Vísir - 25.11.1913, Page 1

Vísir - 25.11.1913, Page 1
811 \Ziq5i'* cr e'sía~besta og út- V 1911 breiddasta dagblaðið á íslandi. ■o 1 \S\Y Vísir er blaðið hjft. | Hannáttu að kaupa fyrst og fremst. Kemur út alla daga. — Sími 400. Afgr.í Hafnarstr. 20. kl. llárd. til 8 síðd. 25 blöð(frá 25.nóv.) kosta áafgr. 50 aura. Skrifstofa í Send út um Iand 60 au.—Einst. blöð 3 au. opin kl. 12-3. Hafnr.træti 20. (uppi), Sími 400. Langbesti augl.staður i bænum. Afugi sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. Þriðjud. 25. nóv. 1913. Veðrátta í dag: ! Loftvog Hiti '< Vindhraði Veðnrlag Vestme. 719,3: 1,6 A 9jRegn Rvík. 723,Oj 0,7 A 5|Alsk. ísaf. 726,7 0,4 OSkýað Akureyri 727,8| 0,2 SSV 1 Skýað Grímsst. 691,0 2,0 SA 6 Aisk. Seyðisf. 731,1: 2 1 OÍSkýað Þórshöfn 742,7 6,2 S 5ÍRegn I N—norð- eða norðan,A—aust-eða austan.S—suð- eðasunnan, V—vest- eða vestan Vindhæð er talin ístig»mþann- ig: 0—logn, í —andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— slinningskaidi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9~ stormur, 10—rok,l 1 — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleturstölur í hita merkja frost. íkkistur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — Sími 93. — Helgi Helgason. ÖR BÆNIÍM Söngskemtun Brynjólfs Þor- lákssonar á sunnudagskvöldið var svo vel sótt, að hátt á annað hundr- að manns varö að vísa frá fyrir rúmleysi. Vonandi endurtekur hann hana með þessu lága verði, svo allir fái að heyra liana. Xerxes, enskt botnvörpuskip, lcom í gærkveldi að fá sjer kol. Tók niðri á Selskeri hjá Qróttu. Pjetur Hansson verslunarmaður var þá að skjóta fugla út við hafn- argarð. Hann fór þegar út í skipið, er hann sá, hve nauðuglega það var statt, og vísaði því Ieiðina inn á höfn. Vestu fór frá Færeyum í gær- morgun. Af Alþingistíðindum er nýkom- ið út 4. hefti af umræðum í e. d Er þar komið fram í 35. fund (21. ág-) Atsúkkulaði! Flest súkkulaði má nú borða og flestir hafa einhverntíma borðað súkkulaði. En þeir eiga mikið eft- ir, sem aldrei liafa bragðað eða ekki einusinni sjeð neitt af þeim lifandi óhemju ósköpum, sem nú er komið af átsúkkulaði til bæarins. Það væri því ekki úr vegi, að líta inn í Liverpool, því þar er það vitanlega. Bíó j BÍÓ Lifandi frjeftabiað. Strand gufusKipsins Verones við strörsd Portúgais. Trúr ti! dauðans. Sjónleikur. Aðahlutverkið íeikur Maurice Costello. Frá Ceyion. Fögur náttúrumynd með litum. Kátar þvoftastúikur. Franskur gamakleikur. Apríl seldi afla sinn í gær fyrir kr. 10 180,oo. Ingólfur Arnarson kom í nótt frá Englandi. Hafði selt afla sinn fyrir kr. 8 200,oo. Bragi kom í nótt frá Englandi. Hafði selt afla fyrir kr. 7 325,oo. Skallagrímur kom í nótt. Hafði selt afla sinn fyrir gott verð. »Nordby= frá Fanö, saltskip til Ðuus, kom í nótt. Það er að skreyta sig með annara fjöðrum — vægast sagt — er blað gefur út í fregnmiða símskeyti, sem annað blað fjekk. m 'B Eyrarbakka í dag. t Gísli Hannesson, bóndi í Dalb'æ f Gaulverjabæarhreppi, er ný- dáinn úr garnaflækju. Jarðaður í dag. Læknirinn okkar er altaf heldur að hressast, fer í föt við og við. Versta tíð er hjer stöðugt, haga- laust og gefur varla nokkurn tíma á sjó, en þá aflalaust. Æfintýri á gönguför er leik- fjelagið hjer að undirbúa sig með að leika fyrir jólin. Aðalmaðurfje- lagsins er Ouðm. Guðmundsson, versiunarstj. í Heklu. Skuggamyndasýningar hafa verið hjer nokkrar hjá Karli Ijós- ■ur. asr^,-.r--iíxuíxart--.arx- . myndara, aðallega frá eldgosinu, en aðrar skemtanir engar. UTÁN AF LANDl gj Veðurspá. Skiftist á með hláku og hrið harður snjóa vetur. Vist jeg spái verstu tið, Vita fáir betur. (Að norðan.) ^FRÁWLðNTO^ Frá IMoregt. Af hrognum hafa Norðmenn flutt út í ár 43 650 tnr. til 25. f. m. 'Af lifandi ál flultu þeir út á sama tíma 111 288 tvípund, en af Niðursoðnum fiski 23 772 148 tvípund. Þing Bandamanna kom saman eftir nokkurra vikna hvíld 7. þ. m. Var fyrir það Iögð af forsetanum neitun Huerta forseta f Mexíkó, gegn því, ‘ að Bandaríkja- stjórn hafi nokkurn rjett til þess að skifta sjer af Mexíkóniálum eða ráða því, hver þar sje forseti. Wilson forseti er hinn harðasti í horn að taka og vil! að Bandamenn láti til skarar skríða í Mexíkó, — telur það óhæfu aö líða morðingja aö sitja þar og ríkja með óaldarmönnum á veidisstóli. Svar þingsins var ekki kornið er síðast frjettist, en búist við að ófriður sje óhjákvæmur. Banatilræði veitti Mexíkómaður, Pedro Ouerrero að nafni, Felix Diaz að kvöldi þess 6. þ. m. Diaz var á gangi í Mexíkó, nam staðar til þess að hlusta á hljóðfæraflokk.er Guerrerorjeð á hann með hníf og ætlaði að reka hann í gegn. Diaz gat komið vörn við og varðist ágætlega, svo hinn kom ekki lagi á hann. Greip þá lög- regluþjónn í hnakkadrambið á Guer- rero og í sama biii var skotið á hann og hnje hann særður að velli. Diaz siapp lít( særður. Enginn sá hver skaut, en bæði Diaz og þeir, er nieð honum voru.eru settir í fangelsi. Ber lögreglan þær sakir á hann, að hann hafi skotið á Guerrero og rjett svo öðrum manni byssuna. Því neitar Diaz og vinir hans, en full- víst þykir að hann hafi átt hendur . \ sínar að verja, þótt liins vegar hafi einhver ókvæðisorð hans valdið því, að ráðið var á hann í fyrstu. Eitraðir nafnseðlar. Maður nokkur í París safnar uafnseðlum. Hann á meðal annars dálítiö »albúm«, er í eru aðeins nafnseðlar frá Napóleoni III. Keis- arinn var vanur að senda öllum nafnseðil sinn, er óskuðu honum gleðilegs nýárs. Nafnseðlar keisar- ans frá 1868 eru hvítir með ein- kennileguin gljáa, og eru ólíkir öll- um öðrum nafnseðlum hans frá fyrri og seinni árum. Svo stóð á því, að sá er gerðl nafnseðlana fyr- ir keisarann, hafði notað arseník- blöndu til þess að búa gljáann til. Nú vildi svo til, að gamall herinað- ur, sem fjekk nafnseðil þennan frá keisaranum, varð svo hrærður í huga af þessum heiðri, að hann marg- kyssti seðilinn. Hann fjekk illkynj- aða bólgu í varirnar og kvað lækn- irinn haua stafa af arseníkeitrun, er valdið hafi nafnseðíll keisarans. Napóleoni var tjáð atvik þetta, og gaf hann þegar út tiiskipun, er bann- aði að nota þennan hættulega gljáa framár, á nafnseðla og önnur spjald- brjef. — Dæini eru til þess, að í Sudur-Ameríku liafa eitraðir nafn- seðlar verið sendir, er hættulegt hefur verið að sneria með berum fingrum, ef eiiihver smárispa hefur verið á hörundi; ,— til þess að eitra, þá er notuð eiturtegund sú, er »curare» nefnist og blökkumenn í 'Suðurálfu eitra með örvar sínar. KynEegar brúðargjafir. Fyrir nokkru gifti maður nokkur í Königgraetz, Duchatschek að nafni, dóttur sína og hjet tengdasyni sín- um að hann ætlaði að gefa hjón- unum óvenjulega brúðargjöf, nefni- lega þunga brúðarinnar í siifri. Brullupsmorgunin var brúðurin veg- in í viðurvist ailra gestanna, reyndist hún 62 tvípund og karl rjetti tengda- syni sínum poka tneð 13 500 silfur- gyilinum. Jarðeignamaður stórauðugur í Connecticut-riki í Vesturheimi átti dóttur, er var óvenjulega þung; hún var nefnilega 400 pund. Hann ljet það boð út ganga, að hver, sem giftist henni, skyldi fá með henni í heimanmund 1 sterlingspund fyrir livert pund í henni og var hann úr því ekki í neinum vandræðum með að koma henni út. Kaupmaður nokkur í London ákvað, að tengdasonur sinn skyldi fá útborgaðan jafnan þunga í gulli og mismunurinn væri á líkamsþunga hans og dóttur sinnar. Hann hafði miklar mætur á stórum mönnum og feitum, og það sjest á fjárhæð- inni, er hann greiddi, að tengdason- urinn hefur ekki verið nein veimil- títa, því hann fjekk rneð henni 80 000 krónur í heimanmund. Auðugur málafærslumaður í Lon- don, er veitt hafði dóttur sinni ágætt uppeldi, hjet því þegar hún heít- bast manni, að hann skyldi borga brúðguma hennar fimmfalda fjárhæð þá, er hún gæti unnið sjer inn með dugnaði sínum á einu ári. Arið áður en hún giftist tókst henni með söng- og tungumálakennslu að vinna sjer inn svo mikið fje, að karl borg- aði brúðgutnanum á heiðursdegi þeirra 90 000 kr. í peningum. Mjög kynlegt var háttalag rakara nokkurs í París, er ákvað heiman- mund dóttur sinnar eftir dugnaði mannsefnis hennar, er var rakara- sveinn hjá honum. Daglega Iagði hann í sjóð ákveðna fjárhæð af því, er inn kom fyrir rakstur sveinsins, en frá þeirri fjárhæð var jafnan dregið eitthvað talsvert fyrir hverj<i rispu, er hann skar viðskiftamenn- ina. Þetta hafði þau áhrif, að sveinn- inn, er til þessa hafði verið fremur óprúttinn, fór að gæta sín betur, svo að eftir eitt ár fjekk hann það orð á sig, að hann væri einhver besti rakarinn í borginni, og gamli rakarinn greiddi honum ekki að- eins fjeð, heldur Ijet hann taka við rakarastofunni á brúðkaupsdegi þeirra ungu hjónanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.