Vísir - 19.07.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 19.07.1912, Blaðsíða 4
V I S I R Skrifstörf. Maður, sem er vanur skrifstofustörfum á verslunarskrifstofum og hefur unnið svo árum skiftir á sýslumanns og bæarfógeta skrifstofu, og hefur meðmæli merkra manna, óskar eftir atvinnu við skrifstörf nú þegar. Ritstjóri vísar á. Verslunarstjett Galveston er fyrir- mynd í Vesturheimi, — þar eru frábærlega hagsýnir og duglegir auðmenn, er oft hafa sýnt afbragðs fjármálavit þegar örðugleikar koma í ljós á markaðinum. Borgarstjórn er þar ólík því sem annars tíðkast í Vesturheimi. Þar er borgarstjóri og fjórir ráðsmenn sem stýra hver sínu starfi: fjármál- efnum, vatnsleiðslumálum, vegamál- um og brunarnálum og hefur bæj- arstjórn þessi alræðisvald í Galves- ton. Alt stefnir að því að gera borgina aðsetur auðæfa og vel- gengni og styðja hana öflugt í sam- keppninni. Galveston er mjög holl og hrein- Ieg borg. Þar hafa ekki áórsóttir gengið í manna minnum. »Gu)a sýkin« er þar í frásögur færð frá liðnum tímum, en nú óþekt þar. Og á sumrin streyma auðkýfingar Vesturheims þangað hópum saman í Galvez-gistihúsið, sem er skraut- Iegt mjög með 5—6 þúsund her- bergjum; alt er þar afskaplega dýrt, en þar eru öll þægindi að fá, sem Vesturheims baðvistarstaðirnir einir geta veitt. Þar eru litlu Vesturheims- meyjarnarj laglegu í ljósum sumar- kjólum á gangi um sandana, sem bárur flóans brotna á og þarna baða þær fögru fæturna í volgu saltvatninu, en ungu prúðmennin hvísla þeim faguryrði í eyru milli þess sem rþeir lesa síðustu sím- fregnirnar um verðlagið á baðmull og hveiti. Margir Norðmenn eiga heima í Galveston. Sumir þeirra eru nafn- kunnir starfsýslumenn. Einn þeirra, Dalson að nafni, er meðeigandi í stóru útflutningsfjelagi, er hefur stofnað sjerstaka söludeild fyrir ostruskeljar. Þessar skeljar eru ágæt verslunarvara og eru þær muldar í járnbrautapalla og götur. Þeim er náð með til þess gerðum áhöldum, er skafa botninn milli sandrifjanna, en þar er aragrúi slíkra skelja. Þar er fjöldi norskra daglauna- manna einkum við baðmullarútskip- unina. Þeir fá hátt kaup: kr. 1,50 um tímann og kr. 3,00 fyrir auka- vinnu. Launin eru að vfsu góð, en vinnan er líka ströng. Og ekki aðrir teknir en úrvals fólk. Annars eru svertingjarnir þar hættulegir keppinautar. Þeir hafa lægri laun en hvítir menn, en hafa þó betri kjör en bræður þeirra ann- arstaðar í ríkjunum. Svertingjar í Galveston geta sjer góðan orðstír; þeir eru stærri og sterkari en frænd- ur þeirra í New Orleans. Niðurl. Almennur kvennafundur verður haldinn í Bárubúð föstudag- inn 19. júlí kl. 9 e. h. Fundarefni: stjórnarskrármálið o. fl. Koniir! fjölmennið! Kvenrjettindafjel. íslands i Rvík. Líkkisturnar viðurkendu, ódýru, fást ávalt tilbúnar á Hveríis- ötu gó.—Sími 93.—HELGl og EINAR, > Ur bænum. Kvenrjettindafjelagið. Eins og sjest á auglýsingu hjer í blaðinu ætlar það að halda fund um Stjórnar- skrármálið í kvöld. Þykir konum ekki byrlega blása um rjettindi sín ef stjórnarskrármálið á að fá að eiga sig á þessu þingi. Frjettst hefur, að konur og stúlkur ætli að fjölmenna á fundinum og er það vel farið að konur sofa ekki og taka því ekki með þökkum að stjórn- arskrármálinu sje stungið svefnþorn þegjandi og hljóðalaust. 2 stúlkur og 1 maður geta fengið atvinnu á morgun í Vöruhúsinu. 1 stofa óskast nú þegar í mið bænum eða grend. R. v. á. Stofa með húsgögnum óskast til leigu. H. Överaas, Hotel Island. TAPAD-FUNDIÐ Peningabudda fundin í búð. Má vitja í búð Sturlu Jónssonar. KAUPSKAPUR TAÐA verður seld í dag síðd. við bæjar- bryggjuna með góðu verði. Lúther Lárusson. Þing’Yísur. Það er orðin tíska á þinginu hjer að þingvísur sjeu samdar. Þærkrydda þetta afar bragðdaufa löggjafarstarf, og varla verður sagt, að þing sje byrjað, fyr en þingvísurnar fara að koma á gang. Þær koma brosi á varirnar, meðan ýsurnar eru dregnar. Fyrsta þingvísan í ár fannst á Krínglu* í gær, og er hún svona með öllu tilheyrandi: Þakkarfórn fyrir föðurlandið til » Guðs í Görðum«. Nú leysist alt bráðum úr læðing, því liðna í vasann jeg sting. Guð blessi nú uppkast og bræðing, því bragðið er hreinasta þing. *) Svo heitir kaffihús (á máli Guðm, Hannessonar: »letigarður<-) alþingis. fÍÍMÍSHÍNt ■ VERSLUNIN | BJÖRN KRISTJÁNSSON selur ódýrast Vefnaðarvörur, Pappír og Ritföng, Málningarvöru, Leður og Skinn, Skóflur og þaksaum- É Vandaðar vörur. Odýrar vörur. 1 VERSLUNIN I BJÖRN KRISTJÁNSSON émmmmmmmmmm® Lárus Lárusson IJtvegar karlmannafatatau og kápntau með innkaupsverði að viðbættu flutnings- gjaldi. Sauðakjöt og slátur fæst í dag og framvegis. 5 Laugaveg 5. \ M eru aftur kominn liin margeftirspurðu [ I #* * stubbasirz aldrei eins falleg og nú. Lárus Lárusson. Útgefandi Einar Gunnarsson, cand. phil. — Östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.