Alþýðublaðið - 26.09.1957, Page 4
4
A í fx ýSublagig
Fiinnituclaguir 26. sept. 1957
Otgetandi: Alþýöuflokkaima,
Ritstjori: Heigi Sæmundssoa
/uigiýsrngastjóri: Emilía Samúelsdéttíi'.
fátstjórnarsímar: 14901 og 14902.
Au'glvsingasíLii: 14906.
Afgreiðslusími: 14900.
^œa'crmiöta Alþýðublaðsins, Hv &rfis«ðta i®
MORGUNBLAÐIÐ þreyt-
ist aldrei á að fordæma nú-
ýerandi rikisstjórn. Það er
fyrirfram andvígt öllum
störfum hennar og þarf þess
i-egna ekki að bíða einn dag
avað þá lengur eftir árangri
sða reynslu. Blaðið lifir þann
ig dyggilega samkvæmt boð-
skap nazistans, sem kenndi
íhaldinu einu sinni að gefa
andstæðingi aldrei rétt og
viðurkenna aldreí annars
málstað. Einræðishneigðin
og áróðursofsinn segir löng-
um til sín.
Margt er spaugilegt í þess
um málflutningi Morgun-
blaðsins, en fátt hlægilegra
an vandlæting þess í garð
Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins vegna sam-
starfsins við Alþýðubanda-
iagið. Því er lýst sem þjóð-
hneyksli og landráðum. En
hefur Sjálfstæðisflokkurinn
hreinan skjöld í þessu efni?
Eða er Morgunblaðið kann-
ski að krefjast annars af AI-
býðuflokknum og Framsókn
arflakknum en Sjálfstæðis-
flokknum? Lítum á stað-
reyndirnar.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
á sínum tíma náið samstarf
við kommúnista í verkalýðs-
ireyfingunni, og verkstjóri
oess fyrirtækis mun hafa
verið Bjarni Benediktsson.
Og ólafur Thors hikaði ekki
við að mynda rikisstjórn
rorðum daga með sjálfan ís-
tenzka kommúnistapáfann
Brynjólf Bjarnason við hlið
sér og trúði honum fyrir
menntamálunum. Slíkur og
pvílíkur er málstaður Sjálf-
stæðisflokksins, þegar saga
hans er skoðuð og metin.
Samræminu milli orða og at
hafna er ekki fyrir að fara.
Tíminn víkur að þessu efni
í forustugrein sinni í gær að
gefnu tilefni og segir:
„Maðurinn í Morgun-
blaðshöllinni, sá, er gerði
samninginn við konimún-
ista fyrir stríð um að eyða
áhrifum Alþýðuflokksins í
verkalýðshreyfingunni, sat
síðan með þeim í stjórn
árum saman, biðlaði til
þeirra 1946 og aftur í fyrra,
þykist þess umkominn í
dag, að brigzla öðrum um
óheilbrigt samstarf við
kommúnista. Orð hans í
Morgunblaðinu í gær eru
eins og að nefna snöru í
hengds manns húsi.
Skemmdarstarf það, sem
Bjarnj Benediktsson og
komxnúnistar unnu í félagi
í verkalýðshreyfingunni
fyrir stríð, greiddi veg
kommúnista í þjóðlífinu
meira en nokkuð annað, og
af því súpum við seyðið
enn í dag,-
í stjórnmálayfirlýsingu
umbótaflokkanna fyrir síð
ustu kosningar var heitið
að reyna að koma á sam-
starfi á milli ríkissijórnar
og samtaka verkalyðs, laun
þega og bænda og annarra
framleiðenda. Þetta var
kjarninn í stefnuskrá flokk
anna. MeiriHÍUti til stjórn-
armyndunar fékkst ekki í
kosningunum. Þá var efnt
íil pólitísks samstarfs á
breiðara grundvelli TIL
AÐ KOMA ÞESSUM ’SAM
TÖKUM Á. Ummæli Ey-
steins Jónssonar á fundin-
um í Eyjafirði, sem Mbl. í
gær reynir að hártoga,
voru því í algeru samræmi
við staðreyndir. Án sam-
starfs við framleiðslustétt-
irnar var óhugsandi að
stöðva hrunadans íhaldsins
í dýrtíðarmálunum. I kosn-
ingabaráítunni var þetta
kjarninn í boðskap Frarn-
sóknarmanna. Eysteinn
Jónsson hélt þessu fram á
fundum víðs vegar um land
ið í kosningahríðinni. En
hann og aðrir leiðtogar um-
bótaflokkanna lýstu því
líka yfir, AÐ EKKI KÆMI
TIL MÁLA AÐ EFNA TIL
SAMSTARFS Á NÝ MEÐ
ÍHALDINU. Braskararnir
hefðu nteð framferði sínu
clærnt sig úr leik. Skrif
Mor-gunblaðsins í gær sýna,
að undan þessum sannleiks
orðum svíður enn í clag.“
Við þstta er því að bæta,
að eftir síðustu kosningar
var Sjálfstæðisflokkurinn
skki andvígari kommúnist-
um en svo, að hann þráði
innilega að komast í stjórn-
arsamvinnu við þá. Af því
gat ekki orðið vegna þess að
Alþýðubandalagið treystist
ekki til samstarfs við íhald-
ið, en áreiðanlega hefði ekki
úaðið á Ólafi Thors og
Bjarna Benediktssyni að slá
til. Slík og þvílík var löngun
Sjálfstæðisflokksins í völd
ag áhrif. Og þess vegna ætlar
hann öðrum valdagræðgi.
Hann fær ekki skilið, sð
grundvöllur núverandi
stjórnarsamvinnu sé annar
2n hugur forustumanna and
stöðuflokkanna til ráðherra-
stólan-na. Hér sannast einu
sinni enn, að margur heldur
mig sig. Hins vegar væri
Sjálfstæðisflokknum hollt að
hyggja að málefnum í þessu
sambandi, því að vissulega
koma þau við þessa sögu.
Og málstaður íhaldsins er nú
með þeim hætti, að enginn
íslenzkur stjórnmálaflokkur
vill með því vinna •— ekki
einu sinni kommúnistar.
Þess vegna er Sjálfstæðis-
Elokkurinn utanveltu. Hann
minnir á strandað skip. Og
3vo á þetta að vera farkost-
ar framtíðarinnar sam-
kvæmt áróðri Morgunblaðs-
ins! Þannig mun það stæra
sig þangað til skipið sekkur.
En sviðinn er í sálinni eins
og skítur í sári. Mannalætin
oru aðeins til að sýnast.
KOMIN er út ný bók um
heimspeki eftir Gunnar Dal rit
höfund (Halldór Sigurðsson).
Fjallar hún um spekinginn
Sokrates og ber nafn af honum.
Bókin er 126 blaðsíður að
stærð. Henni er skipt í sex
meginkafla, sem bera yfirskrift
irnar: Uppruni vestrænnar
heimspeki, Aþena á dögum
Sokratesar, Ævi Sokratesar,
Lærdómur Sokratesar, Köllun
Sokratesar og Heimspeki Sokra
tesar. Nafnaskrá fylgir bókinni.
Útgefandi bókarinnar er
, Gamlir og nýir pennar“, prent
un annaðist Prentsmiðja Guð-
mundar Jóhannssonar. Kápu-
teikningu gerði Eggert Guð-
mundsson listmálari.
Þetta er fimmta bók Gunnars
Dal. Hinar eru: Vera 1919, Rödd
Indlands 1953, Sfinxinn og
hamingjan 1953 og aftur 1954,
og Þeir spáðu í stjörnurnar
1954.
rrKári iifli í sveitinni"
og rrÁuður og Ásgeir"
effir Sfefán Júlíusson.
TVÆR einkar vinsælar barna
bækur eftir Stefán Júlíusson
eru komnar út hjá Prentsmiðj-
unni Leiftri, Þær eru „Kári
litli í sveitinni1' og „Auður og
Ásgeir“. Báðar komu út’ fyrst
1948 og því nú í annarri útgáfu.
Halldór Pétursson listmálari
hefur myndskreytt báðar
skemmtilega. Hin fyrrnefnda er
176 blaðsíður, en hin síðar-
nefnda 152.
„DVERGURINN með rauðu
húfuna“ heitir lítil smábarna-
bók eftir Ingólf Jónsson frá
Prestbakka, prýdd myndum á
hverri síðu eftir Þóri Sigurðs-
son, gefin út snoturlega af
prentsmiðjunni Leiftri.
Hanna oo hófelþjóf-
urinn.
ÞRIÐJA Hönnubókin, Hanna
og hótelþjófurinn, er komin út
hjá Prentsmiðjunni Leiftri.
Höfundurinn er Britta Munk.
Þær tvær/sem út komu í fyrra
nutu þá mikilla vinsælda hjá
unglingsstúlkum. Von mim
vera á þeirri fjórðu fyrir há-
tíðir.
Þessi bók er 96 blaðsíður.
Nóa.
KOMIN er út fyrir allmörg-
um árum telpnabókin Nóa eííir
Edgar Jepson. Axel Guðmunds
son þýddi, en Leiftur gaf út.
Hún varð vinsæl mjög, mun
enn vera fáanleg.
NÝ MATREÍÐSLUBÓK,
H ráir grænmetisréttir, eftir
H^igu )S)ig'á'ð:irdóttur,. skój’a-
stjóra Húsmæðrakennara-
skóla Islancls, er komin út hjá
Prentsmiðjunni Leiltri.
Bókinni er skipt í kafla eft-
ir mánuðum og uppskriftum
hagað eftir því, hvaða græn-
meti er fáanlegt. Höfundur
segir í formála: „Það er eink-
um tvennt, sem hefur hvatt
mig til að láta þessa litlu bók
frá mér fara. í fyrsta lagi sú
von, að ég geti með því stuðl-
að að aukinni neyzlu græn-
metisrétta til hollustu og
heilsubótar fyrir þjóðina. Hin
ástæðan er sú, að ég álít það
hepppilegra fyrir húsmæðurn-
ar að fá litlar bækur um þá
grein matreiðslunnar, sem efst
er á dagskrá hverju sinni, —
heldur en að auka alltaf við
bókina Matur og drykkur.
Bókin er um 60 baðsíður að
stærð í mjög smekklegri út-
gáfu. Hverjum kafla fylgja. eyð
ur, sem húsmæður geta fyllt
út með eigin uppskriftum.
Oskubuska.
ÖSKUBUSKA er enn einu
sinni komin út. Bókin er þýdd
af Theodór Árnasyni, gefin út
af Leiftri. Hún er prýdd mörg,-
um stórum teiknimyndum.
rrSkylda ríkja og fiepa að ásfunda samúð
fil að fryggja flótfamönnum hæli og vinnu"
Þrír íslendingar sóttu fund aiþjóða þingmannasam-
bandsins í London. Hann sóttu alls 506 fulltrúar
XLVI. FUNDUR alþjóðaþing
mannasambandsins var að
þessu sinni haldinn í London
dagana 12,-—19. þ.m.
Fundinn sóttu 506 fulltrúar
frá 48 ríkjum. Auk þess sátu
fundinn áheyrnarfulltrúi frá
þjóðþingi Ghana, hins nýstofn-
aða lýðveldis í Afríku, og alls
9 áheyrnarfulltrúar frá Evrópu
ráðinu, vísinda- og menningar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
alþjóðavinnumálastofnuninni o.
fl. alþjóðastofnunum.
Af hálfu íslands sátu fundinn
þingmennirnir Jóhann Hafstein
og Pétur Pétursson og Friðjón
Sigurðsson, skrifstofustjóri Al-
þingis.
í 1. grein samþykkta Alþjóða
þingmannasambandsins segir
svo:
Markmið Alþjóðasambands-
ins er að stuðla að kynnum milli
þingmanna allra þjóðþinga, og
greinast þeir í þjóðdeildir, og
að sameina þá til átaka í því
skyni að tryggja og efla fulla
þátttöku ríkja þeirra, hvers um
sig, í stofnun og þróun lýðræð-
islegra stjórnarhátta og til þess
að efla störf að friði og sam-
starfi þjóða í milli, einkum með
samtökum allra þjóða. í þessu
augnamiði ber Alþjóðaþing-
mannasambandjnu einnig að at-
huga og reyna að leysa öll
vandamál, sem alþjóðleg eru í
eðli sínu og hægt er að ráða
fram úr með þingræðislegum
ráðstöfunum, og skal það gera
tillögur um þróun lýðræðislegra
stjórnarhátta og skapa þeim
aukna virðingu.
MÁL TIL UMRÆÐU.
Elísabet drottning Bretaveld-
is og Harold Macmillart forsæt-
isráðherra fluttu ræður, er fund
urinn var settur með hátíðlegri
athöfn í Westminster höll. Sel-
wyn Lloyd utanríkisráðherra
Breta flutti og ræðu á íundin-
um.
Þessi mál voru rædd:
1 Sltýrsla aðalritara þingmanna
sambandsins um starfsemi
þess og horfur í alþjóðamál-
um.
2. Flóttamannavandamálið.
3. Áhrif þjóðþinga á og eftirlit
með ríkisstjórnum.
4. Festing verðlags á hráefnum.
Mestar umræður urðu um
skýrslu aðalritarans. Miklar
umræður urðu einnig um flótta
mannavandamálið. Forseti ráð-
stefnunnar varð að takmarka
umræður.
Fram komu tillögur um að
bæta á dagskrá ráðstefnunnar:
stofnun alþjóðalögreglu, tak-
mörkun á framleiðslu og tíl-
raunum með kjarnorkuvopn.
Var fellt að taka tillögurnar á
dagskrá, einkum með tilvísun
til þess, að ekki mundi vinnast
tími til að ræða fleiri mál en
þau, sem fyrir voru á dag-
skránni.
FLÖTTAMANNA-
VANDAMÁLIÐ.
í þessu máli lá fyrir fundin-
um ályktunartillaga frá félags-
og mannúðarmálanefndinni,
Sendinefndir Bandaríkjanna,
Líbanon, Ráðstjórnarríkjanna
og ísrael báru hver um sig fram
breytingartillögur. Nefndin
breytti nokkuð orðalagi álykt-
unartillögu sinnar, þannig að
tekið var tillit til sumra þess-
ara breytingartillagna. Þannig
breytt var ályktunartillaga
nefndarinnar samþykkt gegn
atkvæðum sendinefndarinnar
frá ísrael. í ályktuninni er vitn
að í tiltekin ákvæði Genfar sam
þykktarinnar frá 28. júlí 1951,
um stöðu flóttamanna, og mann
réttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna. Enn fremur segir m.
a. í ályktuninni: Að það sé
skylda ríkja og þegna að á-
stunda sam.úð til þess að tryggja
flóttamönnum hæli og vinnu.
Framhald á 7. síðu.