Alþýðublaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 1
1920 Laugardaginn 1. maí 97. tölubl. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Einkaskeyíi til Alþbl. London, ódagsett. Hefi átt viðtal við Morel og íengið leyfi hans til þess að birta viðtalið í Alþýðublaðinu og danska blaðinu Social Demokraten. Ó. Friðriksson. Edmnnd Dene Morel JSrlendL mynt. Khöfn 29. apríl. Sænskar krónur (100) kr. 125,50 Norskar krónur (100) Þýzk mörk (100) Pund sterling (1) Frankar (100) Dollar (1) 113.00 10,50 22,60 36,00 5.85 en allmikill fiskur var í því, og má gera ráð fyrir, að eigandi ,■ verði fyrir allmiklum fjárhagsleg- um skaða. Nánari fregnir af bruna þessum, ef nokkrar eru, koma í næsta blaði. Aorgarstjirakosniagin. Framkvæmdir Knúts. er heimsfrægur enskur rithöfundur og friðarvinur. Hann var á stríðs- tímunum settur í fangelsi fyrir það, að hann hafði sent frönsk- um kunningja sínum, sem dvaldi í Sviss, eitt eintak af bók, sem fjallaði um framkomu Englendinga í stríðinu og þeim þótti nokkuð berorð, án þess að hún væri rit- skoðuð. Lfka hafði hann skrifað konu einni bréf, sem þóttu ganga of nærri Englendingum. í raun og veru var hann dæmdur fyrir efni bókarinnar, sem var full- skorinorð í garð Englendinga. Ein merkasta bók hans er: »The Great Illusion* (»Blekkingin miklac), sem kom út 1909. Viðtal Ólafs við hann birtist síðar hér í blaðinu, og má búast við þvf, að það verði skemtilegt og fróðlegt. JfiQemi talar. Khöfn 29. apríl. Símað er frá París, að Mille- rand hafi haldið ræðu í þjóðþing- inu franska og sagt, að Tyrkir haldi Míklagarði, að engin endur- skoðun fari fram á friðarsamning- unum, eða frekari landaukning frá Þjóðverjum, og loks, að Frakkar fái að halda Frankfurt. Brnni á Xirkjnsanði. Maður brennur inni. í morgun, laust fyrir kl. 5, varð þess vart, að eldur var kviknaður í fiskþurkhúsi Th. Thórsteinsson á Kirkjusandi. Var þegar brugðið við og kallað á brunaliðið og kom það á vettvang von bráðar, en eldurinn var þá orðinn svo magnaður, að húsinu varð ekki bjargað, enda eldfimt éfnið, sem orðið var skrælþurt. Litlu sfðar komu menn af Islands Falk með slökkviáhöld tii aðstoðar. Tókst að verja nærliggjandi hús, svo engar skemdir urðu, en þurkhúsið brann til kaldra kola og var al- gerlega búið að slökkva í rústun- um um kl. 9 í morgun. Ókunnugt er um upptök eldsins, en talið lfklegt að hann hafi átt upptök sín í mótorhúsinu. Það hörmulega atvik var þess- um húsbruna samfara, að maður um tvítugt, að nafni Ólafur Jöns- son, brann inni, og fanst lík hans í rústunum. Höfðu þeir Ólafur sál. og annar maður vakað til skiftis við að gæta mótorsins, og var Ólafur genginn til svefns. Er blað- inu ekki kunnugt, hvernig það atvikaðist, að ekki var hægt að vekja hann jafnskjó&t og eldsins varð vart. En það atriði upplýsist vafalaust síðar. Þurkhúsið var eittbvað vátrygt, ’ Hvers vegna er borgarstjórinn í Reykjavík ekki látinn sitja í embættinu meðan honum sjálfum gott þykir? Af þeirri einföldu ástæðu, að bæjarfélagið saman- stendur af einstaklingum, sem ekkert kæra sig um það, að vera þrælar. Einstaklingum, sem borg- arstjórinn er vinnumaður hjá, og því ekkert eðlilegra, en að þeir vfsi honum úr vistinni, þegar hann hefir ekki gegnt vinnu- mannsstörfum sínum sem skyldi. Bæjarfélagið skiftir um vinnu- mann, þegar vistráðningatíminn er útrunninn, hvort sem honum líkar betur eða ver, ef hann á annað borð verðskuldar ekki traust hús- bóndans (nfl. bæjarins). Vistráðningatími Knúts er út- runninn. Hann hefir í mörgu brugðist húsbóndanum og hefði því átt að hafa svo mikla sóma- tilfinningu, að æskja ekki eftir framlenging vistarinnar. En fyrst hann nú ekki hefir fundið hvöt hjá sér til þess að hverfa frá starfanum, eins og honum hefði sjálfum verið fyrir beztu, er ekki úr vegi að minnast, þó ekki væri nema eins, dæmis um dugnað hans og búmannshæfileika. Fyrir nokkrum árum var borin fram tillaga í bæjarstjórn um það, að bera á Austurvöll. Eins og mönnum er kunnugt, var hann f hinni örgustu niðurníðslu og var í þann veginn að verða að mold- arfleti. Tillagan var samþykt með

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.