Vísir - 08.08.1911, Side 2
2
V í S I R
Raddir
almennings.
Fáninn.
Það er ekki langl síðan 17. júní
1911, Þá hjeldum við hundrað
ára afmæli Jóns Sigurðssonar, og
þá var til minningar um hann sem
uppreisnarmann gegn danska of-
ríkinu settur Háskóli íslands, opnuð
íslensk iðnsýning, sett íþróttamót
íslendinga og fánum veifað í hund-
raðatali. Og það var hugþekt að
sjá í hve miklum meiri hluta íslenski
fáninn var þá.
Menn fundu það að engum
öðrum fána mátti veifa til minning-
ar um forvígismanninn, og þeir
sem ekki eru svo ríkir af þjóðar-
metnaði að þeir hafi fengið sjer
enn íslenskan fána, en hanrpa á
lofti innlimunarmarkinu við öll
tækifæri, voru þó svo snortnir af
anda dagsins að þeir kusu heldur
að draga engann fána á stöng en
»Dannebrog« og var það þó virð-
ingarvert.
En all-skammvinn hafa þau áhrif
verið, því 2. ágúst, sjálfan þjóðhá-
tíðardaginn okkar, voru svo margir
innlimunarfánar dregnir á stöng
hjer í bænum að lirein vanvirða
var að. — Og hafi íslendingar ekki
nú stökt landvættum af landi brott,
þá mættu þær nú gráta fögrum
tárum er slíkar sýnir blasa við
augum. Eða erum við ekki Iengur
íslendingar, heldur þegnar í »det
samlede danske Rige«, er við á
okkar eigin þjóðhátíðardag látum
okkur sama að vinda fjölda af
»Dannebrog« upp við stangarhúna?
Nú verður minnisvarði Jóns
Sigurðssonar afhjúpaður innan skams.
þá má ganga að því sem vísu að
Reykvíkingar sýni þeim degi þá
virðingu að láta sem flesta fána
blakta yfir bænum. Það verður
nógu fróðlegt að sjá hve mikið lifir
þá í þeim glæðum sem hviknuðu
um 17. júní.
Á.
„Miklir menn ernm vjer
Hrólfur minn”
Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir fer
talsvert geyst í 106. tbl. »Vísis« út
af slúðursögu um hana, sem hún
segir að hafi staðið í Vísi, viðvíkj-
andi kaupgjaldi verkamanna við
væntanlega hafnargerð hjer í bænum.
Jeg ,er hissa á því hvað frúin
tekur sjer nærri þetta meinlausa slúð-
ur, sem ber auðsæ merki ósanninda
með því að vera sett í samband
við verk, sem enn er ekki líkt því
svo á veg komið, að farið sje að
ræða um kaupgjald verkalýðs. Svo
vita líka allir að bæarstjórnin ræður
engu um það.
Jeg þekki til þess að frúin er
ekkert viðkvæm þegar hún útbýr
sínar eigin slúðursögur, s. b. brjefið
góða, svo það fer ekki vel á því
að hún sje hávær um svona smá-
legt. Ritsrjóri Vísis gat um það
við mig að hún hefði beðið um
leiðrjetting á »slúðrinu« og að með
því hefði fylgt vottorð bæarstjórnar
en þar eð frú Bríet hafði ekki beðið
mig uin mína undirskrift þá beiddi
jeg liann að bæta nafni niínu við
til að fyrirbyggja notkun þess á
annan hátt.
Það hefur borið við að frú Bríet
hefur leitað aðstoðar minnar til þess
að að komast í nefnd í bæarstjórn-
inni, svo jeg gat búist við því að
henni hefði ekki þótt minna varið
í að jeg bæri hana undan slúður-
sögu, sem hún gat losast við. Þessi
litlu afskifti mín ganga ekki hljóða-
laust fyrir sjer, frúin sendi dóttur
sína til þess eftir því sem næst
varð komist i einingu hennar, að
láta mig taka aftur nafn mitt og
athugasemd, sem jeg auðvitað gerði
ekki.
Frúna hefur víst mint að hún
væri í kvenrjettindafjelagsfundastappi
þegar hún vísar til fundarbókar í
bæarstjórninni, það er kvenrjettinda-
fundarbókin, sem í eru skrásettir
hennar vísdónismolar, en ekki í
funda bók bæjárstjórriar.
Jeg ætla að geta þess hjer að
það hafa nokkrir bæarbúar spurt
mig um það hvort Bríet hafi Sagt
það sem hún er að bera sig und-
an og jeg hefi sagt þeim að jeg
hafi aldrei heyrt hana segja það.
Reykjavík 5. ágúst, 1911
Guðrún Björnsdótlir.
SJfil herra Jóhans.
Herra ritstjóri Vísis hefir bent mjer
á að jeg liafi orðið fyrir umtali í
105. tölubl. »Vísis«. Hr. Jóhann
Jóhannesson afsakarmig víst þó jeg
nenni ekki að Iesa hvað Jón Jóns-
son skrifar um Fríkirkjuveginn og J
núverandi heilbrigðisfulltrúa, því það
kemur ekki mál við mig. En eina
villu vil jeg leiðrjetta hjá hr. Jó-
hanni sjálfum. — Jeg kannast sem
sje fyllilega við að hafa skipað fyr-
ir um, og mundi gera enn, ef til
þess kæmi, að hylja óhroða og ó-
hreinindi með mold, því jeg vil
leyfa mjer að fræða hann um að
það erekki heimskulegbábilja, held-
ur áreiðanleg vissa að mold er sótt-
verjandi, og hið ódýrasta og hand-
hægasta meðal til þess að gera ó-
skaðleg þau efni, sem hjer ræðir
um, enda víðast hvar um heim þess-
konar óhroði brúkaður til þess að
hækka jarðveg með ef til hans næst,
enda alls kostar óhætt, ef moldar-
Iagi er mokað ofan á.
Hvað stíflunni ílæknum viðvíkur
má vel vera að slíkt sje úrelt að-
ferð, þó ekki sje mjer það kunn-
ugt, en í öllu falli nægir þessi að-
ferð til þess að vinna sitt ætlunar-
verk í bráð, nefnil. að halda vatn-
inu lyktarlausu og rnikið til hreinu
í Læknum, og væri því heimsku-
legt að nota hana ekki meðan ekki er
á betra völ.
J. Iialldórsson
læknir.
Bæarstjórnin
hélt fund 3. þ. m. Mörg mál voru
á dagsskrá og umræður um þau
talsverðar; þó sýndu fulltrúarnir þá
lofsverðu sjálfsafneitun, að bíða eftir
kvöldmatnum þangað til eftir fund
í þetta sinn. Enda gafst það illa
seinast, þegar þeim var sleppt af
fundi heim í búrið. — Komu þá
bara ekki aftur sunúr hverjir, svo
ekki var fundarfært.
Talsvert eftirtektarverðar voru um-
ræður og undirtektir fulltrúanna í
fyrsta málinu á dagskránni, sem var
um leigusamning á bletti undir
stakkstæði vestur í bæ niður undir
sjó, handa útgerðarfjelagi nokkru.
Hafði fasteignanefndin lagt til að
bletturinn yrði leigður fjelaginu til
30 ára, með 40,00 kr. ársleigu fyrir
dagsláttuna. Auðvitað með því skil-
yrði, að bænnm væri heimilt að
leggja vegi á landinu og byggja
þar ef með þyrfti. Allir fulltrúarnir,
sem töluðu í máli þessu, að þeim
undanskildum borgarstjóra og Knud
Zimsen, mæltu eindregið á móti
því, að leigja blett þennan til svo
langs tíma, þar sem bletturinn væri
einmitt á þeim stað, sem vegna
hafnargjörðarinnar fyrirhuguðu hlýt-