Vísir - 31.12.1911, Blaðsíða 2
102
V i S 1 R
sem JvJyvy
Jsast !i\i
Reinholt Andemon
i ^.óVet
Bæarpósturinn
er einn af þeim fáu útvegum lands-
sjóðs, sem gerir hvortveggja í senn,
er til gagns öllum almenningi og
gefur allálitlegar tekjur. Pað má
gera ráð fyrir að tekjur af brjefa-
útburði nú um jólin og nýárið borgi
fast að helmingi þess fjár, er hann
kostar landssjóð alt árið.
Það er handtak að koma þessum
13 þúsund brjefum til skila, sem
borin voru um bæinn nú á jólun-
um. Oss fýsti að vita nánari grein
á því og hittum því að máli ann-
au aðalbrjefberann, þann er ræður
yfir Vestanbæarpóstum, herra Þór-
odd Bjarnason.
Það má víst fullyrða að Þórodd-
ur sje sá maður hjer á landi, er
flesta menn þekki. Þess er getið í
fornum ritum að Miþradates hafi
þekt alla hermenn sína, en þeir voru
10000. Öss kæmi ekki á óvart þó
Þóroddur gengi honum næst í
mannglegni.
— Jólapósturinn var æðistór í
þetta sinn sögðum vjer.
— Já, það var meiri pósturinn!
allir kassar fullir og meira en það,
sagði Þóroddur.
— Þið hafið auðvitað orðið að
fá ykkur aukamenn til aðstoðar?
— Við tókum 12 aukamenn
og dugði þó tæplega. Við byrjuð-
um að safna spjöldunum saman,
stinipla þau og raða litlu eftir há-
degi á aðfangadaginn og hjeldum
áfram við það langt fram á kveld.
Þeir síðbúnustu komust ekki af stað
fyr en um kl. 10 og hjeldu áfram
fram yfir miðnætti.
— Var þá öllu Iokið?
— Svo mátti það heita; í Vestur
bænum varð ekki borið í 5 eða 6
hús því að þeim hafði verið lok-
að áður.
— Ónei, jeg kom ekki heim fyrr
en eftir miðnætti og þá smakkaði jeg
mat í fyrsta og síðasta skiftið heil-
an sólarhring.
— Var mikið í kössunum morg-
uninn eftir — á Jóladæginn?
— Já, talsvert. Við sofnuðum
alls ekki, heldur byrjuðum strax
um nóttina, litlu eftir að atburðin-
um var lokið, að raða því sem
komið hafði frá því að við fórum
að bera út kveldinu áður; um kl.
4 á Jóladæginn vorum við lausir.
— En þið fáið þetta starf sjer-
staklega vel borgað?
— Kaupið er sama og áöur, en
alla aðstoð verðum við að borga
úr eigin vasa.
— Var greinilega skrifað utan á
öll spjöldin?
— Læt eg það vera, en ekki
hefði tafið fyrir þótt nánaraværi og
rjettara tilgreint heimilisfang sumra.
Það tefur afleitlega þegar götunöfn
og húsnúmer er skakkt eða vantar
á brjef til lítt þekktra manna og
spjöld sern að eins stendur á »frá
Guddu til Veigu« verður varla kom-
ið til skila viö fyrstu tilraun.
— Hve mörg hundruð spjöld
urðuð þið að auglýsa?
— Biðjum fyrir okkur, þau skiftu
ekki hundruðum. Eg held 18 eða
20.
— Það var vel gert, sögðum
vjer og þökkuðum Þóroddi upplýs-
ingarnar.
— Verið þjer sælir.
*
ÍYe\S&\\ta$ttY
til snúninga getur fengið pláss
1. jan.
£. JSyuuyv
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil.
Prentsmiðja Östlunds
, JtoYítatifcxtiduY
(Kcifli úr Bœndaförinni 1910.)
Niðurl.
Reykjavik er að mörgu leyti hjarta
landsins. Þaðan liggja lífæðar þær
er veita ýmsuin straumum rás, út
um landið. Margar breytingar,
margar stefnur, sem gengið hafayf-
ir, siðari árin, eiga þar upptök sín.
Bæjarlífið í Reykjavík og hugsun-
arhátturinn þar hefur því mikla þýð-
ingu fyrir alla þjóðina. Ýmislegt
má eflaust að þessu finna, en að
mörgu virðist Reykjavík vera orðin
þjóðlegust íslenskra bæja. Brodd-
borgaraskapurinn Qg hinn krakka-
legi sjerþótti er að hverfa. Bærinn
er vaxinn frá því stíginu. Víst er
um það, að ekki er annarstaðar
betri staður fyrir unga mennaðafla
sjer menningar, utan skólanna, en
í Reykjavík. Mafgir efnilegir ung-
ir menn, út um landið, gætu haft
mjög gott af því, að dvelja í R.vík
einn vetrartíma og hagnýta sjer hin
almennu menntatæki, kynnast þar
málefnum og leiðandi mönnum,
Væri þá sjálfsagt að velja til þess
þingvetur. Hvergi kynnist maöur
opinberu þjóðlífi eins vel og í
Reykjavík og þar ætti að vera sjálf-