titos gefur blaðið út.
Sósialistahreyfingin hét áður t
„alþýðuhreyfingin“, (The Peo-
ples Union), en hún var mynd-
uð af mörgum flokkum í lok
stríðsins.
— Er leyfilegt að stofna aðra
stjórnmálaflokka í Júgóslavíu,
t. d. jafnaðarmannaflokk?
— Já, svo framarlega sem
þeir flokkar berjast ekki gegn
stefnu Titos varðandi fram-
kvæmd sósialismans.
— Leyfist þá ekki að gagn-
rýna stefnu-Titos og boða jafn-
aðarstefnu í Júgóslavíu?
— Nei, júgóslavneska þjóðin
hefur samþykkt stefnu Titos
og barátta gegn þeirri stefnu
gengur í berhögg við vilja þjóð
arinnar.
— Er þá ekki leyfilegt að gefa
út jafnaðarmannablað í Júgó-
slavíu?
— Jú, ef það berst ekki gegn
„stefnuskránni um framkvæmd
sósialismans“. Dilas gat t. d.
gagnrýnt Tito í okkar eigin
blaði, Borba.
— Já, hann lenti líka í fang-
elsi fyrir bragðið.
—• Ja, ekki fyrr en hann tók
að berjast gegn júgóslavneskri
utanríkisstefnu og „stefrru-
skránni um framkvæmd sósial-
ismans í Júgóslavíu“.
Ágóði af bókinni verði þó gerðyr
upptækur
OSLÓ, miðvikudag, (NTB).
I Mikle-má-Iinu krafðist ákær-
anclinn í dag sektardóms yfir
Agnari Mykle og Harald Grieg,
samkvæmt ákærunni, en ekki
hegningar. Ilann áleit, að í
þessu máli væri rétt að nota
þann rétt, sem nú væri veittur
í iögum, til að kveða upp sekt
ardóm, án þess að um hegningu
sé að ræða“ sagði ákærandinn.
Hins vegar verður að gera gróð
ann af bókinni upptækan, en
hann er talinn 241.000 krónur
hjá Mykle og 152.000 krónur
hjá Gyldendal. Loks krafðist
ákærandinn þess, að bókin væri
gerð upptæk, ekki vegna þess
að það liefði nokkra hagnýta
þýðingu, eftir að húið væri að
selja af henni 60.0000 einstök,
heldur vegna nauðsynarinnar á
að gefa fordæmi.
í ræðu sinni í dag hlét Rickel
es því fram, í samræmi við fyrri
réttarvenjur og samkvæmt á-
liti lögfróðra manna, að það
hefði engin úrslitaáhrif á
spurninguna um, hvort rit
væri klám, að það sé bók-
menntalegt verk. „Hjá þeirri
staðreynd verður ekki komizt,
að bókmenntalegt- verk verkar
sem klám, ef það fer út yfir
þau takmörk, sem þjóðfélagið
setur, og vegna listrænnar
framsetningar sinnar mun það
í rauninni hafa meiri áhrif en
Framhald á 2. síðu.
Friðrik efsfi
með 7 vinninga
Níuncla umferð Stórmótsins
var teflcl í gærkvöldi. Guð-
mundur Á. vann Inga R., Guð-
mundur S. vann Ingvar, Friðrik
vann Guðmund P. og Gunnar
vann Arinbjörn. Skákir Benkös
og Pilniks, og Stáhlbergs og
Björns fóru í bið.
Staðan er þessi: 1. Friðrik,
með 7 v. 2. Pilnik 6V2 og bið-
skák. 3.—4. Benkö og Stáhl-
berg 5V2 v. og báðir með bið-
skák. 5.—6. Guðmundur P. og
Ingi R. 5 v. 7. Guðmundur S.
4 og biðskák. 8. Ingvar 3Vh og
biðskák. 9. Guðmundur Á. 2V>
og biðskák. 10. Gunnar 2V> v.
11.—12. Arinbjörn og Björn
með IV2 og báðir með biðskák.
10. umferð verður tefld í kvöld
og tefla þá Arinbj., Ingvar. Ingi
R., Guðm. S. Guðm. P., Guðm.
Á. Björn, Friðrik. Pilnik, Stáhl
berg og Gunnar Benkö.
Átökin í Little Rock:
Fallhíífahermenii mei hyssustigi á byssum
sínum fylgdu neqrunum í skólann
Maður stunginn í handlegginn og annar barinn, er
hvítur lýður stofnaði til átaka við hermennina.
LITTLE ROCK, miðvikud.
Himtm níu, þeldökku nemend-
um við menntaskólann í Little
Rock var í dag fylgt til skól-
ans af amerískum fallhlífaher-
mönnum með byssustingi á byss
um sínum. Nemendurnir níu —
sex stúlkur og þrír piltar —
komu til skólans í herbifreið
og gengu inn í skólahúsið, án
þess að nokkuð gerðist. Nokkru
síðar var rnaður þó stunginn
í handlegginn með byssusting
og annar fékk hart liögg af
byssuskefti, er til átaka kom
við fastahcrmenn utan við skól
ann.
Fa.ll4lifahermennirnir tóku
á móti negrabörnunum, þegar
þau komu akandi til skólans.
Um leið og þau stigu út úr bíln
um slóu hermennirnir hring um
þau og gengu með þeim inn í
skólann, en aðrir hermenn
stóðu vörð fyrir utan. Engir
svertingjar voru meðal fallhlífa
hermannanna, en þó er vitað,
að svertingjar eru í því 1000
manna liði, sem sent hefur ver
ið til Little Rock til þess að
gæta þess, að farið sé að fyrir
mælum hæstaréttar um að
kynþáttamismunun skuli hætt.
Þeir einu, sem revndu að
troðast að nemendunum, þegar
þeir komu til skólans, voru
blaðamenn og ljósmyndarar, en
hermennirnir viku þeim úr
vegi.
Er nemendurnir voru komn-
ir í skólann, kom til áreksturs
milli hóps hvítra manna og her
manna. Maður, sem ekki hlýddi
skipun um að hafa sig á brott,
var stunginn í handlegginn, og
annar, sem reyndi að afvopna
hermann, fékk þungt högg með
byssuskefti. Er hóp hvítra,
fjölgaði nokkuð, komu tveir
hópar hermanna í viðbót á stað
inn. Hermennirnir sóttu að
mannfjöldanum úr tveim átt-
um ,og eftir stutta stund hafði
hann dreift sér. Þá var tilkynnt
í hátalara, aðhandtökurmundu
fara fram, ef fleiri en tveir
menn söfunðust saman við skól
ann.
Fjöldi hvítra nemenda gekk
á brott úr skólanum, er svert-
, ingjarnir voru komnir inn.
IIRIFNIR AF GOMULKA
OG IMRE NAGY.
Fréttamaður Alþýðublaðsins
Franihald á 3. síðu.
Þórður Gíslason
FULLTRÚARÁÐ Alþýðu-
flokksins í Reykjavík heldur
fund annað kvöld kl. 8,30 i Iðnó
(uppi). Fundarefni: I) Undir-
búningur bæjarstjórnarkosn-
inganna. 2) Verðlag landbún-
aðarafurða, framsögumaður
Þórður Gíslason, verkamaður,
en hann á sæti í verðlagsnefnd
landbúnaðarafurðanna. 3) Önn-
| ur mál.
Frá Allsherjarþinginu:
Indland leggur tll að öllum tllraunum
með kjarnorkuvopn verði jiegar hætt
Rússar hera fram tillögu um bann við
kjarnorkuvopnum.
NEW YORK, miðvikudag,
NTB-AFP. Á allsherjarþiiigi
Sameinuðu þjóðanna í dag
lagði Indland fram ályktunartil
lögu, þar sem aðildarríkjunum
er gert að hætta tafarlaust og
skilyrðislaust öllum tilraunum
með ltjárnorkuvopn. Tiilagan
gerirráð fyrir, að aðildarríkin
skuli tilkynna aðalritara S. Þ.,
þegar þau hafi framkvæmt
kjarnorkusprengingar einhvers
staðar í heiminum.
Það er í þágu mannkynsins,
að aðildarríkjunum er gert að
hætta þegar í stað og skilyrðis
laust öllum tilraunum með
kjarnorkuvopn. Að hætta slík-
um tilraunum myndi að
minnsta kosti draga úr spenn-
unni í heiminum að nokkru
leyti og væri fyrsta skrefið til
; afvopnunar, að því er segir í
indversku ályktunartillögunni.
i Samfímis lagði sendinefnd
Sovétríkjanna fram ályktunar-
tillögu A. Gromykos um bann
við kjarnorkuvopnum.
' Báðar tillögurnar verða
, ræddar í stjónmálanefndinni.
Tillaga Snvétríkjanna beinist
að þeim ríkjum, sem eiga kjarn
orkuvopnum á að skipa. Náist
ekki samkomulag um afvopn-
un skal flytja tillöguna að nýju,
segir þar.
ÖSá reynir bráiiegja !lug
skeyfi, er dregur
miili meginiauáa
Washington, miðvikudag'.
(NTB-AEP).
AMERÍSKI flugherin býr sig
nú undir að reyna flugskeyti
af gerðinni Atlas, sem slcjóta
má milli meginlanda, að því er
tilkynnt er frá tilraunasvæðinu
í Florida. Það er þessi gerð flug
skeyta, sem sennilega á að vera
svar Bandaríkjamanna við hinw
langdræga flugskeyti, sem
Rússar skutu nýlega í Síberíu.
Sérfræðingarnir reikna með,
að skeytið nái 960 klómetra
hæð og muni á lokastigi sínu
ná 24.000 kílómetra hraða á
klukkustund.