Vísir - 29.09.1911, Page 5

Vísir - 29.09.1911, Page 5
V í S 1 H 21 Eldlendingar. Suður af syðsta tanganum. á | Suður-Ameríku er eyland eitt stórt er Eldland nefnist og marg- ar eyar smærri, hólrnar og sker. Sjalft Eldlandið er áiíka stórt og hálft ísland, en allar hinar ey- arnar til samans eru álíka og Eldlandið hálft. Eyar þessar eru hjer um bil jafniangt fyrir sunn- an miðjarðarlínu og ísland er fyrir norðan hana. Kemur sól þar upp í austri líkt og hjer, og gengur svo vestur yfir himin í norðri, og er í hánorðri um há- degið, og heldur c.vo áfram vest- | ur eftir uns hún rennur í vestri Par er sumar, þegar hjer er ! vetur, en vetur, þegar hjer er sumar; því dagur er þar lengst- ur þegar hann er stystur hjáoss, eða um jólaleytið, en stystur um Jónsmessu, þegar hann erlengst- ur hjer í landi, og alstaðar á norðurhelmingi jarðar. —Eldland- ið er ákaflega fjöllótt, og eins allar eyarnar kringum það, og alt sundurskorið af sundum.fjörð- um, víkum og vogum. Öll hin hærri fjöll eru þakin jökli og snjó alt árið um kring, og sum- staðar ganga breiðar jökulbung- ! ur alt niður til sjávar, en neðan frá sjó og upp í miðjarfjalla hlíð- ar eru þjettir og dimmir beyki- skógar. Blöð trjánna eru sígræn árið um kring; þau eru svo þroska mikil, að stofnar sumra þeirra eru hálf fjórða alin áþykt. Sund- in og firðirnir eru svo djúpir, að oft eru stórir hvalir á sundi und- ir trjánum sem vaxa niður að flæðarmáli. Þar eru stormar, þok- ur og rigningar tíðar, og sjer þar sjaldan til sólar. Helsta spendýrið, sem lifir í þessum feikna skógum, er dýr eitt af úlfaldakyni, sem Lamadýrnefn- ist. Nota íbúarnir kjöt þess til matar, en skinnið tiT klæðnaðar; en eklci hafa þeir komist upp á að temja það. Þar er fátt af fugl- um og fátæklegt af blómum; og alt er landið yfir höfuð mjög skuggalegt og drungalegt. Aftur á móti er hafið krökt og kvikt af allskonar dýrum, stórum og smáum. Þar er mikil mergð ýmskonar seltegunda, enda lifa íbúarnirá selaveiðum líktogOræn- lendingar. Þar er einnig gnægð hvala og oturdýra: og mikið er þar af gæsum og ýmsum öðrum sjófulgum; og hver smáfjörður Kvöldskóla fyrir ungar stúlkur heldur undirrituð næstk. vetureinsog að undananförnu. Námsgreinar: íslenska, enska, danska, reikningur, skrift og hannyrðir. Umsóknum verður veitt móttaka í Þingholtsstræti 16. p. t. Presthólum 4. ág. 1911. Dergljót Lárusdóttir. »zt> yst sem inst —í því Nærföí, Vinrsuföí, Spariföt, Regnkápur og Yfirfrakkar þaðan þoSa lengst fara best kosta minst. PH Ötsalan stcndur yfir aðeins til mánaðamótanna úir og grúir af fiski, kröbbum og j skelfiskum: — og eru þessi dýr aðallífsbjörg landsmanna. Aðal íbúarnir á eyum þessum eru nefndir Pescharear;og standa þeir einna lægst allra villiþjóða í heimi. Kynda þeir stór bál nið- ur við sjó á liverju kvöldi, og því hefir landið verið kallað Eld- land, og íbúarnir Eldlendingar. Þeir eru litlir vextir og magrir, tæp hálf þriðja alin á hæð, höf- uðstórir og hálsstuttir, bringu- breiðir og magamiklir, útlimirnir oftast mjög svo grannir ogrýrir. Vanalega eru þeir svo óhremir, að ekki er liægt að sjáhörunds- lit þeirra fyr en búið er að skafa af þeim eða skola utan af þeim, en annars eru þeir eirrauðir eins og Indíanar. Þeir eru breiðleitir og kringluleitir, með lágt enni, er skútir fram yfir augun; en augun eru lítil og sýnast liggja langt inni í höfð.nu. Nefið er flatt og breitt, nasaholurnar víð- ar, varirnar þykkar. Alt útlitþeirra er snögt á að líta mjög svo sljótt og dýrslegt; sjaldan sjest bros á vörum þeirra. En nánara at- hugað sjest þó, að þeir eru af sama bergi brotnirogaðrir menn. Kofa sína byggja þeir niður við strendurnar, stundum 3 eða 4 saman; og eru það þær auðvirði- legustu byggingar, sem frekast er unt að hugsa sjer. Nokkrar greinar eru brotnar af trjábolun- um og þeim stungið niðuríjörð- ina í hring; en að ofanerugrein- arnar lagðar saman og bundnar hver við aðra með viðartágum. smærri greinum er svo brugðið inn á milli til að þjetta; og loks er kofi þessi þakin utan með sefi og grasi og jafnvel gömlum sel- skinnum. Stundum er þó ekki þakið yfir nemaá rigningaráttina. Líkjast kofar þessir heybólstrum snögt á að líta. Inni í kofunum er svo kynt bál á gólfinu; og fer reykurinn jafnóðum út um

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.