Vísir - 18.01.1914, Blaðsíða 3

Vísir - 18.01.1914, Blaðsíða 3
V 1 S I R SMFBJETTIR Stórfelld eídgos. Kaupmannahöfn í gær. I dag sannfrjett, að eldfjallið Sakura í Japan hefur gosið þessa dagana. Afskaplega er tjónið orðið stórkostlegt og menn hafa farist þúsundum saman. Eldfjallið Sakura (Sakura-sen), 1140 stikur að hæð, stendur á sam- nefndri ey í Kagoschima-flóa, en hann skerst sunnan í Kiruschiu, sem er syðsta japanska stóreyan. Báðu megin við flóa þennan ganga fram fjall- garðar miklir með mörgum og stórum eldfjöllum, sem oft hafa valdið miklu tjóni. Byggð er allmikil rneð flóanum, en stærsta borgin stendur rjett vestan við Sakúra-eyarsundið, sem er örmjótt (tæpar 2 rastir); hún heitir Kagoschima og hefur nær 70 þúsundir íbúa. Má búast við að sú borg, svo nálægt eldgosinu, leggist í eyði. Tíðindamaöur Vísis hefur ekki viljað síma frjettina fyr en full vissa væri fyrir að sönn væri, og kemur hún degi síðar en ella. Það er heldur ekkert varið í símfrjettir, sem reynast hugarburður einn á eftir. ísafirði í gær. Afli hinn besti hvar sem til Botnvörpuskipin eru nú að spyrst um Vestfirði. koma inn hingað smámsaman með Hafísjakar á stangli um sjóinn góðan afla. og geta tafið siglingu í myrkri. y „Astarguðinn & Co. Ltd.“ Flestir gerast nú kaupsýslumenn á þessari verslunar- og framfaraöld mannkynsins. í hinni alþekktu götu Berlínarborgar »Unter den Linden* (Lindigöngunum) er nýsett á stofn verslun í stórhýsi miklu, þar sem petta firmanafn stendur með stóru gullnu letri. Blindi ástarguðinn er Iíka farinn að versla. Og hvað hefur hann á boðstólum? Auðvitað stúlkur. Fallegar stúlkur, ljóshærð- ar, dökkhærðar, hávaxnar, lágvaxn- ar, siðlátar, skrautgjarnar, fátækar, ríkar, — öllum tegundum úr að velja, en ekki til stundargamans, heldur til æfilegrar eignar og sam- búðar í heilögu hjónabandi. í glugg- unum er raðað ljósmyndum, ótölu- legum grúa, þangað senda allar myndir, er langar til að giftast. Og aðsóknin er mikil og margar ganga út. Hverri mynd fylgja upplýsing- ar um ætterni og efni og annað — flest —, cr piltarnir vilja vita, og það sem mest er um vert, heirn- anmundur hverrar stúlku er þar í tölum talinn. Engin þeirra, er þar eru á boðstólum er eldri en þrí- tug, — telur jafnvel ástargúðinn sjálfur sjer ómögulegt aö koma út þeim sem þar eru yfir, live rýmileg kjör, sem eru í boði. Ótölulegur manngrúi er alla tíma dags fyrir I utan búðargluggana og fjöldi lög- reglumanna á verði til þess að varna því, að umferð teppist um götuna og er hún þó æði breið. — í ráði er og að sýna þar síðar hreyfingar limaburð og svipbrigði meyanna í lifandi myndum. Töfrajárnbrauíin, Járnbrautin milli Kairo og Kapborgar. Einu furðuverki 20. aldarinnar er nú að verða lokið. það er járnbrautin, sem verið er að leggja eftir Afríku endilangri frá Kairð norður við Miðjarðarhaf til Kap- borgar (Höfðahverfis) á suðurodda Afríku. Saga járnbrautar þessarar verður eflaust einhver skemmtí- legasti og fegursti kafli veraldar- sögunnar. Járnbrautin byrjar í Kairó, ný- tískuborginni með ótal fornum minningum liðinna alda. Hún liggur um Egyptaland, forna veldið Faraóanna, suður til Khartum, sem nú er breskur háskólabær, en fyrir ekki meira en 15 árum var höfuðborg falsspámannsins vitlausa. Hún liggur fram hjá víg- völlum, þar sem Kitchener lá- varðurog’kappar hans drápujskutu og hjuggu niður sem hráviði þrjátíu þúsund innborna menn. Hún heldur áfram lengra og lengra um landsvæði, þar $em enginn hvítur maður hefur nokkru sinni stígið fæti sínum, — um frumskóga, þar sem ljón og lje- barðar liggja í launsátri, og um sljettur, þar sem gíraftar og ze- bradýr hlaupa enn sem fyr á morgni aldanna. þarna syðra í miðju heimkynni villimennskunnar • á eimreiðin að þjóta áfram á fagurgljáum brautar- teinum, framhjá svertingjaþorpun- um og hörgum, þar sem enn rýkur af volgu mannablóði. Hún þýtur inn á land gullsins og gim- steinanna — innTranswaal, þarsem þrekvaxnir Búar og þjettir á velli róta umjörðinni ogstunda kvikfiár- 43 í| Nægar birgðir af Netakúlum tr i | í veiðarfæraversI.’Verðandi’. & l FISKVERKUN Duglegar stúlkur geta fengið atvinnu við fiskverkun á Ttri Kirkjusandi frá byrjun marsmánaðar. Lysthafendur snúi sjer til Ingimundar Jónssonar, Holtsgötu 5. frá 20 aurum pundið. Uamenostav frá 45—60 aura pundið. f Verslunin ,Asbyrgi‘, Hverfisgötu 33, ^CAA AAAA AA AA Si/S/ rækt, — þar sem verksmiðjureyk- háfar Breta benda til himins. Eimreiðin þýtur blásandi og hvæsandi eldi og eimyrju um aragrúa sviðbreytinga þangað til hún kemst í Kaplandið, hið pálmum prýdda, í Kapborgina, heimsmenningar stórborg Suður- Afríku. Járnbraut þessi verður alls 5 600 enskar mílur á lengd, sem er lítið eitt lengraen fimmtungur afummáli jarðarinnar. Nú þegar eru lagðar 4 800 mílur áf járnbraut- inni og að 2 árum liðnum vonast menn til þess/að síðasti teinspott- inn verði lagður. þegar farið var nú að halda brautinni enn lengra áfram, var henni stefnt á hið volduga Zambesi-fljót og Viktoríu- fossinn mikla. það var óhjá- kvæmt, — yfir fljótið varð að fara. þar var staður valinn, sem fljótið er mjóst, rjett við fossinn. þar rennur fljótið svo að segja í djúpri jarðsprungu. Svo eru bakkar þess þar brattir og háir, að í hyldýpisgjá er að horfa nið- ur á fljótið af þeim. Fyrst var ekki annað sýnilegt, en brúar- smíð yfir gjá þessa yrði meðöllu ó- vinnandi verk. En 25 breskir verkfræðingar tóku verkið að sjer sem væn það barnaleikur. Fyrst var reist rafmagnstöð við Vik- toríu-fossinn — aflgjarfinn kostaði þar ekkert. Svo vaf stálstrengur dreginn yfir fljótið og festur. þessi strengur var bvrjun brúar- Bestu meðmælin. Hver, sem ein.u sinni hefur keypt vindla, sígareiturog tóbak á Laugavegi 5. kaupir það þar áfram, því þar er það bæði best og ódýrast. smíðisins. Eftir þessum streng var nú dregið efnið í þann helm- ing brúarinnar, er átti að gera þar fyrir handan, í 10 smálesta þung- um hlutum. T. d. var heil gufu- vjel dregin yfir á þennan hátt. þegar aðdráttum þessum var lokið, var tekið til óspilltra mál- anna við smíðina. Breskir vjel- fræðingar og verkfræðingar með svartan vinnulýð til aðstoðar fóru að smíða brúna frá báðum brúar- sporðum samtímis. Svo nákvæm- lega var hvert stálmilti fellt við annað, að báðir brúarhelmingarn- ir fjellu svo vel saman, er þeir mættust yfir miðju hyldýpinu, að ekki varð rekinn örmjór fleygur milli þeirra. Brúin var fullger að 19 vikum liðnum, og er hraðast lokið stórbrúarsmíð í heimi, sem um er kunnugt enn. Brú þessi er hæðsta brú í heimi, 420 fetum yfir freyðandi flugstraum Zambesi-fljótsins niðri í djúpinu. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.