Alþýðublaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 2
2 Alþyðubláðið öllum greiddum atkvæðum. Og þess fastlega vænst, að borg&r- stjóri sæi um það, að borið yrði á völlinn þegar um vorið. En viti menn: Tvö ár líða. Austurvöllur fær að eiga sig og grotna niður. Loksins er þó borið á hsnn, en þá er honum lokað alt sumarið. Það þurfti að heyja á honum handa bæjarhestunuml! sagði borgarstjóri. Þetta var auðvitað mjög hyggi- legt af þeim háa herra, ef þessa befði gerst þörf og hér hefði verið að ræða um einhverja verulega heybjörg. En borgarbúar þekkja nú Austurvöll. Bæjarstjórnin ætl- aðist auðvitað aldrei til þess, að völlurinn yrði gerður að túni, heldur var hennar aetlun aðeins sú, að hann yrði gerður vistlegur þeim, sem um hann gengju. Mönnum til fróðleiks skal þess getið, að á sama tíma sem Knút- ur gerði bænum þennan búhnikk(II) ieigði hann tún, sem bærinn á, til hestabeitar! En sú búhyggja! Að leigja út tún bæjarins, til þess að láta hesta traðka þau sundur og rótnaga þau, en gera Austur- völl á sama tíma að slægjulandi bæjarins! Það er ekki furða þó bærinn græði! Þetta er aðeins eitt dæmi um framkvæmdir borgarstjórans nú- verandi, en það mætti telja fram fjölmórg. Hér er annað, sem ekki er stórvægilegt, en því auðveldara hefði verið að koma því í verk: í fyrra var, eins og menn muna, heitið verðlaunum fyrir beztar uppástungur um fyrirkomulag Austurvallar. Þremur verðlaunum var heitið og var þeirn líka út- býtt fyrir þrjár beztu tillögurnar. En lengra er ekki komið ennþá. Samþykt var að koma teikning- unum, sem verðlaunin hreptu, á myndasýningu, en það hefir ekki verið gert ennþá. Austurvöllur var og er og verð- ur bænum til skammar — sjá t. d. girðinguna núna — meðan Knútur er við stýrið; en það fer nú von- andi að styttast úr þessu. Kjós- endurnir sjá um það. Þó vel mætti telja upp heila „legio* aí axarsköftum Knúts og framkvæmdaleysi, tekur það því ekki að sinni, þess þari ekki með, jafnvel þó vel mætti það verða honum sjálfum til góðs. Reyndar er Knúti að sumu leyti vorkun, því borgarstjóra- starfið er orðið all innviðamikið, að sumra dómi. En honum hefði engin vorkun verið að gera tilraun til þess, að fá skift starfinu, ef það í raun og veru er eins erfitt og af er látið. En ráðríki Knúts er viðbrugðið. Kvásir. Um daginn 09 veginn. Yeðrið í dag. Reykjavfk .... A, -f- 2,6. ísafjörður .... N, 2,6. Akureyri .... NNV, -s- 2,5. Seyðisfjörður . . logn -*- 2,3. Grímsstaðir . . . N, S.o. Þórsh., Færeyjar : n, hiti 2,0. Stóru stafirnir merkja áttina. -5— þýðir frost. Loftvog há, hæst fyrir norð- vestan land, heldur fallandi, köld norðlæg gola, bjartviðri á Suðurl., hríð á Norður- og Ansturlandi. Kosningaskrifstofa Sigurðar Eggerz er nú opin á hverjum degi í Iðnskólahúsinu, eins og sjá má á auglýsingu annarstaðar í blaðinu. Skal því skotið að mönn- um, að athuga i tíma hvort þeir eru á kjörskrá, og ef þeir eru þar ekki, þá að kæra tafarlaust til kjörstjórnar og biðja skrifstofuna að annast það. Það er skylda hvers einasta manns að nota kosningarrétt sinn. Til þess hefir hann öðlast hann. Brnnaliðsæfing var í gær á Lækjartorgi. Sýnda brunaliðsmenn þar fimleik sinn með því að klifra upp geys'háan sjálfheldustiga og sprauta yfir þá vegfarendur, er hættu sér of nálægt. Veðurskeyti. Frá i. maí verður skýrsla um veðrið kl. 4 á daginn birt á landsímastöðinni, venjulega um kl. hálf sex. Sig. Onðmnndsson danskenn- ari finnur hvöt hjá sér til þess, að setja „leiðréttingu" í „Vísi" í fyrradag, vegna ummæla Q hér í blaðinu, um drykkjuskap „Fálka- manna* á dansleik þeim er dans- skólinn hélt nýlega. Segir dans- kennarinn, að jiestir lögregluþjón- ar þessa bæjar muni bera sér það, að hann hafi eftir megni spornað við því, að hafa drukna menn á dansleikjum dansskólans. Hver efast um þetta? Ekki ASþbl. Sanðbnrðnr er nú byrjaður hér um slóðir; er fremur kaldrana- legt fyrir lömbin að byrja tilvervi) sína í þeim kulda er nú ríkir á „köldu ísaláði", og ekki er ólfk- legt að lambdauði verði, einkum á Norðurlandi, ef þvf tíðarfari heldur áfram, sem nú er þar. Gæzlumaður unglst. Díönu nr. 54 biður oss að geta þess, að'* fundur stúkunnar verði kl. 1 á. morgun. Eftir fundinn er öllum félögum stúkunnar boðið á skemt- un hjá st. Svöfu. Þar verður leik- inn gamanleikur o. m. fl. Trúarhetjan, Einar Jochums- son skáld, talar á sunnudaginn kemur kl. 4, af svölunum á Grettisgötu 2. Hann talar um kristilegt frelsi. Kaffl 1,75 f verzlun Hannesar Jónssonar Laugaveg 28, íslenzkt smjör 3,50 í verzlun Hannesar Jónssonar Laugaveg 28. Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Alþýðublaðið er ódýrasta, fjolbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þú getið þið aldrei án þess verið-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.