Vísir - 29.09.1911, Page 3

Vísir - 29.09.1911, Page 3
GrÍStÍllÚSÍð í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Belsoff varð hverft við og hop- aði aftur á bak. Andlit stúlkunnar var fölt, en frmúrskarandi aðlaðandi. Augun voru stór og dökk, og mændi hún þeim raunalega á hann. Varir hennar voru afmyndaðar og saman kipraðar, og sögðu hinum unga manni heila langa sögu sorgar og örvæntingar. Búningur stúlkunnar var ó- brotinn en enganveginn fátæk- legur. i Stormurinnlosaðiumhárhennar j sem var ljóst á lit, og þyrlaðist það eins og ský fyrir andlit hennar, og fór hún nú að skjálfa og titra. »Hvers vegna látið þjer mig ekki veraífriði?« kallaði hún með grátstaf í kverkunum. »Pekkið þjer nokkuð til þeirrar ógæfu, sem hefur rekið mig út í nátt- myrkrið til að leita dauðans?« Belosoff fannst eins og hann væri stunginn í hjartað. Hann gat ekki giört sjer grein fyrir til- finningum sínum. Svo ung og fríð — og samt sem áður ákveðin í með frjálsum vilja að ráða sjer bana svo váveif- lega. »Hafið þjer mist alla von, svo að þjer ætlið að fleygja burt lífi yðar svona ljettúðugt?« spurði hann og var ekki laust við að málrómurinn væri reiðilegur. Stúlkan leit upp og horfði undr- andi á hann. Hún hafði óttast að vera fallin í hendur einhvers dýrslegs ómenn- is, en sá ótti hvarf við þessi orð lögregluþjónsins. Belosoff sá hvernig varir henn- ar kipruðust eins og í krampa. Allt í einu greip hún báðum hönd- um fyrir andlitið og fór að há- gráta. Hann ætlaði að fara að hugga hana og hughreysta, biðja hana að segja sjer ástæðuna fyrir sorg hennar, og spyrja hana hvort hann gæti ekki hjálpað henni. V í S I R Hans eigin' sorgir voru honum nú alveg gleymdar. Þá sá hann að stúlkan skjögraði, og hneig allt í einu meðvitundarlaus niður á fönnina. Geðshræringin, sem hver veit hve lengi hafði gagntekið sál hennar og líkama, hafði nú bor- ið hana ofurliði. Mótstöðuafl hennar var þrotið. Belosoff varð hálf hræddur. Hann litaðist um í allar áttir. Ennþá var enginn vökumaður sýnilegur, er gæti hjálpað honum til að bera hina ungu stúlku til næstu lögreglustöðvar. Áth' hann nú að gjöra það sjálfur. En eins fljót og þessi hugsun hafði verið að koma, jafn fljót var hún að hverfa aftur. Honum kom nefnilega í hug hvernig umhorfs er á hinum rúss- nesku lögreglustöðvum. Það gat ekki komið til mála að láta hina ungu stúlku rakna við á slíkum stað. Önnur ákvörðun þróaðist fljótt í huga hans. Hann beygði sig ofan að hinni ógæfusömu stúlku, sópaði snjón- um af höfði hennar og herðum og virti fyrir sjer um stund hið föla and'it með lokuðu augunum. »Hún hlýtur að hafa tekið mikið úb< sagði hann lágt við sjálfan sig. Hann strauk hendi sinni um ennið, og fann hvernig blóðið barðist í gagnaugunum: Tilfinning, sem hann ekki þekti áður, hafði læst sig í huga hans með óstjórnlegu afli. En með því að beita öllu viljaþreki sínu tókst honum að vísa þessari ! tilfinningu á bug, og tók hann nú hina meðvitundarlausu stúlku í fang sjer. Hann gat þó ekki varist því, að titringur fór um hann allan á ný- »þetta er einkennilegt« sagði hann og beit á jaxlinn. »Hvað gengur að mjer?« »Getur líkami meðvitundarlausrarstúlku nú trufl- að jafnvægi huga míns. Líkir viðburðir og þessi hafa komið víst hundrað sinnu fyrir mig, og hefi jeg þó ætíð haldið hugarró- semi minni óskertri að þessu.« Hann hraðaði sjer nú sem mest hann mátti yfir ófærðina í áttina að liúsi móður sinnar. Byrðin virtist vera eins og fis í höndum hans. 19 Einu sinni staðnæmdist hann á leiðinni og horfði til baka. Hon- um hafði heyrst eins og fótatak á eftir sjer. — Það gat verið vökumaður. —- En hann gat þó einskis orðið var. Eftir fjórðung stundar náði Belosoff heim að garðshliðinu. Gamla konan var enn ekki farin að hátta. Hún vissi að sonur hennar var kominn úr ferðalaginu, og átti von á honum heimá hverri stundu. Hún hafði kveikt á fampanum og farið að lesa í bók, og leit svo við og við út um gluggann. Óþreyan og kvíðinn, sem hafa þjáð hana alla vikuna sem Belo- soff var í burtu, hvarf á sama augnabliki sem hún fjekk vitneskju um, að hann væri kominn aftur til borgarinnar. Allt í einu heyrði hún að bar- ið var á útidyrnar. Gamla konan stóð fljótt á fæt- ur glöð í bragði og fór fram í ganginn með ljósið. »Hver er þar?« spurði hún áður en hún opnaði dyrnar, »það er jeg — sonur þinn!» var svarað. — Eins og móð mundi ekki þekkja málróm sonar síns! — Hún flýtti sjer að opna dyrnar, og Pjetur Belosoff kom inn með stúlkuna meðvitundarlausa í fang- inu. Móðir hans gat ekki varist því að reka upp hljóð. Ljósið skalf svo í hendi henn- ar, að við sjálft lá, að hún misti það. »Pjetur!« kallaði hún óttasleg- in. »Hvað er það, sem þú kemur heim með?« Hún einblíndi á son sinn, sem allur var fannbarinn. Hann ýtti hurðinni aftur með fætinum og svaraði henni loks: »Það er ein- hver vesalingur, móðir mín, sem ætlaði að fyrirfara sjer. Það er miskunarverk af okkur að reyna að bjarga henni.« Móðir hans skildi undireins, hvernig í öllu lá. Hún aflæsti dyrunum og flýtti sjer síðan, án þess að mæla orð frá munni, inn í stofuna, en þaðan streymdi hit- inn fram til þeirra. Belosoff lagði nú stúlkuna í legubekkinn og stakk kodda undir höfuð henna.r. Frh.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.