Vísir - 18.01.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 18.01.1914, Blaðsíða 1
Kemur út alla daga. Sími 400. Agr. í Hafnarstr. 20. kl. 11 árd.til 8 síðd. 25 blöð (frá 8. jan.) kosta'a afgr. 50 au. Send út um land 60 au.—Einst.biöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), opin kl. 12—3, Sími 400. Langbestí augl.staður í bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daging fyrir birtiugu. Sunnud. 18. jan. 1914. Háfl.ki.9,42’árd. og kl. 10,11 ’ síðd. Afmœli: Ungfrú Ásta Ólafsdóttir. Magnús Ólafsson, kökugjörðar- maður. Á morgun Afmœli: Frú Margrjet Bjarnason. Guðlaugur Torfason, trjesm. Sigurjón Jónsson, verslunarmaður. Póstáœtlun: Ceres kemur til Reykjavíkur. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Biografteafer Reykjavíkur Fagrir fjötrar. Saga leikmeyar fjölleikahússins í 3 þáttum. Miss Saharet, hin víðfræga dansmær, leikur aðalhlutverkið. Leikfjelag Reykjavíkur. í dag (sunnud.) kl. 8. síðd. Ljenharður fógeti. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó. S«ÓMftVÍ' sunnudag kl. 6V2 síðdegis. Allir velkomnir. D. Östlund. í Betel sunnudaginn 18. jan. kl. síðd. Efni: Hið mikla friðarríki. Hve• nœr og hvernig hefst það? Kenn- ing trúfræðinga og kenning bibfíunnar því viðvíkjandi. Allir velkomnir. O. j. Olsen. Fallegustu líkkisturnar fást hjá mjer—alltaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- klæði (einnig úr silki) og lík- kistuskraut. Eyvindur Árnason. 9 fkklstur fást venjulega tilbúnar 1 á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og S gæð gæði undir dómi almennings. — Sími 93. — Helgi Helgason. Sendið augl. tímanlega. itofnað Eimskipafjelag Islands. í gær gerðist sá mikli atburður í sögu lands vors, að samþykkt var (í einu hljóði) á mjög fjöl- mennum fundi og eftir að nægi- legt fjármagn var tryggt, að stofna EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS. Um sögu þessa máls skal vís- að til ágrips af skýrslu bráða- birgðarstjórnarinnar, er hjer er prentað, en hún hafði það verk með höndum, að undirbúa mál- ið fyrir fund þennan. Síðustu dagana hafa verið af streyma til bæarins menn utan að landi, óvenjumargir á þessum tíma árs. það er áhuginn fyrir hinu mikla velferðarmáli, sem knýr þá, og löngunin til að vera viðstadda á iafn heillaríkri stundu. Dagana fyrir fundinn var skrifstofa und- irbúningsnefndarinnar troðfull frá morgni til kvelds af mönnum,sem voru að borga inn fje og fá að- göngumiða á aðalfundinn. það er óvenjulegt að mönnum sje svona útbært fje sitt, þegar ekki er vissa fyrir beinum arði, og mun aldrei hafa verið svo vel og almennt tekíð í neitt mál, sem mikil fjárframlög hefur haft í för með sjer, sem þetta mál, hvorki með íslendingum heima eða í Vesturheimi. Dagurinn rann upp mildur og fagur. Að eins hægur andvari var úr austri, mátulegur til þess að halda uppi íslensku flöggunum, sem dregin voru á stöng víðsvegar um bæinn. — Um kl. 11V2 var kominn allstór mannþyrping fyrir utan dyr Iðnaðarmannahússins, en um 10 mínútum síðar var húsið opnað. Sæti voru í þriðjung húss- ins og fylltust þau þegar, en fleiri sæti var ekki hægt að hafa þar, þar sem þá hefðu ekki komist að allir fundarmenn, en salurinn varð brátt fullur þó menn stæðu þjett. — Ekki er venja hjer að menn sæki fundi svo stundvíslega, að allir sjeu kornn- ir á tilsettum tíma, en svo var það nú í þetta sinn. Stundvíslega kl. 12 gekk Jón samábyrgðarstjóri Gunnarsson fram úr hóp bráðabir;ðarstjórnarinnar og nokkurra annara nianna, er tekið höfðu sjer aðsetur uppi á leiksviði hússins. Hann niælti á þessa leið: Háttvirta samkoma! Það er vegna fjarveru formanns bráðabirgðastjórnar Eimskipafjeiags- ins, að í minn hlut kom, að setja fund þennan, sem erstofnfundur hluta- fjelagsins »Eimskipafjelag íslands«, ! og sem jeg þá hjermeð lýsi yfir að sje settur. Þar sem jeg lít svo á, að mitt hlutverk sje aðeins það, að setja fund þennan, þá sný jeg mjer alveg formálalaust að því einu, sem þar til heyrir. Fyrir hönd bráðabirgðarstjórnar- innar vil jeg því næst tilkynna fund- inum, að hún áleit alveg sjálfsagt, að bjóða Iandsstjórninni, að láta einhvern af sinni hendi sækja fund- inn, og sje jeg nú, að ráðherra vor hefur sjálfur komið og heiðrar fund- inn með nærveru sinni. Sömuleiðis bauð hún umboðsmanni landa vorra í Vesturheimi, herra J. Bíldfell. Hann kom hingað heim fyrir nokkru til þess, eins og flestir fundarmenn vita, að taka þátt í Eimskipafjelags- stofnuninni, hefur um nokkurn und- anfarinri tíma unnið að því ásamt Bráðab.stjórninni, að reyna að gera lög fjelagsins þannig úr garði, að allir mættu vel við una, ekki síður Vestur- en Austur-íslendingar. Báðir hafa fuiltrúar þessir mál- frelsi á fundinum. Það sem þá liggur fyrir, er að kjósa fundarstjóra, og skiftir miklu, að það heppnist vel, því hjer ligg- ur fyrir mikið og all-vandasamt verk- efni. Það er stungið upp á, að yfir- dómara Halld. Daníelssyni verði falin fundarstjórnin, og má í sam- bandi við það geta þess, seni fiest- um^hjerstöddum eðlilega er ókunn- ugt um, að það var einmitt Halld. yfirdómari, er stýrði fyrsta fundin- um, sem haldinn var viðvíkjandi stofnun Eimskipafjel., ánægulegt því og virðist eiga ágætlega vel við, að hann einnig stýri stofnfundi þess- um. Og skal jeg þá leyfa mjer, að bera uppástungu þessa undir atkv. fundarins, og bið þá sem kjósa Halld. yfird. fyrir fundarstj. að rjetta upp hendina, H. D. kosinn rneð öllum greiddum atkv. Enginn móti. Meðfram vegna þess, að aiveg virðist sjálfsagt og nauðsyniegt, að spara tímann sem mest má og forð- ast að lengja væntanlegar umræður, er stungið upp á því, að fundur- inn feli fundarstjóra, þ. e, hinum kjörna, — að segja upp og setja fund- inum Iög, þ. e. fundarsköp þau, er gilda eiga. Þeir, sem fallast á uppást., geri svo vel að rjetta upp hendina. Bjarni frá Vogi óskaði að fund- arsköpin yröi borin undir atkvæði fundarins. Tillagan var borin upp og felld með 139 atkv. gegn 45 að viðhafðri handaupprjettingu. Halldór yfirdómari Daníelsson iók nú við fundarstjórn. Nefndi hann til fundarskrifara þá Magnús dýra- lækni Einarsson og Björn yfirdóms- lögmann Pálsson. Þá gat hann þess, að er hann hafði verið beðinn að taka að sjer fundarstjórnina og dregist á það, þá hafi hann samið uppkast að fundarsköpum og las hann það upp og skyldi það vera fundarsköp þessa fundar. Var nú komið að 3. máli á dag- skrá fundarins: »Skýrslu frá bráða- birgðastjórninni* og tók til máls Sveinn yfirdómslögmaður BJörnsson. (Ágrip); Upphaf þessa máls er, að 22. des. 1812 áttu. fund með sjer 5 menti um það, hvort tiltækilegt myndi að koma á stofn íslensku eimskipafje- lagi, sem gæti tekið að sjer milli- landaferðir. Leist þeim öllum að svo mundi vera. Hinn 2. febr. 1913 var aftur haldinn fundur um sama efni og voru þar 14 menn, var þá kosin nefnd manna til að hrinda málinu áfram og í hana Eggert Claessen yfirdómslögm., Jón Björnsson kaupmaður, Jón Þorláks- son verkfræðingur, Thor Jensen kaup- maður og Sveitin Björnsson yfir- dómslögmaður. Þeir boðuðu aftur til fundar 7. mars s. á. og buðu til alþingismönnuin þeim, sem til náðist og blaðamönnum.VorualIirþar sammála um að málinu skyidi haidið áfram. Á þeim fundi var lögð fram skýrsla með upplýsingum þeim, er þá höfðu fengist málinu viðvíkjandi, og laus- leg kostnaðaráætlun. Enn var haldinn fundur unt málið 9. mars og þá boðið til kaupmönn- um og öðrunt kaupsýslumönnum. Á þeim fundi var bætt við í nefnd- ina þeim Jóni Qunnarssyni sam- ábyrgðarstjóra og Ólafi G. Eyólfs- syni verslunarskólastjóra. Þessir menn hafa síðan starfað að undirbúningi til fjeiagsstofnunar- innar.—Nefndin sendi 180mönnum í öllum hreppum og kaupstöðum landsins brjef og bað þá að standa fyrir hlutafjársöfnun. Tóku allir því vel nema tveir, sem neituðu. 80 menn í Reykjavík bað hún um hið sarna og urðu þeir allir vel við, Einn ntann í Kaupmannahöfn bað hún að safna meðal íslendinga þar; 19 heistu mönnum í Winnipegborg skrifaði hún urn santa efni. Þeir brugðust mjög vel við, kusu 6 manna nefnd til að taka sjer ferð á hendur hingað til lands að kynna sjer málið nánar. Nú starfar að framkvæmdum málsins 14 manna nefnd í Wínni- peg, hefur hún sent hingað fullírúa sinn, Jón Bíldfeíl fasteignasala, til skrafs og ráðagerða, mun hann sjálfur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.