Alþýðublaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 4
A I b ý g u b 1 a % i 8
Miðvikudagur 16. október 1957s
Bjarni Benedikísson sér sig í spegli
LÍTILLÆTI er dyggð, en
stundum reynist stórmenn-
um örðugt að muna hófséjn-
ina, þrátt fyrir einlægan á-
setning og staðfastan vilja
hversdagslega. Þetta sannað-
ist á Bjarna Benediktssyni
föstudaginn var. Hann birti
af sér fimm myndir í Morg-
unblaðinu, og voru þær hver
annarri betri og ásjálegri.
En slíkt var sízt að ástæðu-
lausu. Manninum hafði hlotn
azt ærinn frami. Hann var
endurkosinn formaður þing-
flokks Sjálfstæðismanna og
auk þess sæmdur verðlaun-
um úr minningarsjóði
Björns Jónssonar, móður-
málssjóðnum, fyrir vandað
mál og góðan stíl. Öll þessi
tíðindi voru auðvitað mynd-
skreytt í Morgunblaðinu, og
Bjarni blasti þar við allra
augum á föstudag í fimm
hlutverkum eins og leikari,
sem hefur „slegið í geg'n“.
Sumum fannst þetta fullmik
ið af því góða, þar eð Bjarni
er aðalritstjóri blaðsins, sem
hér átti hlut að máli, en
menn skyldu ekki vera of
fljótir á sér til ályktunar af
tilefni sem þessu. Til dæmis
var óhjákvæmilegt fyrir
Morgunblaðið að birta mynd
af manninum með fréttinni
um „litlu nóbelsverðlaunin“.
Það þurfti að 'sjást svart á
hvítu eða hvítt á svörtu, að
einmitt þessi Bjarni Bene-
diktsson hefði orðið fyrir
valinu.
HETJAN MIKLA
Morgunblaðið á laugardag
var eins og jafnaðarlega
glögg sönnun um vandað
mál og góðan stíl, en flutti
hins vegar enga myndina'af
Bjarna Benediktssyni aðal-
ritstjóra. Hann hvíldi sig
daglangt eins og guð almátt-
ugur eftir sköpun heimsins
og valdi laugardaginn,
sennilega fremur af tilviljun
en tillitssemi við aðvent-
ista. En svo rann sunnudag-
urinn upp, og þá lét Morg-
unblaðið ljósflóðið leika á
ný um hetjuna miklu. Vel-
vakandi kom á framfæri
grein eftir Pétur Sturluson
á Álafossi. Hún nefndist
Verðskulduð verðlaun og
fjaljaði um Bjarna Benp-
diktsson og upphefð hans.
Þar voru miklu efni gerð skil
í stuttu máli. — Boðskapur
Péturs þessa Sturlusonar
var svohljóðandi:
BJARNI OG ÞROSKINN
„Nýlega hafa verið veitt
verðlaun. úr minningarsjóði
Bfjörns Jónssonar, Móður-
málssjóðnurn. Verðlaun þessi
eru, sem kunnugt er, veitt
fyrir gott mál og góðan stíl.
Að þessu sinni hefur aðalrit-
stjóri Morgunblaðsins
Bjarni Benediktsson hlotið
þessi verðlaun og þar með
viðurkenningu okkar fær-
ustu manna.
Skólar landsins útskrifa
árlega mikinn fjölda æsku-
fólks, sem aðeins hefur
numið undirstöðuatriði móð-
urmálsins. Andlegur þroski
þessara ungmenna og um
leið næmleiki þeirra fyrir
fegurð málsins fer að mestu
leyti eftir því lesmáli, sem
fyrir þeim verður“.
GIMSTEINNINN GÓÐI
„Dagblöðin eru það les-
mál, sem mest er lesið og
mest áhrif hefur á málsmeð-
ferð þjóðarinnar. Það er því
þýðing'armikið að dagblöðin
séu vel skrifuð á góðu og
fögru máli.
Morgunblaðið er stærsta
og útbreiddasta dagblað
landsins, er lesið af svo að
segja hverju mannsbarni á
landinu. Það er því ánægju-
efni hverjum sönnum ís-
lending að svo ritfær maður
sem Bjarni Benediktsson er
skuli stjórna því og þannig
hjálpa til að móta og auka
næmleik þess æskufólks,
sem vex upp í byggðum
landsins, fyrir.. þeim feg-
ursta gimstein, er þjóðin á,
móðurmálinu“.
VÍSAN HANS SÖLVA
Vafalaust hefur Bjarna
Benediktssyni liðið harla
vel eftir að hafa lesið blað-
ið sitt með morgunkaffinu á
sunnudag. Og afburðamenn
þurfa ekki að vera svo lítil-
látir að banna blaðinu sínu
að birta myndir af sér eða
lofgreinar um sig. Þess eru
mörg' dæmi, að snillingar
hafi sagt sannleikann um
sjálfa sig. Sölvi Helgason
kvað forðum daga:
Ég er gull og gersemi,
gimsteinn elskuríkur.
Ég. er djásn og dýrmæti,
drottni sjálfum líkur.
MYNDIN OG VARÐINN
Hins vegar hefði farið vel
á því að láta mynd af Pétri
Sturlusyni á Álafossi fylgja
grein hans um Bjarna Bene-
diktsson, manninn með gim-
steininn í mildri föðurhendi.
íslendingar eru svo mein-
fýsnir og illgjarnir. Ein-
hverjum þeirra kynni að
detta í hug, að höfundur
Lúsoddagreinarinnar frægu
væri hér að verki til að gera
Bjarna nýja skráveifu. Og
vissulega gæti það talizt
skemmtilegur fróðleikur að
líta ásjónu þessa Péturs-
Sturlusonar á Álafossi.
Framtíðin mun ef til vill
leggja hann sem sagnantara
að líku við hálfnafna hans,
Snorra Sturluson í Reyk-
holti. Myndin af þvílíkum
manni þarf að vera fyrir
hendi, þegar einhver Guð-
mundur frá Miðdal byrjar á
styttunni, því að öðrum eins
snillingi og postula verður
að sjálfsögðu reistur minnis
varði. Ekki þarf Bjarni að
óttast gleymskuna að held-
ur. Hann fékk af sér fimm
myndir í Morgunblaðinu á
föstudag. Því þá ekki að
birta eina af Pétri? Enn
þekkja hann fáir. Bjarni er
aftur á móti löngu kunnur.
Ilcrjólfur.
Nýjungar í vísindum og tœkni
Á RANNSÓKNARSTOFU
skógræktarframleiðslunnar í
Madison, Wisvonsin, Bandaríkj
unum, hafa verið gerðar tilraun
ir með framleiðslu pappírs úr
filippínskum bambusreyr, og
hafa þær borið mjög góðan ár-
angur.
í up.plýsingum frá rannsókn-
arstofnuninni segir, að ekki sé
auðvelt að rífa þennan pappír
og skilyrði til litunar séu góð.
Eru bændur í Bandaríkjunum
hvattir til þess að rækta.þennan
bambusreyr, vegna þess að hann
vex fljótt og nýtist vel.
^aukaorka auka hraða flugvél-
anna um 40 km á klukkustuncl
eða meir.
í þessum flugvélum eru Curt*
iss-Wright hverfihreyflar. I
hverjum þeirra eru 18 strokkan
og þrír innbyggðir hverflar, sera
nýta á ný útbrunnið gas og
breyta því í orku. ]
elgar og I
ríkjamenn stofna
kjarnorkufyrir-
NÝTT fyrirtæki hefur verið
stofnað af belgískum og banda-
rískum iðnsamböndum með það
fyrir aug.um að stuðla að auk-
inni notkun á kjarnorku í Evr-
ópulöndum í friðsamlegum til-
gangi. Fyrirtæki þetta heitir
NDA Europe og eru aðalbæki-
stöðvar' þess í Brússel í Belgíu.
MUn það sjá iðnfyrirtsekjum í
Evrópu fyrir fræðilegum og
tæknilegum leiðbeiningum sér-
fróðra manna og aðstoða þau
við Jramleiðslu á.þessu.sviðí.
Ný tegund ai
FYRIR SKÖMMU komst (
bandarískur flugliðsforingi með {
íoftbelg upp í 33 kílómetra1
.:>.æð, og eldflaugar með til-
raunadýrum, hafa náð meira en j
•.vöfalt hærra. í hvert skipti
sem slík furða hefur gerst, j
::nátti halda það eftir blaðafyr-
ú’sögnum að dæma að nú væri
fsíðustu þröskuldunum fyrir því
að geimfarir mættu hefjast,
Xoks rutt úr vegi. Þessi merki-
'egu afrek eru þó ekki þýð-
Xngarmeiri en það, að enn erum i
Við stödd í flæðarmáli hins óra-
víða geimhafs. Enn höfum við
I'-.arla litla hugmynd um hvern-.
. g- öllu er háttað í efri logum
geimsins, segir þýzki eðlisfræð- ^
Ingurinn Werner Braunbek í
Htgerð um eðlisfræðilegt ásig-
i:omulag háloftanna.
Andrúmsloftið umhverfis og
yfir okkur er svo létt og gagn-
sætt, að okkur er fjarri að telja
okkur djúpsævisskepnur. And-
rúmsloftið er nefnilega þúsund
sinnum þynnra eða léttara en
vatn og vegur lítri af því ekki
nema eitt gramm. En samt sem
áður dugar það okkur vel sem
varnarveggur gegn hinum
hættulegu áhrifum útgeimsins,
fyrst og frernst veg'na þess hve'
lagið er þykkt.
Hve þykkt er andrúmsloftið í I
raun réttri? Hversu vítt er'
geimhafið? Hve hátt þurfum!
við að komast til þess að fara
út fyrir jaðar gufuhvolfsins’
Spurningunni verður ekki svar
að, þar sem ekki er um nein
hrein takmörk að ræða, and-
rúm'sioftið aðeins smá þynnist1
þar til geimurinn tekur við.
Með tveggja eða þriggja þrepa
eldflaug hefur náðst 400 km.
hæð, og hafa slíkar tilraunir
veitt margháttaða fræðslu um
ásigkomulag háloftanna.
Fyrir uppgufun og önnur áT
hrif hafsins er samsetning and-
rúmsloftsins, fyrst og fremst
varðandi köfnunarefni, súrefr.i
og kolsýru, mjög svipuð upp ,í
verulega hæð. Það er ekki fyrr
en dregur marga kílómetra frá
jörð og loft'ið er farið að gerast
mjög létt, að vart verður
Weggja léttra gastegunda, ild-
is og helium, að meira leyti en
neðar. Að minnsta kosti virðast
upplýsingar þær, sem fengist
hafa fyrir tilraunir með eld-
flaugar benda til þess. Þyngd
Framhald á 8. síðu.
Á VEGUM bandaríska fyrir-
tækisins Du Pont fara nú fram
tilraunir með framleiðslu nýriv
ar tegundar af nælon, sem ofið
er í vinnufataefni úr baðmull
eða rayon, og mun það auka
endingu þeirra um 70 %.
Hinn nýja þráð, sem nefndur
hefur verið nælon 420, má nota
í baðmullar- og. rayonefni til
þess að auka ( slitþol þeirra og
varna því að þau. rifni. í til-
kynningu frá fyrirtækinu segir,
að undanfarin fjögur ár hafi
verið unnið að rannsóknum á
framleiðslu þessa þráðar.
ÖRLÍTILL þurrhlöðuraf*
geymir, minni en armbandsúrj
sem hægt er að hlaða aftur með
raímagni til margra ára, hefux”
verið framleiddur í rannsókn*
arstofum Bandaíkjaflota. Ætlað
er, að hægt verði að nota slík-
an rafgeymi til þess að kný.jas
hið smágerða raíeindakerfi í
heyrnartækjum, ferðaútvarps-
tækjum og öði-um rafeindatækj
um. i
Hið athyglisverðasta í sam-
bandi við þennan nýja rafgeými
er það, að hægt er að hlaða
harm á ný, þegar hann er orð-
inn þurr, en það er ekki hæg't
að gera við venjulega þurr-
hlöðurafgeyma. Ennfremm’ má
hlaða rafgeyminn aítur eins
oft og þörf krefur, og endist
hann í nokkur ár. Sarakvæmt
þeim tilraunum, sem hingað til
hafa verið gerðar, er búizt við,
að rafgeymirinn muni endast
í rúm tíu ár. Ef það reynist rétt,
mun hann endast lengur en flest
ir aðrir hlutir í rafeindakerfi.
FUNDIN hefur verið ný að-
ferð til þess að framleiða dem-
antsnálar í plötuspilara í vél-
um hjá Walco-fyrirtækinu í
East Orange, New Jersey í
Bandaríkjunum. I tilkynningu
frá fyrirtækinu segir, að tekið
hafi tvö ár að fullkomna þessa
nýju aðferð.
Hingað til hafa demantsnál-
ar verið búnar til í höndunum
og demantshjól verio notuð til
þess að sverfa þær. Með þess-
ari.nýju aðferð verður hægt að
hefja fjöldaframleiðslu á dem-
antsnálum, og mun verð þeirra
því lækka að mun.
flugvéla.
NÝ TEGUND af flugvéla-
benzíni, sem getur aukið orku
sérstakra hverfihreyfla um allt
að því 20%, hefur verið fram-
leidd hjá Ethyl-fyrirtækinu í
Bandaríkjunum.
Benzín þetta hefur verið
nefnt AK-33X og eykur það
stórlega hreyfiafl brennsluhola
í hreyflum fiugvéla eins og t.d.
af gerðinni Lockheed Super
Constellation og Douglas DC-7,
segir m.a. í frétt frá fyrirtæk-
inu.
í framtíðinni, þegar hreyfl-
arnir hafa enn verið endurbætt-
ir og fullkomnaðir, mun þessi
líulekju.
Á VEGUM bandaríska fyrir-
tækisins Gulf Oil Corporation
eru nú gerðar tilraunir með
notkun nýrrar aðferðar, sem á
ef til vill eftir að auka mjög
olíutekju úr lindum, sem hing-
að til hafa verið álitnar þurr-
ausnar.
Fer þetta þannig fram, að
myndaður er hiti inni í olíu-
borholunni til þess að kvikni í
olíunni í klettalögunum um-
hverfis holuna. Við það breyt-
,ist hluti af olíunni og vatninu í
' ldettamyndunum í gufu og síð-
an aftur í olíu.
Gert er ráð fyrir, að með
þessari aðferð verði ef til vill
unnt að ná jafnmikilli olíu úr
,,þurrum“ olíulindum og náðst
hafði úr þeim áður.