Vísir - 24.11.1913, Qupperneq 4
V I S I R
Fundur
i st. Hiín nr. 33 í venjulegum
stað og tíma. S. Á. Gíslason tal-
ar um samvinnu stúknanna við
Faxaflöa.
___________Fjölmennið!__
CymMína
hin fagra.
----^ Frh.
XLl.
Það rauk úr rústum jarlseturs-
ins langa hríð og logaði í því í
þrjá daga. Það var leitað og leitað,
en enginn örmull fannst eftir af
Arnold Ferrers.
Godfrey var enn lifandi, þótt
frægur Lundúnalæknir, er sent hafði
verið eftir, neitaði að gefa nokkra
ákveðna von.
Hann var brenndur og sviðinn
og marinn af byltunni, en svo var lífs-
þróttur hans mikill, að ekki unnu
mein þessi bug á honum að fullu.
Bradworthy og hertoginn þökkuðu
þennan lífsþrótt því, hvað reglu-
sömu Iífi hann hafði lifað, — hann
hafði ekki eytt æfinni og kröftum
sínum í svalli og ofdiykkju. — En
ungfrú Marion og læknirinn voru
á þeirri skoðun, að návist og hjúkr-
un Cymbelínu ætti ekki minnstan
þátt í því, að haldið varð í hon-
um lifinu.
Cymbelína vjek sjer varla frá
sæng hans. Dag og nótt var hún
yfir honum, hughreysti hann o
styrkti með ástúðlegum orðum og
blíðu og hreystandi augnatilliti, þeg-
ar sársaukinn var mestur og svið-
inn sárastur. Það var eins og hún
legði að honum að lifa, lifa fyrir
sig í hverju orði, tilliti og andar-
taki.
Meðan hún sveif þannig milli
vonar og ótta um líf hans, var
sem hún hefði næstum gleymt föð-
ur sínum. Þótt hún ynni honum
mjög, var nú sem allt hjarta henn-
ar og hugur væri hjá Godfrey.
Þegar ungfrú Marion læddist inn í
stofuna til hennar á tánum og hvísl-
aði að henni, að gamla manninum
færi dagbatnandi, hlýddi Cymbe-
lína að vísu á það, og hvíslaði aft-
ur innilegu þakklæti að ungfrú Ma-
rion, en hún hafði samt ekki aug-
un af unnusta sínum, jafnvel ekki
þegar hún var að svara ungfrú
Marion. Godfrey — Godfrey einn
bjó í huga hennar og fyrir honum
einum bað hún nú til guðs, er fað-
ir hennar virtist úr mestu hættunni.
Nú var það auðsætt, að gamli mað-
urinn gat aldrei orðið henni jafn
innilega hugfólginn sem Godfrey.
Hún hafði leifað til hans auðmjúk
og biðjandi, er hugraun hennar var
siárust og hann hafði daufheyrst við
bænum hennar og gráti. Hann Ijet
sjer vel iíka að hún fórnaði sjálfri
sjer fyrir hann, — nú opnuðust
augu hennar og hún leit nú ann-
an veg en áður á það mál. God-
frey, unnpstinn hennar, hetjan henn-
ar, sem hún hafði yfirgefið og
brugðist, hafði fyrirgefið henni allt
og lá nú fyrir dauðanum. Það var
því engin furða að hún helgaði
honum allan hug sinn, alla krafta
sína. Hann átti það skilið öllum
öðrum fremur. Frh.
i
Sjettubönd hringhend.
Visir færir altaf inn
öllum kœrust jólin.
Sá, sem botnar best þessa vísu
og sendir botninn ásamt 25 au.
á afgr. Vísis fyrir kl. 3 næst-
komandi föstudag, fær í verð-
laun alt fjeð, sem þannig kemur
inn og auk þess mynd af Jóni
Sigurðsyni í umgjörð. — Botninn
kemur í sunnudagsblaðinu og
skal vinnandi þá vitja verðlaun-
anna.
Eftir
H. Rider Haggard.
---- Frh.
Hljóðlega og i dimmu voru þeir
bornir í Blíðuborgarkirkju, mennirn-
ir þrír, er Grái Rikki drap, og lagðir
þar í gröf, er þeim var búin. Þeir
voru ekki grafnir fyrri í þeirri von,
að bætast myndi í hópinn lík Jóns
yngra frá Kleifum. En þótt leitað
væri grandgæfilega bæði í fjörunni
við sjóinn og með ánni, var líkið
hvergi að finna, og ekkert merki
þess að það hefði rekið. Jarðar-
förin fór fram í myrkri, þyí hvorki
Jón lávarður nje Játmtndur Akkúr
vildiað fólk skjddi sjá þrjú lík manna,
er einn bogmaður hefði drepið með
aðstoð prangarastráks, standandi einn
gegn heílli hersveit. Þeim þótti
slík skömm að óförum sínum, að
þeir Ijetu sem minnt bera á greftrun
þeirra og höfðu sem fæsta og
minnsta heigisiði um hönd.
Það var skuggalega raunaleg at-
höfn. í miðkirkju var aðeins dauf-
ur bjarmi af blysum, er sex svart-
munkar af Ágústínusarreglu báru,
— voru þeir úr klaustri nokkru þar
í nágrenninu. Kertin, er brunnu ör-
fá á altarinu lengst inni lýstu eins
aufar stjörnur í fjarska. Líkmenn-
irnir voru húskarlar frá Kleifum og
þarna lágu líkin ókistulögð á börum
við gínandi grafirnar innan kirkju.
Allir viðstaddir voru herklæddir.
Klerkurinn var frakkneskur hirð-
prestur Akkúrs greifa, Nikulás að
nafni, og flýtti hann sjer eins og
hann ætti Iífið að leysa að hlaupa
yfir helgilesturinn á Iatínu. Djúpur,
dimmur skuggi var yfir öllu. Og
að athöfninni lokinni fóru allir
hljóðir heim og lögðust á bæn í
rúm sín.
Skömmu eftir afturelding voru
þeir vaktir við þau tíðindi, að þeir,
sem sendir voru að elta Huga frá
Krossi, væru komnir aftur. Þeir risu
skjótt á fætur og bjuggust við að
fá fregnir um rækilega hefnd. En
þeim brá heldur en ekki í brún,
er þeir sáu hve ílla þessir menn
voru leiknir af hungri og kulda, —
komnir hestlausir gangandi frá Dún-
vík.
Loks fengu þeir sannar fregnir
af ferðalaginu, og fór þá sem fyrr
er frá sagt, að Akkúr svívirti þá og
skammaði og Jón frá Kleifum tók
svari þeirra, ef til vill af því, að
sorgin hafði nú mýkt nokkuð skap
máwuðia^ p. m. M.
y
Mikið urval
af
Skúfhólkum
(gull, silfur og plett), ásamt stóru úrvaii af steinhring-
um o. fl. smíðisgripum mjög ódýrt
hjá
Birni Símonarsyni
gulismið.
Vailarstræti 4.
íJvMoJuuav-
^v\t\gav
eru smíðaðir fljótt og
vel hjá
Bírni Simonarsyni
gullsmið, Vallarstr. 4. w
y ji
JMMÍé! i
eru oftast til fyrirliggjandi hjá
Bimi Simonarsyni gullsmið,
Vallarstræti 4.
hans, og svo mundi hann eftir orð-
um sjera Andrjesar Arnalds. Á end-
anum þótti Pjetri greifa frá Hamri
nóg komið af smánaryrðum Akkúrs
og bar hann honum þá skilaboðin
frá Huga, að ef þeir hreifðu hönd
gegn unnustu hans eða ættfólki
hans, skyldi hann drepa þá alla eins
og úlfa í skógi, »sem jeg er sann-
færður um að hann gerir, hann og
þessi óttalega fylgja hans, með örv-
ar á hverjum fingri!« bætti hann
viö.
Þá logaði reiðin upp í Jóni lá-
varði af nýu, sem olíu væri hellt á
hálf útbrunnar glæður. Hann bölv-
aði Huga og Ríkarði hinum gráa.
Hann bölvaði Rögnu dóttur sinni.
Hann bölvaði jafnvel Játmundi Akk-
úr óg spurði hann, hverju það
sætti, að hann sem væri orsök þessa
alls, væri nú nefndur opinberlega
drottinssvikari. Frh.
tímanlega.
^TAPAÐ-FUNDIÐgJg
Minnispenlngar
grafnir og leturgröftur á aðra hluti,
ódýrast hjá
Jóni Sigmundssyni
gullsmið, Laugaveg 8.
p Fallegustu líkkisturnar fást
| hjá mjer—altaf nægar birgð-
| ir fyrirliggjandi — ennfr. lik-
| klæði (einnig úr silki) og lík-
| kistuskraut.
Eyvindur Árnason.
V I N N A
Silfurnæla fundin.
Suðurgötu 11.
Vitja má á
Stúlka óskast í vist 2—3 mán-
uði. Uppl. á Klapparstíg 19.
JEG undirrituð tekað mjer prjón.
Þuríður Jónsdóttir, Laugav. 76 B.
Á Vesturgötu 16. fæst strauað
hálslín.
Stúlka óskast til Vestmanneya
á gott heimili. Hátt kaup. Uppl.
á Laufásveg 27.
Á Nýlendugötu 15 B niðri fæst
strauað, hálstau.
Útgefandi
Einar Gunnarsson, cand. phil.
Östlundsprentsmiöja. ■