Vísir - 18.01.1914, Síða 2

Vísir - 18.01.1914, Síða 2
V í S i R f skýra að öðrn leyti frá starfi Vestur- íslendinga. Skrifstofu setti bráðab.stjórnin hjer á stofn í apríl og hefur hún verið opin síðan. Annars hefur árangurinn af starfi nefnciarinnar verið sá. að hjer á landi fengust loforð Fyrir 340 þús. kr. oghafa af þvíverið borgaðar inn rúmar 320 þús. (317 þús.ípening- um og um 5 þús. í ávísunum, sem ekki eru fallnar enn til útborgunar). —Frá Kaupmannahöfn hefur hvorki komið bindandi Ioforð nje nokkurt fje. Um þátttökuna að vestan mun J. Bíldfell skýra frá. Bráðab.stj. hafa borist tilboð um útlent fje til fyrirtækisins frá Kaupmannahöfn, Hamborg og Eng- landi, sumpart skilyrðum bundið og sumpart án skilyrða. Kostnaður við undirbúningsstarfið hefur orðið þessi: Prentun og pappír kr. 2 209,80, vinna kr, 714,42, símtöl cg þessháttar kr. 247,27, frí- merki og auglýsingar kr. 375,91 og ýmislegt kr. 293,00, eða alls um kr. 3840,00. Bráðabirgðastjórnin sjálf reiknar sjer ekki neitt fyri sitt starf. í sept. síðastl. var auðsjeð, að tiltækilegt myndi að stofria fjelagið. Var þá send út áskorun ti! manna að hafa borgað inn að fullu hluti sína fyrir 15. des., en aðalfund skyldi halda 17. jan. Þá var og sent út frumvarp til fjelagslaga og menn beðnir að hafa sent breyt- ingartillögur sínar fyrir 12. jan. Spjaldaskrá hefur verið haldin yfir alla hluthafa, og eru þeir á sjöunda pásund. í júlí skrifaði bráðabirgðastj. al- þingi brjef og spurðist fyrir, hvort það sæi sjer ekki fært að kaupa hluti í fjelaginu eða ákveða fjelaginu tillag fyrir árið 1915, sem myndi verða fyrsta starfsár þess. — Síðar hjelt bráðabirgðarstj. fundi með formönnum samgöngumálanefnd- anna á þingi. Sá árangur varð, að þingið heimilaði hlutakaup fyrir 400 þús. kr. með þeim skilyrðum, að fjelagið tæki að sjer strandferð- irnar, og veitti því 40 þús. króna styrk árið 1915. í vor snjeri bráðabirgðastj. sjer til umboðsmanns »Bureau Veritas« í Kaupmannahöfn og bað hann um upplýsingar um skip og skipa- byggingu. Utvegaði hann nefndinni teikningar af tveim skipum og fylgdu upplýsingar á 48 blaðsíðum með þjettri maskínuskrift. Sendi nefndin síðan 28 skipasmíðafjelögum Iýs- ingu á skipunum og bauð þeim að senda sjer tilboð um að smíóa þau og áttu tilboðin aö vera kom- in til Kaupmannahafnar viku af jan- úar. Nokkur voru komin þá og önnur síðar, en hingað ættu þau að koma með Sterling 26. þ. m. Bráðabirgðastj. hefur haldið með sjer 49 bókfærða fundi auk þess, sem einstakir menn úr henni hafa komið saman og átt fundi með mönnum út í frá, Ræðumaður endaði mál sitt með þeirri ósk, að máli þessu mætti fylgja áhugi, ást, eindrægni og sam- heldni, svo hjer eftir sem hingað til. Var ræðunni tekið með Iófa- klappi. Brynjólfur H. Bjarnason kaup- maður spurðist fyrir um,Jhvað nefnd- in hefði áætlað um kostnað skip- anna og um ferðir þeirra. Sv. Bj. sagði enga vissu fengna um kostnaðinn fyr en tilboðin kæmu, en bráðabirgðastj. hefði sent til útboðs uppdrætti að fullkomnari skipum, en gert hefði verið ráð fyr- ir í upphafi. Mætti þar heldur slá af, ef of dýr yrðu, en að bæta við ófullkomnari skip. — Ferðaáætlun kæmi bráðab.stj. ekkert við. Fundarstjóri gat þess nú, að ekki yrðu tiltök, að halda hjer langa fundi, þar sem fjöldi manna yrði að standa, hafði heyrt að Fríkirkjan kynni að fást til þess, að hafa þar framhald fundarins. Sr. Ól. Ólafsson fríkirkjuprestur sagði, að fyrir sitt leyti væri ekkert því til fyrirstöðu, að Ijá Fríkirkjuna 1 til fundarhaldsins, gat hann þess, að það væri síður en svo um þetta mál, að kirkjan saurgaðist af því (ljetu margir í ljósi ánægju sínayf- ir frjállslyndi prestsins). Kallaði sr. Ólafur svo fram viðstadda safnaðar fulltrúa og fjekk Ieyfi þeirra allra og taldi sjálfsagt, að söfnuðurinu myndi þá ekki vera andstæður. — Var nú ákveðið, að eftir fundar- hlje yrði fundur aftur settur í Frí- kirkjunni kl. 4. Bened. Sveinsson alþm., óskaði að heyra skýrslu frá sendimanni Vestur- ístendinga. Jón Bíldfell gekk þá fram og talaði eitthvað á þessa leið: Bræður góðir! Jeg vildi mega færa yður öllum bróðurkveðju vest- an yfir haf. Fylgja því hugheilar árnaðaróskir um, að þetta fyrirtæki, sem hjer á að stofna í dag, megi verða landi oglýð til uppbyggingar og blessunar. Þegar Vestur-íslendingar fengu brjefin um, að reyna ætti að koma á stofró'íslensku eimskipafjelagi, þá þótti þeim öllum vænt um. Það duldist þeim ekki, að íslendingum væri það happadrjúgast, svo sem öðrum þjóðurn, að ráða siglingum sínum sjálfir. En málið drógst vestra af ástæð- um, sem þegar eru teknar fram. Menn biðu eftir, að sendinefndin hingað kæmi aftur, en er hún kom, var tekið til óspilltra málanna. Vjer breyttum dálítið reglunni um innborganir hjá okkur. Atti x/i að borgast strax, en hitt á 18 mánuðum. Síðan farið var að hreyfa þessu máli vestra hefur komið í Ijós, að ekkert mál hefur átt eins miklum vinsældum að fagna meðal Vestur- íslendinga og þetta. Síðasta skeyti, sem [mjer hefur borist umjjhlutafjársöfnunina segir að þá hafi veriö fengnar 160 þús. kr. Þó voru þá ekki komnar frjettir frá nærri öllum íslendinga-byggðum vestra og mikið var enn eftir að safna í Winnipeg, en verið getur að þetta sje búið nú. Víst er að þátttakan verður allmiklu meiri en þessar 160 þús. Jeg skoða ekki Vestur-íslendinga meðlimi Eimskipafjelagsins ennþá. Ýms atriði í frumvarpinu til laga fyrir fjelagið þótti þeim ekki að- gengileg. Jeg kom til að semja um þau við þennan fund, jeg er því í niðursuðuverksmiðjuimi. Sími 447. I dag fæst FISKIFARS. ® ® Verslunin ’HERMES’, Njálsg. 26. selur: Kex frá 0,20 pd. Mysuost 0,20 — Kaffi ágætt 0,80 — Haframjöl 0,15 — Kakaó, besta tegund 1,10 — Rúsínur 0,32 — Ennfremur margar tegungir af Fínu brauði, Vindla og Vindl- inga, Stúfasirs 1,40 pd., Leirtau, Steinolíu ódýra o. fl. o. fl. ekki hjer með fullum rjettindum, er aðeins sem samningsaðili með neit- unarvaldi. Jeg geri grein fyrir þess- um atriðum frumvarpsins þegar þau koma til umræðu. Ef samuingar takast, lít jeg svo á, og það er óhætt að líta svo á, að Vestur-íslendingar sjeu þáorðn- ir meðlimir, en fyr ekki, og þá Iíka lít jeg svo á, að þeim beri þau rjettindi, sem ákveðin eru þeim til handa í lögunum, og mjer full rjett- indi að fara á þessum fundi með umboð þeirra, eins og aðrir fund- armenn. Þegar Jón Bíldfell kom fram til að faka til máls, var honum fagnað með dynjandi lófaklappi, og svo var eins er hann hafði lokið máli sínu. Fundarstjðri óskaðiað menn þökk- uðu bráðab.stj. fyrir starf sitt og var það gert með lófaklappi. Þá bar fundarstjóri upp 4. lið á dag- skrá, tillöguna um að stofna fjelagið, og var hún samþykkt í einu hljóði. Funclinum hafði boristhamingjuóska- símskeyli frá Einari Metúsalemssyni á Seyðisfirði og var það lesið upp og svo gengið til 5. Iiðs á dag- skránni, frv. til Iaga fyrir fjelagið. Ákveðið var að tvær umræður yrðu um lögin. Væri hver kafli ræddur fyrir sig (nema 5. og 6 sam- an). Við fyrstu atkvæðagreiðslu var reynt að nota atkvæðamiða, en eftir þeim er atkvæði fyrir hverjar 25 kr.; lók fyrsta atkvæðagreiðslan 40 mínutur og voru þó 8 menn við talninguna. Þá var reynd handaupp- rjetting og reyndist ófær, var því aftur tekið til seðlanna og gekk dá- litlu betur. Við fyrstu atkvæða- greiðslu kom fram að 184 atkv. voru greidd á seðli fyrir 1 atkv., 314 atkv. á 2 atkv. seðlum, 86 atkv. á 5 atkv.seðlum,53 atkv.á 10 atkv.seðlum , 90 atkv. á 20 atkv. seðlum, 17 atkv. á 50 atkv. seðlum, 4 atkv. á 100 atkv. seðlum og 3 atkv á 200 atkv. seðluni. — Fundarhlje varð eftir að búið var að greiða atkvæði um 1 flokk- inn og var þá ld. 2Y2 en kl. 4 var aftur byrjað í Fríkirkjunni og fengu flestir þar sæti, voru þar ræddir 2. og 3. kafli og atkvæði greidd með handaupprjettingu. Fundarhlje var kl. 8—9, en síðan stóð fundur til kl. um 3 í nótt. Aðgöngumiðar höfðu verið gefnir út að fundinum 750 talsins. (í skýrsluupph. bráðab.stj. í gr. þessari hefur misprentast 1812 í stað 1912.) ÚR BÆNUM Samverjinn úthlutaði í gær 365 máltíðum. 231 barn kom, 16 kari- menn og"18 kvennmenn. Heimsent til 100 manna (71 barni og 29 fullorðnum.) Alýðuskemmtun heldur Bjarni Björnsson skopleikari í Iðnó á fimmtudagskveldið með 50 aura inngangseyri. Segir !hann þetta gert fyrir margítrekaðar áskoran- ir fjölda manns. Hefur hann nú einnig fengið allmikið af nýu. Helgi þ. Steinberg, Hverfisgötu 2 B., slasaðist í þjónustu Helga Jónssonar í Tungu hjer,og er birgur út afþví slysi vetrarlangt. Telja menn, sem þekkja Helga Jónsson í Tungu, víst, að hann hjálpi Helga þ. Steinberg um læknishjálp eða annað. Helgi Jónsson er talinn drengur góður. Skal minnst síðar. S. Hús til sölu í Veslurbænum, slærð 10 10, skúr 3 4, stórt og gott stakkstæði fylgir. Sann- gjarnt verð. Afgr. v. á.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.