Alþýðublaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ (við Rauðará) óskast nú þegar konur og karlar til fiskþvottar og þurkunar um lengri eða skemmri tíma eftir ástæð- um hvers eins. Yerkstjórinn semur á stöðinni kl. 9—12 f. m. og 5—7 e. m. Pór. Arnórsson. Fiskvinna. Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu við fiskverk- un. Vinnan byrjar nú þegar. H. P. Duus. 5parið rtú pertirt^a. Nýkomið úrval af Karlmanna- og Drengjakápum, Nær- fatnaði íyrir fullorðna og drengi, Stuttjökkum ágæt- um í ferðalög, Siitfataefnum, Molskinni, Axlabönd marg- : : ar tegundir. Beztu tegundir blátt Cheviot. : : Verðið afarlágt eítir gæðum. Guðmundur Sigurðsson, klæðskeri. Xoli konangnr. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). En Mary Burke stöðvaði hann. Hún greip höndunum yíir um hann og hélt honum blýföstum. „Nei, nei*, hrópaði hún frávita, „vertu kyr, þar sem þú ert, mað- ur! Viltu láta drepa þig?“ Hann var alveg steini Iostinn yfir kröftum hennar. Lfka var hann hissa á ákafa hennar og æsingu. Hún kallaði hann asna- kjálka og notaði erm verri skamm- aryrði. „Ertu þá ekki skynsamari en kerlingarugla ? Að hiaupa svona beint framan að skammbyssunni!“ Rétt á eftir var þetta iiðið hjá, því frú Davíðs hopaði undan, og eftirlitsmaðurinn stakk skamm- byssunni í vasann. En Mary hélt áfram að skamma Hall og reyndi að draga hann með sér. „En við verðum þó að gera eitthvað fyrir mennina þarna niðri, Mary!“ „Þú getur ekkert gert, skal eg segja þér. Þú hlýtur þó að hafa nóg vit til þess að sjá það. Eg kæri mig ekkert úm að þú verðir drepinn! Komdu nú!“ Og með illu og góðu kom hún honum lítið eitt niður eftir göt- unni. Hann ígrundaði það, hvort mannslíf væru í raun og veru í hættu? Hvort verkstjórarnir þyrðu að hætta á það? Og það einmitt á þessu augnabliki, meðan ekki var séð fyrir endann á slysinu í hinni námunni! Hann trúði þvf ekki; á meðan fyigdist Mary með honum, og sefaði hann, með því að segja, að engin veruleg hætta væri á ferðum. Það hefðu bara verið ruddayrði Alec Stone, sera hefðu gert hana bálreiða. „Manstu ekki, þegar loftdælan stansaði einu sinni áður, og þú hjálpaðir sjálfur til að lcoma ösn- unum upp? Þá óttaðist þú ekkert og nú er það sama um að vera. Vafalaust komast allir upp £ tæka tíð“. Hún duidi fyrir honum hinar sönnu tiifinningar sínar til þess að gera hann rólegan, og hann Iét hana stjórna sér. En svo fór hann að hugsa um mennina í nr. tvö. Það voru beztu vinir hans: Jack Davíð, Tim Rafferty, Wresmak, Androculus, Klowoski. Hann hugs- aði sér þá í hinum fjarlægu fang- elsisholum i illu, kæfandi lofti, verða veika og líða f ómegin — og ef til vill varð öllum ösnunum bjargað! Hann nam staðar og vildi snúa við, og Mary varð að draga faanm með sér meðan hún endurtók í sífellu: „Þú getur ekk- ert gert, ekkert!" Ög það var satt. Var hann ekki, fýrir fáum stund- um, búinn að standa rétt framan við skammbyssukjaft Cottons. Það sem hann hefði upp úr þessu væri það, að eftirlitsmaðurinn hefði á- nægjuna af því, að reka hann úr héraðinu. Telpa, röska og góða, vant- ar okkur f sumar. Guðrún og Steindór. Grettisgötu io uppi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjaa Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.