Vísir - 18.01.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 18.01.1914, Blaðsíða 4
V I S I R Eftir Rider Haggard. Frh. Versl. Jóns frá Vaðnesi i ®Mun jeg freista mega, herra!® segir hann, í því hann bendi boga sinn, svartan og mikinn. >Hver ertu?« segir konungur, »ertu því líkastur, sem þú hafir legið í öskustó, en ber þó gullör mína í húfu þjer? — Hvað? — ^ Nú þykist jeg þekkja manninn. Pú » ert sá úr Suðurfylki, er barst af l öllum bogmönnurn í Windsor og • menn nefndu Gráa-Rikka. Vel er '■ það, Grái-Rikki! Víst skaltu freista, | ef þú treystist að draga svo langt. ‘i En í nafni hins helga Gyrgis, misstu í ekki marks, bogmaður, því að allur | herinn mun marka vígheill vora á | því, hversu fer um skeyti þitt.< Rikki hikaði í svip. Virtist hon- <j um bregða nokkuð, er konungur Ijet svo mikið um mælt, þótt hon- um væri ótítt að kippa sjer upp | við það, sem að höndum bar. »Annað eíns hef jeg til þín sjeð, RíkarðurU mælti Hugi frá Krossi góðlátlega að baki honum. »Láttu raun bera vitni.« Því næst stje Grái-Rikki fast fram öðrum fæti, hallaðist aftur á bak um leið og hann dró boga- streng sinn. Allir stóöu á öndinni meðan hann dró upp strenginn aft- ur á móts við vanga sinn. Hann sleppti, snjerist á hæli og starði niður fyrir fætur sjer. Sagði hann svo síðar, að þá hefði hann mest efast um beinskeyti sína og ekki haft þor til að horfa á afdrifin. Örin flaug af strengnum og allir stóðu sem steini lostnir. Hún sveif hátt og glitraði gullroðið flaugar- skaftið í sólskininu. Svo seig hún niður undir jörð og varð konungi að orði: »Of skammt!« En í því hann sleppti orðinu var sem örin svifi hærra, knúin einhverjum töfra- krafti. Angurgapinn á hólnum sá örina stefna að sjer og snaraðist á flótta. Flaug örin í mjóhrygginn og knapinn fjell endilangur eins og naut fyrir öxi og hrærði hvorki legg nje lið. Nú laust upp fagnaðarópi í hin- um hægra fylkingararmi, frá þeim, er sáu afrek þetta, en er fjelagar þeirra í vinstra fylkingararmi og hinni efri fylking heyrðu það, þá hugðu þeir í fyrstu, að hafin væri orrusta. Konungur og sonur hans stóðu for- viða. Hugi lagði hendur um háls Ríkharðs og kyssti hann. Græni- Kobbi kallaði hátt: »Ekki bogmaður, heldur töfra- maður! Enginn mennskur maður gæti skotið öru töfralaust svo lang- an veg!« *Þá vildi jeg, að hamingjan gæfi, að jeg ætti marga slíka töframenn,« mælti konungur. »Guð fylgi þjer, Grái-Rikki, því að þú hefur blásið mjer nýu hugrekki í brjóst og öll- um fjelögum okkrum. Taki hver yðar mark á því, að knapinn var skotinn í bakið á flótta! — Hver laun viltu verka þinna, Ríkharður?« Frh Jónas Guðmundsson, löggilt- ur gaslagningamaður, Laugavegi 33. Sími 342. selu ' um tíma: Kandís í 34 pd. kössum Kaffið góða Rúgmjöi, sekkinn Maísmjö! Rjól B. B. Three Casíels-sígarefíur, pakkinn kr. 0>25 — 0,80 — 16,50 — 9,50 — 2,30 — 0,28 og margi fleira er nú gott að kaupa hjá Jóni frá Vaðnesi. i n n b r otsþj óf a r n i r dæma, þegar innbrotsþjófarnir rjeðust inn í Konfektbúðina í Austurstræti, stálu þeir „Konfektinu" en ekki peningunum. þeir eru þá á sama máli og allir bæarbúar, að Konfektið hjá Irma & Carla Olsen mm’ er betra en peningar. t\$tt \sC Sm\ov, §)\l&a&a&5a o^ Sa^sV\ww Jæst &a$fc$a K)í Jóni frá Vaðnesi. Andarnefjulysi fæst í V, fl. og smáglösum í Veiðarfæraversiuninni ,Verðandi’. íbúðarhús til sölu á framtíðarstað bæarins, rjett við höfnina. (Til afnota 14. maí.) Afgr. v. á. Reglusamur maður óskareftiratvinnu við skriftir eða verslunarstörf nú þegar. Afgr. v. á. Gramalt gert nýtt Allskonar viðgerðir á orgelum og öðrum hljóðfærum hjá Markási þorsteinssyni Frakkastíg 9. Útgefandi Elnar Gunnarsson, cand.phil. Prentsm. Östlunds, Sukkulaði 70 og 90 au. pd. Kakaó kr. 0,80 og 1,10 pd. á Laugavegi 5. KAUPSKAPUR Kýr ung og góð óskast til kaups nú þegar. Afgr. v. á. Karlmanns úrfesti sterk og falleg til sölu. Sýnd á afgr. Vísis. Tækifæriskaup fæst á nýu tveggjamannafari með öllu tilheyr- andi. Uppl. á Lauganesspítala. TAPAЗFUNDIÐ. Barnaskóhlífar týndar frá Laugav. 8 að Bókhlöðust. 9. Skil- ist á Bókhlöðust. 9 niðri. Gullnæla týnd. Skilist á afgr. Vísis gegn fundarl. Brjóstnál með kapseli niðurúr hefur tapast frá Verslunarskólanum að Laugavegi 20. Skilist gegn fund- arlaunum á Laugaveg 20. VINNA Trú og þrifín stúlka getur fengið góða vist á komandi hjúa- skildögum hjá eldri hjónum án barna á heimilinu. Góð laun og hjálp við þvott. Afgr. vísar á. Stúlka, sem hefur Iítið barn, óskar eftir vist nú þegar, eða stað handa barninu. Afgr. v. á. Vinnumaður óskast á gott sveitaheimili í Borgarfirði. Um kaup er að semja við A. Fjeldsteð augn- lækni. Stúlka óskast í vist á gott heimili nú þegar. Sími 392. Atvinnu getur stúlka fengið nú þegar. Afgr. v. á. Dugleg stúlka óskast á „Skjald- breið" til 14. maí n. k. Tilboð merkt: “Skjaldbreið" sendist á afgr. Vísis. Stúlka oskast í vistfrá þessum tíma til 14 maí. þýðír ekki fyrir stúlkur að bjóða sig, sem ekki geta verið allan daginn. Afgr. v. á. 5 duglegir sjómenn geta fengið skiprúm á mótorbát nú þegar. Semja má við Sigurjón Guðmundsson, Hverfisgötu 27 B. KENNSLA Elín Andrjesdóttir, Laugaveg 11 uppi, tekur stúlkur til kennslu í hannyrðum. HÚSNÆÐI 2 »möbleruð« herbergi óskast til leigu frá 14. maí. Tilboð, merkt 1914, sendist afgr. Vísis. Stofa fæst til leigu. Afgr. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.