Vísir - 25.03.1914, Page 3
Palladómar.
---- Frh.
G. G. hefur jafnan notið mikils
trausts í þinginu. Til hans hefuroft
venð vikið sumum mestu og bestu
málunum, og hefur þeim oftast
þótt vel niður komið hjá honum.
Mætti allmargt ' nefna, er vottar
þingtraust hans. Honum var um
nokkura vetur falið af þinginu það
trúnaðarstarf.að yfirskoða landsreikn-
ingana. Þótti honum fara það sem
annað röggsamlega úr hendi. En
oflangt yrði að telja hjer allt það,
er undir hann hefur komið þing-
málanna. Svo hefur það margt verið.
Nefna mætti eitt, er sýnir
traust það, sem til G. G. hefur ver-
ð borið á hærri stöðum. Hann var
einn þeirra manua, seni skipaðir
voru í milliþinganefnd í fátækra-
málum, þá er vinna skyldi að bót-
um á fátækraiöggjöfinni, og til var
stofnað með þingsályktun J 90 .
Það fór saman, að nefnd þessi
var ágætlega mönnuð, og hitt, að
hún skilaði að mörgu leyti vel unnu
verki. , Sveitarstjórnarlögin og fá-
tækralögin, þau er nú lifum vjer
undir, eru frá henni sprottin í upp-
hafi.
En ekki er því að gleynia, að
það mun að mörgu leyti mega [
þakka málfylgi og þrautseigju G. G.,
að lagasetning þessi (sveitarstjórnar-
lögin og fátækralögin) fór hömlu-
lítið Út úr þinginu 1905.
G. G. er franifaramaður, og hef-
ur mörgum nýmælum hreyft í þing-
inu. Hafa ,sum þeirra komist fram
með góðum, skilum, en aftur önn-
ur Öðlast óbrotinn kerlingardauða,
eins, og, gengur og gerist. Mest
hefúr hann látið til sín taka bún-
aðarmálalöggjöfina. En ekki hefur
hann heldur sneitt sig hjá atvinnu-
málunum, öðrum en búnaðarmál-
um, skattamálunum, fjármálunum,
kirkjumálum og klerka og öðru fleira.
Hefur hans alloftast verið til góðs
getið um mörg þeirra. En rjett er
að Iáta það sagt, að kunnað hefur
hann að veita viðnám málunum,svo
merkjanlegt væri, hafi honUm boð-
ið svo við að horfa. Og bannlaga-
vin er hann ekki, þó margt $je
honum til lista lagt.
Geta má þess Strandamönnum
til þóknanlegrar ihugunar, að þá
er af allur skriður, ef G. G. þok-
ar ekki hauðsynjamálum þeirra um
hænufet á þingi.
Það mun sannleikanum sam-
kvæmt, að Sambandsmönnum sje
um það hugarhaldið, að G. G.
komist enn á þing. Jafnsatt mun
hitt, áð Sjálfstæðismönnum er böl-
vanlega við, að láta hann sitja íleiri
þingin. Og um þetta mun brók-
eltingin standa út næstu dymbil-
vikuna. Gefur því nú að vita hver
betur má, Brúnn eöa Rauður.
EtJ' hvað sem brókelting þeirri
líður, þá er það mál sumra viturra
manna, að G. G. eigi fremur þing
að sitja en margur annar. Og þó
er ekki það að dyija, að nokkurir
þeirra töldu hann anda fremur kalt
1 drykk sinn eða fú|t yfir stjórnar-
skránni á síða$ta þingi.
Frh.
V 1 8 1 R
heitir ný verslun, sem opnuð var í gær á Laugavegi 19. (hornbúðin.)
þar fást:
Allskonar matvörur,
Krydd,
Dósamatur,
Sælgæti,
Sápur,
Tóbak,
Vindlar og margt fleira.
\)\S\
11 Stærsta-besta oa ódýrasta i
t>táS á íjtenjka Juv-au.
Nýir áskrifendur að blaðinu aprílmánuð, fá það gefins,
sem eftir er í mars, er þeir gerast kaupendur.
Um mánuðinn kostar blaðið aðeins 60 aura.
Verslunin HLiF
(Grettisgötu 26)
er vel byrg af flestöllum nauðynjavörum
í Verðið óvenju lágt. Vörurnar einkar góðar. {
Brenní og malað kaffi
hvergl ódýrara.
Fasteignaskrifstofan.
á Njálsgötu 22
veitir upplýsingar um verð og
annað, er snertir kaup og sölu
fasteigna o. þ. h. — Hefur nú
til sölu verslun hjer í Rvík, og
nokkur hús með góðum kjörum.
— Þeir, er vilja kaupa eða seija
fasteign o. þ. u. I., tilkynni það
á skrifstofunni, það kostar lítið.
í Vísi tímanieea.
Góðar danskar
IVIatarkariöflur
ern seldar ódýrt hjá Petersen
frá Viðey, Hafnarstræti 22.
Sömuleið's er ágætt fyrír fólk,
sem hefur skepnur, að kaupa
kartöflur til fóðurs.þar sem
2 pd. af kartöflum eru betri
en 1 pd. af heyi eða kraft-
fóðri, en qr þó álíka dýrt
m. p.
ÚR .á-T n'ÁGRLEFJÁLL
Eftir Albert Engström.
---- Frh.
Hjer sitja menn að samræðum
og gæða sjer á góðum drykkj-
um, eins og annarsstaðar. Kampa-
vínið flóir, whisky er ekki ó-
þekktur drykkur og mun varla
verða, þó að aðflutningsbannið
sje komið á fyrir fullt og allt.*)
Menn drekka frönsk og þýsk
vín, danskt öl og ákavíti, og af
innlendum mat er framleiddur
svo góður verður, að koma
myndi vatni í munninn á sæl-
kerum í París.
Á Hótel Reykjavík er meira að
segja hægt að fá „drinks from
the bar“. En aftur á móti er
Hótel ísland, þar sem við gist-
um, áfengislaust.
þangað safnast á kveldin hinir
fremri bæarbúar og hlýða á
hljóðfærasveit Johansens við glas
af limonaði, flösku af sódavatni
eða þá kaffi, sem íslendingar
virðast vera sjerlega lægnir á að
búa til. þó get jeg ekki verið
að þegja yfir því, að í það
límonaði, sem jeg neytti nokkr-
um sinnum í þessum viðfeldna
sal, tókst hjálpsömum höndum
að láta drjúpa nokkra dropa af
öðru en þar átti heima, — einnig
afleiðingar af banninu.
Við Kirkjustræti, undan suð-
vesturhorni Austurvallar, er
sænska konsúlatið, sem við auð-
vitað flýttum okkur að heim-
sækja. það er mjer sjerstök
ánægja, að votta hjer þakklæti
okkar til sænska vísikonsúlsins,
herra Kristjáns þorgrímssonar
og hinnar ástúðlegu frúar hans,
sem ekkert spöruðu til þess að
vera okkur sem hjálplegust.
Auk þess dvöldum við mörgum
stundum á heimili þeirra og
kynntumst þar ýmsum af fremstu
mönnum Reykjavíkur, þar á með-
al aldurhnigna skáldinu Stein-
grími Thorsteinson.
Konsúllinn hefur lofað að sjá
um allt, er þarf til undirbúnings
ferð okkar til Heklu, útvega
áreiðanlegan fylgdarmann, sjá um
að við fáum góða hesta o. s. frv.
Hann er hjálpfýsin sjálf. Jeg vildi
kalla hann hreinustu fyrirmynd
að konsúl til. Hann fylgir okkur
í pósthúsið og bankann, hann
vökvar kverkar okkar, þegar
hraunrykið er orðið of þykkt á
raddböndum okkar, og þegar
sólin skín skært. Okkur er vel
borgið. Frh.
*) Vonandi hneykslast lesandinn
ekki á ummælum liöf. um áfengis-
bannið og finnst mjer rjett að láta
þau koma óbreytt.
Þ” ð.
s