Vísir - 28.02.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 28.02.1915, Blaðsíða 4
V I S I p Hagsýni stjórnarinnar í gær frétti eg aö stjórnarráöið hefði samiö um kaup á 1000 tonn- um af kolum, viö þá herra O. Jóhn- son & Kaaber. Mér þótti þetta dáiítið einkennilegt, aí því að við erum hér þrjú firmu í bænum, sem útvegum kol frá útlöndum, að ekki skyldi vera leitað tilboða lil okkar allra, og §amið svo við þann, er best kjör bauð. Auk þeirra O. Joknson & Kaaber, sel eg einnig kol í stórkaupum, og sama er um Biöndal & Sivertsen. Auövitað er Johnsen & Kaaber elst af þessum firmum, en eg t. d. hefi viðskifti mín við stærra verslunar- hús í kolum en þeir O. Johnseu & Kaaber. £n hversu sem þaö er, þá virð- ist mega telja það sjálfsagða skyldu stjórnarinnar, að leita tilboða í fleir- um en einum stað, til þess að fá svo góð kjör landssjóði til handa, sem auðið er. ' Eg skal ekkert segja um það, hvort eg eða B. & S. hefðum gert lægri tilboð en stjórnin hefir feng- ið, en ekki væri það alls ólíklegt eftir atvíkum. Það kostaði stjórnarráðið ekki annað ómak, en að hringja til mín og til B, & S., og skýra oss frá, að stjórnarráðið vildi kaupa svo og svo mikið af kolum, af þeirri eða þeirri tegund, og biðja oss að senda tilboð vor. Þau hefði það getað fengið að minsta kosti jafnsnemma frá mér, eins og O. J. & K. — ef til vill fyrri. Eg fæ ekki betur séð, og hygg að fleirum sýnist svo, en að stjórn- arráðið hafi hér vanrækt sjálfsagða skyldu sína við landssjóð. Þessi aðferð er svo vaxin, að stjórnarráðið mun eiga örðugt með að gera hér hreint fyrir sínum dyr- um. Þessa grein hefir »Morgunblaðiðc neitað mér um að birta, en eg vona að »Visir« verði þeim mun frjáls- lyndari, aö hann varni mér ekki máls. Reykjavík, 28. febr. 1915. O. J. Havsteen. Víðayangslilaup. Öllum, sem ælla sér að taka þátt í kapphlaupum, er best að byrja á víðavangshlaupi, einkum þeim, sem iðka 800 metra hlaup og lengri. Það, sem menn sérstaklega afla sér með víðavangshlaupi, er þol, en undir því er ákaflega mikiö komið á svo að segja öllum vega- lengdum. Það hefir sýnt sig, að menn geta verið þolnir og fljótir á hringbraut, en þegar þeir koma á víðavang, dragast þeir oft aítur úr þeim, sem standa þeim að baki á hringbraut. Getur það legið í því, að hring- brautarhlaup og víöavangshlaup, sem eru jafnlöng, verður að hlaupa sitt á hvorn hátt, sem á ekki ætíð við sama manninn. Þar sem sjaldan er slétt undir fæti í viðavangshlaupi, kemur það oft fyrir, að fæturnir stíga skakt niður, og vel æföum víðavangshlaupara veldur slíkt eng- un} óþægindum, slíkt myndi áreið- anlega koma hringbrantarhlaupar- j anum af rásinni, af þvf að hann er t óvanur ósléttri braut, og af því fót vöðvar hans eru vandir viö það, að stíga beint á fótinn. Á víðavangshlaupi er því annan veg faiið. Þar er mest undir því koniið, að geta haldið jöfnum, föst- um skrefum, hvernig sem fæturnir koma niður. Ef menn geta það ekki, verður hlaupið óreglulegt, með löngum og skömmum skrefum á víxl, líkaminn nær aldrei jafnvægi, og er slíkt mjög þreytandi. Þcgar svo stendur á, verður að hlaupa án þess, að hert sé nokkuð á fóta- vöðvunum, svo að fæturnir geti altaf gefið eftir þegar á óslétt er stígið, og að geta spent þá fljótt til þess að ná jafnvæginu. Þetta þroskar vöðvana jafnara, einkum hina smáu vöðva. Fyrir hringbrautarhlaupara ermjög ráðlegt að æfa sig á víðavangi, því með því samæfast og þroskast allir vöðvarnir betur og jafnar, og verð- ur því hægara fyrir þá að skifta um aðferð t miðju hlaupi. Armhreyfingin á að vera að nokkru leyti eins og í hringbrant- arhlaupi, liðleg og náttúrleg, en úti í á víðavangi verður þó altaf aö halda örmunum búnum ti), að halda jatn- vægi á líkamanum. Þegar farið er upp brattar brekk- ur, á að halla sér vel áfram, og ef vel hefir æft verið, þarf ekki að óttast að leggja töluvert á sig, t>il þess að geta haldið upp með eigi all-litlum hraða. Þegar hallar und- an fæti, eykst hraðinn eðlilega af sjálfu sér, en þess verður þá að gæta, að hafa vald yfir öllum hreyf- ingum sínum og taka ekki of löng skref. Þá skal hlaupa með bogin kné og halla sér aftur á bak. Menn eiga að klæða sig vel. Bestur búningur er þetta: Vanalegur ullarbolur og peysa þar utan yfir, stuttbuxur, uliarsokk- ar og gaddskór. Þegar kuldi er og vindur, er gott að leggja blað á milli peysunnar og bolsins og vera í nærbuxum. Hafi menn 10—12 vikur til und- irbúnings, er nóg að æfa sig einu sinni eða tvisvar í viku, fyrstu vik- urnar. í annaö skiftið úti á víðavangi, með jöfnum hraða, en hitt á hring- braut eða þjóðvegi. Eftir fjórar vikur eiga menn að æfa sig tvisvar í miðri viku á hring- braut, þjóðvegi eða úti á víöavangi, ætti það að vera hér um bil helm- ingslengd hins ákveðna hlaups, með sama hraða eða lítið eitt hraðara uS meðal víðavangshlaup. Ef æft er á sunnudögum skal hafa dálitla tilbreyting. Annan sunnu- daginn hleypur maður helming vega- lengdarinnar með fullum hraða, en hinn sunnudaginn síðari helming- inn með fullum hraða (hinn helm- inginn skal hlaupa í hægðum sín- um). Nú ætlar »íþróttafélag Reykjavík- ur« að stofna til víðavangshláups fyrsta sumardag n. k. (sjá augl. hér í blaðinu).» Og vonar að menn byrji nú undir eins að æfa sig. Mönnum er engi vorkunn aö æfa sig á vetrum, þótt frost sé og snjór á jörðu, ef þeir eru vel búnir. Séu menn á gaddskóm þarf ekki að ótt- ast þótt hált sé. Er þvf slíkt ó- menska ein, að iðka ekki hlaup jafnt vetur og sumar. »/. R.« Dómur almennmgs. Að reikna' út bræðra bresti og bæta dál’tið við, það virðist orðið vera að vana’ og þjóðarsið: og bágt er svo að breyla að brögnum virðist rétt, því bæði’í orð ogatvik er öfug meining sett. Því ef eg eitthvað segi, þá er eg misskilinn. En ef eg alveg þegi, þá æpir heimurinn: »Nei! Sjá hvar Stebbi situr, og syrgir uns hann deyr, hann var nú aldrei vitur, en visnar meir og meir«. Og ef eg úti’ á stræti með ungri stúlku sést, þeir segja: »Sjá hann Stebba, já, sá er til í flestU En ef eg aleinn ráfa, og engri sinni snót, þeir segja’ eg viiji veiða, en veiðist ekki hót. Ef ber það tii á »bauki« eg bið um glas með vín, þeir segja: »Djöfuls dóninn! hann drekkur eins og svínU En ef eg öllu hafna og aldrei sést með staup, þeir halda’ eg sé að hræsna, og hæða mig i kaup. En þvað sem hver einn segir í hverjum svo sem róm, eg hættur er að hirða um heimsins sleggjudóm, og læt mér aöeins lynda að lifa fyrir mig. Eg held að hinir ættu að hugsa mest um sig. S. J. Sckeving. Svatittv Laugav. 37. Sími 104. Langbesta og fjölbreyttasta matar- nýlenduvöruverslun í Austurbænum. Að eins góðar og óskemdar vörur. Árni Jónsaon. FÆÐI F æ ö i fæst á Laugveg 17. F æ ð i fæst á góðum stað í bænum, á sama stað eru til leigu sólrík herbergi. Afgr. v. á. TAPAÐ —FUNDIÐ Peningabudda fundin. Vitjist á Grettisg. 43. Steinhringur f unjdinn. Af- gr. v. á. Prentsmiðja Sveins Oddssonar. = KAUPSKAPUR Ný prjónavél (sokka) til söiu, afar ódýr, í Austurstræti 18. N o k k u r pd. af kúmeni til sölu hjá Sveini Jónssyni á Vest- urgötu 35, uppi. Skíði óskast keypt. Uppl. á Grettisgötu 6. P a r t u r í húsi til sölu með með góðum borgunarskilmálum, nálægt miðbænum. Afgr. v. á. Barnavagn, lítið brúkaður, til s ö 1 u á Hverfisgötu 34. H ÚSNÆÐI S ó I r í k íbúð, 3 stofur , eða fleiri, ásamt eldhúsi, þvottahúsi og geymslu, eru til leigu frá 14. maí; einnig 2 herbergi fyrir ein- hleypa nú þegar. Uppl. hjá S. Jóhannessyni, Laugav. 11. 1 stofa til leigu frá 15. maí til 1. okt. Uppl. hjá. Friðrik P. Welding, Vesturg. 24. Kjallaraíbúð, mót sól, óskast til leigu 14. maf. Afgr.v.á. Til leigu er lítið herbergi, strax. Uppl. í Bergstaðastræti 44. T v ö herbergi samliggjandi og mót sólu, til leigu á Laufásv. 42. 2 herbergi með forstofu- inngangi til leigu fyrir einhleypa, annað mót sól. Einnig lofther- bergi, á Laugaveg 30 A. S t of a og herbergi er til leigu nú þegar, fæði á sama stað, ef óskað er. Afgr. v. á. 1 herbergi með eða án húsgagna til leigu á Klapparstíg 1 B. H e r b e r g i, fyrir einhleypa, fást til leigu frá 14. maí á Stýri- mannastíg 9. Jón Eyvindsson. Góð stofa með forstofuinn- gangi, með eða án húsgagna, er til leigu 14. maí n. k. Afgr.vá. VI N N A ATVINNA. Vinnumaður, áreiðanlegur og reglusamur, óskast í góða og hœga vist hér í bænum frá 14. maí. Afgr. v. á. Unglingsstúlka óskast í vist frá 14. maí til kaupm. Árna Eiríkssonar, Vesturg. 18. Sendisveinar fást ávalt í Söluturninum. Opinn kl. 8—11. Sími 444. Skósmíðavinnustofan Bröttugötu 5. Allar skóviðgerð- ir fljótt og vel af hendi leystar. B a r n g ó ð stúlka getur feng- ið vist nú þegar eða frá 14. maf. Afgr. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.