Vísir - 03.10.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 03.10.1913, Blaðsíða 1
7§4 Ostar bestir og ódýrastir í verslun Einars Árnasonar. 19 \S\Y Stimpla og Innsiglismerki útvegar afgr. Visls. Sýnishorn llggja framml. Kemur út alla daga. — Sími 400. Afgr.í Hafnarstræti 20, kl. 11-3 og 4-6. 25 blöð(frál8.sept.) kosta á afgr. 50 aura. Send út um land 60 au.—Einst. blöð 3 au. Skrifstofa i Hafnarstræti 20. fuppi), °Pin kl. 12-3. Sími 400. Langbesti augl.staður bænum. Augl. i sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. Fsöiud. 3. oki. 1913. Háflóð kl. 7,13’ árd. og kl. 7,37 ’ síðd. Afmœli. Frú Þórhanna Eyþórsdóttir. Bjarni Jónsson húsgagnasmiður. Símon Bjarnason, verslunarm. f A morgtm: Pðstáœtlun. Ingólfur fer til Borgarness. Póstvagn kemur frá Ægissíðu. Veðrátta í dag: Loftvog £ Vindhraðill Veðurlag Vestme. 760,1 6,9 ASA 6 Skýað Rvík. 760,9 9,0 ANA 3 Alsk. ísaf. 762,7 3,3 0 Ljettsk. Akureyri 762,7 2,5 0 Þoka Grímsst. 727,5 1,0 0 Heiðsk. Seyðisf. 764,1 3,5 0 Heiðsk. Þórshöfn 763,5; 9,2 1 SA 2 Alsk. N—norð- eða norðan,A—-aust-eða austan.S—suð- eða sunnan, V— vest- eða vestan Vindhæð er talin ístigumþann- ig: 0—logn.l—andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9 — stormur, 10—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleturstölur í hita merkja frost. Bíó Biografteater |o í A ir jOlO Reykjavíkut 30. sept., 1., 2. og 3. okt.: Afturgangan Sjónleikur í 2 þáttum, leikinn af þýskum leikurum. í aðalhlutverkinu hin fræga Ieikkonn Henny Porten. Lifandi frjeifablað. Aukamynd. 2 sfúlkur geta fengið góða atvinnu nú þegar Uppl. á afgr. »ÁIafossi« Laugav. 32. Fallegustu líkkisturnar fást hjá mjer—altaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- klæði (einnig úr silki) og lík- kistuskraut. Eyvindur Árnason. Els*ur fást venjulega tilbúnar Iverfisg. 6. Fegurð, verð og h' undir dómi aimennings. — Sími 93. — Helgi Helgason Jeg tek enn nokkur læs börn til kennslu. Mig verður að hitta dag- Iega í K. F. U. M. kl. 2—4. Páll Guðmundsson. ? ÍMiðdegisverður fæst keyptur á Laugaveg 30 A. ^ Einnig allar máltfðir ef k ^ þess er óskað. a Sanikomu- húsið við Grund- arstíg. Opinberar samkomur hefjast aftur sunnud. 5. okt. kl. 6V2 síðd. Allir velkomnir. D. Östlund. ÚR BÆNUM Eldeyarfararnlr komu aftur í gærkvöld seint. Höfðu þeir harða útivist við eyna, en gekk þó að öllu slysalaust. Veiddu rúm 400 af súluungum. (Nánar um ferð- ina síðar í Vísi). Bæarstjórnarfundur var hald- inn í gær. Meðal annars var samþykkt þar, aðveita 181 barni ókeypiskennslu í vetur í barna- skólanum, sem ekki eru á skóla- skyldualdri. Brunabótavirðinga- menn endurkosnir sömu og verið hafa. Súlu-unginn er kominn og er seldur við Zimsensbryggju í dag. Pantendur sæki sinn unga í dag. Skólarnir voru flestir settir hjer 1. okt. Almenni menntaskólinn er búist við að hafi um 140 nemend- ur í vetur, en margir þeirra eru ókomnir enn. Stýrimannaskólinn hefur í efstu deild 24 - mið — 19 - yngstu — 19 - vjelfræðis— 6 og von er á fleirum. Kvennaskólinn hefur 104 náms- meyjar í fjórum deildum en 12 af þeim eru og í hússtjórnardeild. Ef til vill bætast nokkrar við enn. Iðnskólinn hefur von um eitt- hvað 50 nemendur í vetur. Háskólinn er og settur en mjög marga nemendur vantar enn og koma ekki fyr en með Vestu og Ceres um 7. þ. m. Kennaraskólinn er ekki settur fyr en 1. vetrardag (25. þ. m.) Eitrað er nú, þessa og næstu viku, úti í Effersey fyrir rottur. Tal- ið að ekki sje óhætt fyrir börn og skepnur að koma þangað út meðan á því stendur. Nýstárleg hestasala. Nú eru hestar ódýrir hjer sökuni heyskorts af óþurkunum í sumar. Sem dæmi má geta þess, að nýlega var góður reiðhestur seldur hjer í borginni fyrir 20 pd. af confect (brjóstsykri). Skerjafjarðarbryggjunni miðar lítið áfram. Á vinnu við hana var byrjað í júlí og hafa unnið venju- lega 5—8 menn þar síðan, þó var eitt sinn algjört hlje um 3 vikur og heldur hefur staðið á efni til vinn- unnar. Sem stendur vinna þarna 6 menn, en búist við að vinna hætti algjörlega mjög bráðlega. Eggert Claessen Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl 10—11 og 4—5. Talsími 16. HFRÁ ÚTLðNDUHljgl Vopnaðir bankaþjónar. Eftir að mörg bankarán hafa framin verið af vopnuðum ill- þýðum, eru bankar farnir að búa betur um sig. f síðastliðnum mánuði var öll- um starfsmönnum í Noregsbanka og útibúum hans, fengnar marg- hleypur, sem þeir eru skyldir til að hafa allt af hlaðnar og hand- bærar er þeir eru í bankanum. Sömuleiðis eru rafmagnsleiðslur um allan bankann og typpi að styðja á víðsvegar og hringir þá samstundis á lögreglustöðinni. Ýmsir aðnr bankar hafa tekið upp líkar varúðarreglur, svo nú fer illþýði að verða erviðara og hættara að ráðast í bankana. Skipafeið fíl Síberíu. í ráði er að byrja fastar gufu- skipaferðir á næsta vori milli Noregs og Síberíu. Eiga skipin að ganga til Ooltschicha, þorps við Jenissei-flóann, og liggur leiðin um Ingcr-sund, en þar er búið að reisa loftskeytastöð á Vaigatsch og sem liggur skammt norður og austur af Nowaja Semlja. Ferðir þessar njóta styrks af ríkissjóðum Norðmanna og Rússa. Einkaleyfi fll hvalveiða. Englendingar hafa eftir nýkomnu símskeyti boðið út einkaleyfi til að stunda hvalveiðar og selveiðar við eyar sínar Nightingale, Inacces- sible og Gongh Island svo og til að reka þar áburðarverksmiðjur. Eyar þessar liggja í Atlantshafi á 37°—40° suðurbreiddar og 10°— 13° vestur lengdar. Eru þær 120 ferrastir að stærð, mjög hálendar, og er þar einn tindurinn 2330 stikur | að hæð. íbúar eru þar alls um 80 ' en fjenaður 700 kindur og 600 \ nautgripir. Gróður er þar góður og myndi korn þrífast, ef ekki væri ' rottugangur þar afskaplegur sem hindrar það með öllu. íbúarnir eru flestir afkomendur Englendinga, er þangað fluttu í það mund sem Napoleon var á St. He- lenu, og nokkrir skipbrotsmenn hafa þar blandast saman við Um þvera Brasilíu. ---- Frh. Sextán daga matarlausir. Fjelagar mínir voru svo illa á sig komnir, að við urðum að hafa mjög stuttar dagleiðir. Nestið kom að þrotum. í skóginum fanst ekki neitt kvikt, hvorki ávextir nje æti- jurtir, fuglarnje apar—ekkert nema mývargur og mauraher. Eftir sex eöa sjö daga sult, er við smökkuðum hvorki þurt nje vott, vorum við orðnir mjög veik- burða. Eigi að sfður drógumst við áfram, í þeirri von, að við mundum ná fljótinu, og komumst þetta áfta til tólf mílur á dag. Það bagaði mest hve rnikið rigndi. Þegar dagarnir liðu hjá og ekkert fjekkst til matar, þá misstu fjelagar mínir kjarkinn algerlega. Þeir marg afsögðu að lifa lengur, og lögðust fyrir hvað eftir annað til að deyja. En þess á milli ásök- uðu þeir mig allan daginn fyrir að hafa leitt sig f slíka raun, en stund- um æjuðu þeir og veinuðu. Þeir Ijetu mig sannarlega kenna á þeim þrautum sem við vorum í staddir. Það varð mjer mikið þungbærara heldur en matarleysið aö eiga við þá og koma þeim áfram. Við skreiddumst áfram nokkur hundruð fet f einu, þá datt einhver okkar og leið yfir hann, og gekk svo koll af kolli. En jafnvel þess var okkur varnað, að liggja á jörðinni í fáeinar mínútur. Skóg- urinn skreið kvikur af maurum. Jafnskjótt og við duttum, rjeðu á okkur maurar og bitu okkur hátt og lágt. Einn daginn datt eg á höfuðið og lá í öngviti. Eg rakn- aði við við það, að eg hafði stór sár á höfðinu; það var bitsár þeirra maura, er kallast ‘sauba* en þeir eru stærstir og skæðastir allra maura. Eina nóttina átu þeir skóna mína upp til agna og eftir það varð eg að þola þá þraut að ganga berfættur, ofan á allt annað. Hvílunet fjelaga minna og nálega alt annað, er ekki var úr gleri eða málmi, skemmdu þeir eða átu upp. Viö hengdum allt upp á nóttunni, en jafnvel það vildi ekki duga. Maurarnir nöguðu sundur snærið, svo að niður fjell það sem upp hafði verið hengt. Bjargað af maurum. Þessum hræðilegu maurum eig- um við þó það að þakka, að því er eg hygg, að við hjeldum lífi. Ef þeir hefðu ekki ráðið á okkur þeg- ar við duttum og bitið þangað til við röknuðum við af kvölum, þá má vel vera, að við hefðum aldrei staðiö upp aftur. Nú hjeldum við áfram dag eftir dag með þessu móti. Þeir dag- ar voru lengi að líða. Á þeim tólfta komun við að ánni Canuma, stórá, sem rennur í Madeira. Við það jókst fjelögum mínum dálítið hugur. Við fórum niður með ánni og vonuðum jafnar að viö mund um hitta menn, en svo liðu margir dagar að engan sáum við manninn. Háir bakkar lágu að fljótinu og mjög brattir, og áttum við mjög erfitt með að komast niður að vatninu; þar sáum við marga fiska, en ekki gátum við náð í þá, því að áin var hyldjúp og snörur gátum við engar búiö til. Færi höfðum viö að vísu, en enga beitu; ormar eru engir í jörðu, þarsem sauba-maurinn býr og aðrir bit- vargar. NI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.