Vísir - 19.07.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 19.07.1912, Blaðsíða 1
349 17 „ a c? •• o w "ýar °s samlar fást 1 Kartföflur vöruhúsinu Austurstræti 10. Föt og Fataefni Slaufur mesta úrval. Föt saumuð og afgreidd á 12-14 tímum. Hvergi ódýrari en í ,DAGSBRÚN‘. Sími 142. Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. j 25 blöð frá 1. júlí kosta: Áskrifst.50a. 1 Afgr.í suðurenda á Hótel fsl. lP/^-SogH-T Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a. Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Venju- lega opin kl. 8—10, 2—4 og 6—8. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sjeskilað fyrir kl.3daginn fyiir birtingu. Föstud. 19. júlí 1912. Háflóð kl.8,14 1 árd. og kl. 8,34‘síðd. Háfjara hjer um bil 6 st. 12‘ síðar. Afmœli. Hannes Hafliðason, skipstj. Á morgun: Póstar. Vestan- og norðanpóstar fara. Ingólfur til og frá Borgarnesi. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Póstvagn fer til Ægissíðu. Drengja og unglinga fötin eru komin aftur. Einnig hin viðurkendu SLITFÓT , Austurstræti 1 Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Ljereftin margþráðu nýkomin með sama verði ogáður. Austurstræti 1 Ásg. G, Gunnlaugsson, & Go Veðrátta í dag. ■ Loftvog ‘43 £ íi '< Vindhraði| Veðrluag Vestm.e. 766,1 10,1 NNV 4 Alsk. Rvík. 764,9 11,0 V 1 Alsk. ísaf. 765,0 11,2 0 Hálfsk. Akureyri 766,6 9,5 NNV 1 Þoka Grímsst. 730,0 14,8 0 Heiðsk. Seyðisf. 765,2 7,3 0 Þoka Þórshöfn 766,3 9,2 VSV 1 3 Skýað Skýringar. N—norð- eða norðan, A —aust-eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn.l—andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur,l 0—rok, 11 — ofsaveður, 12— fárviðri. S.d.Aðventistar. Fyrsti söfnuður. Opinbera samkomu heldurDavid Östlund á sunnudag kl. 6V2 síðd. í Samkomusalnum í Berg- staðasiræti n o. 3. Allir velkomnir. Frá alþingi. Neðri deild. Fundur í gær kl. 12. Dagskrá: 1. Frv. til laga um heimild fyrir ráðherra íslands til þess að gera samning um einkarjettarsölu á steinolíu um tiltekið árabil; 1. umræðá. 2. Frv. til laga um hagfræðisskýrsl- ur um tóbaksinnflutning árið 1913; 1. umr. 3. Frv. til Iaga um viðauka við toll-lög fyrir ísland 11. júlí 1911; 1. umr. 4. Frv. til Iaga um viðauka við lög um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. frá 4. nóvbr. 1881; 1. umr. Áður til dagskrár kæmi ávarpaði ráðherra deildina nokkrum orðum út af stjórnarskrárfrv. síðasta þings. Kvað það vera lagt fram eins og þá var frá því gengið, en ekki sem stjórnarfrv., vegna þess, að konung- ur vildi eigi svo vera láta. Að vísu hefði hann (ráðii.) haft von um að lu'nn látni konungur, Fr. 8., mundi fallast á frv., r.-cö því fororði, að það hefði eigi þær afleiðingar, að hætt yrði að bera lögin upp í rík- isráðinu, en hinn núverandi kon- ungur vildi eigi gera það, nema I samtímis yrði ákveðið um ríkisrj. | samb. landanna með samhlj. álykt- j un alþingis og ríkisdagsins danska. Þá var gengið til dagskrár, og 1 mælti ráðh. nokkur orð um hvert frv. Kvaðst leggja þau fyrir þingið eins og fjármálanefndin hefði frá þeim gengið og vænti þess, að þau yrðu athuguð af nefndum. Um steinolíuna gat hann þess, að á henni væri því nær einokun nú þegar. 1. málinu var vísað til 7 manna nefndar og í hana kosnir með hlutf. kosn: H. Hafstein Pjetur Jónsson / L. H. Bjarnason Eggert Pálsson Valtýr Guðmundsson Björn Kristjánsson Bj. Jónsson frá Vogi. 2. málinu vísað til 5 manna nefndar, og í hana kosnir, sömul. með hlutf. kosn.: Guðl. Guðmundsson Halld. Steinssen Þorl. Jónsson St. Stefánsson (Eyf.) Jóh. Jóhannesson 3. málinu vísað til sömu nefndar og því 1. Um 4. málið urðu nokkrar um- ræður. Guðl. Guðm. kvað það ekki svo margbrotið, að setja þyrfti í nefnd, en það gæti orðið til dráttar á mál- inu, sem bakaði landinu skaða, með þvf að þá þegar mundi hefjast allmikill útflutningur á þessum af- urðum, en sanngjarnt væri, að sama gengi yfir þær og aðrar þeim líkar. L. H. B. vildi nefnd, með því að málið væri lítt skýrt. Óttaðist ekki drátt, því að bæði geti nefnd flýtt sjer, og svo mætti Iáta lögin ná fyrir sig fram, þótt óyndisúrræði væri. Slíkt hefði verið gjört 1911. Valt. Guðm. áleit frv. athugavert og fara í öfuga átt, eins og önnur slík, er tolla afurðir landsins sjálfs. Hjer væri um nýjan atvinnuveg að ræða, sem ekki mætti kyrkja, nje fæla aðra frá að fitja upp á öðru þvílíku. Guðl. Guðm. kvað seint að sjá það nú, eftir liðug 30 ár, ef stefn- an væri öfug. Utlendir menn eigi þessar verksmiðjur, þótt íslenskar heiti, og þeir muni ekki fælast við þetta. Miklu fremur mundi verða brosaö að oss, ef vjer hefðum eigi II. M. F. Iðunn og U. M. F. Eeykjavíkur fara skemtiferð upp að Elliðavatni Sunnudaginn þ. 21. þ. m. Lagt verður af stað kl. 9. árd. frá Norðurpólnum. Lúðrafjelagið »Harpa« skemtir í förinni. vit á að hagnýta þetta, þar sem líka hvalafurðirnar sjeu í rjenun, en þessi útflutningur muni nema þús- undum smálesta. Málinu var vísað til nefndarinnar í 1. málinu. Dagskráin í dag . í n. d. kl. 12: Færsla þingtímans. Símakerfin. Vestmanneyja-símakaup. Alt 1. umræða. / e. d. kl. 1: Skipaöryggi,- Þilskipaeftirlit. Sjómannavátrygging. Siglingalög. Sameinað ping kl. 5. 1. Vestur-ísafj. kosningin. utlówdum. Verkfall hafnarverkmanna í London helst enn og sverfur þó mjög að verkmönnum. í austur hluta Londou deyja margir úr hungri. Okurkarlar hættir að veita lán, jafnvel þeim er nokkuð hafa að veði að láta. Börn hafa verið borin tilskírnarí umbúðapappír, því engir aurar eru til að kaupa fyrir skírnarkjólinn. Vandræðin oghung- ursneyðin vex daglega og jafnvel í London hefur aldrei áður slík eymd sjest meðal fátæklinganna. Tukfhúslimur einn slapp út í Wight-ey, braust inn í hús yfir- valds eyjarskeggja, tneð járnkail f hendi, stórskemdi silfur-borðbúnað, mölvaði alt og bramlaði og eyði- lagði veggmyndir. Eftir harðan bar- daga tókst að drasla honum út og setja hann aftur í »steininn«. Loftfarið Akron, sem Mel- ville Vaniman ætlaði í haust að fara í um Atlantshaf, fórst, sprakk á lofti í þúsund feta hæð við borgina Atlantic í New Jersey f Banda- ríkjunum 2. þ. m. Á farinu voru Vaniman og bróðir hans og 3 menn aðrir. Þrjár þúsundir rnanna og þar á meðal kona Vanimanns horfðu á slysið, — fjekk frúin yfir- lið, er gasbelgurinn mikli stóð í ljósum loga og loftfarið tók að falla. Var ægilegt að sjá er eldur brennandi ljek um alt skipið og gulan reykjarmökkinn lagði fyrir vindi yfir borgina. Skipið hring- snerist í lofti á fleygiferð til jarðar og fjell í vatn þar við borgina. Vjelabátar fóru þegar út til að bjarga, en náðu aðeins einu líkinu, þrjú sukku til botns með loftfar- inu, en áður hafði einn maður kast- ast útbyrðis í háa lofti og fallið í vatnið, og auðvitað biðið bana. Upphlaup í Albaniu gegn Tyrkjum hefur grafið um sig svo mjög, að mælt er að Tyrkir muni nú kjósa frið við ítali til þess að komast hjá að stórveldin blandi sjer í málin. — Milli Grikkja og tyrkn- eska setuliðsins á Samos-ey hafa verið skærur og búist við upphlaupi. — Abdúlla Pasha, varðforingi í Smyrna hefur verið settur af, en neitað að fara frá. í Saloníkihafa hafa og verið óeirðir og uppreistar- hugur allmikill gegn Ung-Tyrkj- um. í Tripoiis gengur hvorki nje rekur, stórsóttir og sjúkdómar gera usla í her ítala, svo öll sjúkraskýli hersins eru full. '— Sendiherra ítala í Berlfn, Panza, hefur að sögn látið uppi friðarskil-. málana af ítala hálfu og eru þeir þessir: ítalir eru fúsir að kveðja heim herinn frá eyjunum í Egeifshafi, ef Tyrkir taka aftur her sinn heim frá Tripolis. Af því stríðið hefur kostað ítali stórfje, fái Tyrkir eng- an herkostnað hjá þeim, en fúsir sjeu þeir með sjerstökum skilyrð- um að viðurkenna soldán sem and- legan yfirdrotnanda í Tripolis og Kyrenaika. Loks heimta ítalir ey nokkra í Egeifshafi til þess að setja á kolabirgðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.