Vísir - 30.11.1913, Blaðsíða 1
■Vh
6
S\*
Vísir er blaðið þitt
Hannáttu að kaupa fyrst og fremst.. !
Kemur út alla daga. — Sími 400.
lag;
Afgr.í Hafnarstr. 20. kl. llárd. tíl 8síöd.
25 hlöðffrá 25.nóv.) kosta á afgr. 50 aura.
Send út um land 60 au,—Einst blöð 3 au.
Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi),
opin kl. 12-3. Sími 400.
Langbesti augl.staður i bænum. Augl.
sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu.
Sunnud. 30. nóv. 1913.
3 A»3
hefst i Vísi:
Palladómar um alþingismenn
og
Ný saga stórmerkileg, fió
stutt sje.
Visir flytur œtíð sannar og
gagnorðar innlendar og útlendar
frjettir, lausar við ýkjur, skáld-
skaparhnoð og skvaldur.
Nú er tœkifœri að gerast á-
skrifandi.
BíóJ
' ' I Biografteater
Reykjavíkur
29. 30. nóv. og 1. des.
Þegar gríman fellur.
Sjónieikur í þrem þáttum eftir
Urban Gad.
Aðalhlutvcrkið Ieikur
frú Asta Nielsen Gad.
.íkklstur fást venjulega tilbúnar
á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og
gæði undir dómi almennings. —
Sími 93. — Helgi Helgason.
Jesús Kristur er
sannur guð“
er umtalsefni fyrirlesturs, er
, haldinn verður í
Landakotskirkju
sunnudaginn 30. nóv.
kl. 6 síd.
Allir velkomnir.
Meulentierg,
prestur.
f Beiel
(lugólfsstræti og Spítalastíg)
í kvöld kl. 6i/2.
Efni: Sions hreyfingar.
Munu Gyðingar safnast í Pa-
lestínu áður en Kristur kemur?
Er það eitt af táknum tímans?
Allir veikomnir.
O. J. Olsen.
ÚR BÆNUM
Trtilofuð eru Loftur Ólafsson
stýilmaður, á Lindargötu 18, ogym.
Águsta Pálsdóttir, Vatnsstíg 12.
>'Þjóðreisn« heitir politískt fje-
lag, sem L. H. Bjarnason stofnaði í
Teiiiplarahúsinu í gærkvöld með
f lokksbræðrum sínum, erásamt honuni
höföu sagt sig úr fjelaginu »Fram«.
Messur í dómkirkjunni í dag
kl. 12: sjera Jóhann (altarisganga);
kl. 5: sjera Bjarni.
Til leigu
er neðri hæð hússins nr. 12 við Hverfisgötu, sem er stór sölubúð
með skrifstofu og tveimur geymsluherbergjum.
Ef um leigu til fleiri ára væri að ræða, mundi fást breyting á
herbergjaskipun svo við hæfi leigjenda væri, og notfært til skrif-
stofu, lækningastofu, saumastofu eða skólastofu. Nánari upp-
lýsingar fást hjá G. Gíslason & Hay.
v vjvB SvundavsU^
í dag kl. 6Vs síðd. Efni: Hið spámannlega orð.
Ókomna tímanum lýst. Merkilegdæmi um áreiðanlegleika
spádómanna.
Allir velkomnir. D. ÖSTLUND.
Kaupmannahöfn í gær.
Ragnar Lundborg, riístjóri í Svíþjóð, hefurskrif-
að allrækilega um fánamálið íslenska og telur úrslit
þess ófær. •
Vogatungu í gær.
Skemmdir urðu af sjó allmiklar
á Akranesi á fimmtudaginn. Meðal
annars eyðilagðist með öllu skipa-
bryggja, er Haraldur Böðvarsson var
að láta byggja. Er skaðinn melinn
kr. 1000,oo.
•j* Brynjólfur Jónsson, bóndi á
Súlunesi, andaðist á fimmtudag.
Akureyri í gær.
Þjófnaðarmál hefur staðið hjer
á aðra viku. Var Jaknb nokkur
Guðmundsson kærður fyrir að hafa
stoiið 100 krónum í peningum.
Hann þverneitaði framanaf, en var
hafður í varðhaldi sökum líka, sem
á hann bárust. Loks játaði hann á
síg glæpinn í fyrradag.
Guðmundur á Sandi er hjer
kominn til bæarins sína venjulegu
vetrarferð og ætlar að byrja fyrir-
lestra sína á mánudagskveldið. Heita
»GlárnsaugU’t það sem hann fyrst
ræðir um.
Nýan leik er leikfjelagið hjer
að Ieika þessa dagana fyrir bæar-
mönnum. Heitir hann Happið og er
cftir Pál Jónsson barnakennara. Efn-
ið alíslenskt. Fer leikurinn fram á
hreppstjóraheimili í sveit. Leikur-
inn líkar einkar vel og er aðsókn
mikil.
E/s lngófur fer í dag frá Seyðis-
firði hingað á leið. Er hálfum mán-
uði eftir ác&tlum.
E/s Ceres er á Seyðisfirði í dag
á útleið. Orðin 6 dögum á eftir
áætlun.
Tíðin er hjer ágæt og góð út-
beit.
Afli mikill úti á Eyafirði. Aða|-
lega útundir Óláfsfjörð og þar fyrir
utan. En jnni á firði enginn afli
að kalla.
Vestmanneyar í gærkveldi.
Flöskupóstur var sendur hjeðan
til lands í dag og er búist við að
hann komi til skila á morgun sökum
hagstæðs vindar og straums. Á
síðari tímum hefur flöskupóstur verið
r.otaður hjer Iítið.
Leikfjelagið Ieikur hjer í kveld
Hermannaglettur og Nei.
Skuggasveinn var leikinn hjer
í gær af nýu Ieikfjelagi.
Islands Falk hafði eyarskeggja í
boði sínu, er hann fór hjer framhjá
heim til sín. Voru um hundraö
manns boðnir, en ekki komu nema
um 30. Kampavín og aðrar góð-
ar veitingar voru fram reiddar. Var
íslenski fáninn þar á borðum. Flug-
eldum var skotið um kveldið.
Hafrót er hjer og hið versta
veður.
Eyrarbakka í gær.
Strandmennirnir frá >Lord
Carlington«, 12 að tölu, eru væntan-
legir hjer þessa dagana.
Söngskemtun heldur í kveld
hjer í kirkjunni Sœmundur Gíslason
fra Ölvesi. Hefur hann leigt kirkjuua
af sóknarnefnd og selur aðgang 35
aura. Eru ýmsir hjer óánægðir yfir
að! kirkjan sje notuð þannig (að-
gangur seldur). Ungfrú Guðmunda
Nielsen aðstoðar með píanóspili.
Sjónleika hefja Stokkseyringar.
annað kveld.
Uppboð var haldið hjer í gær
á tveim kúm og þrem hrossum,
er átti Stefán bóndi Ólafsson í
Kumbaravogi, og seldust allir
gripirnir fyrir kr.W3,oo. Hann
seldi sökum heyskorts.
Leikfjelag Reykjavíkur:
í dag 30. nóvember 1913
kl. 8*
Trú og heimili
eftir
Karl Schönherr.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnað-
armannahúsinu.
tnaBtuæiia^ '
....
Bjarni Björnsson hefur aftur
söngskemmtun í dag (kl. 6) í Báru-
búð og hefur nu hljóöfæraslátt í
hljeum.
Gefin saman í gærkveldi Símon
Egilsson, útgerðarmaður frá Ásgarði
í Vestmannaeyum, og ym. Valgerð-
ur Sigurðardóttir, Brekkustíg 11.
Sendisveinaskrifstofan. Mikilli
þörf er þar bætt úr fyrir bæarbú-
um, sem slík skrifstofa er á stofn
sett, er auglýst er á öðrum stað í
blaðinu. Allsstaðar erlendis, jafnvel
í smábæum, eru slíkar skrifstofur
*til. Þeir lierrar Emil Sirand á Elliða-
vatni og Páll Stefánsson, fyrrum
bóndi þar, gangast fyrir því að
koma henni á laggirnar. Hafa þeir
Iengi hafl þetta í hyggju, ,en ekki
sjeð sjer fært ýmsra hluta vegna
að byrja fyrri en nú. Það eru ekki
smáræðis þægindi, að geta að ör-
fáum mínútum liðnum eftir sfma-
kall fengið sendisvein til að reka
smáerindi sín, hlaupa með brjef,
fara með boð o. s. frv. og þurfa
ekki sjálfur að tefja sig frá störfum
eða sína menn, ekki síst þar sem
einatt er næstum ómögulegt að fá
nokkurn mann til þess að gera
viðvik fyrir sig, þótt heilar hers-
ingar yngri og eldri manna gangi
vinnulausir með hendur í vösum
og hími á strætum og torgum
víðsvegar. Tíminn er peningar og
Starfsömum mönnum míklu dýr-
mætari, en þeir fáu aurar, er fara
til þess að kaupa af sjer tafir og
ómök.
Frh. bæarfrjetta á öftustu síðu.
Palladómar.
I. Yfirlit.
Fyrir 25—28 árum flutti blaðið
»Fjallkonan« tíðindin af alþing-
ismönnum, þau er nefnd voru
*Palladómar«. Var þar lýst þing-
manna yfirlitum, háttum þeirra á
þingi og hæfileikum, svo og mála-
fylgi þeirra þar. Þótti alþýðu manna
betra en ekki að fá þáu tíðindi, og
sumum þótti svo mikill fengur í,
að telja mundu frjeítabót, ef fengju
nú að heyra nokkura lýsing al-
þingismanna. Hefur því verið
til þéss stofnað, að svo yrði.