Vísir - 21.05.1911, Síða 2
2
V í S I R
bæöi á íslandi og í Færeyum og
söng kvæöi, en þaö var aðeins einn
dag og á Færeyum var hún aðeins
1 klukkutíma . . . hún ljet gufu-
skipið bíöa meöan hún fór í bát
og í land, skilaöi nokkrum vísum
og eymdi svo af stað.
1. júlí er jeg aftur í Kaupmanna-
höfn — ef til vill einni tálvon fá-
tækari.«
»
Ur bænum.
Skipafrjettir.
E/s Sterling fór á föstudags-
kveldið til Austfjarða og útlanda
og með því hátt á þriðja hundr-
að farþegja og var margt af því
verkafólk austur.
Nokkrir þingmenn tóku sjer
far með skipinu ogallmargirGood-
templarar, sem fóru á stórstúku-
þing, er haldið verður á Seyðis-
firði að þessu sinni.
Til útlanda fóru meðal annara
Skúli ritstjóri Thoroddsen á leið
til Rúðu, Björn Jónsson fv. ráðh.
til Noregs, sjer til heilsubóta og
Vilh. Finsen loftskeytafræðingur.
E/s Ask fer í dag kl. 6 til Aust-
fjarða og útl.
E/s Perwie fer í strandferð kl.
12 á hád. í dag.
E/s Vesta fer til Austfj. og útl.
á morgun.
Fermt er í dag í Dómkirkj-
unni 28 börn (sjera Bjarni) og
í Fríkirkjunni 78 börn. 30. f. m.
voru fermd í Dómkirkjunni 65 börn
(sjera Jóhann).
Þjóðólfur gamli á aö seljast á
uppboði 9. n. m. Ritstjóri hans er
nú orðinn Jón Ólafsson alþingis-
maður.
Afmœlishátíð Steingríms rektors
fór fram hið besta. Mentaskóla-
nemendur gengu heim til hans í
skrúögöngu um daginn og fluttu
honum kvæði og Venusar-líkneski
að gjöf. Tugir af símskeytum bár-
ust honum úr öllum áttum. Það,
sem var lengst að, mun hafa verið
frá Poestion, og var líka styttst:
»Gratulor.«
Samsætið hófst kl. 7.
f veislulokin vardansað ogdrukkið
—í hófi.
Nákvæm lýsing áf hátíðahaldinu
var í fsafold í gær.
Altaw aj lawdv.
Slys. Á Hornafiröi vildi það
til, er Perwie kom þar, að maður
nokkur stökk út úr mótorbát er
flutti fólkið í land. Báturinn hafði
orðið fastur á eyri og maðurinn
ætlaði að vaða í land. Hann lenti
í ál sem var óstæður og sökk þar.
Honum skaut upp og kallaði hann
á hjálp, en því varð ekki við kom-
ið að bjarga honum, enginn mað-
ur syndur þarna, og drukknaði hann
fyrir augum bátshafnarinnar.
Þetta var vinnumaður frá Hoffelli,
silfurbergslandinu.
Frá Hornafirði er að frjetta
uppgrip af fiski, svo stórfeld að
menn muna varla dæmi til slíks.
í Vestmannaeyum eraltafhlað-
afli. Eyarskeggar fjölga óðum
mótorbátum. Tveir komu þangað
með Kong Helge síðast.
Frá Akureyri er von á hóp
manna til sýningarinnar hjer. Þeir
j rjeðust, þegar frjettin kom um að
| Flora biði hjer fram yfir 17. júni.
AxelTúliníussýsIumaðursunn-
mýlinga hefur sótt um lausn frá
embætti sökum bilunar á heyrn.
Loftskeytaframfarirnar.
Marconi, loftskeytauppgötvarinn, er
um þessar mundir að setja upp
loftskeytastöð í þorpinu Coltano hjá
Pisa á Ítalíu. Þessi stöð er að
ýmsu miklu fullkomnari en þær
Ioftskeytastöðvar, sem nú eru not-
aðar og verður hún opnuð í byrjun
ágústmánaðar. Er búist við að
hún geti sent skeyti miklu lengri
veg en áður hefur verið hægt að
senda þau.
Sólmyrkvinn síðasti. Svo
sem kunnugt er varð aimyrkvi á
sól 28. f. m. á mjóu belti á Kyrra-
hafinuTrá Australiu til Miðameriku.
Stjömufræðingar láta sjaldan á sjer
standa, ef færi gefst til að athuga
almyrkva á sól, og í þetta skifti
fóru þeir frá mörgum löndum þang-
að suðureftir sem myrkvinn sást.
Meðal annars fóru enskir stjörnu-
fræðingar með hinn ágætasta útbún-
að og höfðu þeir stöð sína á
eyunni Vavan sunnarlega í Kyrra-
hafinu. Veður var ekki heppilegt
þá stundina sem myrkvinn stóð yfir
en samt varð töluverður vísinda-
Iegur árangur af för þeirra.
Af sólarkrónunni sáu þeir að
sólblettir eru með minsta móti og
boðar það gott veðurlag.
Svart dauði er nú mjög í
rjenun í Austurlöndum, sem betur
fer, en
Kólera hefur stungið sjer nið-
ur í Pjetursborg, þó er búist við
að útbreiðsla hennar verði varin.
Uppreistnin f Kfna er enn
í fullu fjöri og blóðugir bardagar
á hverjum degi. Um morguninn
2. þ. m. reyndu upphlaupsinenn að
ná lögregluslöðinni í Kanton með
áhlaupi, en unnu ekki á. Ensk her-
deild, sem verndar borgarhluta þann
Norðurálfumenn búa í hefur fært
þangað allmargar fallbyssur til varn-
arinnar.
Úr ruslakistu
Plausors.
i.
Yeisluspjöllin í Dal.
----- Nl.
Gísli hafði í fyrstu haft á móti
því, að maturinn væri seldur svona
á uppboði, en þegar hann sá, hvernig
grauturinn seldist, ljettist brúnin á
honum. Hann átti líka að fáfullan
þriðjung af peningunum, og svo
gat hann reiknað sjer nokkuð fyrir
húspláss og átroðning. Uppboðið
hjelt því áfram. Fyrst var grautur-
inn boðinn upp og keyptu ýmsir;
síðan var steikin seld og varð hún
afardýr, en örast var þó boðið, þegar
toddyglösin voru borinn fram; þá
ægði hringjaranum, svo hann keypti
ekki neitt; en í nokkur glös bauð
hann fyrir hreppstjórann, sem var
orðinn hás af að kalla upp, svo hann
varð að fá sjer eitthvað til að væta
kverkarnar. Þegar uppboðinu var
lokið, voru margir orðnir ölvaðir.
»Nú er ekki meira að gera hjer,«
sagði hreppstjórinn, og fóru menn
þá að týnast af stað heim til sín,
og voru sumir ekki orðnir sjálf-
bjarga betur en svo, að þeir veltust
um þúfurnar í túninu, þegar þeir
fóru að leita hestanna. En þó er