Vísir - 04.10.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 04.10.1911, Blaðsíða 1
139 VÍSIR 8 Kemurvenjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. þriðjud., miðvd., fimtud. og fóstud. 25 blöðinfrá24. sept.kosta: Askrifst.50a. Send út uin landóO au. — Einst.blöð 3 a. Af gn ísuðurendaá Hotel Island 1 -3 og 5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Miðv.d. 4. okióber 1911. Sól í hádegisstað kl. 12 16' Háflóð kl. 2,44' árd. og 3,12' síðd. Háfjara kl. 8,56' og kl. 9,24' síðd. Afmæll í dag. Frú Margrethe Krabbe. Egil Jakobsen, kaupmaður. Ouðm. Halldórsson verslunarm. Sigurður Sigurðsson alþm. Pösiar á morgun: Perwie kemur. Ingólfur kemur frá Straumfirði. Veðrátta í dag. o > o r *< T3 > bfi 3 > Reykjavík fsafjörður Blönduós Akureyri Orímsst. Seyðisfj. Þórshöfn 772,9 771,1 772,3 769.5 735,8 771,2 769,5 -j-7,5 4-7,8 4-9.0 —12,5 -4-6,: 4-M 4-n, ( s ssv vsv >SSA iNNV 0 1 1 3 1 0 3 Regn| Heiðsk. Alsk. Skýað Ljettsk. Hálfsk. Alsk. Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= hvassviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Störtíðindi f frá Utlöndum. Etna gýs Fárvíðri á Suður-ítalíu. Um miðjan september tók Etna, eldfjallið mikla á Sikiley, að gjósa, opnuðust stöðugt fleiri og fleiri eldgígir og rann hraun niður eftir hlíðum fjallsins, en aska mikil fjell um alt nágrennið. Aðfaranótt hins 15. gerði hvirfilbyl geysimikinn og þyrlaði öskunni upp á ný og reif upp og eyðilagði mjög vfnakrana sem á fjallinu eru. Ofsastormur gekk þá nótt einnig yfir alla Suð- ur-ítalíu og gerði stórfeldan skaða. Frá 18. f. m. eru síðustu frjettir af gosinu. Voru þá 300 eldgígir gjósandi og rann hraunflóðið fjóra vegu niður af fjallinu og stefndu á bæina Solicchiata og Linguay- lossa, en stórir heslihnotaskógar, er upp af bæunum lágu stóðu íbjörtu báli. Svæði það, sem hraunið fer yfir, er talið hið frjófsamasta á allri ey- unni. Hefur herlið verið sent til þess að hjálpa fólkinu sem þarna býr til þess að komast burtu með það sem hægt er að flytja. I kring um fjallið er dagurinn myrkur sem nótt, svo mikið er öskufallið. Það eru um 300 ár síðan að hraun hefur runnið úr Etnu. Blóðugar götuóeyrðir í Vínarborg Herliðið skýtur niður og særir hundruð manna. Sunnudaginn 17. f. m. hjeldu jafnaðarmenn útimót fyrir framan ráðhúsið og voru þar samankomn- ar um 40 þúsuudir manna. Voru ræður haldnar á 30 stöðum í einu, en það voru æsingaræður gegn stjórninni og sjerstaklega verslunar- ráðherranum. Víða heyrðist hrópað: Niður með stjórnina! Lýðveldið lifi! og fleira þessháttar, en ekki urðu þar þó neinar óspektir og fóru menn að ganga af mótinu. En þá kom skyndilega upp sá kvittur að skotið hefði verið í hópinn úr gluggum ráðhússins. Varð lýður- inn, sem var all æstur undir, þá af- arreiður og ruddist fram um götur bæarins með köllum um hefnd og gerði allskonar spell. Voru búðar- gluggar brotnir og varningi tvístr- að, sporv/agnar feldir og kveikt í þeim. Skólabygging ein var gjör eyðilögð. Öllu lauslegu þaðan hent út á götuna, steinolíu skvett á og kveikt í öllu saman. Herliðið var kallað til hjálpar og ruddist það fram með skotum og byssustingj- um og feldí menn og særði jafnt saklausa sem seka. Riddaraliðið þeysti áfram og reið niður menn og konur og voru að- farirnar hinar voðalegustu. Mest viðnám veitti lýðurinn í út- hverfi bæjarins er Ottakring heitir. þar voru gasljó;in eyðilögð og var barist í myrkri um kveldið. Voru þar reistir skotgarðar um þver strætin og hernum varnað með grjótkasti og skammbyssuskotum, en úr glugg- um ringdi yfir það alskonar járna- rusli, jurtapottum ofl. Óvíst er hve margir hafa drepnir verið í þessum óeyröum, þar sem opinberar skýrslur um það eru mjög óáreiðanlegar, eru mörg hundruð manns hafa verið fluttir á sjúkra- húsin. Svona uppþot hefur ekki komið fyrir í Vín síðan í stjórnarbyltingunni 1848. Framhald stórtíðinda á morguii. Úr bænum, Attatíu og fimm ára varð Jón Borgfirðingur rithöfundur síðasta laugardag. Hann ber ellina flest- um betur. Ungur og fjörugur í anda og heilsan ágæt. Unglingastúkan Svanhvít * * heldur fund næstkomandi sunnu- dag (8. okt.) kl. hálf eitt e. h. í Ooodtemplarahúsinu uppi. Nauðsynlegt fyrir alla meðlimi að koma á þann fund. Nýir gæslumenn stjórna. Umdæmisgæslumaður. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vísi l\ þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast almennt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.