Vísir - 02.12.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 02.12.1915, Blaðsíða 2
VÍSÍR Nær allar útlendar matvörutegundir, ásamt ýmsu fleiru, eru seldar með lægsta verði í Nýju versluninni á Bergstaðastr. 33. VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ld. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. ‘JÆuv 0$ 5)ÚUXV, j gufuhreinsað, lykiariaust. cj: | Tilbúinn Sængurfatnaður. Viðureignin á Balkan. —o — Eins og kunnugt er, urðu banda- menn all-seinir til að fara með her til hjálpar Serbum. Svo er að sjá, sem um miðjan nóvember hafi að- eins 120 þúsundir manns verið komnar tii Saloniki. Og 20. nóv. voru það Frakkar einir, sem komn- ir voru á vígvöllinn í Macedoníu. Sarrail, hershöfðingi landgöngu- hersins, ætlaði að reyna að ná höndum saman við Serbaher, og hafa borist hingað símfregnir um, að honum hafi tekist það; þær fregnir virðast þó ekki vera á rök- um bygðar. Sagt er að hann hafi komist það næst Serbum, að 10 mílur enskar voru á milli. Serbar höfðu þá um hríð getað veitt við- nám í svokölluðum Babuna-skörð- um á veginum til Prilep og Mo- nastir, en urðu að halda undan áður en Frakkar gætu komið þeim tii hjálpar. Vegurinn frá Saloniki, norður Macedonfu er mjög erfiður og seinfarinn. Einföld járnbraut sem þræðir allar bugður Vardar-árinnar. Járnbraut þessi liggur víða í þröng- um gljúfrum og eru niargir staðir sem auðvelt er að verja með litlu liði. Ef Búlgarar hefðu orðið fyrri til að ná einhverjum sJíkum stað, þá hefði gilt einu hve mikið lið bandamenn hefðu haft í Grikklandi, járnbrautarvegurinn hefði verið þeim ónýtur. Jafnóðum og Frakkar fóru norður eftir brautinni urðu þeir því að senda hersveitir austur frá henni, til að verjast árásum Búlgara á brautina. — En þar við bættist, að Serbar höfðu oröið að hörfa undan suður fyrir járnbrautina frá Veles til Babuna-skarðsins. Frakkar urðu þyí að fara vestur af járnbraut- inni við Krivolak (um 100 mílur frá Saloniki) og átlu þá fyrir hönd- u m 50 míina veg til Babuna-skarös- ins, brattan fjallveg og illan yfir- ferðar. 12. október kom Sarrail til Salo- niki, en 19. okt. náðu fyrstu her- sveitir Frakka til Krivolak. Hafa Frakkar síðan átt þar margar or- ustur við Búlgara. Og 16. nóv. áttu þeir enn 10—20 mílur ófarnar til stöðva Serba í Babuna-skajðinu. Urðu Búlgarar þar enn fyrir þeim og voru margir um hvern Frakka. Þó réðust Frakkar á þá og börð- ust af mikilli grimd, en unnu Iítt á, og er því um kent, hve seint hersveitunum frá Krivolak sóttist Ieiðin. En talið er víst, að þeir hefðu haldið áfram áhlaupunum gegn Búlgurum, ef Serbar hefðu ekki orð- ið að hörfa úr Babuna-skarðinu og halda undan eftir veginum til Mo- nastir. Svo virðist þá sem för þessi hafi orðið árangurstaus, og halda Frakk- ar nú kyrru fyrir á þessuni slóðum 1 og láta það nægja, að verja stöðv- ar þær, sem þeir hafa náð. Enda hafa engar símfregnir borist hingað urn viðureignina á þessuni slóðum nú um hríð. En Serbar hafa orðið að halda undan og hafa nú að sögn leyst her sinn upp í flokka, sem hafast við í fjöllunum og heyja fyrirsátaorustur við hersveitir óvina sinna. Lítilfa frétta er því að vænta úr þessari átt, þar til bandamenn hafa komið meira her á land á Baikan. Fyrsti landinn, sem heim kemur af vígvöllunum. Niðurlag, Brátt sáu Canadamennirnir, að þeir voru orðnir svo fáir, að ekk- ert vit var í öðru en að hörfa undan aftur til skofgrafanna, þeir gerðu það og fóru að búa um sig f gröfunum og grafa nýjar grafir sumir, því aö nú þurftu þeir að teygja úr sér og faka svæði það, sem Frakkar höfðu flúið af, eða fylla upp í það skarið. Og þarna stóð skothríðin á þá frá þremur hliðum, því þeir voru í þessu hættulega horni, bæði að framan og til beggja handa. Þeir voru því neyddir til að komast í grafirnar. Mr. Goodman var einn í áhlaupi þessu og kom ósærður úr því aft- ur. Voru þeir þar í gröfunum það sem eftir var nætur. Um morgun- inn harðnaði hríðin á þá, og þá var það sem Mr. Goodman særð- ist. Byssukúla kom í vinstri hand- legginn á honum og rann upp handlegginn og tók í sundur afi- sinina og lífæðina. Enginn var þar Iæknir hjá þeim, og varð hann að binda um sáiið sjálfur. Reyrði hann utan um kápuermina til að stöðva blóðrásina, því ella hefði honum óðara blætt út, og þó misti hann mikið blóð áður en hann gat gjört þetla. Þarna var ekki hægt að komast eitt fet í burtu meðan Ijóst var, því að undir eins og nokkur hefði sést upp úr gröfunum, hefðu staðið á honum 100 kúlur. — Nafnakall var haft um morguninn, og voru þá einir 200 manns, sem gátu svarað til nafns síns af þess- um 11 hundruðum, hinir 900 falln- ir; og alveg eins hafði fallið af Skotunum. Þessum stöðvum urðu þeir að halda í eina 4 daga, hér um bil matarlausir. Var þetta kent klaufaskap hershöíðingja eins. Enda var hann rekinn og var þó að mörgu góður foringi. Þarna varð nú Goodman að sitja í gröfunum til kvelds. Um kl. 9 reyndi hann að komast burtu í myrkrinu, Hann þurfti að komast eitthvað 2 eða 3 hundruð yards. — Þar var kofi einhver á bak við þá, og þar gat hann fengið hjálp til að komast burtu. Hann leggur á stað í myrkrinu og kemst á hálfa leið; þá líður yfir hann og veit hann ekki, hvað lengi hann hefir legið þar; en svo kom maður til hans og kom honum á fætur; en þá leið yfir hann aftur. Loks komu þó ein- hverjir og hjálpuðu honum burtu og komu honum til Popperinghe, eitthvað 10 mílðr í burtú, og þar vissi hann fyrst af sér. Þá var far- ið með hann til Boulogne við sjó- inn. Þar var hann 3 daga og var svo fluttur yfir sundið til South- hampton. Þá til Hampstead í Lundúnum; þar var hann 3 mán- uði. Efir tvær vikur þar, tók sár- ið sig upp og fór að blæða aftur. Var hann þá nærri dauður og var handleggurinn skorinn upp og T I L M I N N i S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. ' til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-73 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætí 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. . kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. þumalfingurinn fekinn af vinstri hendi. Þaðan fór hann til Brom- ley, Canadian Convales- cent Hospital, 8 mílur frá London og var þar 3 vikur. Þaðan fór hann til Shorncliffe við sjó út nálægt Folkestone; þar var hann mánuð og fór svo hingað á skipinu »Scandinavian« hinn 16. sept. og kom 2. október hingað til Winnipeg og er nú kominn heim til forekira sinna í Pine Valley. Hkr. Hindenburg og keisarinn. Fyrir nokkrum dögum barst sú fréit hingað í símskeytum að Hindenburg og keisarinn væru ósáttir. — í enskum blöðum er svo frá þessu sagt, að keisarinn hafi boðið Hindenburg að gera enn tilraun til þess að taka Riga og Dvinsk, hvað sem það kost- aði, en Hindenburg hafi þá kraf- ist liðsauka. Þegar svo keisarinn á ný krafðist þessa, þá hafi Hindenburg boðist til þess að láta af herstjórninni. — Eru þess- ar fregnir hafðar eftir þýskum föngum í Rússlandi. OL- tegundirnar, góðu, eru aftur komnar. Krónöl og Pilsner, einnig Carlsberg i verslun isgríms Eyþórssonar Sími 316. Austurstr. 18-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.