Vísir - 01.12.1914, Síða 4
Gerlarannsóknarstofa
Gísla Guðmundssonar
Lækjargötu 14 B (uppi á loftO er
Venjulega opin 11—3 virkadaga.
i.
Þjóðsagnir.
Svipirnir iveir.
(Sögn frú Guðrúnar Þorgrímsdóttur),
Fyrirburður þessi gerðist aðfara-
nótt 5. jan. 1914 í Vestmanna-
■eyjum.
Brynjólfur Sigfússon organleikari
lör út kl. 5 um nóttina til að loka
gluggum og gæta að huröum og
hlerum hússins, því rokhvast var
úti. Er hann hafði lokið þessu
lagðist hann til svefns og sofnaði
samstundis, en kona hans Guörún
sem segir sögu þessa, gat ómögu-
lega sofnað og var órótt mjög í
skapi; henni kom til hugaraðvekja
mann sinn, en ekki varð þó úr því.
Um kl. 6 heyrist henni gengið
um í næsta herbergi, og í sömu
svipan Iukust dyrnar upp á her-
bergi hjónanna og öldruð kona í
dökkum klæðum gengur hægt að
fótagaflinum á rúmi Brynjólfs. Frú
Guðrún varð ekkert hrædd, því hún
hélt, að þetta væri kona þar úr ná-
grenninu, en þar sem henni þótti
koma hennar einkennileg, fylgdi
hún nákvæmlega hverri hreyfingu
hennar. A að giska 1—2 mínút-
um síðar lukust dyrnar upp aftur
og inn kemur kona hjúpuð hvítum
kyrtli og staðnæmist einnig við
fótagaflinn á rúmi Brynjólfs. Frú
Guðrún varð nú hrædd og vakti
mann sinn, en í sama bili hurfu
sýnirnar.
Um morguninn fréltu þau hjón-
in, að stúika þar í Eyjununi hafði
■dáið á sama ti'ma og sýnirnar birt-
ust. Hún var mjög hneigð fyrir
söng og hafði beðið Brynjólf að
spila líksönginn yfír sér, og telur
frúin, að hvítklæddi svipurinn hafi
verið mjög líkur stúlku þessari að
því er hæð og vöxt snerti.
Nokkru áður hafði einnig dáið
gömul kona þar í Eyjunum, og
gæti verið, að svartklædda konan
hefði verið svipur hennar, en hvor-
ugan svipinn þekti frú Guðrún, enda
var dimt í herberginu.
II.
Lausavísur.
(Hestavísur).
Þegar hann skellur skeiðið á,
skarðar velli gróna,
klýfur svellin sundur blá,
svo að fellin tóna.
Norðlensk hestavísa.
Heyra brak og bresti má,
broddur klakann smýgur,
hófa- vakur -haukur þá
hrannarþakið flýgur.
Jón Ásgeirsson Þingeyrum.
Moldin flúði’ úr móunum,
möndulsbúðir skulfu,
járnið gnúði’ í götunum,
grjótið spúði eldingum.
Húsgangur.
■ <■ ■ • . •, .-•vÍiAi.'v*.-/* • •• \
v|s"<
Sundur springur Sviðrismaer,
söðla- kringum -rakkann,
undir syngur álfabær,
eldglæringum víða slær.
Vatnsenda-Rósa.
Vísu þessa gerði Rósa um reið-
hest Gísla bónda síns.
Aðrir hafa vísuna þannig:
Sundur springur Sviörismær,
söðla- slyngum -rakka nær,
undir syngur álfabær,
eldglæringum víða slær.
Myndir.
Mikið úrval, seljast meS 10—20% afslætti til jóla.
Pó voru þær ódýrari en annarsstaðar áður.
Pappírs- & ritfangaversl. Lvg. 19.
Af sérstökum ásíæðum, er lítil þægi-
leg íbúð til Ieigu í Austurbænum frá
Þeir sem kynnu að vita um höf-
unda að vísum þeim, sem engra er
getið við, gerðu vel í að gera Vísi
aðvart um það.
1. des.
Afgr. v. «L
BÆJARFRETTIR
Háflæði í dag.
Árdegis háflæði kl. 4,11
Síðdegis háflæði kl. 4,30.
Afmæli á morgun.
Benedikt Sveinsson, alþm.
Þórhallur Bjarnarson, biskup.
John Fenger, stórkaupmaöur.
Gísli Magnússon, múrari.
Jón Hafliðason, steinsmiður.
Rannveig Jónasdóttir, húsfrú.
Hóimfríður Jónsdóttir, ungfrú.
Niðurjöfnunarnefndarkosningin
fór fram í gær eins og tii stóð og
hófst kl. 12 á hádegi. Veður var
!hið versta, norðanatspyrnurok, og
kusu því miklu færri enellamundi.
• AIIs munu hafa kosið úm 370
I manns og lýsir það ekki miklum
áhuga, er vér lítum til þess, að kjós-
endur bæjarins eru full fimm þús-
und. Reyndar höfum vér fyrir satt,
að- allmargir kjósendur hafi komið
til kjörstaðar eflir kl. 4, en þá var
kosningarathöfninni þegar slifið sök-
um þes.:, hve dræm aðsóknin hafði
verið. — Kosnir votu 5 af A-lista og
3 af B-lista og eru það þessir menn:
A-listi:
Samúel Ólafsson, söðlasmiður.
Jón Ólafsson, skipstjóri.
j Páll H. Gísiason, kaupmaður.
I Axel V. Tulinius, yfirdómsl.m.
Árni Jónsson, kaupm,
B-listi:
Eggert Briem, skrifstofustjóri.
Jóhannes Hjarfarson, verslunarm.
i Jóhannes Magússon, verslunarm.
Columbus
liggur nú á Dýrafirði, Kom hann
inn þangað fyrir helgi — hafði farið
fram hjá ísafirði. Fékk hann af-
spyrnuveður og stórsjó, misti báða
bátana og reykháfurinn laskaðist
I mikið.
Botnvörpuskipin
Snorri goði, Baldur og Bragi eru
nú að búa sig til fiskjar, og ætia að
leggja út um næstu helgi. Figa þau
öll að afla í ís handa Bretanum.
Mótorbátur,
eign Gunnars kaupmanns Gunn-
arssonar slitnaði upp hér á höfninni
í nótt og rak upp í klappirnar fyrir
vestan verslunarhús Geirs Zoega
kaupmanns, og brotnaði báturinn
mikið.
■ ..... fc- .11* iíííl ■'■■4
Símaslit
eru nú um land alt. Sím-
skeyti koma þvf engi.
Leiðrétting.
Herra ritstjóri!
í grein minni í Vísii í gær var
ein prentvilla, er eg bið yður að
gera svo vel og leiðrétta : »Árferðið
er ekki svo hér nú, að það sé
vansalaust að svíkja* á að vera
sníkja.
Virðingarfylst.
Harun ben Ali.
Poesibækiir
margar tegundir, mjög ódýrar,
Pappírs & ritfangaversl.
Laugaveg 19.
Gasíampanet
af öllum stærðum eru seld
í verslun
Guðmundar Olsen.
Hvítt og mislítt
Vefjargarn
og
einlitir stumpar
nýkomnir í verslun.
Kr. Sigurðardóttir
Laugaveg 20 A.
Grlansmyndir
mikið og ódýrt úrval í
Pappírs & ritfangaversluninni
Laugaveg 19
Det kgl. octr.
Brandassurance Comp.
Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur
alskonar o. fl.
Skrifstofutími 12-1 og4-5. Austurstr.l
N. B. Nielsen
Guðm. Þorsteinsson
prentari óskar viðtals við
Júlíus Ingvarsson, snikkara.
(ö® V 1 N N A ^
Sendisveinar fást ávalt í
Söluturninum, opinn frá 8—11 sími
444.
S t r a u n i n g fæst í Grjótag. 11
H á I s 1 í n fæst stífað á Fram-
nesveg 15.
| K A U P S KjA P U R
NÝJA VERSLUNIN
— Hverfisgötu 34, áður 4D —
Flestalt (utast og inst) til kven-
fatnaðar og barna og margt fleira.
GÓÐAR VÖRUR.
ÓDÝRAR VÖRUR,
Kjólasaumastofa.
Á Bergstaðastræti 20 eru
tekin til sölu gömul föt og gamlir
tnunir. Lítil ómakslaun.
Sögubækur danskar fást
fyrir lítið verð á Bergstaðastræti
9 B.
Á N j á 1 s g ö t u 1 3 B er til
sölu ein tunna af góðri matar-
síld. Einnig fœst þar keypt síld
f smákaupum.
N ý m j ó 1 k til sölu kvölds og
morgna á Vesturgötu 2ö.
| T A P AÐ — FU N D IÐ I
R a k h n í f u r hefir tapast frá
Austurstræti að Vesturgötu. Skil-
ist til Pórðar Gunnlaugssonar,
Austurstræti 1.
>♦« HUSNÆÐI >♦*
2 h e r g i með húsgögnum
óskast nú þegar. Kostur ef hægt
er. Afgr. v. á.
T i 1 leigu ágæt stór stofa með
forstofuinngangí. Afgr. v. á.
Prentsmiðja Sveins Oddssonar