Vísir - 23.02.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 23.02.1915, Blaðsíða 4
 f l .- \j .j V. !v ; Aímseli á morgun. Jón þórarinsson fræbslum.stj. Einar Arnórsson prófesson Rakel Ólafsdóttir frú. Af landssjóðskolunum verður framvegis ekki selt meira en 3 skpd. hverjum kaupanda í einu. Einnig er það ætlun stjórn- arinnar, að það, sem enn er ó- selt af kolum þessum, gangi helst til hinna fátækari bæjarmanna, þar eð kol eru nú fáanleg á fleiri stöðum. Austan yfir fjall komu í gærkvöld Lára og Stef- anía Eggersdætur á Laugardælum, Ólafur Árnason stórkaupmaður á Stokkseyri. Hann fer með „Flóru“ til útlanda, þeir feðgar Jón og Magnús Gunnarsson kaupmenn á Stokkseyri. Ennfremur Sigríð- ur Siggeirsdóttir og ritstj. „Vísis“. „Krónprinsessa Victoria" fór í gær til Seyðisfjarðar og útlanda. Bræðurnir Cfausen ætla að byrja nýja verslun með vorinu á „Hótel ísland“ við AÖ- alstræti. ísa er seld hér í dag á 8 a. 7» kg. „Steriing" fer til Breiðafjarðar í kvöld. Gestir í bænum. Bergur Rósinkranzson kaupm. frá Flateyri og Jóhann þorsteins- son kaupm. frá ísafirði. Föstuguðsþjónustu heldur séra Ólafur Ólafsson á morgun í Fríkirkjunni kl. 6 síð- degis. Brunamálið á Eyrarbakka. Er Ingólfshúsa-bruninn að komast upp? Það, sem aðallega er rætt um austanfjalls um þessar mundir, er atburður sá, er hér fer á eftir: Fyrra mánudag kallaði Guðm. ísleifsson á Háeyri 5 menn saman. Var það hreppsíjóri Eyrbekkinga (Jón í Mundakoti), Einar Jónsson járnsmiður, Árni Helgason járnsm. og tveir menn, sem Guðm. hafði beðið að vera votta. Síðan ber Guöm. umsvifalaust brunann upp á þá Einar og Árna og einmg Krist- inn Þóraiinsson, er ekki var við- staddur, að þeir væru valdir að brunanum. Ennfremur taldi Guðm.^ aö 4. maðurinn hefði lagt ráð á, hvernig kveyKja skyldi í, en vildi ekki gefa upp nafn hans að svo stöddu. Krefst hann nú þess af hreppstjóra, að hann taki málið sam.tundis fyrir og tilkynni það sýslumanni. Þeim Emati og Áina þótti tl átá brennuvargaáburðurinn harður og stefndu samstundis, en Guöm. situi við sinn keip, og ekki hefir oröið áf s*ttum ennþá og bíða menn nú með óþreyju eftir úrslitum í þessu máli. Jóhann V. Danielsson verslunar- stjóri heíir jafnan borið, áð stolið muni hafa verið úr búðinni og kveykt í á ettir. Hann byggir grun sinn aðallega á því, að tveggja kalfisekk'a var saknað aF vöriun þeim, sem bjargað var úr vöru- geymsluhúsi búðarmnar. Þjóðverjar lána Búlgurum. Síðastliðið ár tók Búlgaría aö láni hjá nokkrum Berlínarbönkuni 20 miljónir sterlingspunda, og fram að áramótunum hafði hún ekki fengið útborgað nemá 4.800.000 sterlingspund. En um mánaða- mótin janúar—febrúar fékk hún iit- borgaðar 3 miljónir steriingspunda og aðrar 3 miljónir verða henni út- borgaðar næsta 2l/t mánuð, þannig að nún fær 400.000 sterlingspund hálfsmánaðarlega. Renturnar af lán- inu eru 6% og 17»% 1 ómakslaun. Þarft kver. Fjórir hijöðstaf- i r. Orðasafn handa bömum og unglingum. Hullgr. /ónsson safnaði. Rvík. Bókav. Sigf. Ey- mundssonar 1915. Kver þetta er að eins 40 bls. í litlu broti, — fjóidálkuð hver blaö- siða, — handhægt og þægilegt iil notkunar. Safnandinn og útgefand- inn eiga góða þökk allra góð;a manna skilið, er unna tungu vorri, fyrir útgáfuna. Hér eru til tínd flest algeng íslensk orö, þar sem | hætta er á, að byrjendur í móðui- málsnáminu og viðvaningar villisl á, hvort rita skuli e eða / (y) og ö eða u. Það er lækningakver, leiö- arvisir til að bæta úr málhelti og ritskekkju suðurnesja hljóðruglsiir-, sem óðum breiðist úl og sýkir tungu vora viðsvegar um land, — þennan vágest, er kennaramir eru í vandræðum með að út ý na úr skól- unum. Kver þetta hlýtur í þes. u efni að léita stórum starf kennar- anna og börnunum námið. U n það má alt af deila, hvort sum ís- lenskuðu orðin í því ættu að sjast þar, en mestmegnis eru þar tekin þau ein slíkra orða, er kalla má að hefð hafi náð í málinu. Og f rit- hætti er frekar fylgt daglega mæltu, réttu máli, en fornum rithætti, Kver þetta hlýtur að seljast vel, »kom- ast inn á hverí heimili«, og er þá auðvelt að bæta úr í næstu úfgáfu því, er ábótavant kynni að þykja, felia úr og bæla við algengumórð- um, er gleymst hafa f þessari út. gáfu og mun þar samt ekki mörgu þurfa að bæta við, — svo er sam- viskusamlega til tínt. Verðið erað eins 35 aurar í bandi. Ouðm. Guðmundsson. Símskeyti frá V.narborg hermir mjög mikla óánægju yfir þessu láni innan stjórnmálaflokkauna í Sofffu. Stjórnarandstæðingar segja, að stjórn- in tefli landinu í hendur Þjóöverja, áu þess jafnvel að minnast á það við fulltrúa þjóðarinnar. Parísarblað eitt hermir, að Búlg- aría muni einungis fá 800,000 sterl- ingspund útborguð í fjárhirslu rík- isms, en hin 5.200.000 sterlirigs- pund gangi til þess að borga vopri og skotfæri, sem hafi verið keypt í Þýskalandi og Auslurríki. Parisarblöðin krefja Búlgaríu um skýringu á láni þessu, Blaðið »Herald« segir, að Bulg- aría muni, með þessari óheppilegu lántöku, koma af stað nýjum Balk- anófriði, »Figaro« bendir á, hvaða óram- kvæmni það sé af Búlgaríu, að taka höndum saman við óvini sína Tyrki, gegn Frökkum og Rússum, Blaðið »Matin« segir; »Ef Búigaría með þessu frumhlaupi sinu er búin að gleyma þeim velgerð- um, sem Frakkar, Rússar og Eng- lehdingar hafa sýnt henni, þá haía övinir vorir raunar einum banda- rnanninum fleira, en Rúmenía og Grikkland munu verða með okkur og ef til vill er þá stundin komin fyrir Ítalíu. Hún getur þá ekki lengur frestað valinu: hvort hún skoðar sig sjálfstarða eða sem skuldu- naut Þýskalands. Okkur þykir gam- au að vita, hvort heldur er«. • Petit Parisien* álítur, að þetta \erði rothöggið fyrir Búlgaríu. Landherinn breski. Hann er nú orðinn nálægt |>rem miljónum, að því er Bret- ar segja. Eftirfarandi tölur eru teknar úr herskýrslunum, sem þegar hafa verið teknar upp í »Hvítu bók- ina«. Fasta herliðið á árinu 1914 var alls 711 þúsund. 6. ágúst samþykkti neðri málstofan, að boðið væri út hálfri miljón og 10 seftember var á ný boðið út hálfri miljón. 16. nóv. fór for- sætisráðherrann fram á það, að boðið væri út einni miljón til viðbótar. Að öllu samantöldu verður því landherinn sem þingið hefir sain- þykkt að boðið væri út á árinu 1914, sem hér segir: Fasta liðið í byrjun ólriðarins............. 711000 Útboðið 6. ágúst .. 500 000 — 10. seft. ... 500 000 — 16. nóv. . . . 1 000 000 Alls 2 711 000 Auk þess er ófalið fasta liðið indverska og hðsveitir frá ný- lendunum. FÆÐI F æ ð ' fæst á Laugveg 17. V I N NA Sendisveinar fást ávalt í Söluturninum. Opinn kl. 8—11. Sími 444. Skósmíðavinnustofan Öröttugotu 5. AJIar sköviðgerð ir fljótt og vel af hendi leystar. S t ú 1 k a óskast í vist nú þeg* ar. Uppl. á Skólavörðust. 15 B. U n g stúlka, vön afgreiðslu, óskar eftir búðarstörfum 14. maí. Afgr. v. á. V ö ri d u ð stúlka, ekki mjög ónýt, óskast strax til 14. maí á Vesturg. 48. S t ú 1 k a, vön öllum húsverk- um, óskar eftir góðri vist, helst sem ráðskona. Afgr. v. á. R e i ð h j ó I eru hreinsuð og lakkeruð á Vitastíg 14, L í k k 1 æ ð i fást saumuð og höggvin fyrir sanngjarnt verð á Bræðraborgarstíg 35, niðri. Stúlka óskast í vist frá 1. mars til 14. tnaí. Upplýsingar á Njálsgötu 15. TAPAÐ.-FUNDIÐ Svartur búi tapaðist í Gamla Bíó í fyrrakveld. Skilist á Laugaveg 60, uppi. Drengjafrakki tapaðist í laugunum, 11. þ. m. Skilist á Nýlendugötu 19 B. Steinolíubrúsi hirtur úr óskilum af götum bœjarins. Vitj- ist til Ólafs lögregluþjóns. KAUPSKAPUR B a 11 k j ó 11 til sölu með góðu verði. Afgr. v. á. Notaður barnavagn, af vönduðustu gerð, til s ö 1 u á Hverfisgötu 87, niðri. Verð 30 krónur. Vefjarskeið, 140 tanna, óskast til kaups eða leigu. Uppl. á Laugav. 50. Guöm. Kristinss. L u x 1 a m p i, í góðu standi, óskast keyptur strax. Pingholts- stræti 1. m H Ú SNÆÐI Prentsmiðja Sveins Qddssonar. Þriggja herberga íbúð ásanít eldhúsi og geymsluplássi er til leigu frá 14. maí. — Guðmundur Matt- híasson, Lindargötu 7. Einstök herbergiti! ieigu. Afgr. v. á. L í t i I kjallaraíbúð, s ó I r í k, með öllum þægindum, er t'l leigu fyrir fámenna fjölskyidu. Afgr.v á. H e r b e r g i með forstofuinn- gangi til leigu nú þegar, meö eða án húsgagna. Afgr. v. á T v ö samliggjandi herbergi, fyrir einhleyp t, til' leigu frá 14. maí. Afgr. v. á. G ó ð, sólbjört stofa, er tii leigu nú þegar. Afgr. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.