Alþýðublaðið - 16.10.1957, Page 7

Alþýðublaðið - 16.10.1957, Page 7
Miðvikudagur 16. október 1957. AlþýðublaglS INNGANGUR. UM FÁTT er meira rætt og gjarnan deilt í stjórnmálabar- áttu lýðræðislanda en beina og óbeina skatta. Þannig hefur það \rerio og mun sennilega lengi verða. Umræðurnar snúast þá í senn iim það, hversu háar skuli vera fjárhagsáætlanir bæja og fjáxv lög ríkja, og þar með hverjar verða skuli þær heildarupphæð ir, sem krafizt skal í útsvörum, sköttum, tollum og afgjöldum. Samtímis er rætt og deilt um einstaka liði skattakerfisins; sýnist þá gjarnan sitt hverjum um, hverja áherzlu leggja skuli á hvern einstakan lið og hver vandamál rísi við að leggja þungann á þennan eða hinn lið- ínn. Um þetta snúast umræð- urnar, þegar fjallað er um hvort heldur skuli notazt við beina eða óbeina skatta. Hlutverk mitt í erindi þessu er að fjalla nokkuð um þessi vandamál. Nærtækt er þá að ég hafi norskar aðstæður til hlið- sjónar og skýringar. Ekki svo að skilja að ég hafi í hyggju að stofna til umræðna um norsk skattamál. Til þeirra mun nægt tilefni gefast næstu vikurnar. Eg legg einnig áherzlu á að ég ber persónuiega ábyrgð á þeim skoðunum, sem hér munu fram koma, en hvorki sú ríkisstjórn eða sá stjórnmálaflokkur, sem ég tilheyri. SÖGULEGT YFIRLIT. Enda þótt um langan aldur ÍLafi verið deilt, — og stundum allhart — um það, hvort skattar skj'ldu heldur beinir eða óbein- ir vera, þá hafa samt orðið minni breytingar á þessum skattaformum en ætla mætti. Þetta gildir sér í lagi frá síð- ustu aldamótum. Útsvör bæj- arfélaga ásamt tekjuskatti og öðrum hliðstæðum sköttum lögðum á tekjur og greiddir rík- inu, nefni ég beina skatta einu nafni; tolla, veltuskatt og skatta á sérstakar vörur og þjónustur óbeina skatta. Alla síðustu öld hvíldi aðal- þunginn venjulegast á hinum ébeinu sköttum. Það voru toll- arnir, sem úrslitum réðu. Þeir voru lengst af aðaltekjulindir ríkissjóðanna. Frá byrjun þess- arar aldar fóru beinu skattarn- ir jafnt og þétt hækkandi og höfðu náð þeim óbeinu í byrj- uin fyrri heimsstyrjaldar. I heimsstyrjöldinni fyrri náðu feeinu skattarnir greinilega yfir- Eöndinni, en lækkuðu þó aftur hlutfallslega á árunum milli 1920 og 1940. Sú hlutfallslækk- un hefur einnig haldið áfram eftir heimsstyrjöldina síðari. Nú er staðan þannig, að beinu og óbeinu skattarnir nema álíka líiáum upphæðum. Bæjarfélögin notast nær ein- göngu við beina skatta, en til ríkisins eru óbeinu skattarnir yfirgnæfandi. Þegar litið er á gildandi fjárlög, er skiptingin þannig, að beinu skattarnir siema tæplega einum þriðja, 10% veltuskatturinn um það foil einum þriðja, og ýmsir aðrir óbeinir skattar og afgjöld rúm- lega einum þriðja. Að útsvörum bæjarfélaga meðtöldum nema sem sagt bein ír og óbeinir skattar álíka stór- um upphæðum. Um langan aldur hefur það verið svo, að beinu skattarnir iiafa numið mmnst.40% og mest 60% af heildarupphæð skatta- toyrðanna á hverjum tíma, ó- toeinu skattarnir allt frá 60% <Og niður í 40%, en mörkin sveiflazt fram og aftur á þessu foili. Á sama tíma hafa ei að síð- Hir átt sér stað gagngerar breyt- íngar á samsetningu hinna 1beinu skatta annars vegar og I hinna óbeinu hins vegar. Eftir- tektarverðasta breytirigin á | samsetningu hinna óbeinu skatta eru minnkandi tollar en í þeirra stað innleiðsla al- mennra veltuskatta. ÁHRIF SKATTA Á HAGRÆNA ÞRÓUN. Þeim, sem á-vorum dögum fæst við samnir^, opinberra ; fjárhagsáætlana, uer fyrst , og ! fremst að taka tillit til áhrifa jþeirra á hina hagrænu þróun í þjóðfélaginu. Um það verður jvart deilt, að um er að ræða ; víxlverkanir milli upphæðar og inntaks hinna opinberu fjár- ! hagsáætlana annars vegar og ; hinnar hagrænu þróunar hins jvegar. Hins vegar verður að jsegja sem er, að oft ber mjög lítt á hinni nauðsynlegu yfirsýn í umræðum um beina eða ó- beina skatta, —- ef hana skortir þá ekki gersamlega. Þetta á þó fyrst og fremst við, þegar um er að ræða skipulagðan áróður um skattamál. Hver sá, sem myndar sér grundvöll að slíkri heildaryfir- sýn, verður að leggja aðalá- TRYGVE BRATTELI f járm'álaráðherra Noregs flutti á fundi norræna þingmannásambandsins hér í Reykjav.ík 29. ágúst í suxnar fyrirlestur um beina og ó- beina skatta og setti fram við jiað tækilæri mjög athygl- sverðar skoðanir. Mál jretta héfur riokkuð verið á dag- skrá erlendis undarifarið einkum í Noregi, en naumast borið á góma hér heima. Hias vcg'ar liggur í augum uppi, að hér sé um að ræða umhugsunaréfni fyrir okkur ís- Iendinga, og liefur Alþýðublaðið þess vegna fengið leyfi til jress að birta fyrirlestur Bratteli í heild. liun hann birtast 'hér í blaðinu í tveimur greinum. t.d. 200 mílljónir króna, þá myndi af því leiða að einstak- lingar og félög myndu halda 200 milljónum króna eftir af sínum tekjum. Þessi skoðun byggir á því. að hlaupandi tekj- ur fyrir sköttun myndu í heild verða jafnháar, enda joótt hið opinbera minnkaði tekjur sínar um 200 milljónir króna. Þetta gæti vel verið svo, ef slík lækkun beinna og óbeinna skatta ætti sér stað án jiess að hið opinbera lækkaði útgjöld sín. Það er ekki tilgangur jaessa. erindis að ræða áhrif slíkra ráð- hinar allra mikilvægustu —, í j heillavænlegri jDi'óun efnahags- 1 lífsins. j Það er ekki tilgangur minn að ræða nánar héraðlútandi: vandamál í sambandi við j greiðslujöfnuð og jafnvægi í þjóðarbúskap. i Eg vil einungis taka fram, að þegar tryggja skal fulla nýtingu vinnuafls, — m.a. með miklum ; opinberum útgjöldum, — og fulla hagnýtingu framleiðslu- tækia og þjóðarauðæfa, þá er nauðsynlegt að hinum hlaup- andi útgjöldum hins opinbera; Trygve Bratteli: Fyrri hlufi herzluna á hagræn og þióðfé- lagsleg áhrif inngrelðslna og útborgana yfir hina opinberu fjárhagsáætlun. Til engrar gagn legrar niðurstöðu leiðir að rekja áhrif einangraðs liðar skatta- kerfisins. Rétt mat á áhrifun- um fæst því aðeins, að þau séu skouðu í samhengi við áhrif' annarra liða og heildaráhrif f j árhagsáætlunarinnar. Við skulum taka norska 10% veltuskattinn sem dæmi. -í grunnfærnum áróðri er því gjarnan haldið fram, að áhrif hans séu þau, að allt sem fólk kaupir, sé 10 af hundraði dýrara en vera myndi án hans, Ei að síður er það staðreynd, að hverj um og einum standa nú til boða meiri og betri vörur en t.d. árið 1934, þegar þessi skattur ekki var til. Önnur óvönduð mótbára gegn þessum skatti er sú, að hann sé „fátækraskattur“. Þóer það svo, og um það verða vart skiptar skoðanir, að lífskjörin eru í dag betri, — og að flestra áliti jafnframt réttlátari, — en þau voru þá. Af þessu leiðir að sjálfsögðu ekki, að hægt sé að halda því fram, að veltuskatturinn út af fyrir sig hafi stuðlað að því að vöruúrval sé nú meira og betra, né heldur hinu, að hann út af fyrir sig hafi gert lífskjörin jafnari. Hitt er annað, að veltu- skatturinn hefur verið þáttur í framkvæmd stjórnarstefnu, sem leitt hefur til meira vöru- úrvals og jafnari lífskjara. Einn er sá veikleiki enn, sem einkennir það sem ég vil kálla grunnfærnar umræður um beina og óbeina skatta, að ekki er tekið hið minnsta tillit til áætlana á athafnalíf og tekju- ^myndun, en þess í stað gengið út frá því, að hin hagræna þró- un og tekjumyndunin eigi sér stað óháð hinum opinberu fjár- hagsáætlunum. Af slíkri skoðun leiðir, að því er haldið fram, að ef hið opinbera lækkaði beina og óbeina skatta segjum um stafana. En hvað sem því líður, | þá byggir hin áðurnefnda skoð- un á þeirri hugsun, að heildar- tekjurnar mvndu ekki breytast, enda joótt hið opinbera drægi úr útgreiðslum sínum um 200 mill- jónir króna. En myndi svo verðá? Hver og ein opinber útgjöld hljóta að koma fram sem tekj- ur hjá einhverjum móttakanda. Engin útborgun getur farið fram, nema í hlut einhvers komi að taka við henni. Því hærri sem opinber útgjöld eru í hlutfalli við heildarþjóðar- tekjurnar, þeim mun meiri á- hrif hafa þau á eftirspurn, at- hafnalíf og tekjumyndun. Ef hið opinbera lækkaði skatta og drægi sem því svar- aði úr útgjöldum, myndu sam- anlagðay tekjur, eftir að skatt- ur hefði verið greiddur, ekki hækka að sama skapi og skatta lækkuninni nam. í mörgum til- fellum myndu tekjur jDvert á móti lækka meira en næmi lækkun hinna opinberu út- gjalda. í nútíma þjóðfélagi eru hin margvíslegu opinberu útgjöld einmitt driffjaðrir, — máske sé mætt að mestu. leyti með því að innheimta beina og' óbeina. skatta. Þar við bætist, hvað Noregi viðvíkur, að opinber sparnaður verður að vera hlut- fallslega mikill. KOSTIR OG GALLAR BEINNA SKATTA. Segja má, að á vorum dögum séu opinberar fjárhagsáætlanir samanlagt allmiklu hærri, bæði í krónum talið og hlutfallslega, en var fyrir nokkrum áratug- um síðan. Þeir eru í rauninni fáir, sem hafa trú á því, að þeirri þróun verði snúið við. Deilur um samningu fjárlaga og fjárhagsáætlana eru nánast fjrrst og fremst um þröngt af- markaða þætti þeirra og hlut- fallslega lágar upphæðir. Viðfangsefnið er.þá í raun- inni það, að semia skattakerfi, sem hæfir þeim aðstæðum, sem fyrir hendi eru, þar með talið að mynda sér skoðun um, í hvaða lilutföllum leggia skuli áherzlu á beina skatta annars vegar og óbeina hins vegar. í reyndinni er það svo, að hvor aðferðin sem er, hefur sína kosti og einnig sína galla. Mat á kostunum og ókostunum kann að breytast frá einum tíma til annars. Á hverjum tíma ber þá að veljaþá aðferðina, sem hefur til að bera mesta kosti miðað við ókostina. Ljóst má vera, að ekki er all- ur vandinn leystur með því að ákveða tekjuöflunarleiðir, sem með forsvaranlegum rökum má segja fyrir um að standi undir þeim útgjöldum, sem ákveðin kunna að hafa verið. Skattakerf ið þarf auk þess að vera þannig uppbyggt, að það samtímis stuðli að því að þau hagrænu og þjóðfélagslegu markmið náist, sem stjórnarstefnan gerir ráð fyrir. Hér er margs að gæta og hætt við árekstrum. Inn á joetta mun ég nú koma nánar. Þess er enginn kostur að ræða til fullnustu þau vandamál, sem tengd eru mismunandi skattaformum. Hér skal þó minnst á nokkur atriði, sem máli skipta, þegar gert er upp á milli beinna og óbeinna skatta. Beinu skattarnir til ríkis og bæja eru nær eingöngjx lagðir á tekjur einstaklinga og félaga. Formið fyrir tekjuskatti fé- laga virðist í fljótu bragði mjög einfalt, annars vegar samning afskriftarreslna og hins vegar ákvörðun skattataxta. I raun og veru er þó hér um mjög flókið mál að ræða. Mikilvægasta mótbáran gegn þessum skatji er sú, að hann sé síður en svo hvatning til skyn- samlegrar nýtingar framleiðslu tækja og réttrar hagnýtingar framleiðsluþátta og þjóðarauð- æfa. Slæpingshátturinn launist með lágum sköttum, dugnaði og- framtakssemi sé hegnt með háum sköttum. Vissulega má að nokkru vinna hér á móti við á- kvörðun skattataxtanna. En ég legg áherzlu á, að höfuðveik- leikinn er fólginn í kerfinu sjálfu, og honum verður ekki útrýmt að fullu með neinum ráðum. Segja má að unnt sé að leggja skatta á atvinnufyrirtæki með öðrum hætti. Liggur þá bein- ast við að leggja þá á sem af- gjöld á vissa framleiðsluþætti. Einnig það hefur sína ókosti, þótt með því móti mætti við koma virkri hvatningu til réttr- ar hagnýtingar framleiðslutækj anna. Annar höfuðannmarki beinna skatta er dreifing þeirra. Þeir eru lagðir á félög atvinnurekst- ur einstaklinga og launafólk. Atvinnurekstur einstaklinga skal búa við sömu afskriftar- réglur’sem félög og skattataxt- arnir eru hiriir sömu og á ein- staklingum. En þetta er ekki alls kostar heppilegt. Sennilega er ógerlegt að beita beinni skatt lagningu á þessar þrjár tegund- ir skattþegna þannig að öllum finnist réttlátt og sanngjarnt. Þrátt fyrir ríka viðleitni og mikið erfiði hefur enn ekki tek- izt að finna þann grundvöll fyr- ir álagningu beinna skatta, að almennt verði sanngjarn talinn. En framkvæmd þeirra er virk, þegar um er að ræða launþega, sem auðvelt er að sjá, hverjar tekjur hafi. Hins vegar er hún ekki eins virk, þegar um er að ræða þær stéttir manna, þar sem mat þarf að koma til um hversu háar hinar raunverulegu tekjur séu. Flestum mönnum eru hinir beinu skattar hinn mesti þyrn- ir í augum. Hvort heldur þeir eru greiddir á vissum gjalddög- um eða dregnir frá vikulegu kaupi eða mánaðarlaunum, þá finnst flestum hinar hlaupandi tekjur ódrýgjast mjög. Hinir beinu skattar hafa einn- ig þann ókost, að erfitt er að beita skattkerfinu sem fjár- málapólitísku meðali þótt á þurfi að halda. Ákvörðun um skattlagninguna verður helzt að fastákveða fyrirfram og hún að gilda um tiltölulega langan tíma. Það er þess vegna erfitt að nota hina beinu skatta til fljótvirkra áhrifa hins opinbera á tekjur manna, þótt þörf sé talin þar á. Hugsanlegt er að þessu mætti breyta að nokkru með því að ákveða grunnskatt eða „normal skatt“, og jafnframt lögbinda heimild til hækkunar eða lækk unar að vissum hundraðshluta, ef tilefni þætti gefast. Slíkar breytingar gætu máske orðið eins fljótvirkar og breytingar á upphæðum óbeinna skatta. Því er haldið fram, að álagn- Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.