Vísir - 26.12.1913, Page 4

Vísir - 26.12.1913, Page 4
V | S I R Það er vafasamt hvort Hugi heyrði þessa ákveðnu og viturlegu athuga- semd, því áður en Rikki hafði lokið máli sínu, var hann hlaupinn af baki og barði að dyrum klausí- ursins af öllum mætti. Stund leið áður en gegnt var, því Arnaldur klerkur var á gangi í garðinum bak við klausturkirkjuna, og var ekki í sem bestu skapi, því hann hafðl heyrt ávæning af nokkru er honum leist ekki á, og Agnes gamla þorði ekki að ljúka upp, er hún sá vopn- aða menn úti og vissi ekki hverjir það voru. Þannig fór svo, að fjórð- ungur stundar eða meira leið til þess er þeir Hugi og guðfaðir hans stóðu augliti til auglitis. »Hvernig líður Rögnu og hvar er hún ? Hví er hún ekki með þjer, | faðir?« hrópaði Hugi. »Spyr þú ekki nema eins í einu sonur! En guði sje lof fyrir það, að þú kemur lífs aftur! Jeg veit ekki hvernig henni líður, og hún er hjer ekki. Hún er farin heim í Blíðuborg til föður síns«. »Hvers vegna?« hrópaði Hugi. »Þú hjetst því að geyma hana hjerna!« »Vertu hægur! Jeg skal segja þjer alla söguna!« Og hann sagði Huga í fám orðum allt. »Er þetta allt sem þú veist,.faðir?« spurði Hugi og uggöi að meira byggi undir, því hann sá áhyggju- svip á enni klerki. »Nei, ekki alveg, sonur! Jeg hef fyrst í dag komist að . því, að Játmundur Akkúr og menn hans fóru aldrei til Lundúna og eru komnir aftur til hallar Kleifamanna í BIfðuborg«. »Því betra er það faðir, — því nú hef jeg skriflega skipun konungs til borgarstjórans og allra þegna hátigins konungsins í Dúnvík um að taka Frakka þessa alla höndum, lífs eöa liðna!« Frh. Palladómar. --- Frh. (Vjer biðjum lesendur Vísis vei- virðingar á, að er blaðið kom út síðast (aðfangadag jóla), varð fyrir óheppni eptir upphafið af þeim kafla, sem þar stóð úr »Palladómum« á annari síðu. Setjum vjer hjer þennan kafla allan.) Það er svo sem ekki óhugsandi að úr þessu geti orðið fyrir »ófor- förnum» manni sá aumasti ráða- grautur. Og hvar mundi það hafa komið sjer, ef ekki hjer, að Sig. var vanur ráðanauts-starfinu; var vanur að gefa ráð og, eins og gerist að þiggja ráð á báða bóga. Meirihluti er meirihluti — það þarf engum að segja. En hitt getur verið vand- ara að vita, hvað geti orðið eða verði meirihluti — eða hvort stund- um geti verið í einstöku tiifellum tveir meirihlutar á þingi og hvort nota mætti sinn í hvort skiftið á báða bóga. Hjer er verkefni fyrir ráðanaut að fást við. Og Sig. varð heldur ekki mikið fyrir um það í ráð- herravalinu. Hann gekk ekki úr sínum flokki, meirihlutanum, og yfir í flokk mótstöðuinanna sinna, heldur segja menn, að hann haíi gengið í iið með mótstöðumönnum sínum, minnihlutanum, og veiit þeim það fulltingi, er dugði við ráðherravalið, og síðan verið kyr í sínum flokki eftir sem áður. Telja menn að þarna hafi frægð hans fyrir flokksfylgi stígið hæst, að því ógleymdu, að Sjálfsíæðismenn gerðu hann fiokksrækan áður en þingi væri slitið. Á þingi 1912 gekk Sig. í Sam- bandsíiokkinn og yann með hon- um þá á þingi slíkt er mátti, og sýndist vera einátta í því biii, enda hafa engar kvartanir um það komið, að hann haíi ekki við »Grútnum« svo kallaða viljað gangast. Nú, en þetta stóð ekki uni eiiífð, nema þá, að sú sambandseiiífð hafi veriö sfutt að voru tímatali. Á öndverðu síðasta þingi gekk hann í Bænda- flokkinn, og má vera, að það hafi hann gert til þess, að ljetta ögn- lítið sambandsábyrgðina á sjer, og er sú lilgáta að nokkru leyti byggð á orðum Nýa kirkjublaðsins í haust. Ekki eru fullkunn ráðanautsstörf hans í bændaflokknum. Þau hafa líklega fallið honum ljett, eins og vonlegt er, því að mælt er, að flokkur sá sje ekki í stórri sjálf- skuldarábyrgð út á við. En engu síður höfðu menn fyrir satt, að Sig. ynni af tilhlýðilegum þegnskap í þarfir Sambandsflokksins, og það jafnveí þótt í orði væri, að hann hefði sagt sig úr þeim flokki, til þess að vera í Bændaflokknum. Um þingstörf Sig. má það segja, að hann er fús til starfa og lætur margt til sín taka, enda mörgum störfum á hann hlaðið. Hann hef- ur setið í fjárlaganefnd neðri deiiid- ar á þrem þingum, og erþaðhon- um mesti starfsauki, ofan á það, að öll mál, er á einhvern hátt koma undantekningarlítið til hans yfir- sýnar og »umþenkingar«, annað- hvort fyrir það, að hann er flytj- andi þeirra, eða skipaður í nefndir þær, er um málin fjalla. Engum mun dyljast það, að Sig. er mesti áhugamaður um allt það, er lýtur að landbúnaði og framförum hans. Lætur hann ekkert undir höfuð Ieggjast um það, er hann hyggur að megi þar til bóta koma, enda ör á lagasmíð og tillögur í þeirri grein. Annað mál er það, að sum- ir eru þeirrar skoðunar, að ekki leggist hann allt af dýpra þar, en aðrir frómir og góðir menn. En skylt er að geta þess, að stutt hefur hann af ítrustu orku, jafnt á þingi sem utan þings, allt það í nýbreytni, er nú er talið landbúnaði tii mestra frambúðarþrifa, svo sem rjómabúin, sláturfjelög og þar með samvinnu- fjelagsskap. Þá beitist hann ekki síð- ur fyrir velfarnaii jarðabóta livar sem er, þótt honum sje líklega Flóaáveitan kærust af öllu slíku. T.elja má og það, að margur telur hann ástvin allra kynbóta hjá kvik- fjenaði, og enginn veit enn sem komið er, nema hann sje eitthvað vinveittur manna-kynbótum, msetti það vera landbúnaðinum til frama og frægðar. Þá er hann meiri gaddavírs vinur en flestir þingmenn aðrir, og eru gaddavírs- og girð- Eilefu þásund kröna viröi getur sá fengið, ef heppnin er með, sem verslar við mig fyrir 10 krónur. Hannfæreinn lotteríseðil að Ingólfshúsinu. þetta kostaboð stendur til nýárs, og verður þá dregið um húsið. Sá, sem þarf að fá sjer úrs Sdukku, úrfesti eða annað, sem jeg hef til nýársgjafa,ætti ekki að láta þetta tækifæri ónotað; enginn afsláttur jafnast á við það. Vörur mínar eru þar að auki bæði vandaðar og óefað ódýrari en annarsstaðar. Komið og skoðið! Hverfisgötu 4 D. Jón Hermannsson. St 55 I ® fiflagdebogar-Brunabótarfjeiag. Aðalumboðsmenn á íslandi: % O. Johnson & Kaaber. § fe ' m míMœmmmmmmmmm&m® inga-lögin, sem hann hefur fjallað | um, þess ljósastur votturinn, vitan- lega landinu til heilla og hamingju. Frh. ■—ii— ■lll^^ll^llll—■■ n iii ii i '■íiiniTrr ini'—i t ------ Nl. Skátarnir hafa foringja úr flokki sínum, en mjög oft eiga þeir v n- gott viðýmsa aðra eldri menn, sem vilja þeim vel og eru færir um að leið- beina á einhvern hátt. Þegar hreyf- ing þessi barst til íslands, íyrir fá- einum árum, þá vantaði tilfinnan- lega þennan stuðning fuliorðinna manna. Drengirnir stóðu einir uppi og gátu vitanlega lítið gert úr 1 skátastarfinu. Þó hjelst flokkurinn við, og innan hans kotnn fram áhugasamir og efnilegir skátafor- ingjar sem kynntu sjer hreyfinguna, þar sem hún var í fullum blóma, og höfðu vekjandi áhrif á fjelaga sína. Smátt og smátt uröu nokkrir íþróttamenn hjer úr bænum til að styðja skátana, eftir því sem tími leyfði, og nú má segja að hreyf- ingin standi á öruggum fótum. Augu manna hafa opnast fyrir þvi, að hjer er ný stefna að ná rótfestu, stefna, sem ætti að vera okkur kær- komin, einkum í Reykjavík og öðr- um kaupstöðum. Hjer eru ung- lingarnir inni byrgðir í þröngu og og fátæku bæaiífi. Skáta-lífið opn- ar nýan heim fyrir mörgum þess- um unglingum. Þar er fjelagslíf í alvariegum tilgangi, þar er stefna, þar er æfintýrabragur yfir einkenn- isbúningnum, herdeildaskipuninni, ferðunum, mannraununum, leikjun- um og vinnunni. Og í þessum nýa heimi er ótal margt, sem ekkert bar á fyrrum; margir leyndardóm- ar að ráða, margar þrautir að leysa, margir bágstaddir að hjálpa. Þar er fjöldi verkefna, sem bíða þeirrar stundar, þegar drengir og fullorðnir menn koma saman tii að vinna að þeim. Skálavinur. Reynslan hefur konum kennt: kaffið ódýrt, malað, brennt, best í jólabollann er, bara’ ef Nýhöfn selur þjerí Trúlofuð sru: Marteinn Einarsson, kaúpmáð- ur, Laugaveg 44, og yngismey Guðrún Magnúsdóttir, Orettis- götu 20 B. Lofterísð í K. F.JJ. K. Borðteppið er nr. 136. Olíumyndin er nr. 290. Sækist í hús K. F. U. M. Kanaklukkur ágætar til sölu hjá Nic. Bjarnason. i -^-p-, ||,||, , „ || —■ Ágætur harðfiskur á 35 aura pundið til sölu í pakkhúsinu hjá Guðm. Grfmssyni. Stúlka óskast í vist til Árna Eirtkssonar kaupmanns frá næst- komandi nýári. Jarþrúður Bjarnadóttir, Grett- isgötu 59 B, strauar og þvær fyr- ir lágt verð. Stúika óskast í vist frá 1. jan. Afgr. v. á. kaupskapurH Nýr dívan til sölu í Mjóstr. 10. Vagnhestur, 8 vetra, afar stór og vænn til sölu. Afgr. v. á. Kjólföt þau, sem auglýst hafa verið í Vísi 23. þ, m. undir mínu nafni, gaf jeg alls ekki leyfi til, að auglýsa.og til að spara mönn- um ómak skal það tekið fram, að umtöluð föt eru gömul, slit- in og Ijót. Andrjes Andrjesson klæðskeri. Útgefandi Einar Gunnarson, cand. phi). Östlundsprentsmiðja.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.