Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1914næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Vísir - 02.09.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 02.09.1914, Blaðsíða 4
vf' almewiwi&s j Osæmileg1 íramkoma. Jeg hef lesiö frásagnirnar um ým- isiegt misjafnt og ófagurt, sem gerst hefur hjer á landi og annarsstaðar, en það er langt síðan jeg hef sjeð i Dlöðunum frásögn um jafn sví- virðilega framkomu sem þá, er »Kunnugur« ritar urn í Vísi á iaugardaginn, þar sem skýrt er frá meðíerð íslandsskrifstofunnar í Kaup- mannahöfn á sjómönnum hjeðan, er nauðulega voru staddir þar. Tveir íslenskir piltar verða fje- iausir sakir ófriðarins og leita ásjár hjá útibúi landsstjórnarinnar til þess að komast til íslands. Piltarnir fá þau svör, að ekki sje nema tvent fyrir hendi, annaðhvort að gerast verkfallsrofar e ð a segj^ sig til sveítar í Danmörku. Jeg skal engan dóm leggja á það, hversu verkföll sje rjettmæt, en mjer er óskiljanlegt að lausn á þeirri gátu sje að taka hungraða ferðamenn á ófriðartíma og ætla að kúga þá til vinnu hjá vinnuveit- endum, sem mist hafa starfsmenn sína fyrir þá sök, að þeir greidau lægra kaup en aðrir. Um hitt atriðið, að ráðleggja mönnunum að segja sig til sveitar, tel jeg óþarft að rita. Það vita víst flestir hverjum augum á það er lit- ið, eða hversu eftirsóknarvert það er. Skyldi nokkur þjóð í heimi, önn- ur en íslendingar, vera svo heillum horfin, að hún eigi ekki skárri full- trúa fyrir sig í útlöndum, en þá, sem gefa verða slík ráð sem þau er Hafnfirðingarnir fengu í íslands- skrifstofunni í Kaupmaunahöfn? Mjer er óskiljanlegt að svona meðferð væri látin óátalin í nokkru siðuðu landi. En hvað gerir mör- landinn? — Hjer hafa mörg blöð komið út síðan frá þessu var skýrt og ekki eitt einasta getið þess einu orði, nema V í s i r, en það er op- inbert að það er eigi í verkahring hans, að taka þátt í þeim deilum, sem að rjettu lagi eiga heima í stjórnmálablöðunum. Ef ísiendingar ætti því láni að fagna, að hjer væri nokkur stjórn, í þeirri merkingu, sem í það orð er lögð úti um heim, þá ætti taf- arlaust að setja þá menn frá em- bætti í íslandsskrifstofunni, sem hafa hegðað sjer jafn lítilmannlega og landi og þjóð til stórskammar, sem nú er raun á orðin. L. L. Hraðsund. í síðustu grein minni láðist mjer að geta um ameríkana að nafni Th Mallen; sem synt hefur m. a. 40 yard á 184/6 sek. — og er það ágætis sund — samt er eins og allir sjá Duke K. skæðastur ennþá, Á lengri sundunum hverfa allir þessir spretthörðu sundmenn. Sá sem er fljótastur á baksundi heitir Carmstadt, syndir hann 100 stikur á 758/io sek. Harry Hebner er með 100 yards (á baksundi) I V 1 S 1 R 682/5 sek. svo að Iíkir eru þt sir tveir. — — Þá koma þeir, sem mcira útl i hafa. Næsta vegalengd er 200 k , þar skarar fram úr Ungvcrjim /. von Haiway — timinn er 2 i ír.. 25 3/5 sek. (frjáls aðferð). Sá besti á bringusundi (200 s.k) er 2 mín. 512/5 sek. Olympiskt hámark, 200 st:.:ur bringusunds, er 3 mín 145 sek. A þessu er liægt að sjá að ekl.i er sama hvaða sundaðferð er i M- uð hvað hraðann snertir. Hjer koma sundkonurnar til s. .tí- arburðar; Fljótasta sundkonan á 100 yard (66 sek) og 100 stikum (794/5 sek.) heitir Fanny Durack, áströlsk, og ber hún langt af öðrum. jenny Fietcher, ensk, er sú næsta á 100 yards (73 sek.) Sú besta á 300 stikum heitir V. Neave og syndir 300 stk, á 4 mín. 564/s sek. Lengri sund reyna þær líka---------annars eru konurnar bestar í listsundi (kunst- sundi) og dýfingum — að kasta sjer til sunds. — Svo koma nú 400 stk. og þar er ameríkaninn G. R. Hodgsoli (Canada) langskarpastur; hann á heimshámarkið sem er 5 mín. 242|5 sek. Besti Bringusundsmaðurinn á 400 stk. er Þjóðverjinn W, Bathe á 6 mín. 293|5 sek. Hámark á bak- sundi (400 stk.) er 6 mín 36 sek. og á Englendíngurinn Fred. Murrin það. Enn þá einu sinni kemur það i Ijós, að ekki er sama hvaða sund- aðferð er notuð, ef um flýti er að ræða. Næstkemur 500 stk.(íslandssunds- vegalengdin) þar á Englendingur nri Beaurepaire besta — stysta tíma n, sem er 7 mín! 62|5 sek. — 1000 stk synti Hodgson á 14 n ín, 37 sek.; enska mílu (1609 stk.) á 23 mín. 341|2 sek og 1500 stk á 22 mín. og er það heimshámark. - Eins og menn sjá er Hodg^on þessi bæði stutt- og lang-sync!an — og eru fáir svo vel gefnir (æ ð- ir). — Þess ber að geta, að öli þessi sund fara fram í SLindhúsum — laugum — og er vatnið þæ ;i- lega hlýtt. í köldum sjónum geta menn ekki synt eins hratt og í volgum laugum, þess vegna er ekki von að hraði ísl. sundmanna sje góður, þar sem þeir verða að synda öll sín kappsund í sjó (ca. 10—15 gr. C.). Hjer við Reykjavík eru einar sundlaugar og þæralt of lit'ar — — Hjer ætti að byggja í miðj- um bænum sundhús — Þá yrði sundið almennara og það þarf og á að verða. Eyjarbúum er nauð- synlegt að kunna sund (ekki síst fiskiþjóð, er meiri hluti landsmanna lifir á sjónum) — það skilja Eng- lendingar manna best — viija ís- lendingar ekki skilja það líka. B. Smaue$\s. Við manntal, sem Englend- ingar hafa Iátið taka í Indlandi, hef- ur það komið í ljós, að í þessu þjettbýla landi eru 10 miljónir giftar konur yngri en 16 ára og af þeim eru 300 000 yngi i en 6 : ra. BŒÐ TIL LEiGTJ í miðbænum með góðum kjörum. Fylgir næg geymsla, ef óskað er. Afgr. Vísis vísar á. ! S p i I a b a n k i n n í Monte Car- | lo hefur að meðaltali átján miljónir j k óna tekjur á ári. í höfuðstað lýðveldisins Honduras í Mið-Ameríku, eru flest J hus bygð úr mahognitrje, því að það er ódýrara en að byggja úr furui B r ú ð a n er að líkindum elsta leikfang, sem menn þekkja. Brúður hafa fundist í barnagröfum frá dög- um forn Rómverja. Ástaræfintýrið. „Já, ástin er undarleg", sagði ofursti Hervey Tryon við ungu stúlkuna, sem gekk við hliðina á honum úti í skóginum. „Jeg er oft að hugsa um það að lífið segi sjálft bestu æfintýri, æfintýri sem eru stórum merki- legri en skáldsögurnar“. „það er eitthvað í því“, sagði unga stúlkan, “segið þjer mjer hvað þjer eruð að hugsa um, hefur nokkuð mikilsvert komið fyrir yður sjálfan? þjer megið til segja mjer það, jeg brenn í skinninu eftir að heyra það“. „Við skulum setjast hjerna", sagði ofurstinn og settist sjálfur á brotinn trjástofn, „jeg hefeinu sinni komist í mjög óþægilegt æfintýri, vegna þess að jeg var ástfanginn í ungri stúlku En jeg man líka annað æfintýri, sem jeg varð aðeins sjónarvottur að. það var á æskuárum mínum, en því gieymi jeg aldrei. það, sem kom fyrir sjálfan mig, er einskisvert í samanburði við það. það kom fyrir á fyrstu ferð minni til Indlands. Æfin- týrið mitt endaði með því að jeg lá heila nótt niðri iindveskri gryfju, — en hitt — „ „Segið þjer mjer frá því öllu saman, ofursti“, bað unga stúlk- an óþolinmóðlega, um leið og hún sló upp sólhlífinni sinni og tók af sjer glófana, „jeg er sann- færð um að það er mjög skemti- tegb og jeg er óumræðilega for- vitin eftir að heyra það“. „Svona, svona, ungfrú góð!“, sagði ofurstinn brosandi „það er ekki svona alveg hlaupið að því að j segja írá þannig löguðum við- ; burðum, jeg held mjer sje best að geyma það hjá sjálfum mjer“. „Nei, það hafið þjer ekki leyfi til, þegar þjer eruð einu sinni búinn að ympra á þessu, jeg hætti ekki við yður fyr en þjer segið mjer sögurnar“. Jæja þá, jeg verð þá víst að hlýða. Leyfið þjer mjer að kveikja mjer í vindli? Mjer þykir ann- ars vænt um að þjer skulið ekki reykja, mjer geðjast ekki að því. 1 í mínu ungdæmi reykti kven- fólkið aldrei. En hvað sögunni viðvíkur, þá er víst best að jeg byrji á henni. „Á fyrstu ferð minni til Ind- lands, varö jeg sjónarvottur að dálitlu ástaræfintýri, og jeg skal hreinskilningsiega játa, að jeg öf- undaði unga manninn og var ekki alveg laus við, að vera ofurlítið • ástfanginn í ungu stúlkunni. því miður fór alt mjög sorg- lega fyrir elskendunum. það var árið 1862. Herdeildin sem jeg var í átti að fara til Lucknow, og við'fórum frá Cork 14. sept. undir forustu Kerrhöf- uðsmanns. Hann er glæsimenni mikið, var altaf með snjóhvíta gljáhanska og hjelt ætíð vinstri hendinni í barminum, eins og Nelson lávarður gerði ávalt, hann i líktist honum annars töluvert mik- ið. þó að hann væri ágætur sjó- maður varð hann fyrir ýmsum óhöppum í þessari ferð sinni. Áður en við fórum frá Cork, kom mjög falleg ung stúlka, 18 ára gömul, um borð til okkar. Faðir heanar kom sjálfur með hana „Hún er trúlofuð ríkum manni ' á Indlandi“, sagði faðir hennar við höfuðsmanninn, „en hún er nú að fá einhverja dutlunga í sig einmitt þegar hún á að fara að halda brúðkaup sitt“. ___________________________Frh, R j ó m i fæst allan daginn á Lindargötu 10 B. H 0 S N Æ Ð I Til leigu. Stór og falleg stofa með forstofuinngangi í Ingólfsstræti 10, niðri. Kr. Möller. GÓÐ stofa U1 leigu í austur- bænum frá 1. okt. Afgrv.á. 1—2 herbergi góð, með húsbúnaði, fást leigð á Suðurgötu 14 nú eða 1. okt. í Ingólfshúsinu örskamt frá Kennaraskólanum fást 2—3 herbergi til leigu fyrir einhleypa 1 okt. Fæði fæst á sama stað ef óskað er. Afgr.v.á. TAPAЗFUNDID V e s k i með 35 kr. tapaðist í gær á götum. Skilist gegn fundarl. hjá Kristjáni Hall bakara. 2 j a r p a r hryssur með rauð- um folöldum eru í óskilum á Korpúlfsstöðum.Mark atýft vinstra (sama á báðum). Eigandi gefi sig fram sem fyrst og borgi áfallinn kostnað. Peningabudda fundin. Afgr. v. á. VINN A G ó ð u r skósmiðurgetur i'eng- ið atvinnu strax í Bergstaðastr 1 Prentsmiöja D. Östlunas 1

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 1147. tölublað (02.09.1914)
https://timarit.is/issue/69674

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1147. tölublað (02.09.1914)

Aðgerðir: