Vísir - 20.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e 1 ð s 1 a blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangu r frá Vallarstrætf. Skriísíoía á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórlnn tll vlðtals frá kl. 3—4. Sími 400. - P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚfllNNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir lierra, liumur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚfilNNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 i Ofriðurinn. ------ Frh. AHar ófriðarþjóðirnar gera sér vtfnir urh sigur. Ef þjóðirnar gerðu það ekki, yrðu stjórnirnar að semja frið." — Stjórnirnar verða því að gera alt setn þær geta til að halda sigurvonunum við. En þar standa bandamenn miklu betur að vígi en Miðveldin. Þó að bandamenn hafist ekkert að á vígvellinum annað en að verjast, gela þeir alið sigurvonir sinna manna á afleiðingum hafn- bannsins. — Þjóðverjar lýsa með fögrum orðum afreksverkuui "her- sveita sinna í blöðum sínum. En í blöðum bandamanna er krökt af frásögnum af neyðinni í Þýzka- landi, gjaldþrotum stórverzlana og bankahrunum. — Hvorttveggja er meira og minna lýgi. Það er skoðun margra fróðra manna, sem hafa kynt sér afstöðu og styrkleika heranna á vesturstöðv- unum, að þar fái hvorugur unnið á hinum. Og um eitt skeið virt- ust Þjóðverjar sjálfir hafa verið komnir að þeirri niðurstöðu. En þá þóttust þeir ætla að vinna sigur á Bretum suður í Egiptalandi, taka af þeim Suezskurðinn og jafnvel heimsækja þá suður í Indlandi. — Miðveldin tóku Serbíu og Montene- gró, en lengra *komust þau ekki. Og þá varð að gefa þjóðinni aðrar sigurvonir, því það kom brátt í Ijós, að þeim varð Iftill fengur í Balkanlöndunum, og þrátt fyrir ö- sigur bandamanna á Gallipoli batn- aði aðstaða Miðveldanna ekkert og endalok ófriðarins voru jafnfjarri. Þá hófst sóknin gegn Verdun, síðari hluta febrúarmánaðar s. I. — Fyrstu dagana miðaöi Þjóðverjum allvel áfram, en síðan 10. marz má svo að orði kveða, að þar hafi alt- af verið barist um sðmu þúfurnar. En á þeim orustum hafa þjzku blöðin lifað og sigurvonir þjóðar- innar. Þjóðverjar verða altaf við og við að gera einhvern hvell, og Verdun- hvellurinn hefir nú hljómað í 4 mánuði. — Annan hvell gerðu þeir á Norðursjónum nýlega og dásama nú hreysti flota síns í svo háum tónum, að þeir hafa líklega ekki heyrt skot rússnesku skipanna í Eystrasalti á dögunum, þegar þau söktu fyrir þeim 10 flutningaskip- um í einu. — Það er eftirtektar- vert, sem dæmi upp á það, hverja þýðingu slíkir hvellir hafa fyrir úr- slit ófriðarins, að einmitt sömu dag- ana sem Þjóöverjar eru í sjöunda himni yfir afreksverkum þýzka flot- ans, fær rússneski flotinn, sem al- ment er álitinn lítils megnugur, færi á að vinna Þjóðverjum slíkt tjón. — Manni verður á að spyrja: Til hvers hafa, Þjóðverjar flota sinn, ef þeir geta ekki notað hann tíl'aö drotna í Eystrasalti, þar sem brezki flotinn nær þó ekki til hans? Frh. MUti aj Und\. Sfmfregnir. Akureyri í fyrradag Skriður féllu nýl. 3 úr Vaöla- heiði fyrir ofan bæina Oarðsvík og Sveinbjarnargerði. 2 ytri skrið- urnar gerðu lítið tjón en sú syðsta tók mikinn hluta af túnina á Sveinbjarnargerði. Tún þetta var nýræktað og í ágætri rœkt. Um 30 fjár er sagt að muni hafa orð- ið undir skriðunni. Skriðurnar féllu alla leið niður í sjó en áttu upptök sín ofarlega í heiðinni. Pegar jrélbáturinn >Báran« fór fram hjá Siglufirði, nú nýlega, á leið að sunnan, fundu bátsménn 3 fjörutíu potta kúta á floti úti fyrir firðinum. Ooðafoss var þá nýfarinn frá Siglufirði, en bátar úr landi á sveimi þar umhverfis. »Báran« hirti kútana, flutti þá til Akureyrar og afhenti þá bæjar- fógeta. Lét hann opna kútana og kom þá í Ijós að f þeim var tæra brennnivín. Var þá ekki beðið boðanna en kútunum snar- að í betrunarhúsið. Ágætur fiskafli ef beita væri til. Þjórsártúni í gær Fjögra ára barn bjargar öðru barni. Á Sandlæk í Hreppum bar það viö fyrir nokkru að þrjú börn voru að leika sér úti á túni. — Elsta barnið, sem þó var aðeins fjögra ára, saknaði hins yngsta fór að svipast eftir því og fann það innan skams á flóti í bæjar- læknum. Fór það nú að gera tilraun til þess að bjarga því og tókst að-koma því upp ábakk- ann, lagði það þar á grúfu og hljóp svo heim eftir hjálp. Það tókst von bráðar að hressa barh- ið'við og varð því ekkert veru- lega meint við þetta. Vöntun, sem úr þarf að bæta. Hversu lengi getur það gengið að ekkert sæmilegt »hotel« sé til í höfuðstað landsins? Bærinn stækk- ar óöum og hann á að verða og er að verða viðskiftamiðstöð lands- ins,' eftir því sem samgöngur batna. Þeim fjölgar stöðugt, sem elga er- indi til höfuðstaðarins. En ekkert ert er gert til þess að greiða götur ferðamannanna, útlendra eða inn- lendra. Þeir, sem til bæjarins konia verða að snapa sér út húsaskjól hjá «privat«fóiki — báðum pörtum til mestu óþæginda. Enginn einstak- lingur vill ráðast i að koma upp gistihúsi eða hætta fé í að reka slíkt fyrirtæki. Menn segja — sem satt mun vera — að þessháttar tyrirtæki borgi sig ekki f «vínlausu« landi. Sti mun og reynslan vera annarsstaðar, að rekstur gisti- húsa borgar sig þvi að eins að irfnveitingar séu hafðar með til að bera kostnaðinn og gera atvinnuna sæmilega arðberandi, En hvað á þá til bragðs að taka? Bæjarfélagið verður að hlaupa und- ir bagga og bera áhættuna. Það verður annaðhvort að koma fyrir- tækinu sjálft á fót og annast rekst- urinn eða styrkja einhvern, sem víll ráðast í það. Svo mun það og vera víðast annarsstaðar, að bæjar- félðgj gangast fyrir því að ferða- mannahæli eru bygð, jafnvel þar sem þörfin er minni en hér. Það er ekki sæmiiegt að hðfuðstaðurinn hafi ekki viðunandi gistihús árum saman og geti því ekki hýst þá gesti sem að garði ber. Það er heldur ekki við að búast að einstakir menn geti ætíð haft boöleg gestaherbergi tilbúin í hús- um sínmn, þar sem húsin eru orö- in svo afskaplega dýr og þar af leiðandi er húsaleigan óbærilega há og fara menn því að sjálfsögðu aö hafa eins þröngt um sig eins og þeim frckast er unt. Húsnæðisleysið er orðið mjög tilfinnanlegt hér í bænum, þar sem mannfjöldinn eykst langt fram yfir það sem bygt er. Það bætir þá ekki úr skák er einstakir menn verða Tl L M I N N IS: Baöhúsiö opið v. á. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifát. í brunastðð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bætargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. sarnk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 17,-2.7, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og fðstud. Id, 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á roið- vikud. kl. 2 3. landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. ^áðnuigaYstojjan á Hótei ísland ræður fólk til alls- konar vinnu — hefur altaf fólk e boðstólum. i §a\\masto$a VöruhÚSSÍnS. K. Karlm.fatnaðir best saumaðir! Best efni! ssss« Fljótust afgreiðsla! sssss mmmm\ LÓGMENN Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yflrréttarmálaflutnlngsmaöur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yfirréttarmálaflutníngsmaöur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutimi frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — að láta nokkurn hluta af húsuni sínum standa auðan til þess að geta verið viö þvi búnir að taka á móti ferðamönnum hvenær sem vera skal. Fiestir kjósa víst Ifka helzt að komast hjá slíkum við- skiftum, að gera heimili sín að ferðamannahælum. L I.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.