Vísir - 22.03.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 22.03.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 VIS Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel ísland SÍMI 400 6. árg. M iðvi kud agi n n 22, marz 1916. 81. tbl. Gamla Bíó Astin eflir. Ahrifamikill sjónl. í 2 þáttum. Aðalleikeikendur eru: Frk. Emilie Sannom. * Hrr. Emanuel Gregers. Lifandi fréttabiað Orustan hjá Verdun Franska blaðið Matin ritar meðal annars um orustuna hjá Verdun: Herforingjar, sem komu frá Verdun ljúka allir upp einum munnium það, að áhlaup þjóðverja á Vaux vígið, föstudaginn 10. marz, hafi verið mannskæðara en dæmi séu til í sögunni. þjóð- verjar féllu eins og hráviði fyrir kúlum Frakka, — heilar fylk- ingar féllu og fallnir menn og sárir ultu eins og snjóskriður of- an brekkurnar, og lágu í hrönn- um þar fyrir neðan. þjóðverjar gáfust seinast upp á því að klifra yfir fallna og særða félaga sína og hættu áhlaupinu. Hollenzkur blaðamaður nokkur fekk að koma á vígstöðvarnar hjá Verdun þjóðverja megin. — Fanst honum mest til um það hve margar fallbyssur þeir höfðu. Á öllum vegum sem lágu til Ver- dun úði og grúði af fallbyssum og skotfærum. Telur hann að þess muni engin dæmi í veraldarsög- unni að svo mörgum fallbyssum væri komið fyrir á jafnlitlu svæði. Á einum stað fyrir norðvestan hefðu fjallshlíðarnar, sem áður voru skógi vaxnar, litið út eins og' plægður akur eftir skothríð þjóðverja. Hann kvaðst hafa verið orðinn vanur því á víg- völlunum að sjá fallbyssur og skotvopnum komið fyrir neðan- járðar, sér hefði því brugðið í brún að sjá hjá Verdun margar fallbyssuraðir á bersvæði. eins og títt var í orustum fyrr ádög- um. Kveldskemtun heldur Hið íslenska Kvenfélag fimtudaginn 23! mars kl. 8V2 síðd. í Bárubúð til ágóða fyrir Styrktarsjóð eldri kvenna. Skemtiskrá: Guðmundur Thorsteinsson listmálari syngur gamanvísur. Dr. Ólafur Daníelsson kveður. Einar Hjörleifsson rithöfundur les upphafið á sögunni: Sálin vaknar.< Leikið verður leikritið Hann og Hún« eftir Abraham Dreyfus Persónur: Mr. Moberly (Dick) Guðmundur Thorsieihsson listmálari. Mrs. Moberly (Fanny) frú Stefanía Guðmundsdóttir. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaversl. Sigfúsar Eymunds- sonar og Bókaversl. ísafoldar og i Bárubúð frá kl. 7 sama dag og kosta 1 — eina — krónu. Nokkra duglega karlmenn ræð eg enn til Siglufjarðar. Löng og ábyggileg atvinnal Menn sem þegar hafa talað við mig um atvinnu finni mig hið fyrsta. Einnig þeir sein ráðnir eru hjá niér sjálfum. Aðalstræti 8. Venjul. heima kl, 7—8 s. d. Clemencaeu segir í blaði sínu, að manntjón þjóðverja í orust- unum hjá Verdun hafi verið þre- falt meira en manntjón Frakka. ö Bæjaríróttir Afmœli á morgun: Dóra Þórhallsdóttir, ungfrú. Elisabet Björnsdóttir. Karolína Þorkelsson. 1 Oddný S. Sverrisen, húsfrú. Fermingar- og afmælls- kort með íslenzkum erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safna húsinu. Leikhúsið. Tengdapabbi verður ekki leikinn oftar vegna fráfalls Andrésar Björns- souar. Næst verða leiknar Kinnar- hvolssystur, sem áður hafa verið sýndar hér og var þá vel tekið, en síðan eru nú liðin nokkur ár. Enn er í ráði að sýna sjónleik eftir Bernhard Shaw, ef tími vinst til þess. Erl. mynt Kaupm.höfn 02. marz. Sterlingspund kr. 16,52 100 frankar — 58,50 100 mörk — 61,50 R e y k j a v í k Bankar Sterl.pd. 17,00 100 fr. 61,00 100 mr. 64,00 1 florin 1,55 Doll. 3,80 Sv. kr. 100 a. Pðsthús 17,00 61,00 62,00 1,55 3,75 101 a. Nýja Bíó Þess bera menn sár — Sjónleikur 1 3 þáttum eftir hinn? nafnfrœgu skáldsög'u Octave Feuillets. Aðalhlutverkin leika: jungfrú Napierkowska, frú Davids, Paul Capellani. Myndin stendur hálfa aðra klukkustund, og aðgöngu- miðar kosta: Bestu sæti 0,50. Önnur sæti 0,40. Almenn sæti 0,30. I. O. G. T. I &\tv\ttc&\n wr. \V Fundur í kvöld kl. 8V3. j Alþm Jósef Björnson talar í Str. Sigurborg les upp á fœreyisku. Eftir fund verður nefndar- fundur í sjúkrasjóðsnefnd- inni, og eru allir meðlimir hennar beðnir að sækja fund- inn. — Fjölmennið! Ceres fór frá ísafirði í morgun. Botnfa fer beint til útl. kl. 8 í kvöld, Kvenfélagið hetdur kvöldskemtun annaðkvöld í Bárubúð. Sjá augl. í blaðinu. Island fór frá ísafirði í gær, kom hing- að í morgun. ; t Hljómleikar. Loftur Guðmundsson mun ætla að efna til hljóinl. um helgina með aðstoð E. Thoroddsen. Föstuguðsþjónusta verður í kvöld í Fríkirkj. hér, kl. 6 (ÓI. ÓI.), og á morgun í Frikirkj. í Hafnarf. kl. 7 síðd. (Ól.ÓI.) Dánarfregn. í Vestm.eyjum lézt í nótt Anton Bjarnason, kaupm. — Fékk snert af heilablóðfalli fyrir ári síðan, og var veikur upp frá því. Pappírsverð hefir hækkað mikið síðustu mán- uðina, 50—100 prct. og í ráði er að prentun hækki einnig f verði hér í bænum. Ef úr þvf verður, er viðbdið að blöðin verði að hækka áskriftargjald og auglýsingaverð. ri ij

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.