Alþýðublaðið - 30.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1920, Blaðsíða 2
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ Athugið þettal Úndirritaður tekur að sér að gera við og hreinsa mótor-vélar a( öllum tegundum, lakkhúða járn- rúm og allskonar muni. Rosk af- greiðsla á öllu. Jón Brynjólfáson. Laugaveg 12. skyldan hvílir á tslandshanka að sjá iandinu farborða með fé er- lendis og að taka nú nauðsynteg bráðabirgðalán. Fyrst og frtmst er það bein afleiðing af þvf, að hann er aðalbanki landsins, sem hefír nálega allan seðlaútgáfurétt- Inn að launum fyrir þá skyldu, en þvf næst eru lika til lög um það efni frá þinginu í febrúar- xnánuði sfðastl. ídandsbanki var þá leystur undan þeirri skyldu, að leysa inn með gulli seðia sfna með þeim skilyrðum, að hann af henti ríkisstjórninni allan níáltn- Jbrða sinn, þangað til seðlarnir yrðu aftur innleysanlegir, og að hanti yjirýcerði ókeypis eftir þ'órf - tim fjárhœðir milli Reykjavíkur og Kaupmannahaýnar fyrir Lands• bankann, en gæti íslandsbanki jþað ekki, þá geti Landsbankinn heimtað gull fyrir íslandsbanka- seðia. Tilætlunin var að skylda Islands banka til þess a@ yfírfæra ókeypis fjárhæðir fyrir Lands- bankann, ekki aðeíns milli Reykja- vfkur og Kaupm.hafnar, heldur og milli 'annara erlendra ríkja, eins og eðlilegt var, þar sem úrslita- gjald-miðillinn við útlönd, gullið, var gert ófáanlegt, en bankinn hefði þó átt að bera ábyrgð á þvf, að landsmenn gætu fengið hvaða er- íenda mynt sem var. Yfirfærslu- skylda íslandsbanka var samt sem áður bundin við Kaupm höfn, vegna „danskrar föðurlandsástar" Íslandsbanka og skilningsleysis þingsins á því, að nauðsynlegt væri að Island kæmist undan yfirráðum danskra banka og yrði fjárhagslega sjálfstætt. Þeita getur fflú komið niöur á landsmönnum á þann hátt, að þó að íslandsbanki geti ef til vill yfirfært peninga til Danmerkur, þá er tvísýnt, hvort háegt er að fá þaðan yfírfærða peninga til Englands og Banda- jríkjaima, og hættan því á, að þau litlu innflutningsviðskifti, sem við getum hnft fyrst um sinn, verði bundin við Danmörku Ei hitt er víst, að fyrir ómnleysanleik seðla sinna hefír tslandsbanki undir- gengist f raun réttri að sjá fjár- hag landsins borgið út á við, taka tii þess ns>uð«ynleg lán eriend's og yfírfæra ókeypis til Danmerkur fjárhæðir fyrir Landsbankann, sem annars hefði verið bundinn f báða skó af ráðstöfunum til varnar ts- lands banka seðlunum. Það þarf varla að benda á það, hvers virði óinnleysanleikt seðl- anna var fyrir íslandsbanka og hverju landsrnenn fórnuðu fyrir hann. Ef hægt væri nú að fá gull fyrir seðla hans, væri hægt að fá sterlingspundið fyrir rúmar 18 kr. í staðinn fyrir nálega 23 kr. — ef það fæst þá — og dollarinn fyrir tæpar 4 krónur, í stað tsepra 6 kr. nú, og enskar og amerískar vörur væru því ódýrari sem þessu svarar. Þjóðin afsalaði sér réttinum að ganga að Islandsbanka vegna þess, að honum hefði verið hætt við hruni, ef seðlarnir hefðu hald- ið áfram að vera óinnleysanlegir, en hrun bankans hefði haft í för með sér ógæfu fyrir þjóðarbúskap- inn. Hinsvegar var þá ekki nema sjálfsögð krafa, að íslandsbanka yrði þannig stjórnað, að hann af- stýrði viðskiftakreppu þeirri, sem var í aðsigi, en allir vita nú hvernig honum hefír tekist það. A lögunum frá vetrarþinginu sést bezt, að það er skylda ís- landsbanka að útvega þau bráða- birgðalán, sem parf að taka. Við- skiftareglugerðin getur auðvitað ekki gert neina breytingu á lög- um, sem einmitt voru gerð með viðskiftakreppuna fyrir augum. Landsbankinn hefír því einnig skilyrðislausan rétt til þess, að heimta af ísiandsbanka yfírfærzlur til Danmerkur eftir þörfum, en ef þær fást ekki, þá heimta gull i stað íslandsbankaseðla. Annars er það ekki trúlegt, að íslandsbanki sé svo aðfram kominn, að hann geti ekki útvegað neitt fé erlendis í svipinn. Ef hann getur það, verður hann að gera það, hve dýrt sem það verður honum. Þjóðin hefír ekki ráð á að gefa íslandsbanka eftir skuldbindingar hans, einungis til þess, að hann græði meira, Landsstjórnin þarf að láta fram fara fullkomna rann- sókn á þvf, hve míkið fé bankinn gftur útvegað erlendis, áður en leitað er annara raða um braða- birgðalántökur erlendis Ef svo færi nú. þrátt fyrir ^lt, að bankinn gæti augsýnilega ekki útvegað meira fé. og því ekki yfir- fært peninga héðan til ú'lan<iar. þá þarf að taka öðrum tökum. Bankinn hefði þá rofið skuldbind- ingar sínar gagnvart þjoðinni, sem seðlabanki, og hefði því fyrir- gert öllum sínum sérrittindum. Ea þrátt fyrir það er fjárhagur landsins og álit þess út á við að mörgu leyti bundið við viðgang bankans, og þá þyrfti að hjáiþa honum yfir örðugasta hjallann, því að enginn ber bngður á, að bankinn eigi miklu meira en fyrir skuldum, þó að hann sé nó i kröggum. Landsstjórnin yrði þ& að láta Landsbankann takast & hendur stjórn viðskiftamálanna, útvega lán erlendis, með ríkissjóðs- ábyrgð, ef þess þyrfti, o. s. frv. Sjálfsagt væri þá heppilegast að báðir bankar yrðu brœddir saman í einn, með íslenzkum yfirtökum, en þátttöku í stjórn af hálfu hlut- hafa Islandsbanka. En fyrst og fremst yrði íslandsbanki, fyrir þessa hjálp, að selja landsstjórn- inni gullforða sinn, fyrir jafnmikla upphæð í íslandsbankaseðlum, og þessi gullforði yrði þá trygging fyrir seðlaútgáfu þeirri, sem Lands- bankinn yrði að fá eftir þörfum, en íslandsbanki að sleppa, endur- gjaldslaust. Það er sorglegt að sjá afleið- ingarnar af því, að einstaklingarn- ir hafa tekið fullkomlega við verzl- uninni af landsverzlun og útflutn- ingsnefnd. Viðskiftakreppan er eðlileg afleiðing fyrirkomulags þess, sem nú er á þjóðfélaginu, með gengdarlausu gróðaballi og ósljórn- arsamkepni í viðskiftum öllum. Einungis með föstum tökum, sam- vinnu og skipuiagi, í stað sundr- aðrar samkepnt, er hægt að bjarga þjóðinni undan hrammi gjald- þrotsins. Héðinn Valdimarsson. Alþýdubladið er ódýrasfa, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þ® getið þið aldrei án þess verið-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.