Vísir - 01.03.1914, Síða 2

Vísir - 01.03.1914, Síða 2
V I S l R Týndar fornborgir fnndnar. Þrjár borgir frá timum Inkanna i Perú. Inkar hjetu fornkonungar Perú- oúa og stofnaði hinn elsti þeirra, Mancp Capac, um árið 1000 voldugt klerkstjórnarríki þar með einkennilegu jafnaðarmennsku-sniði (jarðeign öll sameiginleg þjóðeign). Hinn 13. »inka«, Atahualpa, sviftu Spánverjar lífi og ríki 1533. Breskur liðsforingi, Besley, er áöur hefur farið í rannsóknarferðir um Afríku, Thíbet og Alaska, hefur nýlega lokið rannsóknarleiðangri inn í dularríki frumskóganna í Suð- ur-Ameríku og fundið þar 3 týndar fornborgir frá tímum Inkanna. Segir hann svo frá ferð þessari í viðtali við blaðamann í New-York: »Jeg hjelt með förunautum mín- um inn í Perú og kom til Cuzco, hinnar fornu höfuðborgar Inkanna. Þar hittum við gamlan Indíána, er kvaöst geta sýnt oss rústir miklu eldri, en nokkrar áður þekktar rústir þar á slóðum. Hann vísaði oss til þriggja borga, sem síðustu aldirnar hafa verið faldar inn í þjettasta myrkviði frum- skóganna. Það þori jeg að ábyrgj- ast, að líkar þeirra hafa aldrei fund- ist í nokkru landi. Við ruddum oss braut gegnum flækjur og vafn- ingsviðu myrkviðarins og gátum sjeð nokkuð af hinum stórkostlegu húsum og stórbyggingum, er ekk- ert gefa eftir að byggingarlist og prýði stórhýsum nútíðarinnar og þinghöllum hins menntaða heims. Þar sáum vjer lnka-hallir með hærri og rýmri sölum, en í hinum stærstu samkomuhöllum nútímans. Leiðsögumaður vor, Indíáninn, sagði að aðalborgin, er hjet Plateryoyoc hefði einu sinni haft um 50 þús. búa. Vjer fundum þar aðdáanleg sýnishorn af »Champi«,sem er blanda af gulli og silfri, silfurmeitla, marga sigð-hnífa og allskonar ker, og voru mörg þeirra gerð af afarmikilli Jist. Vjer vorum fyrstu hvítu menn- irnir, er stigum fæti vorum í þessar borgir. Það er auðsætt, lnkarnir hljóta á sínum tíma að hafa þekkt sjerstak- ar aðferðir, er vjer nú þekkjum ekki, til þess að flytja afskaplega stór björg úr ,stað. Vjer fundum eitt bjarg, er vóg um 300 smálestir, er auðsjáanlega hafði verið flutt úr mikilli fjarlægð. Það hafði að nokhru Ieyti verið skorið eða unnið með einhverju verkfæri, svipuðu sög, eftir förunum að dæma. Borgir þessar eru víggirtar vold- ugum múrum og há og mikil borg- arhlið á úr sleini. Bakkar fljóts þess, er þar rennur fram hjá eru hlaðnir upp prýðilegum múr á 45 enskra mílna svæði og svo háir, að þeir bæði verja flóði yfir bakkana og óvinaher að komast að fljótinu og þann veg í borgina.« Len ta loftför heimsins hefur þýskur vjelfræðingur, Belliner að nafni, farið. Hann fór 16. þ. m. frá Bitterfeld á Þýskalandi til Kir- I Skemmtisamkomu með bögglauppboði ætlar „H v í t a b a n d i ð« að halda mánudaginn 2. mars kl. 8l/2 síðd. í K. F. U. M. Ágóðinn verður varið til að styrkja nauðlíðandi sjúka konu. Fjelagsfólk og aðrir, sem vilja styrkja fyrirtækið með bögglagjöfum, eru beðnir að senda þá fyrir kl. 4 á’mánudaginn í K. F. U. M. NEFNDIN. Aðalfundur í H|F„Hótel ísland” verður haldinn í Templarahúsinu mánudaginn 16. mars kl. 8 síð- degis. Auk dagskrár: Samkvæmt 17. gr. fjelagsins verður á fundinum tekin ákvörðun um framtíð fjelagsins. Stjórnin. Pyrir sjómenn allskonar rúmteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýrmr, vandaðar og ódýrar hjá Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31. Húsið Vatnsstíg m 10 er laust til íbúðar frá 14. maí næstkomandi. Menn snúi sjer til H. TH. A. THOMSEN. Aðeins í örfáa daga verða seldar góðar Kartöflur á kr. 7,50 tunnan (200 pundin). Gulrófurnar góðu eru komnar aftur. K1 appastíg 1 B. Sími 422 Litíð fyrst inn, þegar á fatnaði eða vefnaðarvörujþurfið að halda, til Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjastr. 8. Venjul.heima kl. 10-11 tímanlega. Nokkrir tómir d ú n k a r fást á Landstjörnunni i Hótel ísland. ? giskan í úralfjöllum á 47 klukku- stundum, en vegalengdin er 1875 enskar mílur. Hryðjuverk atkvæðakvenna á Englandi fara vaxandi. 12. þ. m. gerðu þær tilraun til að sprengja í Ioft upp höll Arthurs sál. Chamber- lains. Öngstigi mjóit er milli þess og aðseturs Josefs Chamberlains, Höll þessi heitir Moor Green Hall í Highbury íBirmingham. Til allrar hamingju náðist í sprengikúluna, er þær höfðu komið fyrir í húsinu, áður en hún sprakk. Var í henni afarmikið sprengiefni. Dagblað og póstkort fannst hjá húsinu og var þar á ritað: »Gerið svo vel og sendið þetta í pósti til M’Kenna, Home Office, London: Hernaður er ekki útdauður, en ef þú ert ekki dauður, skalt þú verða það innan skamms.« Sama dag brann Carnegie-bók- hlaðan í Northfield í Birmingham. Voru þar og skjöl atkvæðakvenna í nánd, með hótunum og atkvæða- kröfum. Enn hafa þær reynt að kveikja í húsi konu nokkurrar og gert tilraun til að eyðileggja járn- brautarstöðina við Wigau með íkveikju. Voru þar tundurefni og íkveikjufæri afarmikil og kviknað í herbergi er enginn bjó í þá um tíma. Margar atkvæðakonur hafa verið teknar höndum. Hálshöggvinn 1793. í fyrra var erfðamál fyrir dóm- stólunum í París. Karli nokkrum var stefnt sem vitni. Þegar hann kom fyrir rjettinn, spurði dómarinn hann að nafni. — »Luis Octave Etienne!« »Hvenær eruð þjer fæddur?« »1834.« »Eigiö þjer nokkra ættingja?« »Nei, ekki nú á Iífi,« svaraði gamli maðurinn. »En jegátti bróður, sem var hálshöggvinn 1793ístjórn- arbyltingunni.« Allir viðstaddir gláptu á manninn eins og þrumu Iostnir, forviða á því, að hann skyldi hafa átt bróður, er hefði verið hálshöggvinn fyrir 120 árum. »Jú, það er alveg satt,« sagöi karlinn. «Faöir minn fæddisl árið 1756. Hann kvæntist 18 ára og eignaðist son, sem árið 1789 varð matreiðslusveinn við hirð Lúðvíks XVI. En árið 1793 var matsveinn- inn, sem var bróðir minn, tekinn höndum og hálshöggvinn með fall- öxinni og var faðir minn þá 37 ára gamall. Þegar hann var á 78. árinu kvæntist hann öðru sinni 1834 og eignaðist þá sama árið son, og það er jeg!« Lúðvík XIV. Eugenie,' keisaraekkjan frakkneska, sem enn er á lífi, hafði í æsku hirð- snót eina, er hafði verið gift manni, er hafði verið hirðsveinn Lúðvíks kon- ungs fjórtánda (d. 1715); Hirðsnót þessi var fædd 1772. Þegar hún var 16 ára, giftist hún Richelieu hertoga, er þá var 92 ára gamall (f. 1696) og hann hafði í æsku verið hirðsvelnn konungsins Lúðvíks fjórt- ánda. J V

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.